Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
STiÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Morgunninn ætti að byija vel
og dagurinn gengur eins og í
sögu. Þú ert í góðu líkamlegu
og andlegu ástandi. Kvöldið
gæti orðið spennandi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur áhyggjur af þér eldri
aðila. Vinur þinn býður þér
aðstoð sem þú ættir að þiggja.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Deilur á vinnustað eða annars
staðar utan heimilisins munu
ergja þig í dag. Sýndu stillingu
og mundu að láta reiðina ekki
bitna á þeim sem ekki eiga
sök á henni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$8
í dag ertu sérlega ánægður
með fjölskyldumeðlim, sem
þér fmnst hafa staðið sig vel.
Kvöldið lítur út fyrir að verða
ánægjulegt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Góður dagur til útiveru. Eigir
þú þess kost, farðu þá út úr
daglegu umhverfi. Þú þarft á
fersku lofti að halda núna.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú gerir úlfalda úr mýflugu í
dag, en sérð að öllum líkindum
að þér þegar líða tekur á dag-
inn, eða í kvöld. Hafir þú sagt
eða gert eitthvað sem þú sérð
eftir, ættir þú að biðjast afsök-
unar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þeir sem eiga í baráttu við
vigtina ættu að huga að holl-
ustunni fyrst og fremst. Nokk-
ur þensla fylgir þér þessa dag-
ana og slíkt leiðir oft til of
mikillar neyslu eða eyðslu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Einhverjum finnst þú helst til
eigingjam og kannski hefur
hann eitthvað til síns máls.
Hugleiddu það.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember)
Þetta er góður dagur til að
sinna áhugamálum og félags-
lífí. Þú nýtur töluverðra vin-
sælda um þessar mundir og
ættir að njóta þess. Kvöldið
er spennandi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
' Fyrri hluta dagsins fmnst þér
erfíður og ekki er óhugsandi
að þér fínnist að þér vegið.
Taktu því rólega í kvöld og
vertu með þínum nánustu.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Fjármálin gera þér lífið leitt,
en þú hefur væntanlega gert
ráðstafanir til að láta enda ná
saman í framtíðinni. Deilur
innan fjölskyldunnar gætu
komið upp í kvöld.^
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) tSht
Ástvinur þinn hefur lengi
reynt að segja þér eitthvað
sem honum liggur þungt á
hjarta. Þú ættir að lesa milli
línanna og fínna út hvað hann
þarf að segja þér.
Spár af þessu tagi byggjast
ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
T 'V V \7 v u
GRETTIR
.... .... 11 ......„
UOSKA
Já, frú.. .get ég fengið leyfi til að
fara snemma heim?
I 5EE IT'5
STARTINé TO RAlN.. M
Ég sé að það er byrjað að rigna...
I TMINK MV P06 15
6ETTIN6 U)ET..
Ég held að hundurinn minn sé að
verða blautur...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Eftir lauf út þarf hárfína vöm
til að hvekkja 3 gröndum suð-
urs. Spilið er frá Sunday Times
tvímenningnum sl. vetur:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ ÁG8543
¥Á3
♦ 63
♦ D98
Vestur Austur
♦ D6
¥ KG1098
♦ 2
♦ ÁG1063
♦ K102
¥42
♦ D10854
♦ 754
Suður
♦ 97
¥ D765
♦ ÁKG97
♦ K2
Frakkinn Chemla kom út með
lítð lauf eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Chemla Meckst. Perron Rodwell
1 spaði pass 2 tíglar
2 hjörtu 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Rodvell átti því fyrsta slaginn
í blindum á laufáttu. Hann not-
aði innkomuna til að spila tígli
og svínaði níunni! Góð byijun,
en spilinu er engan veginn lokið.
Rodwell spilaði næst lauf-
kóng, sem Chemla dúkkaði rétti-
lega til að halda sambandinu
opnu í litnum. Þá kom spaði upp
á ás og laufdrottning úr blind-
um. Chemla gat tekið þijá slagi
á lauf og einn á spaðadrottn-
ingu, en varð síðan að spila frá
hjartakóngnum.
Chemla gat gert betur með
því að láta spaðadrottninguna
flúka strax. Þá gerir sagnhafi
best í því að dúkka og nú verður
vestur að spila spaða um hæl,
án þess að taka svo mikið sem
einn laufslag! Ef vestur tekur
öll laufin, lendir austur óhjá-
kvæmilega í kastþröng. Og það
gengur heldur ekki að skilja eitt
lauf eftir, því þá fríar sagnhafi
einfaldlega spaðann.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Groningen í Hol-
landi í desemberlok kom þessi
staða upp I viðureign rússneska
stórmeistarans Anatóli Vaiser
(2.565) og bandaríska alþjóða-
meistarans Ben Finegold
(2.455), sem hafði svart og átti
leik.
25. — Hxe5!, 26. fxe4 (26. Hxa7
væri svarað með 26. — Rc5!, 27.
Hxe5 - Hxdl+, 28. Kf2 - Bxa4
og svartur hefur unnið tafl) 26. —
Hxe4, 27. Hxe4 - Hxdl+, 28.
Kf2 — dxe4, 29. Rc3 )Endataflið
eftir 29. Hxa7 — Bxa4!?, 30.
Hxa4 - Hd2+, 31. Kg3 - f5 er
vafalaust unnið á svart) 29. —
Hd2+, 30. Ke3 - Hxg2, 31.
Rxe4 — Be6, 32. b4 — llxa‘2 og
með tveimur peðum meira vann
Finegold endataflið auðveldlega.
Hann hefur um árabil verið bú-
settur í Belgíu, þar hefur hann
mun fleiri tækifæri til að taka
þátt i mótum en vestanhafs. Svip-
að má segja um Vaiser, hann
flutti frá Síberíu til Parísar fyrir
tveimur árum og unir þar hag s(n-
um vel. Rússamir Dorfman og
Polugajevskí hafa síðan farið að
dæmi hans.