Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Nei, ekki EES! eftir Þóri Karl Jónasson Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hefur nú setið að völdum í rúmt ár. Hægt er að fullyrða að öll henn- ar verk eru fædd til að mistakast, vegna stefnu hennar í efnahagsmál- um. Boðskapur hennar er óheft markaðshyggja, frelsi peninganna, öllu skal fómað á altari kapítalis- mans, allt skal einkavætt í nafni trúarinnar, öll ríkisfyrirtæki skulu afhent „kolkrabbanum" á silfur- bakka. Kapítalisminn, markaðs- * hyggjan í Vestur-Evrópu er að rotna innan frá. Aldrei frá stríðslok- um hefur verið jafn mikið atvinnu- leysi í Evrópu. Flestum vestrænum ríkjum er stjórnað af hægri mönn- um og eða svokölluðum sósíaldemó- krötum. Þau stjórnmálaöfl í Vestur- Evrópu, sem kalla sig sósialdemó- krata, segjast hafa hag hinnar vinn- andi stéttar að leiðarljósi. En haga EURÓ-kratar sér í samræmi við þá stefnu sína? Það er mín skoðun að svo sé ekki. Þeir stunda sama arðrán og aðrir kapítalistar. EURÓ-kratar sigla undir fölsku flaggi og hafa alltaf verið hjálparhella auðvalds- ins, allir evrópskir krataflokkar em hlynntir EB-samveldinu. Til er flokkur hér á landi, sem kallar sig Alþýðuflokk - jafnarðamannaflokk íslands. Forystumenn þess flokks hafa riðið um sveitir landsins og boðað fagnaðarerindið, um frjálsan markaðsbúskap, grisjun sveita Iandsins, einkavæðingu heilbrigðis- kerfisins, einkaðvæðingu orkufyrir- tækjanna. Sem sagt, selja öll fyrir- tæki sem þjóðin á, og helst þau sem skila miklum arði. Núverandi ríkis- stjórn langar mikið til þess, að við sækjum um aðild að EB en þeir þora ekki að segja það beint framan í þjóðina, heldur nota þeir málpípur sínar, eins og Þórarin V. Þórarins- son og Karl Steinar Guðnason og á vísa þessi vel við núverandi ríkis- stjóm: „Ég er ekki í neinum vafa að samningurinn um EES verður felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ég vil skora á alla andstæðinga EES- samningsins að berjast, því stutt er í lokaor- ustuna.“ Flýgur með hatt og frakkalöfum þöndum fapaðarboði meðfram Islands ströndum. „Frelsist þú þjóð úr fomeskjunnar böndum frfverslun stunda skal með öðram löndum. Það er óhætt að fullyrða að nú- verandi stjórnarflokkar hafa svikið íslenska alþýðu. Þeir lofuðu hækk- un skattleysismarka og nýsköpun í atvinnulífí. En hvað hafa þeir gert í staðinn? Farið sömu leið og Mar- grét Thatcher gerði í Bretlandi, en stefna hennar og Ronalds Regans í Bandaríkjunum hefur beðið algjört skipbrot. Og það vilja þeir kalla yfír íslensku þjóðina, einkavæðingu sjúkrahúsa og skóla og með nýrri skipan í Lánasjóði íslenskra náms- manna er skólaganga að verða for- réttindi þeirra sem eiga peninga. Böm fátækra Dagsbrúnarmanna eiga ekki að geta notið neins fram- haldsnáms, því lögmál markaðs- hyggjunnar leyfa það ekki. EES samningurinn Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur nýverið undir- ritað fyrir hönd íslands og EFTA samning um EES og að hans sögn fengum við allt fyrir ekkert og rúm- lega það. Nú hafa öll EFTA löndin sótt um aðild að efnahagsbandalagi Evrópu, nema ísland. í upphafsorð- um samningsins stendur að stuðla eigi að frjálsum og óheftum mark- aðsbúskap, sem þýðir, sameiginleg- ar reglur á öllum sviðum og sameig- inlegur dómstóll, fijálsir vömflutn- ingar, fólksflutningar, þjónustu- STÆRÐIR: 128 -176 =ullorðinsgallar: frákr. 4.980, STÆRÐIR: XS - XXL REYKJAVÍK: BoKamaAurinn, Trimmig, Sportmaðurint Búsport, Sportval AKRANES: Versl.Óðlnn AKUREYRi: Sporthúsið SELFOSS: Vöruhús KÁ ISAFJÖRÐUR: Sporthlaðan SEYÐISFJÖRÐUR: Aldan Mf-IWi Heildsöludreifing: ■meirihittar mtrkli ENOK hf. Hamraborg 14, Ki Þórir Kari Jónasson starfsemi og frjáls fjármagnsflutn- ingur. Þetta er hið margumtalaða fjórfrelsi. Forystumenn EB líta verkalýðsfélögin hornauga og öll félög launamanna. Því halda marg- ir fram, þar á meðal ég; að Evrópu- bandalagið ætli sér að knésetja verkalýshreyfínguna og helst banna samtök launamanna. Við stofnun EB voru uppi háværar kröfur um svokölluð fimmtu fríðindin, en þar var átt við bann á starfsemi stéttar- félaga. Forystumenn ríkisstjórnarinnar kalla okkur, sem erum á móti EES sammngnum, einangrunarsinna, og hefur utanríkisráðherra verið þar fremstur í flokki. En auðvitað er það rangt hjá honum, eins og svo margt annað, sem hann hefur látið út úr sér. Því hættan við EES-samn- inginn er ekki að við einangrumst á alþjóðavettvangi, ef við gerumst aðilar að honum, heldur er hættan sú, að við einangrumst innan Evr- ópu. Samkvæmt Maastricht-fundin- um á EB að sameinast í eitt sam- bandsríki. Öll lönd samningsins eiga að hafa sömu utanríkisstefnu, og setja á laggirnar sameiginlegan her, EB samveldið á að verða póli- tískt hernaðarbandalag. Með því bandalagi eigum við íslendingar enga samleið. Krafan um þjóðaratkvæði um EES-samninginn Samtökin Samstaða um óháð ís- land voru stofnuð á síðastliðnu ári og er megin markmið samtakanna að beijast gegn aðild íslands að EES og EB-samveldinu. 9. maí síð- astliðinn var haldinn landsfundur Samstöðu, og var það fjölmennur og góður fundur, og flutt voru mörg góð erindi þar. Niðurstaða fundarins var að halda áfram og krefjast þjóðaratkvæðis um EES- samninginn. En auðvitað óttast maður það að reynt verði að keyra samninginn í gegnum Alþingi Islendinga, án þess að spyija þjóðina álits, saman- borið Keflavíkursamninginn, og aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu. Það verður að fara fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um EES-samning- inn. Þegar svifta á þjóð fullveldi verður þjóðin að fá að segja sitt álit. Eða vilja menn sem ætla að reyna að koma okkur inní EB-sam- veldið lifa með það á bakinu að hafa svikið þjóð sína? Island er lítið og fámennt land, en íslendingar eru vel menntaðir. Island og íslendingar munu komast vel af í framtíðinni, ef við stöndum utan EB-samveldisins, því opnast hafa stórir markaðir í Asíu, Japan, Tævan, Kóreu og ekki má gleyma Austur-Evrópu og fleri stórum mörkuðum. Sú rangfærsla forystumanna rík- isstjómarinnar, að ef við stöndum fyrir utan EB-samveldið þá sé okk- ur öllum lokið, er bull og þvæla. En það versta við það er, að þeir trúa þessari vitleysu sinni sjálfir. Ekki má gleyma embætti forseta Islands, en hann getur haft úrslita áhrif, ef núverandi stjórnarflokkar ætla að koma sér undan því að spyija þjóðina álits, því forseti Ís- lands á að halda vörð um stjómar- skrá lýðveldisins. Ég er ekki í neinum vafa að samningurinn um EES verður felld- ur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vil skora á alla andstæðinga EES- samningsins að beijast, því stutt er í lokaorystuna. Höfundur er Dagsbrúnarmaður ogí stjórn Samstöðu um óháð Island í Reykjavík. EB er framtíðin eftir Gísla Guðmundsson í þeirri umræðu um Efnahags- bandalag Evrópu, sem hefur verið nú undanfarið, flnnst mér vanta að minna á það efnahagsslys, er varð 1929 og árunum þar á eftir. Þá skalla kreppan á í Bandaríkjun- um og breiddist fljótlega út til Evrópu og náði að lokum til allrar heimsbyggðarinnar, þetta efna- hagsslys, sem kallað hefur'verið kreppan mikla. Af hveiju skyldu þessi efnahagsvandræði hafa orðið? Ekki skorti neins konar neyslu- vörur, það hlóðust upp nauðsynjar hvers konar, svo sem matur og hvers kyns vamingur. Samt varð mikil neyð hjá almenningi og at- vinnuleysingjar voru í tugmilljóna- tali og fjöldi fólks lést af völdum MYNDVORPUR OG GLÆRUR ÁRVÍK ABHÚLI 1 - REyKJAVÍK - SIMI 687222 -TELEFAJÍ 687295 næringarskorts og annarra hörm; unga er leiddu af þessari neyð. í ljósi þessara staðreynda mætti spyija, að ef þjóðirnar hefðu haft samvinnu, hvort ekki hefði verið mögulegt að koma í veg fyrir þær hörmungar er kreppan olli. Þær þjóðir, sem hafa stofnað með sér EB ætla auðsjáanlega að reyna að koma skipulagi á fram- leiðslu sína og viðskipti í þeim til- gangi að hindra efnahagsörðug- leika, sem koma, ef allt er skip- ulagslaust, eins og reynslan hefur sýnt. í ljósi þessara staðreynda er það nauðsynlegt og sjálfsagt, að íslend- ingar starfi með hinum EB-þjóðun- um í þeim tilgangi að styrkja, efla og gera markvissa þjóðarfram- leiðslu til lengri tíma. Er það ekki stórkostlegt að margar þjóðir taki höndum saman í þeim tilgangi að koma sameigin- lega stjórn á efnahagsmálin, þar af leiðir að margs konar samvinna verður að vera milli þjóða og ein styrk yfirstjóm. Þessir hlutir gerast ekki af sjálfu sér, það er alveg víst. Það væri gagnlegt innlegg í þessar EB-umræður ef eldra fólk, sem man ástandið eins og það var hjá almenningi í þessum svokölluðum krepputímum, segði frá reynslu sinni, þegar sjávarafurðir og land- búnaðarafurðir urðu skyndilega óseljanlegar og verðlausar. At- vinnuleysi og eymd skall yfir þjóð- ina og því fylgdu ólýsanlegar hörm- ungar fyrir allan almenning. Þessir Gísli Guðmundsson „Þessir tímar koma ör- ugglega aftur ef ekki verður komið skipulagi á efnahagsmálin, líkt og verið er að reyna að koma á í EB-löndunum nú.“ tímar koma örugglega aftur ef ekki verður komið skipulagi á efna- hagsmálin, líkt og verið er að reyna að koma á í EB-löndunum nú. Höfundur er cftirlaunamaður. Álfaborg opnar úti- bú í Hafnarfirði Álfaborg hf. hefur opnað útibú í Bæjarhrauni 20, Hafnarfírði. Verða þar á boðstólum sömu vörur og fengist hafa í Knarrvogi 4, Macintosh fyrir byqendur Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- 09 verkfræðiþjónustan *£* Verkfraeðistofa Halldórs Kristjánssonar Oy* Grensá^vejljj 16 • stofnuð 1. mars 1986 (g v Reykjavík. Einkum hefur verið lögð áhersla á flísar ásamt efnum og áhöldum til flísalagna. Verslunarstjóri í Hafnarfírði er Guðmundur Þorlákur Guðmunds- son en Guðbjartur Halldórsson, áður starfsmaður Húsasmiðjunnar, er jafnframt ráðinn verslunarstjóri í Knarravogi 4. Útlit nýju versl- unarinnar annaðist Sigurþór Aðal- steinsson arkitekt, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Eigendur eru Ásdís Samúelsdóttir og Össur Stefáns- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.