Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992
11
Gleði - gleðinnar vegna
Eftir hjónavígsluna.
Ö
_________Leiklist____________
Súsanna Svavarsdóttir
Theatre de l’Unite
Le Mariage
Franski leikhópurinn sem kom
hingað til lands í tilefni Listahátið-
ar er með kostulegri leiklistarfýr-
irbærum sem hefur rekið á fjörur
okkar. Markmið hópsins virðist,
við fyrstu sýn, vera að setja í
gang algerlega meiningalaust
leikhús. En í rauninni eru sýning-
ar þess páródía á veruleikann, í
svo frábærum umbúðum dirfsku,
glettni og gamansemi að sýningar
hópsins munu líklega seint gleym-
ast þeim sem þær sáu.
Le Mariage (Brúðkaupið) sýndi
hópurinn á götum Reykjavíkur-
borgar síðastliðinn laugardag —
með þátttöku íslenskra leikara.
Fyrir dyrum stendur brúðkaup
yngstu barna úr tveimur fjölskyld-
um; brúðurin er frönsk, brúð-
guminn íslenskur og það væri
synd að segja að móðir brúðarinn-
ar hafi verið lukkuleg með að
dóttir hennar skyldi velja sér eig-
inmann úr svo „kúltúrsnauðu“
villimannasamfélagi.
Uppákoman hófst við Hallgr-
ímskirkju og endaði í Ráðhúsinu,
þar sem parið var gefið saman
eftir tafir, sem líktust martröð.
Eins og brúðinni lá á.
Ekki svo að skilja að henni
hafi legið á að verða eiginkona,
heldur lá henni á að koma brúð-
gumanum í bólið. Hún engdist af
ófullnægðri ástarþrá, en brúð-
guminn var hreinn sveinn (ákaf-
lega líklegt á íslandi) og var skít-
hræddur við ofsann í kvenmannin-
um. Á meðan hún var ekkert
nema ögrunin og kjafturinn við
sína móður, hrópaði hann ör-
væntingarfullur á hjálp mömmu
sinnar.
En aðalpersónan í brúðkaupinu
var auðvitað móðir brúðarinnar,
þótt fleiri væru í fylgdarliðinu;
frændi brúðarinnar og fjárhalds-
maður, Pierre, sjóarinn Momo,
mágur hennar Robert, ruddalegur
kvennabósi, — og íslensku kon-
urnar í fylgdarliði brúðgumans
voru bijálaðar í þá. Þeir voru jú
franskir og meiri kröfur var varla
hægt að gera til þeirra. Að vísu
varð ein brúðarmærin íslensk al-
veg ónæm fyrir þeim — hún var
heltekin vonlausri ást á móður
brúðarinnar. Og svo var einn enn.
Það var Fifi, bróðir brúðarinnar,
þrjátíu og tveggja ára, einkaeign
og litla barn móður sinnar — sem
var stundum að laumast til að
kíkja á þessar íslensku stelpur,
klappa þeim örlítið og kela við
þær, en þá mætti móðirin — ekki
kát — og messaði yfir honum:
Var hann ekki litla þarnið henn-
ar? Hafði hún ekki alið hann við
brjóst sitt — og gerði enn? Dreng-
urinn átti enga undankomuleið.
Á öllu þessu gekk niður Lauga-
veg og Bankastræti — á milli
þess sem liðið rændi verslanir á
leiðinni. Eftir því sem lengra leið
á sýninguna magnaðist togstreit-
an milli fjölskyldnanna, stóra
franska mamman varð stjórnsam-
ari og ráðríkari og ljóst að hún
vildi ekki bindast þessari fjöl-
skyldu. Allt þar til komið var í
Pósthússtræti, þar sem brúðurin
dró brúðgumann inn á Hótel Borg
og inn á herbergi á 2. hæð — þar
sem hún kom vilja sínum frarti,
eftir að hafa hent brúðarkjólnum
og blómvendinum og fötum
brúðgumans út um gluggann.
Eftir þá epísódu mótmælti hann
lítið — enda kominn á nærbuxurn-
ar, henni snerist hugur á meðan
hún strunsaði í síðu undirpilsi og
bijóstahaldara niður í Ráðhús —
en móður hennar hafði líka snúist
hugur. Nú var stúlkan spjölluð,
opinberlega, og varð að giftast inn
í þessa fjölskyldu. Eftir mikið þóf
þar sem brúðinni var þvælt út og
suður eftir að hafa sagt nei, þar
til látið var eins og hún hefði sagt
já, var móðir hennar orðin svo
sátt að hún ákvað að prufukeyra
íslenska karlmenn — og virtist
ekki vera að flýta sér aftur heim
í kúltúrinn í Frakklandi eftir það.
í hlutverki móðurinnar var Hervée
Delafond, sú hin sama og lék
Rósu í „Mozart au chocolat," frá-
bær Hstamaður. Hún stýrir fram-
vindu beggja sýninganna af miklu
öryggi og hefur einstakt tíma-
skyn; sér á augabragði hvenær
hlutirnir eru að fara úr böndunum
— með þátttöku áhorfenda, um
leið og hún leikur sín kómisku
hlutverk af fullkominni alvöru.
Að öðrum ólöstuðum verð ég að
segja að hún bar af.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á stóru úr þessari tveggja klukku-
stunda löngu sýningu sem fram
fór á götum Reykjavíkurborgar.
Og þótt hún hafi verið ívið of löng,
var hún bráðskemmtileg og eng-
inn, hvorki leikarar né áhorfend-
ur, lét sig rigninguna neinu varða.
Hér hefur löngum ríkt sá mis-
skilningur að ekki sé hægt að
hafa götuleikhús á íslandi —
vegna veðurs. En „Theatre de
L’Unite“ leikur hvernig sem viðr-
ar og er með nógu skemmtilega
hugmynd og sýningu til að áhorf-
endur flykkjast um þau, hvernig
sem viðrar. Hópur áhorfenda
stækkaði hratt á leiðinni niður
Laugaveg og í Ráðhúsinu er óhætt
að segja að færri hafi komist að
en vildu.
Mér fannst mikil upplifun að
sjá sýningar þessa franska leik-
hóps, aðallega vegna þess að þær
er í mótsögn við allt sem okkur
íslendingum virðist vera heilagt
þegar kemur að leikhúsinu — og
listinni almennt. Við þurfum alltaf
að vera með svo miklar meining-
ar, tökum okkur svo hátíðlega og
allt verður að vera mjög dra-
matísk. Við önsum almennt ekki
því sem vekur upp gleði og kæti
og kallar fram hlátur — ekki nema
að baki liggi einhveijar djúpar
meiningar; hvöss ádeila eða af-
hjúpun á spilltum karakterum,
spilltu samfélagi eða bara ein-
hveiju neikvæðu. Allt sprell og
grín og gaman sem hefur þann
eina tilgang að vera sprell og
grín og gaman er talið heimsku-
legt „og skilur ekkert eftir sig“.
Við erum alltaf að leita að til-
gangi hlutanna, vegna þess að
persónulega finna svo fáir tilgang.
Augnablikið fer framhjá okkur ef
ekki er boðið upp á langtíma-
áhrif. Svo kemur bara einhver
franskur leikhópur með sýningar
þar sem ekkert er verið að kafa
í tilganginn, en hefur þann tilgang
að eiga skemmtilega stund —
augnablik. Og stundin var ótrú-
lega skemmtileg.
íslensku leikararnir sem tóku
þátt í „Brúðkaupinu" stóðu sig
með mikilli prýði og ég ætla að
vona að þeir hafi smitast af
franska leikhópnum svo við getum
átt von á svona „meiningarlaus-
um“ gleðistundum, mitt í allri
þessari greindarlegu alvöru sem
við lifum í.
MAZDA 62
GLÆSILEIKI!
► MAZDA 626 árgerð 1992
er nú kominn nýr frá grunni,
stærri og rúmbetri en aðrir
japanskir millistærðarbílar.
► Hér fer saman stórglæsi-
leg útlitshönnun, vönduð smíð
og ríkulegur búnaður, sem á
sér fáa líka, m. a: 4ra þrepa
tölvustýrðsjálfskipting, álfelgur,
rafknúnarrúðuvindurogloftnet,
samlæsingar, rafstýrðir og
rafhitaðir útispeglar, hituð
framsæti og annar luxus-
búnaður.
► Allar gerðir fást að auki
með fjórhjóladrifi, rafdrifinni
sóllúgu, hraðastilli og læsi-
vörðum hemlum (ABS).
► 2 vélar eru í boði, 2.0L,
4ra strokka, 16 ventla og 2.5L,
V-6 strokka, 24 ventla.
► Komið, skoðið og
REYNSLUAKIÐ MAZDA 626
ásamt öðrum gerðum af
MAZDA og kynnist því nýjasta
í bifreiðahönnun og tækni !
Opið laugardaga frá kl.10 -14.
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50