Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992
17
Kvennahlaup
eftir Erlu
Lúðvíksdóttur
í dag þykir sjálfsagt að sjá fólk
skokka eða hlaupa úti við sér til
heilsubótar. Það þótti ekki sjálf-
sagður hlutur hér áður fyrr og allt
eins víst að orðið hlaup hafí kallað
fram í hugann hið gómsæta lag sem
gjaman trónaði efst á kökum. Þær
konur sem fengust við slík hlaup
þá hafa vart látið sér til hugar koma
að dætur þeirra ættu eftir að koma
nálægt öðrum hlaupum en þeim
sem tengdust matargerðarlist.
Á mínum yngri árum bjó ég í
Norðurmýrinni og þurfti þá að fara
nokkurn spotta til að ná í strætis-
vagn. Þessa leið hljóp ég yfírleitt
sem sparaði tíma, auk þess sem
mér þótti gaman að hlaupa. Um
leið vissi ég þó að það þótti ekki
alveg við hæfi að ungar stúlkur
væru á hlaupum um göturnar.
Síðar kom í ljós að hlaup er góð
hreyfing og þá tóku málin aðra
stefnu. Núna eru þeir sem hlaupa
um göturnar, sama hvort kynið er,
gjarnan litnir viðurkenningaraug-
um af samborgurum sínum. Það er
líka álit þeirra sem stunda hlaup
Þarf að breyta
stj órnar skránni
vegna EES?
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands
boðar til opins borgarfundar í
Súlnasal Hótel Sögu laugardag-
inn 20. janúar nk. kl. 13.30-
16.00. Fundarefni: Þarf að
breyta stjórnarskránni vegna
EES-samningsins? Fundurinn er
haldinn í samvinnu við rás 1 og
verður honum útvarpað.
Framsögumenn verða Davíð Þór
Björgvinsson, dósent og Guðmund-
ur Alfreðsson, lögfræðingur hjá
Sameinuðu þjóðunum. Að ioknum
framsöguerindum verða hring-
borðsumræður sem Eiríkur Tómas-
son, hæstaréttarlögmaður, stýrir.
Þátttakendur í hringborði verða auk
frummælenda og stjómenda þau
Lilja Ólafsdóttir, lögfræðingur,
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar-
lögmaður og formaður Lögmanna-
félags íslands og Stefán G. Þóris-
son, lögfræðingur. Fundargestir
munu geta beint spurningum til
hringborðsins um fundarefnið.
» » ♦
★ Pitney Bowes
Frimerkjavélar og stimpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavlk
Símar 624631 / 624699
„í Kvennahlaupi er
sterk samkennd. Þessi
stóri hópur er á leiðinni
að ákveðnu takmarki.“
eða skokk að því fylgi mjög góð
líðan og svipað er að segja um
gönguferðir sem margir kjósa held-
ur.
Á síðustu áratugum hafa konur
tekið höndum saman um ýmis mál
sem varða stöðu þeirra í samfélag-
inu. Á ráðstefnu sem ég sat nýlega
um jafnrétti og málefni karla kom
reyndar í ljós að þar eru þær á
réttri braut. Þetta var annars mjög
KVENNAIILAUP ISI
GARÐABÆ
20.JÚNÍ
Erla Lúðvíksdóttir
góð ráðstefna og tímabær og setin
jafnt af konum sem körlum. Þær
staðreyndir sem þar voru settar
fram urðu líklega flestum umhugs-
unarefni og margur trúlega meðvit-
aðri en áður um gildi þess að tekið
sé höndum saman um þörf málefni.
Nú hafa konur tekið höndum
saman um Kvennahlaup. Það er
hollt að hlaupa og það er fjölmennt
í hlaupið. í Kvennahlaupi er sterk
samkennd. Þessi stóri hópur er á
leiðinni að ákveðnu takmarki. Hver
og ein ræður sínum hraða, hlaup-
andi, skokkandi eða gangandi og
er í reynd að keppa við sig sjálfa.
Fylkingin rennur fram líkt og bylgja
frá upphafspunkti til endastaðar og
ánægja speglast úr hveiju andliti.
Heilu ættliðimir skokka eða ganga
saman. Þau yngstu í kerrum og
vögnum sem skipst er á að ýta á
undan sér. Þessi mikli fjöldi hlaup-
andi, skokkandi eða gangandi
kvenna vekur athygli. Ekki fyrir
það að þarna eru konur á ferð held-
ur fyrir samstöðuna.
Slík hreyfíng skiiar góðu. Hún
leggur lið baráttunni fyrir betra
mannlífi. Við sjáum og heyrum í
dag í þeim fréttum sem fjölmiðlar
bera okkur, að þrátt fyrir stríðandi
fylkingar víða um lönd á sú hugsun
sér vaxandi fylgi að rækta beri
mannlífið og bæta samskiptin, það
sé leiðin til að koma á friði. Kvenna-
hlaupið er hreyfíng til góðs um leið
og það er góð hreyfing. Látum okk-
ur ekki vanta í hópinn.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fimleikasambands íslands.
Veiðimaðurinn
hættir sölu á
blýsökkum
VERSLUNIN Veiðimaðurinn telur
sig geta stutt við sívaxandi um-
hverfisvitund og viðhorf hér á
landi með því að taka þá ákvörðun
að hætta innflutningi á blýsökkum
til sportveiða, en flylja inn í þeirra
stað sökkur úr zinkblöndu, sem
samþykktar eru af Evrópubanda-
laginu og notaðar í Evrópu.
Þetta kemur fram í frétt frá verzl-
uninni og ennfremur að um það bil
5 tonn af blýi hafí farið á ári hveiju
í ár og vötn. Það er stefna Veiði-
mannsins að halda ám og vötnum
hreinum, físki heilbrigðum svo og
náttúrulegu umhverfí þessara svæða.
Lágmúla 8. Slmi 38820