Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla helztu nytjafiska Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Hjálms hf.: Engin trygg- ing fyrir því að stofn- inn vaxi „FISKIFRÆÐINGARNIR trúa á þessar aðferðir og koma með það sem þeir telja að sé best. Ég hef hins vegar ekki trú á aðferðum þeirra," segir Einar Oddur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann seg- ist eiga von á að stjórnvöld fari eftir tillögunum og telur það rök- rétt úr því stjórnvöld trúi að rétt- um aðferðum sé beitt. Við því sé ekkert að segja. „Ég og fjölmargir útgerðarmenn hér höfum hins vegar ekki trú á þessu, hvorki að þetta sé rétt né að nein trygging sé fyrir því að þetta leiði til að stofninn vaxi,“ segir Einar Oddur. „Það árar mismunandi vel í sjónum og ég tel víst að mjög margir aðrir þættir hafi áhrif á stofnstærð þorsksins heldur en hversu mikið er veitt,“ segir hann. „Við höfum fyrir löngu lagt til að hér sé jafnstöðuafli. Það að veiða 250 þúsund tonn eins og við gerðum á síðasta ári er rétt um 60% af því sem við höfum veitt síðustu 70 árin. Okkur finnst eðlilegt að það verði gert áfram," segir Einar Oddur. Tómas Þorvaldsson í Þorbimi: Ekkí um neitt annað að ræða „ÞORSKVEIÐIN hefur verið mjög dræm og ég man aldrei eftir henni svo léiegri á Islands- miðum svo maður hlýtur að álykta að eitthvað sé að,“ sagði Tómas Þorvaldsson, forstjóri Þorbjörns hf. í Grindavík. „Ég held að ekki sé um neitt annað að ræða en að skerða þorsk- veiðiheimildir og við verðum að herða sultarólina einu sinni enn. Þetta hefði gífur- legar afleiðingar fyrir okkur í Grindavík. Aðalat- vinnan hér er salt- fiskverkun og ann- ar fiskur en þorskur fer tæplega í salt,“ sagði Tómas. „Það er ekki annað að gera en að taka á þessu vandamáli en von- andi á ég eftir að sjá talnalegar forsendur fyrir því,“ sagði Tómas. Kristján Ragnarsson: Tekjutapið yrðitíu milljarðar „ÞETTA er náttúrlega gríðarlegt högg, sem ég sé ekki hvernig menn geti risið undir og því hljóta að fylgja einhveijar almennar aðgerðir af hendi ríkisstjórnar- innar. Skila þarf útveginum Hag- ræðingarsjóði og nota hann til að deyfa þessa skerðingu. Síðan þarf að velta upp alls kyns fjár- hagslegum atriðum til að hvetja menn til að sameina veiðiheimild- ir,“ segir Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Ljósu punktamir em hins vegar í tillögum Hafrannsóknastofnunar um að ýsukvótinn verði aukinn um 10 þúsund tonn og ufsa- og karfa- kvótamir um 5 þúsund tonn hvor. „Heildarnið- urskurðurinn í botnfiskveiðiheim- ildunum yrði því 13,5%, ef farið yrði eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar, og tekj- utapið yrði þá um 10 milljarðar króna. Ég hlýt hins vegar að taka viðvömnum um slaka stöðu þorsk- stofnsins með sama hætti og ég fagna jákvæðum niðurstöðum hvað varðar ýsuna, ufsann og grálúðuna. Það em ekki hættumerki í öðmm stofnum en þorskstofninum. Hann er eini stofninn, sem við höfum syndgað á og við verðum að gjalda fyrir það núna. Menn verða að fínna ráð til að lifa við þetta, því við megum ekki fara neðar með þorskstofninn. Hrygningarstofn þorsks var jafnstór og hann er núna árin 1983 og 1984 en þá fengum við metárganga. Eft- ir það hafa allir þorskárgangar ver- ið lélegir. Við verðum að gera allt, sem hugsanlegt er, til að reyna að byggja þorskstofninn upp aftur, því við emm komin niður fyrir helming af eðlilegri nýtingu á þessum stofni. Það er óskhyggja að tala um aðrar vannýttar tegundir en úthafskarfa og þar eram við í mikilli sókn. Hins vegar er ekki hægt að byggja út- gerð á því að veiða físk í stykkja- tali.“ Óskar Vigfússon for- maður Sjómanna sambandsins: Sjómenn funda um til- lögurnar „ALLAR Iíkur leiða til þess að ákvörðun um þorskveiðar á næsta fiskveiðiári verði teknar í samræmi við þær tillögur, sem nú eru komnar fram hjá Hafrann- sóknastofnun. í framhaldi af þessum tillögum höfum við ákveðið að boða til sambands- stjórnarfundar Sjómannasam- bandsins öðru hvoru megin við næstu helgi og með tilliti til al- vöru málsins teljum við rétt að þar komi að allir þeir aðilar, sem að mínum samtökum standa vítt og breitt um landið," segir Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands. Óskar Vigfússon segir að skerð- ing á þorskkvótanum nú bitni á öll- um, þegar fram líði stundir. Skerðing- in bitni þó aðallega á Vestfírðingum, Norðlendingum og Austfirðingum, þar sem þeir séu með hlutfallslega meiri þorskkvóta en aðrir. „Við ger- um okkur ljóst að við stöndum frammi fyrir skerðingu á þorskkvót- anum og ég kann enga „patent" lausn til að fá skútuna til að fara fyrir vind í þeim efnum. Af orðum sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn má ráða að hann fari að tillögum Hafrannsóknastofn- unar og persónulega er ég nokkuð sammála ráðherranum í því. Ég held að í fyrra hafí Sjómannasam- bandið verið einu samtökin innan sjávarútvegsins, sem fóra að ráðum sjávarútvegsráðherra varðandi þorskveiðamar, en þá lögðu menn til allt að 50 þúsund tonna meiri þorskafla." Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma: Ekki hægt að mótmæla „EKKI ER HÆGT annað en að taka mark á tillögum Hafrann- sóknastofnunar á meðan menn vita ekki betur en þeir um ástand þorskstofnsins," segir Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði. „Ég get ekki rökstutt hvers vegna veiðar ættu að vera meiri en tillög- ur Hafrannsóknastofnunar ganga út á og því er ekki hægt að mót- mæla þeim. Það hefur verið treg- ur afli og því mátti búast við skerðingu." „Tillögur Hafrannsóknastofnunar fela í sér 850 tonna skerðingu á þorskkvóta hjá ^ Þormóði ramma á næsta kvótaári. mh Það felur í sér að tekjur fyrirtæksins ' ' minnka um 10%. y *•' ^ Við rnunum endur- skipuleggja starf- ^ semina með hlið- JÍBisL—údtá sjón af þessu. Auk- in veiði t.d. á ýsu og ufsa vegur að einhverju leyti upp á móti skerðing- unni og ég reikna ekki með að við þurfum að segja upp starfsfólki," segir Róbert Guðfínnsson. Sigurður Einarsson forstjóri ísfélags Vestmannaeyja: Allt annað væri ábyrgð- arleysi „ÞETTA er náttúrulega mjög al- varlegt en þó heldur skárra en tillögur Alþjóðahafrannsókna- ráðsins voru,“ sagði Sigfurður Einarsson forsljóri Isfélags Vest- mannaeyja. „Það er verið að auka veiðiheim- ildir eitthvað í sumum tegundum og mér líst ágæt- lega á það. Hjá mínu fyrirtæki emm við með veiði og vinnslu á mörg- um tegundum og það munar um það. En við áttum okkur ekki á því hve miklu það (nemur, enda em þetta meira vanga- veltur þar til sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið sig,“ sagði Sigurður. Hann sagði það alveg ljóst að það yrði samdráttur í Vestmannaeyjum ef þessi niðurstaða yrði ofan á. „Menn skulu ekki gleyma því að þorskveiðar vom skertar um 20% í fyrra og 10% í hitteðfyrra og svo hafa veiðamar gengið mjög illa það sem af er árinu.“ Sigurður kvaðst hlynntur því að þorskveiðar yrðu skertar. „Ég tel að allt annað sé ábyrgðarleysi. Við getum ekki leyft okkur að taka áhættu. Ég hef líka þá trú að með hraustlegu átaki í friðun hrygning- arsvæða og uppeldisstöðva sé stofn- inn ótrúlega fljótur að jafna sig.“ Halldór Ásgrímsson fv. sjávarútvegs ráðherra: Veiðiheim- ildir útlend inga verði endur skoðaðar HALLDÓR Ásgrímsson, vara- formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, segir að taka beri tillögur frá Hafrannsóknastofnun alvar- lega og hann hafi gert það í sinni ráðherratíð. Hins vegar þurfi ríkisstjórnin að grípa til aðgerða til að bregðast við því áfalli, sem fyrirsjáanlegt sé vegna sam- dráttar í þorskafla. Meðal ann- ars vill Halldór að veiðiheimildir útlendinga verði endurskoðaðar. „Nú virðist hrygningarstofninn vera kominn í al- gjört lágmark og þá er ekki hægt að taka mikla áhættu að mínu mati,“ sagði Hall- dór er Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. „Ég vil hins vegar sjá hvernig ríkisstjómin vill bregðast við þessu að öðm leyti, til dæmis með því að jafna áfallið á milli byggðarlaga.“ Halldór sagðist hafa gagnrýnt það mjög á sínum tíma þegar ríkis- stjómin hefði ákveðið að taka Hag- ræðingarsjóð til að fjármagna halla ríkissjóðs. Allir hefðu mátt sjá að á sjóðnum þyrfti að halda til að mæta áföllum. Halldór vill einnig endurskoða veiðiheimildir erlendra aðila. „Ég hefði haldið að hægt væri að fá skilning hjá samningsað- ilum okkar í Evrópubandalaginu að við getum ekki látið neitt í ís- lenzkri landhelgi," sagði hann. Halldór minnti á að á alþingi síðast- liðinn vetur hefði hann sagt raun- gengið vera of hátt. Ríkisstjórnin yrði að leita leiða til að lækka raun- gengið, annað hvort með gengis- fellingu eða kostnaðarlækkun innanlands, sem Halldór sagðist telja fysilegri kost. Vikuritið Vísbending: Útgerð frystitogara og1 ferskfiskút- flutningur gegn kvótaskerðingn HRAÐA ber hagræðingu í sjáv- arútvegi í stað þess að bregðast við samdrætti og atvinnuleysi á svipaðan hátt og mörg lönd gerðu í kreppunnni upp úr 1930, að því er segir í nýjasta tölu- blaði Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál. Stuðla beri að útgerð frystitogara, sem skili miklu meiri hagnaði en út- gerð annarra skipa. Einnig beri að draga úr höftum á útflutning á ferskfiski og veitingu veiði- leyfa til slíks útflutnings í stað þess að auka þau. Þá kemur fram að skerðingin muni flýta fyrir hagræðingu í sjávarútvegi. Vikuritið telur að veiting veiði- leyfa vegna ferskfiskútflutnings og útflutningshöft komi í veg fyrir að aflinn sé nýttur á sem hagkvæm- astan hátt, sem rýri lífskjör þegar til lengri tíma sé litið, þótt það kynni að auka atvinnu í landi í nokkum tíma. Svipað megi segja um lög um frystitogara, sem stuðli að minni fjölgun þessarra togara, svo og kröfur um að takmarka enn Áhrif kvótaskeröingar á afla og atvinnu Vestma^'iaeyiar Þorlókshöfn Gríndavík <eflavík hafna^f jörður ' Reykjavik A-<ranes Olcfsvik GrLndarfjö^ÖJr Stykkishólmjr Pafreksf jö^öjr Bo ungarvík Isaf|órður Skagaströnd SaLÖarkrókur Siglufjö'Öjr---- 5lafsf|örÖLr____ Dalvík . Akurey'i------ Húsavík . Seyöisfjöröur . _NeskaLOstaður. - óskrúösfjö'öjr _ Hornaf örÓLr___ -30% -25% -20% -'5% -10% -5% 0% 5% Áh'if ú aflaverör | Bein óhr. ó alvinnu Hcimildir: SjávarútvegsráÖuneyti, HagtíÖindi og fleira. Gögn vantar til þess aö reikna áhrif á atvinnu á nokkrum stöðum. þessa útgerð. Hún skili miklu meiri arði en útgerð annarra skipa, og hömlur á henni hljóti að skerða kjör landsmanna. í Vísbendingu segir að sum við- brögð íslenskra stjórnvalda við samdrætti og atvinnuleysi nú, minni á aðgerðir landa í kreppunni á flórða áratugnum. Þá hafi verið bmgðist við með hækkunum tolla og innflutningshöftum, sem hafí leitt til þess að kreppan dróst á langinn og dýpkaði. Einnig kemur fram í vikuritinu að skerðing þorskkvóta yrði til þess að hraða hagræðingu í sjávarút- vegi. Yrði því samdrátturinn líklega meiri í litlum sjávarþorpum en meðfylgjandi mynd gæfí til kynna, en stærri byggðakjamar myndu eflast. Á myndinni kemur fram að aflaverðmæti skerðist um yfir 25% á Seyðisfirði, Patreksfirði og í Stykkishólmi, verði farið að tillög- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins um 40% skerðingu á þorskkvóta. Einnig er gerð áætlun um áhrif skerðingarinnar á atvinnuástand, og er þá gengið út frá hlutfalli sjáv- arútvegs í ársverkum árið 1989. Að mati Vísbendingar mun Landsbankinn tapa miklu vegna gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækja og talið er ólíklegt að sparisjóðir myndu standa af sér slík gjaldþrot helstu fyrirtækja á starfssvæði sínu. Fasteignaverð muni auk þess lækka og þar með hyrfu trygging- ar fyrir lánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.