Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992 45 Minning: Valgeir Elíasson, Miklaholti Fæddur 22. janúar 1906 Dáinn 20. maí 1992 Ég var stödd vestur í Kanada, er mér bárust þær fréttir að vinur minn og fóstri, Valgeir Elíasson, bóndi í Miklaholti, Miklaholts- hreppi, Snæfellsnesi, væri látinn. Mér létti hins vegar mikið þegar ég komst að því að ég yrði komin heim í tæka tíð að fylgja honum síðasta spölin. Valgeir var fæddur 22. janúar 1906 í Þórðarbúð í Eyrarsveit, son- ur hjónanna Elíasar Elíassonar og seinni konu hans, Valgerðar Jóns- dóttur. Einn albróður átti Valgeir, Sölva Elíasson, bifreiðastjóra í Reykjavík, er var tveimur árum eldri. Einnig átti Valgeir 5 hálf- systkini samfeðra, þau Hjört, verk- stjóra hjá Ríkisskip, Súsönnu, hús- móður í Reykjavík, Lárus, hafnsög- umann í Stykkishólmi, Kristínu húsmóður í Reykjavík og Sigurvin, sóknarprest á Raufarhöfn og Skinn- astað í Öxarfírði. Af þessum sjö systkinum eru Kristín og séra Sigurvin enn á lífí. Valgerður móðir Valgeirs lést af barnsfarasótt þegar hann var að- eins nokkurra daga gamall og var honum komið strax í fóstur til hjón- anna Eliveigar Snæbjörnsdóttur og Jóns Siguijónssonar er bjuggu í Tröð í Eyrarsveit. Valgeir vó aðeins sex merkur er hann fæddist. Um hávetur og í köldu húsi þurfti Eli- veig að liggja hjá drengnum til að halda í honum lífí. Eliveig og Jón höfðu áður tekið í fóstur Geirþrúði Geirmundsdóttur, síðar húsmóður í Ytri-Tungu í Breiðuvík, en hún lést fyrir nokkrum árum. Eliveig og Jón fluttu að Ölkeldu í Staðarsveit og síðan að Húsanesi í Breiðuvík. Árið 1919 missti Eli- veig mann sinn en hélt áfram bú- skap með fósturbörnum sínum í 2 ár. Flutti síðan með Valgeir að Hörgsholti í Miklaholtshreppi til systursonar síns, Kristjáns Jónsson- ar, síðar bónda í Dalsmynni í Eyja- hreppi og konu hans, Þorbjargar Kjartansdóttur. Eins og að líkum lætur lá hið sama fyrir Valgeiri og öðrum ungl- inum snemma á þessari öld að byija ungur að vinna og vinna hörðum höndum. Vetrarmaður var hann á Miðhrauni í Miklaholtshreppi í 2 vetur hjá hjónunum Óla Daníelssyni og Steinunni, konu hans. Vorið 1923 réðst hann sem vinnumaður að Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi til Hákonar Kristjánssonar og konu hans, Elísabetar Jónsdóttur. Var Valgeir þar í 9 ár, utan eitt, er hann gat veitt sér það að fara suð- ur til náms í Flensborgarskólann. Það var á Rauðkollsstöðum sem Valgeir hitti konuefnið sitt, Guð- laugu Jónsdóttur. Hún var dóttir Rósu Þórðardóttur frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi og Jóns Odds Jónssonar, ættuðum úr Dölum. Valgeir og Guðlaug giftu sig hinn 20. maí- 1933 og hófu búskap i Dalsmynni í sambýli við Kristján og Þorbjörgu. Árið 1935 fluttu þau að Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi og bjuggu þar í 4 ár. Þar eignuðust þau dætur sínar tvær, Elínu Rósu, f. 23. febrúar 1936, og Gyðu, f. 19. apríl 1938. Árið 1939 fluttu þau að Miklaholti og bjuggu þar í yfir 50 ár. Síðustu tvö æviár Valgeirs dvöldu þau á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi vegna vanheilsu hans. Valgeir var farsæll bóndi. Hann bjó alla tíð með sauðfé og kýr og hafði það að markmiði að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þau hjón komust smátt og smátt í betri efni og um 1950 keyptu þau Miklaholt- ið, en jörðin hafði áður verið ríkis- jörð. Bærinn var stækkaður og tún sléttuð. í staðinn fyrir brunninn kom rennandi vatn. Kolin tóku við af mónum, olían af kolunum og rafmagnið af olíunni. Sláttuvélin leysti orfíð og ljáinn af hólmi og í staðinn fyrir hestana Rauð og Jarp, Brún og Grána komu Farmal Cub og Willis-jeppi. Ég held að það hafí ekki verið algengt í þá daga að bændur gæfu sér tíma frá bústörfum til að ferð- ast. En Valgeir hafði unun af að ferðast og skoða landið og veitti sér það. Hann átti það oft til að tilkynna að morgni að nú skyldum við lyfta okkur upp t.d. fara út í Breiðuvík, inn í Dali eða skoða Hnappadalinn. Með spaugi sínu og uppátektum tókst honum sífeltt að fá okkur til að gleyma amstri hvers- dagsins og hlæja af hjartans list. Hann var vel lesinn, ræðinn og eftir- tektársamur. Hann hafði gaman af íþróttum, var grannur og léttur á fæti og bauð oft heimilisfólkinu í fótbolta að loknu dagsverki. Valgeir var lánsmaður í einkalífí sínu. Hjónaband hans og Guðlaugar var svo náið og samstillt, að eftir var tekið. Með tímanum uxu dæt- urnar tvær úr grasi og urðu foreldr- um sínum stoð og stytta. Árið 1956 giftist Elín Rósa Guðbjarti Alexand- erssyni frá Stakkhamri og stofnuðu þau nýbýlið Miklaholt II og bjuggu við hliðina á Valgeiri og Guðlaugu æ síðan. Synir þeirra eru Alexand- er, f. 6. október 1956, rafvirki í Ringe í Danmörku. Kona hans er Anne Marie og eiga þau þijú börn. Áður átti Alexander Rósu Gyðu, sem mikið hefur dvalið í Mikla- holti. Hinn sonurinn er Valgeir, f. 12. mars 1960, íjármálastjóri hjá skipadeild Jes Zimsen. Hann er gift- ur Sesselju Unni Vilhjálmsdóttur og eiga þau einn son. Gyða hefur alla tíð átt heimili í Miklaholti en vann þó í mörg ár í Borgamesi að vetrarlagi. Er van- heilsa fór að heija á Valgeir fékk hún vinnu í Laugagerðisskóla, til að geta verið nálægt foreldrum sín- um á erfiðum tímum. Það var sumarið 1948 sem ég, þá 6 ára gömul, var send í Mikla- holt til mánaðardvalar. Lauga og Geiri (en það voru þau ævinlega kölluð) höfðu lofað móður minni að hafa mig í mánuð. Þessi dagur er alltaf greiptur í huga minn. Rútu- ferðin vestur var spennandi fyrir 6 ára stelpuhnokka, sem var að ferð- ast ein í fyrsta skipti. Lauga tók á móti mér við þjóðveginn og reiddi mig á Brún gamla niður í Mikla- holt, 3ja km leið. Ég held að hún hafí farið ósköp varlega því ekki minnist ég að hafa orðið hrædd. Þegar í Miklaholt kom fór hún með mig beint út í mógrafir þar sem Geiri var að taka upp mó. Dæturn- ar voru ekki heima, voru á sund- námskeiði. Geiri gerði fljótlega hlé á mótökunni og stökk upp úr mó- gröfínni, lagðist á fjórar fætur og bauðst til að vera hesturinn minn, pijónaði og jós, og ég skemmti mér konunglega. Þeim var umhugað um það hjónunum í Miklaholti að mér leiddist ekki þennan mánaðartíma, sem ég átti að dvelja hjá þeim. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan, hversu einstakar þessar móttökur voru, hversu næmum skilningi þær lýstu. Enda urðum við vinir frá og með þessum degi og sú vinátta entist og efldist alla tíð. Ein bóka afa míns, Árna Þórar- inssonar, heitir „Fagurt mannlíf" og þar fjallar hann um mannlífið í Ámessýslu. En hafí ég einhvers staðar fundið fagurt mannlíf þá var það í Miklaholti hjá þeim hjónum Geira og Laugu. Þar réð ríkjum ástúð og umhyggja. Þar lifði fólk í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Svo ólík sem þau voru spunnu þau hjón saman það umhverfi sem var svo sterkt í látleysi sínu og einfald- leik að það hefur stöðugt verið mér aðdáunar- og umhugsunarefni. Ég dvaldi ekki í Miklaholti einn mánuð, heldur í níu sumur. Það er tími sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Sonur minn, Þór, dvaldi einn- ig hjá þessum góðu hjónum í níu sumur og mörg em þau börnin, sem dvalið hafa hjá þeim lengur eða skemur. Að leiðarlokum vil ég þakka Geira fyrir fóstrið og einlæga tryggð alla tíð. Maðurinn minn, Gísli, og bömin okkar Þór, Soffía og Guðlaug, þakka áralanga vin- áttu. Laugu og dætmm, svo og nánum aðstandendum, vottum við okkar dýpstu samúð. Valgeir lést í Akranesspítala hinn 20. maí sl. á 59. brúðkaupsdegi þeirra hjóna. Hann var jarðsettur í Miklaholti hinn 30. maí sl. Katrín Eymundsdóttir, Húsavík. Mkil þörf fyrir hjúkrunar- fræöinga um mestallt landið FULLTRÚAFUNDUR Hjúkrunarfélags íslands (HFÍ) var haldinn í maí sl. Fundinn sátu 57 hjúkrunarfræðingar víðs vegar af landinu. Á fundin- um var fjallað um ýmis mál hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Kosinn var níu manna vinnuhópur sem mun ijalla um hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni. í ljósi niður- skurðar og þeirra öm breytinga sem eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni þarf HFÍ að vera sífellt vakandi fyr- ir velferð skjólstæðinga sinna. Fundurinn lýsti áhyggjum sínum yfir því að ekki hefur fengist fé til að starfrækja stöður héraðshjúkrun- arfræðinga. í lögum um heilbrigðis- þjónustu frá árinu 1990 stendur m.a. í grein 6.3.: „Ráðherra skipar héraðs- hjúkrunarfræðing til fjög^irra ára í senn. Ráðherra er heimilt að skipa héraðshjúkrunarfræðing í öðrum héruðum sé það talið nauðsynlegt vegna umfangs starfsins." Ekki leik- ur vafí á því að mikil þörf er á héraðs- hjúkrunarfræðingum víða um land á tímum skertrar þjónustu heilbrigðis- stofnana. Fundarmenn ræddu mikilvægi þess að ganga frá samningi um líf- færaflutninga og framkvæmdaatrið- um þar að lútandi hið fyrsta. Má þar nefna að undirbúa útgáfu líffæra- gjafakorta sem hugsanlegir líffæra- gjafar gengju með á sér svo og fræðslu og upplýsingar til almenn- ings. Sérhver hjúkrunarfræðingur, sem og allir einstaklingar í landinu, þarf að skoða hug sinn og gera upp við sig siðfræðileg atriði sem slíkum ákvörðunum fylgja. Nokkrar umræð- ur urðu um kjaramál stéttarinnar. Mikillar óánægju gætti vegna þess hve erfiðlega gengur-að fá sérhæfða þekkingu, ábyrgð og vinnuálag metið til launa. I lok fundarins samþykktu fulltrúar að senda eftirfarandi álykt- un til heilbrigðisyfirvalda: „Fulltrúafundur HFÍ 1992 lýsir þungum áhyggjum af þróun heil- brigðismála á Islandi. Þegar erfíð- lega árar í þjóðfélaginu er nauðsyn- legt að halda vöku sinni og rífa ekki niður þann árangur sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Til þess að ná árangri í nýtingu fjármagns verð- ur að móta stefnu til langs tíma. Þar sem hjúkrunarstéttin ber lögum sam- kvæmt ábyrgð á hjúkrunarþjón- ustunni í landinu lýsir hún sig reiðu- búna til samvinnu og óskar eftir að eiga fulltrúa í öllum nefndum, stjórn- um og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar sem tengjast heilbrigðis- þjónustunni. Aðalmarkmið HFI frá upphafí hefur verið að efla heilbrigð- isþjónusiu landsmanna og standa vörð um skjólstæðinga sína.“ (Fréttatilkynning) ___________Brids_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Risaskor í sumarbrids Ágæt þátttaka var í sumarbrids síð- asta laugardag. 24 pör mættu til leiks. Spilaður var Mitchell-tvímenningur. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Þrösturlngimarsson-RagnarJónsson 403 GuðlaugJónsdóttir - Dröfn Guðmundsdóttir 304 Erlendur Jónsson - Jens Jensson 294 Guðrún Jóhannesd. - Ragnheiður Tómasd. 284 A/V: Bernódus Kristinsson - Georg Sverrisson 355 Bryndís Þorsteinsd. - Ólöf Þorsteinsd. 320 Erlingur Sverrisson - Jóhannes Guðmannsson 292 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 288 Skor þeirra Þrastar og Ragnars er tæplega 75%, sem er með því allra hæsta sem gerist hér á landi. Gríðar- leg skor. Mjög góð þátttaka var á mánudeg- inum, þrátt fyrir Evrópuleikina í sjón- varpinu. 36 pör mættu til leiks. Spilað- ur var Miitchell. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: BjömTheodórsson-GísliHafliðason 497 Hjördis Siguijónsdóttir - Sævin Bjamason 490 Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 484 Þráinn Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson 479 Guðrún Jóhannesdóttir - Gróa Guðnadóttir 477 A/V: NjállSigurðsson-RúnarEinarsson 484 JóhannesGuðmannss. - UnnarÁ. Guðmundss. 479 EðvarðHallgrimsson-EiríkurJónsson 472 Ingunn Bemburg - Kristjana Steingrimsdóttir 465 HöskuldurGunnarsson-ÓmarOlgeirsson 462 Nk. fímmtudag opnar húsið (að venju) kl. 17 í Sumarbrids. Spilað er í riðlum og hefst spilamennska í hveij- um riðli um leið og þeir fyllast. Síð- asti riðill fer af stað kl. 19 (alltaf). Á laugardaginn verður svo Mitchell-tví- menningur og opnar húsið kl. 13 (spil- amennska hefst kl. 13.30). Aðstoðað er við myndun para á staðnum. Spilað er í húsi Bridssambandsins, að Sigtúni 9. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Föstudaginn 19. júní verður kom- ið saman og veitt verðlaun fyrir keppni vetrarins. Mæting er kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17, og eru félagar hvattir til að mæta. Tekið verður í spil að verðlaunaaf- hendingu lokinni. Epson-alheims- tvímenningurinn Epson-alheimstvímenningurinn verður spilaður um allan heim föstudagskvöldið 19. júní nk. Spil- aðir verða 3 riðlar á íslandi og reikn- að út á landsvísu eins og Philip- Morris tvímenningnum sl. haust. Einn riðill verður í Sigtúni 9, annar á Akureyri og sá þriðji á Reyðar- fírði. Mitcell-fyrirkomulag verður notað og hvert par fær að lokinni spilamennsku bók með spilunum og umsögn um hvert spil eftir Omar Sharif. Skráning er hafin á skrif- stofu BSÍ í síma 91-689360 og í sumarbrids á Akureyri og Reyðar- fírði. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HELGU INGVELDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 41. Örn B. Ingólfsson, Hjördi's Óskarsdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Hólmfríður Kofoed-Hansen, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS ÓLAFSSSONAR, Vökulandi, Eyjafjarðarsveit. Ingibjörg Runólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur hlýhug og sam- úð við andlát og útför KARLS ELÍASSONAR, Hjallabraut 33. Sérstakar þakkir fyrir hjartahlýju og einstaklega ágæta ummönun sendum við starfsfólkinu á Sólvangi. Fjóla Óskarsdóttir, Elfas Andri Karlsson, Rannveig Jónsdóttir, Ómar S. Karlsson, Fjóla Valdimarsdóttir, Óskar G. Karlsson, Brynhildur Jónsdóttir, Sólbjörg Karlsdóttir, Tómas Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBRANDAR SVEINS ÞORLÁKSSONAR frá Veiðileysu, Öldugötu 2, Hafnarfirði. Ásta Dagmar Jónasdóttir, Ólöf Guðbrandsdóttir, Jón B. Jónsson, Þorlákur Guðbrandsson, Þuríður Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Þórir Steingrimsson, Stefán Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonja Haraldsdóttir, Óli H. Þórðarson, Ármann Hallbertsson Margrét Sveinbjörnsdóttir, Margrét Hreinsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.