Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 LISTAHATIÐ I REYKJAVÍK Svöiuleikhúsið/Þjóðieikhúsið: Einmitt þannig kona __________Ballett_____________ Ólafur Ólafsson Ertu svona kona og andinn í rólunni. Danshöfundur: Auður Bjarna- dóttir. Tónlist: Hákon Leifsson. Leikmynd: Elín Edda Árnadótt- ir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Aðstoð við leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Dansari: Auður Bjarnadóttir. Leikari: Herdís Þorvaldsdóttir. Þjóðleikhúsið, 14. júní 1992. Dansviðburðir Listahátíðar halda áfram. Auður Bjarnadóttir sýnir eigin dansverk í Þjóðleikhús- inu. Auður á að baki langt nám í danslistinni og var fyrsti sólódans- ari íslenska dansflokksins, sem eftir var tekið. Síðan dansaði hún erlendis í nokkur ár og vann þá meðal annars norræn verðlaun ungra dansara á Norðurlöndum í keppni, sem haldin er í Finnlandi. Hún hefur áður samið dansvek, meðal annars Skapanornimar, sem flutt var við opnun Kvennaráð- stefnunnar í Osló 1988, en það verk var síðar unnið fyrir sjónvarp. Nú stendur Auður aftur á sviði Þjóðleikhússins sem túlkandi eigin dansverka. Tónlistin við sýninguna er frumsamin a Hákoni Leifssyni og flutt á staðnum af hljómsveit. En hér verður ekki fjallað um tón- listina, það er annarra. í fyrra verkinu, Ertu svona kona, birtist konan okkur sem brúður á leið upp að altarinu. Þeg- ar stundin rennur upp, skýtur efínn upp kollinum. Samt heldur konan grímunni og leikur sitt hlutverk. Giftist hún draumaprinsinum, eða birtist hann seinna? Auður veltir upp ýmsum spurningum um vonir, kvíða, óöryggi og ást. Einnig um eignarhald einnar manneskju á annarri, um þjónustulund og þrælslund. Hún reynir þrenna skó til að dansa á. Reynir að fínna sitt hlutverk. Loks er öllum’kastað og hún dansar berfætt. Ef engir skór henta, dansar maður berfættur. Og fyrir mér er eins og Auður sé að segja það sama og kona ein er látin segja í sögu eftir Halldór Laxness: „Getur nokkur nokkurn- tíma verið nokkrum trúr nema sjálfum sér?“ Kóreógrafía Auðar er skír og greinileg. Hún er alls ekki yfirhlaðin, en kemur sínum boðskap skilmerkilega á framfæri. Látbragð hennar, túlkun og dans er hnitmiðað. Þó það sé ekki mitt að fjalla um tónlistina, þá undir- strikaði hún hughrif verksins mjög vel. Andinn í rólunni er ljóðrænt og tregablandið verk. Þetta er tvíleik- ur fyrir leikara, dansara og hljóm- sveit. Herdís Þorvaldsdóttir leik- ur/dansar „hina eldri“, en Auður „hina yngri“. Á sviðinu er strönd. Stór róla úr himninum, sandkastali | í forgrunni. Óravíddir himins, hafs og vinda í baksýn. Auður veltir fyrir sér æsku og elli, lífí og dauða ^ og því að vaxa og þroskast. Hún dregur upp mynd sína með fáum en skírum dráttum. Samband móð- ( ur og dóttur er sterkt og einstakt og útfrá því er ort. Herdís flytur verkið með Auði og gerir það vel. Dansverkið Andann í rólunni til- einkar Auður móður sinni í minn- ingu BimU systur sinnar. Þá að dansstíllin sé nokkuð knappur og Bente Hansen: Vasi. KERAMIK OG SILFUR Myndlist Eiríkur Þorláksson í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni eru aðalsýningarsalir fyrir myndlist í kjallaranum eins og listunnendur vita. En oft er boðið upp á áhuga- verða hluti á smærri sýningum í anddyri hússins, og svo er einnig á þessari Listahátíð. Norrænt hand- bragð eins og það gerist best ræður nú ríkjum þar í verkum dönsku lista- mannanna Bente Hansen og Jan Lohmann, sem sýna saman keramíkverk og skartgripi. Bente Hansen stundaði nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmanna- höfn og starfaði um tíma að námi loknu sem hönnuður hjá Bing og Gröndahl, og síðar fyrir Konunglegu postulínssmiðjupa. Lengst af hefur hún hins vegar starfað sem kennari og jafnframt unnið að eigin listsköp- un. Allt frá 1969 hefur hún tekið þátt í sýningum víða um heim, og hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín, sem er að finna í söfnum í Danmörku og víðar. Verk Bente Hansen í Norræna húsinu bera vitni um mikla fag- mennsku í vinnubrögðum; þau eru fínleg, látlaus og fagurlega mótuð. Formin eru mjúk, þar sem efnið er reynt til hins ítrasta í þunnum en sterkum hliðunum. Listakonan not- ar mest geometrískar skreytingar, sem minna nokkuð á forna skreyti- list, og slíkt nýtur sín vel í þeim daufu jarðlitum, sem hún notar á leirinn. Látleysið eykur styrk verk- anna og dregur athyglina enn frek- ar af þeirri vandvirkni, sem felst í þeim. Einkum er vert að benda gest- um á verkin „Ormurinn rauði“ (nr. 98) og „Vasi með loki“ (nr. 95), sem bera listakonunni fagurt vitni. Jan Lohmann dvaldi um tíma við nám í Sviss, eftir að hann hafði lok- ið námi í gullsmíði hjá meistara í Danmörku. Síðar hefur hann einnig farið í námsferðir til Suður- og Mið- Ameríku, sem og til Miðaustur- Ianda, og sér nokkur merki fram- andi menningarheima í þeim grip- um, sem hann sýnir hér. Lohmann hefur stárfað talsvert að kennslu í greininni jafnframt því að reka gall- erí, auk þess sem hann hefur tekið þátt í sýningum um allan heim. Skartgripimir sem Jan Lohmann sýnir hér eru flestír samsettir úr nokkrum málmum, og má nefna gull, silfur, títan, niubium og stál. Hér er um að ræða nælur og arm- bönd, spennur og hringi, svo nokkuð sé nefnt. Þessir smágerðu hlutir bera vitni um næmt formskyn, þar sem úrvinnslan ræðst af eiginleikum málmsins ekki síður en þeim skörpu andstæðum, sem Lohmann teflir saman í formi og lit. Mörg af þess- um smágerðu verkum eru því ekki síður forvitnileg sem skúlptúrar en sem skartgripir, og má benda á nr. 81 og 92 sem dæmi um slíkt. Það getur enginn skoðað þessa litlu en vönduðu sýningu án þess að velta fyrir sér mörkunum á milli handverks og listiðnaðar annars vegar og fijálsrar listsköpunar hins vegar. Hér eru augljóslega á ferð- inni verk frá hendi þroskaðra hand- verksmanna, en um leið bera þau vitni um úrvinnslu og formhugsun, sem hver listamaður getur verið stoltur af. Hér fyrr á öldinni var reynt að þurrka þessi svokölluðu mörk út (nafn helsta listaskóla okk- ar, Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, er gott vitni um þessa við- leitni), og sameina þessi tvö svið; gott handverk væri listaverk, og list yrði ekki til án góðs handverks. Hvaða skoðun sem menn hafa á þeirri umræðu er rétt að benda á þessa sýningu sem dæmi um hvern- ig þessir þættir geta unnið saman á eftirminnilegan hátt. Sýning Bente Hansen og Jan Lohmann í anddyri Norræna hússins stendur til sunnudagsins 28. júní. Björn Brusewitz: Xaniavi. (Leitin að ástinni?) INN í NÓTTINA Að þessu sinni kemur framlag Lista- safns ASÍ á Listahátið frá Svíþjóð. Björn Busewitz er ungur en vel þekktur listamaður heima fyrir, og hefur haldið fjölda einkasýninga, verk eftir hann eru nú þegar í eigu ýmissa listasafna, m.a. ríkislista- safnsins í Stokkhólmi. Sýningin í Listasafni ASÍ við Grensásveg er nokkuð sérstæð. Hér er á ferðinni heil myndasaga, sem listamaðurinn hefur gefið nafnið „Inn í nóttina". Þetta er táknræn þroskasaga ungs manns, sem er þjappað saman í einn dag, frá morgni til kvölds. í myndunum er á vissan hátt einnig fjallað um alla ævi mannsins, frá æsku til ellidaga, og þá drauma sem blunda í hvetjum og einum, og ýmist rætast eða bresta þegar á reynir. Sagan er sögð í tutt- ugu og einni mynd, og skiptist hún í sjö þætti, með jöfnun stíganda frá upphafi til enda. Sagan. unga mannsins og þær aðstæður sem hann birtist í eru aðal- atriði sýningarinnar, en ekki er hægt að nálgast þann þátt án þess að fjalla nokkuð um miðilinn sjálfan. Sagan er sögð í risavöxnum blýantsteikn- ingum, sem brjóta flestar hefðir í stærð slíkra verka, meðalstærð þeirra er um og yfir tveir fermetrar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.