Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Vinareitur í landi Kárastaða: Sendifulltrúar gróður setja 1200 trjáplöntur í VINAREITI á Þingvöllum voru í gær gróðursettar um 1.200 trjá- plöntur, og er það þriðja árið í röð sem gróðursetning fer fram á þessum stað i landi Kárastaða í Þingvallasveit. Að verki var fjöldi erlendra sendifulltrúa, bæði fastafulltrúa og annarra, sem staddir eru hér á landi til að halda þjóðhátíðardaginn há- tiðlegan, auk íslenskra gestgjafa þeirra. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sagði að það væri vel við hæfí að reitur sem þessi tengd- ist Þingvöllum, svo hver sem þang- að legði leið sína gæti skynjað kærleik íslendinga til staðarins og notið fegurðar hans. „Þessi reitur er eign allrar þjóðarinnar," sagði hún. „Við íslendingar höfum náð þeim áfanga að sextán tré eru gróð- ursett á mann á ári, og fer vax- andi. Við höfum okkar skyldum að gegna gagnvart heiminum, og því betur sem við sinnum gróðurrækt Hluti hópsins við gróðursetningu trjáplantna í Vinareiti. Morgunblaðið/Sverrir Hákan Branders sendiherra Finnlands, Halldór vmnu Skógræktar Blöndal landbúnaðarráðherra og kona hans ríkisins, Land- Kristrún Eymundsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir græðslunnar, forseti íslands og Hulda Valtýsdóttir formaður landbúnaðarráðu- Skógræktarfélags íslands. og gróðurvernd, því ríkari verður sómi okkar.“ Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, kvað skógræktarverkefnið sem Vina- skógur er hluti af vera unnið í sam- neytisins og Skóg- ræktarfélags Is- lands. Að sögn Huldu er búið að gróðursetja hátt í þrjár milljónir plantna þau tvö ár sem unnið hefur verið að verkefninu, og í ár væri ætlunin að gróðursetja um tvær milljónir plantna. Markmiðið sé að gróðursetja alls tuttugu milljónir tijáplantna fyrir aldamót. Hákan Branders, sendiherra Finnlands á íslandi, hefur umsjón með framtaki erlendu sendifulltrú- anna hér á landi í uppgræðslumál- um. „Hans Hermann Haferkamp, fyrrum sendiherra Þýskalands hér á landi, hringdi í mig fyrir tveimur árum og spurði hvort ég gæti ekki tekið að mér umsjón með skógrækt- armálunum því ég væri frá svo miklu skógarlandi,“ sagði Branders. Kvaðst hann hafa tekið vel í það, og væri þetta þriðja árið sem hann stuðlaði að ferð sendiráðsfólksins í Vinareit. Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, sagði þetta landgræðslu- framtak vera táknrænan stuðning við að klæða landið að nýju. Hann kvað ætlunina vera að gróðursetja um 1.200 tré með aðstoð sendiráðs- fólksins. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 17. JÚNI YFIRLIT: Um 1300 km suður i hafi er víðáttumikil 1.040 mb hæð, en 1.004 mb lægð við strönd Grænlands norðvestan Vestfjarða á hreyfingu noröaust- ur. Við Nýihjndnaland er 1.008 mb lægð á leið norðnorðaustur. SPÁ: í fyrramálið lítur út fyrir hæga vestan- og suðvestanátt og þurrt um allt land. Víða verður léttskýjað, síst suövestanlands. Seint á morgun fer svo að rigna á Suöur- og Vesturlandi. Hiti verður 8-11 stig suövestan til en 12-18 stig noröan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAQ: Súðvestanátt, strekkingur um landið Vestanvert en hægari austantil. Suld eöa rigning á Suöur- og Vesturlandi en þurrt og bjart verður norðaustan til. Hlýtt, einkum norðaustan og austanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestanátt, nokkuð stif norðanlands. Skúrir á Vestur- og Norðurlandi en léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi. Heldur kólnandi en þó áfram hlýtt austan- og suðaustanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 980600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / r * / Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ v Skúrír Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindslefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig-. FÆRÐÁ VEGUM: <k«. 17.3019*0 Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla sem lokað- ir eru vegna aurbleytu og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatakmarkanir af þessum sökum. Klæöingaflokkar eru nú að störfum víða um land og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forða tjóni af völdum steinkasts. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbléytu og snjóa nema vegir í Öskju og Kverkfjölium. Vegagerðin. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hiti voftur Akureyri 9 rlgning Reykjavik 7 rigning Bergen vantar Helsinki 19 hálfskýjaö Kaupmannahöfn 20 hálfskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Ósló vantar Stokkhólmur 20 skúr Þórshöfn 10 skýjað Algarve 21 alskýjað Amsterdam 19 alskýjað Barcelona 21 léttskýjað Berlín 24 skýjað Chicago 14 hálfskýjað Feneyjar 26 skýjað Frankfurt 27 skýjaft Glasgow 16 skýjað Hamborg 20 hátfskýjað London 20 skýjað LosAngeles 15 heiðskírt Lúxemborg 26 hálfskýjað Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 25 skýjað Madelra 21 rykmistur Róm 25 léttskýjað Vin 24 léttskýjað Washington 21 skýjað Winnipeg 16 úrkoma Utlánsvextir spari- sióðanna lækka um 0,15-0,25 SPARISJÓÐIRNIR lækkuðu út- lánsvexti um 0,15-0,25% á síðasta vaxtabreytingardegi 11. júní, en Islandsbanki hækkaði útlánsvexti um 0,15%. Vextir Landsbanka ís- lands og Búnaðarbanka íslands voru óbreyttir. Eftir breytinguna eru forvextir víxla 11,5% hjá sparisjóðunum, Landsbanka og Búnaðarbanka en 11,7% hjá íslandsbanka. Kjörvextir almennra skuldabréfalána eru 10% í Landsbanka 10,25% í íslandsbanka, 10,3% hjá sparisjóðunum og 10,5% hjá Búnaðarbankanum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa eru 7% í Landsbanka, 7,10% hjá sparisjóðun- um, 7,15% hjá íslandsbanka og 7,25% hjá Búnaðarbanka. Ef miðað er við algengustu skulda- bréfavexti samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands eru verðtryggðir vextir 9,25% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka, 8,9% hjá íslands- banka og 9,6% hjá sparisjóðunum. prosent Ef miðað er við algengustu óverð- tryggða vexti eru þeir 12,25% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka, 12% hjá íslandsbanka og 12,8% hjá spari- sjóðunum. Skiptu yfir á „ný“ dekk LÖGREGLA stóð menn að verki á mánudagskvöld, þegar þeir voru að taka dekk undan bifreið og setja undir sína eigin, en hjólbarð- ar þeirra voru orðnir lúnir. Mennirnir fóru á bíl sínum inn á bílastæði við Grettisgötu. Um kl. 20.45 var komið að þeim, þar sem þeir voru í óðaönn að skipta yfír á „nýju" sumardekkin. Þeir vo'ru hand- teknir og færðir á lögreglustöðina, en þangað hafa þeir oftsinnis komið áður. Thor hlýtur verðlaun sænsku akademíunnar THOR Vilhjálmsson rithöfundur hlýtur í ár norræn bókmennta- verðlaun frá sænsku akadem- íunni, en þau hafa verið veitt árlega frá 1986. Thor er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur verð- launin en þau eru 250 þúsund sænskar krónur eða 2,5 milljónir íslenskra króna. Að sögn Pers Olafs Sundmans, félaga í sænsku akademíunni, eru þessi bókmenntaverðlaun veitt rit- höfundum á Norðurlöndum og er miðað við heildarverk höfunda en ekki einstök rit. Thor er fyrsti ís- lendingurinn sem fær verðlaunin og fer hann til Stokkhólms 17. september nk. til að veita þeim viðtöku. Hann segir þetta mestu opinberu viðurkenningu sem hann hafí hlotið fyrir verk sín. „Ég er afar glaður ekki síst þar sem þetta kom svo óvænt. Ég sat við mitt verk og var að reyna að koma saman frambæri- legum texta þegar bréfíð barst,“ segir Thor í samtali við Morgun- blaðið. Frá 1986 hafa Villy Sörensen William Heinesen, Rolf Jacobsen, Enkvist, Henrik Nordbrandt og Tomas Tranströmer hlotið bók- menntaverðlaun sænsku akadem- íunnar. Thor Vilhjálmsson rithöfundur. „Mér fínnst gaman að vera kom- inn í félagsskap þessara rithöfunda og þykir vænt um að bókmenntir á íslensku máli nái til þessara frændþjóða okkar. Sú var tíðin að fólk í þessum löndum gat skilið það sem var borið fram á því máli sem við tölum einir núna,“ segir Thor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.