Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 37. íslenskra stúdenta, Georg Brandes, í háskólafyrirlestrum sínum efndi hann til útgáfu fræðslurita og fékk a.m.k. eitt þeirra prentað í Acta. Kort Kortsen var lengi fréttaritari danskra blaða. Á Alþingishátíðinni var hann fenginn til að rita um kynni sín af íslendingum. Þá ritaði hann skemmtilega grein í „Nationaltid- ende“. Kortsen sagði svo frá: „Ég kynntist Islandi fyrst á „Garði“, á dansleik, sem þar var haldinn. Þar kom til mín íslending- ur, sem nú er orðinn þjóðkunnur og sagði mér frá því að danskur stúdent hefði hlaupist á brott með stúlkuna sína. „Að vísu er ég ekki aðalsmað- ur“ sagði hann, „en ég get þó rakið ætt mína til Haralds harðráða. Hvemig ætti ég þá að þola þetta?“ Hér fann ég þegar sýnishom þess sjálfstrausts, sem er helsta einkenni íslendinga. Allir eru þeir hreyknir af ættemi sínu, og séu þeir ekki komnir af Haraldi harðráða í 25. lið, þá era þeir komnir í 27. lið af Magn- úsi konungi berfætta.“ (Hér bregst KK bogalistin í ættliðatali. Haraldur harðráði er mannsaldri eldri en Magnús berfætti.) Konurnar tvær, sem standa milli Korts Kortsen og prúðbúins manns, hefir ekki tekist að bera kennsl á. Er einhver í hópi lesenda, sem kann- ast við þær? Teódór Ámason fiðluleikari var sonur Áma Jóhannssoriar bankarit- ara og konu hans Önnu Jónsdóttur á Öngulstöðum. Snemma kom í ljós hneigð Teódórs til hljómlistar. Hann lærði að spila á fiðlu og lék um ára- bil í ýmsum hljómsveitum og hljóð- færaflokkum. Hann heldur t.d. tón- leika í desembermánuði 1929 við undirleik Emils Thoroddsens. Hann spilar þá fimmtán erlend fíðlulög og tvö íslensk lög eftir Sveinbjöm Svein- bjömsson. Teódór þýddi og ritaði margar bækur um hljómlist og ævi hljómlistarmanna, þá ritaði hann einnig tónlistargagnrýni og hugleið- ingar í dagblöð og tímarit og hvatti jafnan til vandvirkni. Teódór var rit- ari í fyrstu stjóm Félags íslenskra hljóðfæraleikara. Bjöm Sv. Bjöms- son, sonur Sveins sendiherra og síðar forseta, var í menntaskóla um þessar mundir. Hann minnist vel sam- kvæma listamanna, sem haldin vora á vegum frú Önnu og Ólafs. Björn lék í hljóðfæraflokki með Einari Sigf- ússyni og Elsu Sigfúss. Hann lék einnig á dansæfingum skólanema, í revíuhljómsveitum og kann frá mörgu að segja frá þessum tíma. Þeir Halldór Laxness hittust í Ham- borg þegar Björn var starfsmaður Eimskipafélagsins og svo í áttræð- isafmæli Halldórs í Mosfellssveit. Þá hafði margt drifið á daga beggja. Sveinbjöm Arinbjamar, bróðir Snorra listmálara og Kristjáns lækn- is, var listfengur maður og varði hverri tómstund er gafst til þess að njóta samfunda við listamenn og áhugafólk. Rigmor Lindemann er skráð á manntali í Reykjavík þá til heimilis í Austurstræti 1. „Hushjælp" er hún nefnd í atvinnudálki manntalsins. Rigmor er talin fædd 12. desember 1903. Kom til Reykjavíkur árið 1925. Á heimili Ólafs Friðrikssonar og frú Önnu konu hans, kynnist Rigmor íjölda listamanna er þangað koma. Meðal þeirra era mæðgumar Val- borg Einarsson, kona Sigfúsar Ein- arssonar tónskálds og Elsa Sigfúss, dóttir þeirra hjóna. Tókst með þeim vinátta, sem þær staðfestu með því að binda fastmælum að ferðast um óbyggðir landsins. Þær stallsystur létu ekki sitja við orðin tóm. Því til staðfestingar er gestabók Valhallar á Þingvöllum. Blaðamaður Morgunblaðsins, sem staddur var á Þingvöllum, greindi frá spurningu er hann fann í bókinni: „Skyldi vera hægt að hjóla yfir Kaldadal?" Við rákum augun í þessa spumingu í gestabók Valhallar á Þingvöllum undirskrifaða af þremur stúlkum, Elsu Einarsdóttur Sigfúss og Lindemann frá Danmörku. Þann- ig sagðist blaðamanni Morgunblaðs- ins frá er hann kom frá dvöl á Þing- völlum. Þeir sem fylgdust með fyrirætlun stúlknanna komu að máli við þær og töldu öll tormerki á því að þeim tækist þessi „glæfraför“. „Ef þið komist lifandi yfir Kaldadal á þessum farartækjum þá skuluð þið auglýsa það í blöðunum því annars trúir því ekki nokkur maður,“ sögðu gestir í Valhöll. Svarið við spumingunni kom í Morgunblaðinu. Þar er birt frásögn stúlknanna af ferðalaginu. Skýrt er frá 3 daga dvöl þeirra á Húsafelli og ýmsum ævintýrum sem þær röt- uðu í á leiðinni þangað. Hjólreiðaförin varð hagyrðingum yrkisefni: Á Langahrygg þær lögðu samt með prýði og létu ei á sig fá þótt skröltu hjólin. Rigmor Lindemann er á 24. ári þegar myndin er tekin. Olga Hejnæs var systir Önnu Frið- riksson. Hún kom hingað til lands í ágústmánuði 1924 og hófst þá þegar handa að koma upp kvöldskemmtun- um „með líku sniði og tíðkast í er- lendum kabarettum“ að því er Morgunblaðið segir í marsmánuði 1925. Morgunblaðið lætur þess getið að Olga hafí fengið frú Valborgu Einarsson, Emil Thoroddsen, Markús Kristjánsson, Eymund Einarsson, Teódór Ámason o.m.fl. til þess að skemmta á kvöldskemmtunum þess- um. Olga Hejnæs ritaði margar greinar um listakabarettinn, gaf út tímarit og stofnsetti kjólaverslunina Ninon, sem hún nefndi svo eftir frægu sönglagi, sem Jan Kiepura söng í kvikmynd. Bénedikt G. Waage var þjóðkunn- ur. Lengi forseti ÍSI, sundgarpur og íþróttakappi. Orðasmiður góður. Samdi fjölda kjörorða. „Notið sjóinn og sólskinið", margur minnist þeirra hvatningarorða Benedikts meðan enn var hægt að stunda sjóböð í Nauthólsvík og Örfírisey. Þá aug- lýsti húsgagnaverslun Benedikts einnig húsgögn með eftirminnilegum hætti. „Hjónarúmin í „Áfrarn" eru of stór fyrir einn, of lítil fyrir tvo, en mátuleg fyrir hjón.“ Þá auglýsti Benedikt dívana með eftirminnileg- um hætti. Á hverri þjóðhátíð, 17. júní, var Benedikt jafnan í frarbroddi íþróttamanna. Sonur Benedikts er hann átti fyrir hjónaband var séra Ragnar Benediktsson, sem nýlega er látinn. Fuglamir á Reykjavíkurt- jöm voru hollvinir Ragnars, en hann verndari þeirra. Elísabet Einarsdóttir var ein í hópi bama Einars Markússonar. Elísabet var söngvís eins og hún átti kyn til, þótt það yrði ekki hlutskipti hennar að brjóta sér braut til frægðar í er- lendum sönghöllum, lagði hún þó stund á sönglist um langan aldur, söng í dómkirkjukómum og útvarp- skórnum undir stjóm Páls Isólfsson- ar. Einnig kom hún fram á ýmsum hljómleikum sem efnt var til og söng þá ýmist einsöng eða með öðrum söngVurum, eftir því sem efnisskrá gaf tilefni til hverju sinni. Elísabet söng oft einsöng í útvarp. Sönglist var iðkuð á heimili hennar engu síð- ur en verið hafði á foreldraheimilinu. Tengdasonur Elísabetar og eigin- manns hennar, Benedikts G. Waage íþróttafrömuðar, var píanóleikarinn kunni Fritz Weisshappel, sem var eiginmaður Helgu dóttur þeirra hjóna. Sonur þeirra Elísabetar var Einar B. Waage, kunnur hljómlist- armaður, bassaleikari í sinfóníu- hljómsveit Islands. Auk söngsins lagði Elísabet stund á hannyrðir og var snillingur og sönn listakona á því sviði. Er til vitnis um handbragð hennar fjöldi skautbún- inga. María Markan og Halldór hittust oft á glæsilegum listaferli beggja. Halldór hefír minnst þess er hann hlýddi á Maríu Markan syngja í út- varp. Bæði vora þau fulltrúar íslands á samkomum í Stokkhólmi árið 1932 er íslensk vika var haldin þar. Þá flutti Sigurður Nordal erindi um sam- hengi íslenskra bókmennta. Halldór minntist þess í greinum sínum. Mar- ía situr við hlið systur sinnar, Elísa- betar. Valborg Einarsson og Anna Frið- riksson vora nánar vinkonur. Val- borg var dönsk og kom hingað snemma á öldinni sem ungfrú Helle- man, giftist Sigfúsi Einarssyni árið 1906. Á tilhugalífsárum sínum ferð- uðust Sigfús og Valborg víða um land og sungu fyrir landsmenn við bestu viðtökur. Þau sungu einnig í Danmörku og Noregi við hinn besta orðstír. Valborg hafði ágæta söng- rödd, vel tamda að því er Árni Thor- steinsson segir, var hún fyrst allra til að syngja lög Sigfúsar og var því við brugðið hve skýr og góður texta- framburður hennar var þegar í fyrstu er hún söng ljóð á íslensku. Ólafur Friðriksson birtir hugvekju í jólablaði Alþýðublaðsins árið 1926. Það er fáum mánuðum áður en myndin er tekin. Hann ritar þar um vetraríþróttir og útivist Islendinga, skíðaland í Bláfjöllum, loftkastala — vetrarhallir: „Heiðin há og Bláfjöll. Þar er enn snjór ofar mikill snjór og hreint loft. En enginn þarf „glas“ til þess að fínna til lífsgleði. Og eftir einn mannsaldur — og kannske ekki það — verða menn á ferðinni um hávetur um allar óbyggðir landsins — líka Vatnajökul þveran bara til þess að storka vetrinum og finna kraftinn í sjálfum sér. Verður þá Reynista ða- bræðra hefnt. Tvennt sem gert gæti furðuverk gegn úrkynjun þeirri sem vofír yfír okkur, bæði þeirri sem staf- ar af illum híbýlum og hinni sem af almenna ástandinu getur leitt: Vetr- arútileikir og sundhöll með laugar- vatni í miðborginni.“ Sundhöll Reykjavíkur tekur til starfa í marsmánuði 1937, en lög um smíði hennar og starfsemi era samþykkt árið 1928, tveimur árum eftir grein Ólafs í jólablaði Alþýðu- blaðsins. í „Dagsbrún", blaði er Ólafur rit- stýrði 1915-1919, ritaði hann flokk greina um framtíðarsýn. Þar varpar hann fram hugmynd um að hefjast handa um stórkostlegar fram- kvæmdir á Hveravöllum. Dreymir um glerskála, suðrænan gróður og ylrækt milli jöklanna. „Hveravellir undir þaki“ er fyrirsögn greina- flokksins. Um þessi efni efndi Ólafur til fyrirlestra í samkomuhúsum bæj- arins á sínum tíma. Það lyftist brún- in á öldruðum konum er þær riijuðu upp mælsku Ólafs og hástemmdar lýsingar hans á fegurð og hag- kvæmni sem framtíðin bæri í skauti sér í heimi sameignar og tækniframf- ara. Sé leitað líkinga og loftkastala- smíða, sem lýst er í bókmenntum, má nefna lýsingar Arnalds er hann gengur með Sölku Völku, kvöld- göngu í Dýradal. Steinþóra Einarsdóttir, kona Gunnars Jóhannssonar alþingis- manns, hefði kannast við mælskuna og tilþrifín síðan hún hlýddi á fyrir- lestra Ólafs í Góðtemplarahúsinu er hann útmálaði dýrðina. Halldór Lax- ness lýsir Amaldi í Fuglinum í fjör- unni, bls. 285-286, útg. 1932. „Hann talaði um öll þau sameign- arstórvirki, sem í vændum vora í plássinu, síldarbræðslu, lýsisbræðslu, beinamjölsverksmiðju, áburðarverk- smiðju, búrekstur, skóla, verka- mannabústaði. Borðsalur verkafólks- ins var fjórar mannhæðir undir loft og skrautblóm uxu í stóram kerum í fordyrinu, í eldhúsinu matreiddu útlærðir matreiðslumenn hetjulegar steikur og fræga búðinga og í íbúðum fólksins vora aðeins fyrsta flokks stálhúsgögn af þeirri tegund, sem nú er að ryðja sér til rúms ytra og sameina fegurð og þægindi í ríkara mæli en nokkur önnur húsgögn, svo stúlkan, sem aldrei á ævi sinni hafði séð veraleg húsgögn, nema í kaup- mannshúsinu, varð alveg hissa. Hún hafði ekki í sínum auðugustu draum- um stigið fæti í jafn fullkomnar byggingar og þær, sem þessa nótt vora reistar handa verkamönnum í plássinu og búnar húsgögnum um leið. Þau tvö stjórnuðu í raun og veru öllu í plássinu." Þegar Hvíta stríðið stendur í Reykjavík, ritar Halldór Laxness bréf úr Alpafjöllum. Greinar hans birtast í Alþýðublaðinu. Hann greinir þar frá kynnum sínum af Ólafi Friðrikssyni og Hendrik J. Ottóssyni: „Því meira sem Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson era hrjáðir fyr- ir málefni sitt, því helgara verður þeim það. Ég þekki þá báða persónu- lega, Ólaf og Hendrik, og get af eig- in viðkynningu borið um, að þeir eru báðir menn sem berjast fyrir hug- sjón, sem er öllu því ofar er snertir eigin hagsmuni, og að velferð mann- kynsins er þeim heilagt málefni." Seinna á þó eftir að kastast í kekki milli þeirra Ólafs og Halldórs og gengu tíðum glósur þeirra í milli. Morgunblaðið elur á ósætti þeirra. „Urgur í Ólafi“ segir blaðið er því er lýst að Kristófer Torfdaj, persóna í sögu Halldórs séu þeir Ólafur og Jónas frá Hriflu, „pólitískar samlok- ur“. Skömmu áður en myndin er tekin, í janúaimánuði, ritar Halldór i „Starffræðilegum athugunum": „Öreigastéttin, menntunarsnauð og hleypidómalaus er miklu frjórri jarðvegur fyrir lifandi snild, en borg- arastéttin með öllum sínum félags- bundnu sjónarmiðum og rígskoraðu fordómum, enda er í raun og vera miklu meiri bolsévíkaskapur á því að yrkja þvert ofan í skólaljóðin, heldur en til að játa hina einu sönnu kommúnistatrú." 18. jan. 1927 — H.K.L. Mánuði eftir myndatökuna kemur svo þessi yfirlýsing: „Áf öllum þeim aragrúa lífsskoð- ana sem fram era settar í bókinni aðhyllist ég persónulega aðeins eina, nefnilega hina kaþólsku." (24. apríl 1927, H.K.L.) Viku síðar stígur Hall- dór Laxness á skipsfjöl og heldur til Ameríku. Segja má að það sé við hæfí og löngu orðið tímabært að stofnun sem kennd er við Sigurð Nordal gangist fyrir ráðstefnu um verk Halldórs Laxness. Löngu áður en svo varð hafði gam- all Bergsættarmaður, Halibjöm Hall- dórsson prentmeistari, ritað um bók- menntafyrirlestur Sigurðar Nordal, þar sem hann gerði samanburð á pilti úr Öræfunum og strák úr Mos- fellssveitinni. Nordal hélt fram hlut Öræfapiltsins. Hallbjörn lýsti því „þegar hann sá, að í tveimur sætum hlið við hlið á sama bekk sátu piltur úr Öræfunum, að vísu myndarlegur og vel af guði gefínn, eins og mörg íslensk ungmenni era hvarvetna, sem betur fer, og strákur úr Mosfells- sveitinni, sem þá var þegar orðinn þjóðkunnur rithöfundur". Síðar í rit- gerðinni segir Hallbjöm: „Þess era og dæmi, að menn „urðu doktorar á því“, sem miður var athugunarvert en gerðin á ritum Halldórs". Enn segir Hallbjörn: „Það er ekki að vita nerfta sú tíð komi, að sjálfsagt þyki að heimta til prófs í almennum menntum svo eða svo mikla þekkingu í helstu ritum Halldórs Kiljans Lax- ness og þá væri svo notalegt fyrir þá, sem upp á þessu tækju nú, að hafa með því tryggt sér, „grafskrift með góðu mannorði“ í menningar- sögu þjóðarinnar. Það skal hér með tekið fram til að greiða fyrir þessu, að þessarar uppástungu minnar þarf þá ekki að geta að neinu. Ég verð dauður." Þannig ritaði meistari Hallbjörn um Sigurð Nordal og Halldór Lax- ness árið 1929. Hallbjöm var ásamt Ingimar Jónssyni, Þórbergi Þórðar- syni og Ólafí Friðrikssyni í Rauð- hausafélaginu, sem svo var nefnt. Höfundur er þulur. Hestamót Léttis: Nýr völlur tek- inn í notkun Hestar Valdimar Kristinsson NÝR VÖLLUR var tekinn í notkun við hesthúsahverfið við Lögmannshlíð á Akureyri þegar félagar í hestamanna- félaginu Létti héldu hestamót sitt. Eftir er að ganga frá aðstöðu fjTÍr áhorfendur og bílastæðum við völlinn sem er 300 metra hringvöllur og þverbraut sem einnig myndar 250 metra völl. Mótið var haldið í tengslum við almennan útivistardag á Akureyri og kom fjöldi manns á svæði þeirra Léttismanna en krökkum var boðið á bak. Sýnd voru hryssa með folald og stóð- hestur. Þá var reiðskóli Léttis, sem starfræktur hefur verið á annan áratug, kynntur. Keppnin, sem haldin var í góðu veðri, fór vel fram og þátttaka var prýði- leg. Eins og gengur var gefín út mótsskrá þar sem gat að líta upplýsingar um hrossin sem fram komu og nú eins. og oft áður hafa mótsskrárgerðarmenn gleymt að skrá fæðingarstað hrossanna sem er að mati um- sjónarmanns „Hesta“ og margra annarra hið versta mál. En úrslit hjá Létti urðu ann- ars sem hér segir: A-flokkur 1. Hrafntinna. F.: Hervar 963, Skr. M.: Hrafnkatla, eigandi Heimir Guðlaugsson, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,53. 2. Snerill, eigandi Pétur Har- aldsson, knapi Vignir Sigurðs- son, 8,10. 3. Stormur. F.: Hrafn 80 2. M.: Blesa 4823, eigandi og knapi Reynir Hjartarson, 8,10. B-flokkur 1. Hreyfing. F.: Sörli 653, Skr. M.: Lipurtá, Húsey, eigandi Guðlaugur Arason, knapi Bald- vin Guðlaugsson, 8,46. 2. Nökkvi. F.: Örn, Vík. M.: Rjóð, Sandh. Eigandi Heimir Guðlaugsson, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,41. 3. Jörfí. Eigandi Birna Björns- dóttir, knapi Börkur Hólmgeirs- son, 8,30. Unglingai’ 1. Erlendur Ari Óskarsson á Stubbi, 8,17. 2. Elvar Jónsteinsson á Kvisti, eigandi Jónsteinn Aðalsteinsson, 8,28. 3. Hrafnhildur Jónsdóttir á Kólumbus, eigandi Jón Ólafur Sigfússon, 8,06. Barnaflokkur 1. Þórir Rafn Hólmgeirsson á Feldi, eigandi Hólmgeir Valdi- marsson, 8,71. 2. Þorbjöm Matthíasson á Ósk, eigandi Matthías Eiðsson, 8,36. 3. Sveinn Ingi Kjartansson á Stjömufáki, eigandi var knapi, 8,12. Skeið 150 metrar 1. Sinfjötli, eigandi Gunnhild- ur Frímannsdóttir, knapi Sverrir Gunnlaugsson, 16,31 sek. 2. Hrafn, eigandi Arnar Andr- ésson, knapi Vignir Sigurðsson, 16,47 sek. 3. Litli-Jarpur, eigandi Guðný Ketilsdóttir, knapi Ólafur Örn Þórðarson, 18 sek. Hestamót á lands- byggðiimi FIMM hestamót fara fram um lielgina þar sem boðið verður upp á gæðingakeppni, kapp- reiðar og íþróttakeppni. Hornfirðingar verða með gæðingakeppni og kappreið- ar á laugardag og sunnnudag á Fornustekkum. Dreyri á Akranesi verður með kappreiðar í Ölveri á laugardag og Léttir á Akureyri verður með íþróttamót á laugardag og sunnu- dag. Félagsmót Óðins í Austur- Húnavatnssýslu verður í Húna- veri laugardag og sunnudag og sýslungar þeirra í vestursýslunni verða með félagsmót Þyts á Króksstaðamelum sömu daga. Engin hestamót eru haldin á þjóð- hátíðardaginn. í gær voru kynbótahross dæmd á •Fornustekkum gær og í dag verða hross dæmd á Iðavöll- um á Héraði en hlé verður á kyn- bótadómum fram að fjórðungs- móti á Kaldármelum sem hefíast á fímmtudag í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.