Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 43 Viktoría A. Ás- mundsson — Minning Fædd 5. júlí 1947 Dáin 8. júni 1992 Hún Viddý er dáin eftir erfíða baráttu við hinn skæða sjúkdóm krabbamein sem staðið hefur í tæp fjögur ár. Vonin um bata hefur því miður brugðist. Við níu skóla- systurnar úr Ljósmæðraskóla ís- Iands sem útskrifuðumst 26. sept- ember 1969 erum nú einni færri. Viktoría Alfreðsdóttir Ásmundsson fæddist 5. júlí 1947 í Breiðvík á Snæfellsnesi og varð því aðeins tæplega 45 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru Alfreð Lárusson og Ása Georgsdóttir. Viktoría verður jarðsett frá Bústaðakirkju 18. júní kl 13.30. Það var á haustdögum 1967 sem við níu tilvonandi ljósmæðra- nemar hittumst fyrst í heimavist Ljósmæðraskóla Islands sem var til húsa á fæðingardeild Landsp- ítalans. Allar komum við hver úr sinni áttinni, með ólíkar skoðanir og misjafnan bakgrunn en allar stefndum við að sama marki. Á þessum árum urðu ljósmæðra- og húkrunamemar að búa í heima- vistum skólanna og sæta ströng- um reglum um útivist sem þeir settu. Þetta leiddi óhjákvæmilega til þess að við kynntumst mjög vel, og mikil og góð samstaða náðist á milli okkar allra. Þessi tveggja ára samvera okkar skilur eftir ótal minningar í hugum okk- ar. Þó ótrúlegt sé þá rifumst við aldrei og ekki fóru einu sinni styggðaryrði okkar á milli. Viddý okkar var ákaflega hæg og róleg í allri framkomu og ekki fór mikið fyrir henni. Enginn komst þó hjá því að taka eftir henni með sína Ijósu húð, dökka hárið, fallegu augu og ljúfa bros. Á námsárum sínum kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Axel K. Bryde símvirkja, sem starfað hefur lengst af hjá tæknideild Flugleiða. Þau giftust 18. júlí 1970. og bjuggu sér heimili í Ljó- salandi 10 í Fossvoginum. Viddý og Axel eignuðust fjögur böm: Ásu Láru, f. 28. febrúar 1972; Kristínu Elfu, f. 7. september 1979; Pál Vigni, f. 2. júní 1982; og Ingibjörgu Petru, f. 8. október 1984. Að námi loknu skildu leiðir. Líf- ið utan öruggra veggja skólans tók við. Við giftum okkur ein af ann- arri, eignuðumst böm, en unnum þó allar eitthvað við ljósmæðra- eða hjúkrunarstörf. Sumar kusu að afla sér meiri menntunar. Viddý var ein af þeim og lauk hún námi frá Nýja hjúkrunarskólanum 1977. Hún starfaði síðast á Borg- arspítalanum 1978-79. Eftir það helgaði hún heimilinu alla sína krafta enda stækkaði fjölskyldan ört. Við skólasysturnar reyndum að hittast sem flestar að minnsta kosti einu sinni á ári, en oft var það erfiðleikum háð, þar sem við bjuggum á misjöfnum stöðu á landinu eða erlendis. Þegar við héldum upp á 20 ára útskrift var Viddý þegar búin að gangast undir erfiða aðgerð og eftirmeðferð og fyrirsjáanlegt var að fleiri biðu. Við áttum þó ánægjulega kvöld- stund saman og ég veit að þær tvær sem vantaði voru með okkur í huganum. Þrátt fyrir þann skugga sem hvíldi yfír þessum fundi okkar gerði Viddý hann létt- bærari með því að ræða óhikað um sjúkdóm sinn. Það var í raun hún sem stappaði í okkur stálinu með bjartsýni sinni og trú á að hún myndi yfírstíga þá erfíðleika sem framundan voru. Ég minnist þess sérstaklega hve hlýlega og með miklu stolti hún talaði um elstu dóttur sína, Ásu Láru, hve dugleg og hjálpsöm húnværi. Það var mikill gleðidagur er Ása Lára útskrifaðist sem stúd- ent í maí sl. Eftir síðustu aðgerð- ina sem gerð var í nóvember sl. vissum við allar hvert stefndi, að- eins var spurning um tíma, þann tíma sem hún hafði meðal ástvina sinna. Viddý dó að morgni 8. júní á heimili sínu í Fossvoginum. Ég neita því ekki að þessa síð- ustu mánuði hafa söknuður, sorg og reiði skipst á í huga mér. Reiði yfir vanmættinum sem maður fínnur fyrir að geta ekkert gert til að breyta hinu óumflýjanlega. Sorg yfír þvi að ung móðir fái ekki að horfa á börnin sín verða fullorðin, söknuður yfír þeim stundum sem við getum ekki átt saman. Þessi nístandi sársauki sem kom þegar ljóst var að öll von var úti. í lok mars fórum við fímm sem áttum heimangengt í heimsókn til Viddýjar á heimili hennar. Allar vissum við að komið var að kveðju- stund og við værum að sjást í síð- asta sinn. Þetta var mjög erfíð stund sem ég held að við allar höfum kviðið fyrir, en sem fyrr gerði Viddý okkur hana léttbærari með æðruleysi sínu. Þegar barn fæðist skynjum við nálægð og mikilleika Guðs, þá er gleðin allsráðandi. Við megum ekki gleyma því að Guð er líka hjá okkur í dauðanum. Ykkur öll- um sem gerðuð Viddý kleift að dveljast á heimili sínu til hinstu stundar færum við skólasystur alúðarþakkir. Kæri Axel, Ása Lára, Kristín, Páll Vignir, litla Ingibjörg Petra, móðir og tengdamóðir og aðrir ástvinir, megi blessun Guðs styrkja ykkur í þeim söknuði og þeirri sorg sem framundan eru. Kveðjur okkar skólasystranna, Sveinu, Sjöbbu, Ester, Helgu, Sollu, Gunnu Eggerts, Gunnu Björns og minnar viljum við enda með erindum úr ljóði sem Guðmundur Guðjónsson söng við útskrift okkar 1969. Megi okkar kæra Viddý fara í friði. Geturðu sofíð um sumamætur? - Senn kemmur brosandi dagur. - Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og bamalegt að hræðast, er Ijósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkra í haginn, og mega svo rólegur kveða að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn? (Sr. Sigurður Einarsson í Holti.) Fyrir hönd Ijósmæðra útskrifaðra 1969, Fríða Einarsdóttir. Dáin frá öllum börnunum, manninum, starfínu og öllu því sem hún átti eftir að gera. Af hveiju? Það er erfítt að skilja og sætta sig við. Á tímum vísinda, framþróunar og hátækni er kaldranalegt að geta ekki ráðið betur við sjúkdóm eins og þann sem lagði Viktoríu að velli eftir hetjulega baráttu hennar við vá- gestinn. Það var mér lærdómsríkt að fylgjast með því hvemig hún barð- ist, missti í raun aldrei vonina um bata, enda sagði hún að þá væri allt farið og barnanna vegna hefði hún ekki rétt til þess. Fjölskyldan hjúkraði henni eins vel og hún gat og í faðmi hennar dó hún. Viddý kynntist ég fyrst er við hófum nám saman í Ljósmæðra- skólanum. Þar reyndi á mannkosti hennar eins og alltaf, hún var trygg vinum sínum, samviskusöm, hógvær og sinnti námi og störfum af trúmennsku. Viddý var kvenleg, fínleg og dálítið veikburða og ekki hefði ég trúað því þá hve sterk hún varð í veikindum sínum síðustu árin. Vinátta okkar og kynni urðu þó fyrst náin upp frá því að við vorum saman í Nýja hjúkrunar- skólanum í tveggja ára hjúkrun- arnámi. Við sátum saman, lærðum sapian og hlógum saman, en Viddý sá oft spaugilegu hliðamar á hin- um ýmsu hlutum og átti þá erfitt með halda aftur af hlátrinum. Hún eignaðist fjögur börn með sínum góða eiginmanni og var mjög sátt við að helga sig heimil- inu enda era börnin öll glæsileg og vel gerð. Þegar yngsta dóttirin var orðin fjögurra ára talaði Viddý um að nú væri gaman að koma í afleys- ingar um sumarið á fæðingardeild- ina og rifja upp starfið sem hún hafði menntað sig til. Þá kom fyrsta áfallið og síðan hvert af öðru svo að sú von hennar brást eins og aðrar. Við töluðum oft um það hvað veraldlegir hlutir eru lít- ils gildir þegar heilsan bilar. Hún sagði að þótt margir væru tilbúnir að veita henni hjálp þá væri það enginn sem gæti sett sig í spor hennar, það var „hún“ sem þurfti að beijast við sjúkdóminn. Ég kveð og þakka Viddý fyrir allt sem hún kenndi mér, það var meira en ég hefði lært af mörgum bókum. Guð styrki aldraða móður, tengdamóður, Axel, Ásu Láru, Kristínu, Palla og Ingu í þeirra miklu sorg. Orð Kahlil Gribran lýsa vel þessari samhentu fjöl- skyldu: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ Hvíl mín kæra vinkona í friði. Guðrún G. Eggertsdóttir. Mig langar í fáum og fátækleg- um orðum að minnast frænku minnar Viktoríu sem nú er nýlátin. Árið 1947 var ég ung stúlkan að heima, hafði hleypt heim- draganum eins og sagt er, og fékk þær fréttir að Ásu systur minni hefði fæðst stúlkubarn heima í Miðhúsum. Mikil var tilhlökkunin að koma heima og sjá þessa glænýju frænku sem komin var í hópinn heima í Miðhúsum, þar sem allar litlar sálir áttu skjól og hlíf. Viktoría frænka óx þar upp í hópi okkar systkinanna, hvers manns hugljúfí, falleg og lífsglöð stúlka. Að loknu skyldunámi lá leið hennar suður í Reykjavík, eins og svo margra annarra ungmenna, hvar hún innritaðist í Ljósmæðra- skólann og gerðist ljósmóðir þar að loknu námi. Þar lagði hún líka grunn að gæfu sinni í einkalífnu með því að gefast ungum prýði- spilti, Axel Bryde. Fljótlega voru þau búin að koma yfír sig húsi og eignast litla stúlku er hlaut nafn Ásu ömmu sinnar. Þá tók Viktoría sig til og bætti við sig hjúkrunamámi og varð þannig bæði ljósmóðir og hjúkrun- arkona. Seinna eignuðust þau Axel þijú börn í viðbót, tvær dætur og einn son. Svona liðu árin þeirra eins og flestra við brauðstritið og umönn- um fjölskyldunnar. Allt virtist í góðu gengi, en skjótt skipast veð- ur í lofti þegar heilsan bilar. Það sannaðist á Viktoríu frænku, hennar hlutskipti varð það að heyja þrotlaust stríð við þungan sjúkdóm árum saman. Það gerði hún með reisn og prýði og studd af sínum góða maka, en hlaut þó að láta undan að lokum. Sárt er að sjá eftir sínum þegar sorgin kveður dyra og svo lítið sem maður getur gert til léttis þeim er mestan harminn bera. En þá er frá líður og mesta áfallið er um garð gengið veit ég að Axel og börnin .geyma góðar minningar um elskulegan ástvin og góða mömmu þar sem Viktoría frænka var. Blessuð sé minning hennar og Guð styrki Axel, börnin og þau hin sem um sárast eiga að binda. Palla frænka. GOLFMÓT Golfmót Félags vióslcipta- og hagfræðinga verður haldið á Strandarvelli/Hellu föstudaginn 19. júní. Lagt verður af stað í rútu frá Holiday Inn kl. 1 1.00 stundvíslega. Kvöldverður í golfskálanum. Þátttöku skal tilkynna: Sigurði Kolbeinssyni, vs. 680945 Ólafi Ó. Johnson, vs. 624000 Stefáni Unnarssyni, vs. 46799 Gylfa Sigfússyni, vs. 81341 1 * - ‘ "• "* r 1 tgMöirar fyrir börnin sem klára matinn sinn Pítur Grillsteikur\**f Hamborgarar Samlokur Bamabox Opfí'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.