Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 53_ Öryggi barna - okkar ábyrgð vusumarskólinn Frá Sigríði Á. Ásgrímsdóttur: í tilefni lesendabréfs frá Helgu Bragadóttur 28. maí 1992 vil ég undirrituð fyrir hönd framkvæmda- stjómar um átakið Öryggi barna okkar ábyrgð þakka Helgu fyrir ábendingar hennar. Ennfremur vil ég koma á framfæri leiðréttingu vegna missagnar. Ranghermt er að átakið Vörn fyrir börn sem Slysavarnafélag íslands og Rauði kross íslands standa fyrir í samvinnu sé undir stjórn Neytendasamtakanna. Hins vegar eru Neytendasamtökin aðili að samráðsverkefni sem nefnt er Öryggi barna - okkar ábyrgð. Þeir aðilar sem sitja með fulltrú- um Neytendasamtakanna í stjóm átaksins eru fulltrúar frá Foreldra- samtökunum, Hollustuvernd ríkis- ins, Landlæknisembættinu, Rauða krossi íslands, Slysavarnafélagi ís- lands og Umferðarráði. Á samráðsfundi á Hótel Sögu 18. febrúar sl. var samþykkt að gera sameiginlegt átak á Islandi í bættu öryggi barna. Til þess að vinna að þessu markmiði var kosin fram- kvæmdastjórn sem vera á ráðgef- andi aðili og aðstoða við fram- kvæmd verkefna, miðla upplýsing- um, vera tengiliður og vettvangur skoðanaskipta og aðstoða við fjár- öflun. Hinar ýmsu stofnanir og félög sem aðild eiga að átakinu hafa hver sín sérstöku verkefni á stefnu- skrá. Framkvæmdastjórnin vonast til þess að með samráði og sam- vinnu náist betri árangur en ella. Verkefni sem almenningur, félög og opinberir aðilar þurfa að fást við til þess að fækka slysum á ís- landi eru fjölmörg. Sem dæmi vil ég nefna skýrslu Skólayfirlæknis- embættisins frá maí 1992 en þar kemur fram að tíðni slysa á íslensk- um skólabörnum er sjöföld á við tíðni skólaslysa í Stokkhólmi á ár- unum 1986-1987. Geta íslenskir foreldrar sætt sig við þetta? Ég bendi á nauðsyn þess að hver og einn hugi að næsta nágrenni og gefi slysagildrum gaum sem þar felast. Of seint er að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið í hann. Bætt umgengni og meðferð á tækjum og búnaði mun fækka slys- um og spara peninga. Veljum ör- yggisbúnað af viðurkenndri gerð og fylgjum leiðbeiningum um notk- un. Leikföngum og leiktækjum eiga að fylgja leiðbeiningar um meðferð og upplýsingar um aldur þeirra sem leikföngin eru hugsuð fyrir. Varúð- arorð eiga að fylga leikföngum og búnaði ef minnsta áhætta fylgir notkun þeirra. Uppalendur þurfa að vera vel á verði gagnvart hættum vegna of- beldis í samskiptum bama og ungl- inga. Vopnaeftirlíkingar t.d. vatns- Hvenær verður Aust- ur stræti lokað aft- ur fyrir bílaumferð? Frá Margréti Sæmundsdóttur: Göngugatan var opnuð fyrir umferð bíla til reynslu í sex mán- uði. Nú eru þessir sex mánuðir liðn- ir. Ekki verður séð að gatan eða miðbærinn hafi lifnað við og orðið aðlaðandi við þessa framkvæmd. Þvert á móti er þetta mjög mis- heppnuð tilraun. Reynslan sýnir að margir ökumenn aka of hratt miðað við aðstæður, og gangandi vegfar- endur eru sífellt á hrakningi ef ekki í lífshættu vegna bílaumferð- ar. Þeim veitir ekki af þessu svæði til þess að komast óhultir leiðar sinnar um miðbæinn. Mengun bæði af útblæstri bíla og hávaða hefur aukist. Gatan er eins og svöðusár á að líta vegna hjólfara og óþverra frá bílum. Skipulag miðbæjarkjama í öllum helstu borgum Vestur-Evrópu er í þá átt að fjölga göngugötum og þeim svæðum þar sem bílaumferð er takmörkuð eða óheimil. Hér er því um umhverfisslys að ræða og öfugþróun í skipulagsmálum. Undirskriftalisti með 18.000 nöfnum manna sem óska eftir því að Austurstræti verði aftur gert að. göngugötu hefur verið afhentur borgarstjórn. Sá listi segir sína sögu um hug fólks í borginni. Skoðanakönnun meðal vegfar- enda á vegum Neytendasamtak- anna árið 1988 leiddi í ljós að meiri- hluti aðspurðra var fylgjandi því að Austurstræti yrði áfram göngu- gata. Tilraunatíminn er nú liðinn, því hlýtur að vera rökrétt að opna Austurstræti aftur fyrir gangandi fólki. í það minnsta þangað til búið er að sýna fram á það með gildum rökum að tilraunin hafi sýnt fram á að betra sé fyrir almenning að hafa enga göngugötu í Austur- stræti. Borgarbúar og gestir sem til höfuðborgarinnar koma eiga heimtingu á að vita hver verður framtíð Austurstrætis. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR fulltrúi Kvennalistans í umferðarnefnd Hvassaleiti 77, Reykjavík. VELVAKANDI KETTLINGAR Kassavandir kettlingar fást gefins í Garðabæ. Upplýsingar í síma 656760 eftir kl. 17. Þrílitur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 14918. PENNI Vandaður gullblekpenni fannst við Skipholt í byijun mán- aðarins. Upplýsingar í síma I 30232. } HJÓL Karlmannshjól fannst í Vesturbænum fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 13337 milli kl. 18 og 20 næstu kvöld. FISKIMENN EN EKKISJÓMENN Einar Vilhjálmsson Smáraflöt 10, Garðabæ: Jónas Gíslason vígslubiskup flaskar heldur betur á guðsorðinu í pistli sínum í Morgunblaðinu 14. júní. Þar talar hann um sjó- mennsku Jesú og lærisveinanna en hann ætti að vita að þessir menn fóru aldrei á sjó en voru aðeins fiskimenn á Genesaret- vatni. Það er ólíku saman að jafna, fiskiveiðum á stöðuvatni og sjómennsku í Norður-Atants- hafi. byssur og stríðsleikir á myndbönd- um eða tölvum geta verið hættuleg andlegri heilsu barna og unglinga og hvetja til ofbeldis. Ábyrgð sem lögð er á herðar barna og unglinga á íslandi er að mati margra allt of mikil. Þau eru ung farin að taka þátt í erfiðri lífs- baráttu með vinnu og í félagsiífí hinna fullorðnu t.d. neyslu áfengis. Hugum að ábyrgð okkar full- orðnu, verum börnum góð fyrir- mynd. Ungbarnadauði er mjög lág- ur á íslandi. Sættum okkur ekki við að bamaslys séu tíðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Fækkum slysum á börnum og ungl- ingum með samstilltu átaki! SIGRÍÐUR Á. ÁSGRÍMSDÓTTIR verkfræðingur starfsmaður Neytendasamtakanna Skúlagötu 26, Reykjavík. Pennavinir Frá Rúmeníu skrifar piltur sem kveðst ungur og er líklega nálægt tvítugu. Hefur mikinn áhuga á ís- landi: Daniel Mihale, C.P. 14-18, Bucuresti 14, Romania. PC eða Macintosh námskeið fýrir 10 -16 ára 2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar. ft M|«9 hagstmtt v«r6 Tölvu- og verkfræðiþjónustan *£> Veridræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensésvegi ie<stofnuð 1. mars 1986 BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði ; Sextán ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Billy Claydon, 2120 Rt. 9, P.O.Box 698, Round Lake, New York 12151-0698, U.S.A. LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn í frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins í gær, bls. 30 er rangt farið með nafn sóknarprestsins á Raufarhöfn. Hann heitir Jón Hag- barður Knútsson. Hann er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Sæco sá um hönnunina HAFLIÐI Guðjónsson eigandi sér- smíðaðrar jeppasandspyrnugrindar sem keppt var á í íslandsmeistara- mótinu í sandspyrnu um síðustu helgi, segir það rangt sem fram kom í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag að Hlöðver Gunnarsson hefði hann- að ökutækið. Rétt sé að vélsmiðjan Sæco hafí annast hönnunina en hins vegar sé vél í ökutækið keypt af Hlöðveri Gunnarssyni. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á rangherminu. UPUR OQ SKEMMTILEQUR 5 MANNA BÍLL SUZUKISWIFT 5 DYRA, ÁRGERÐ 1992 Aflmikil, 58 hestafla Vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gfra, sjálfskipting fáanleg. Verð kr. 828.000.- á götuna, stgr. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. crcici.MMi 11. slMI 685100 $jj\ ...alltafþegar •O l,:lð er betra Gjöf sem slær í gegn! Afmælispakki Heimsklúbbsins er ný þjónusta, ætluð þeim sem vilja halda upp á tímamót í lífi sínu ÍTALÍA: Mílanó — Veróna — Feneyjar — Flórens — Róm o.fl. 17,- 30. ágúsL- FILIPPSEYJAR — JAPAN — FORMÓSA — THAILAND 6. - 27. sept. S-AFRÍKA: Jóhannesarborg — Kruger — Cape Town o.fl. 7.-25. okt. MALAYSÍA: Kuala Lumpur — Borneo — Singapore — Penang 5.- 23. nóv. Þjónusta sem hittir í mark! Serstakt afmælistilboð Líttu við eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar og áætlun. HEIMSKIUBBUR INGOLFS AUSTURSTRkT117,4. lai 10) RtYKUYÍK-SlllU tlMOWMl MtSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.