Morgunblaðið - 17.06.1992, Page 53

Morgunblaðið - 17.06.1992, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 53_ Öryggi barna - okkar ábyrgð vusumarskólinn Frá Sigríði Á. Ásgrímsdóttur: í tilefni lesendabréfs frá Helgu Bragadóttur 28. maí 1992 vil ég undirrituð fyrir hönd framkvæmda- stjómar um átakið Öryggi barna okkar ábyrgð þakka Helgu fyrir ábendingar hennar. Ennfremur vil ég koma á framfæri leiðréttingu vegna missagnar. Ranghermt er að átakið Vörn fyrir börn sem Slysavarnafélag íslands og Rauði kross íslands standa fyrir í samvinnu sé undir stjórn Neytendasamtakanna. Hins vegar eru Neytendasamtökin aðili að samráðsverkefni sem nefnt er Öryggi barna - okkar ábyrgð. Þeir aðilar sem sitja með fulltrú- um Neytendasamtakanna í stjóm átaksins eru fulltrúar frá Foreldra- samtökunum, Hollustuvernd ríkis- ins, Landlæknisembættinu, Rauða krossi íslands, Slysavarnafélagi ís- lands og Umferðarráði. Á samráðsfundi á Hótel Sögu 18. febrúar sl. var samþykkt að gera sameiginlegt átak á Islandi í bættu öryggi barna. Til þess að vinna að þessu markmiði var kosin fram- kvæmdastjórn sem vera á ráðgef- andi aðili og aðstoða við fram- kvæmd verkefna, miðla upplýsing- um, vera tengiliður og vettvangur skoðanaskipta og aðstoða við fjár- öflun. Hinar ýmsu stofnanir og félög sem aðild eiga að átakinu hafa hver sín sérstöku verkefni á stefnu- skrá. Framkvæmdastjórnin vonast til þess að með samráði og sam- vinnu náist betri árangur en ella. Verkefni sem almenningur, félög og opinberir aðilar þurfa að fást við til þess að fækka slysum á ís- landi eru fjölmörg. Sem dæmi vil ég nefna skýrslu Skólayfirlæknis- embættisins frá maí 1992 en þar kemur fram að tíðni slysa á íslensk- um skólabörnum er sjöföld á við tíðni skólaslysa í Stokkhólmi á ár- unum 1986-1987. Geta íslenskir foreldrar sætt sig við þetta? Ég bendi á nauðsyn þess að hver og einn hugi að næsta nágrenni og gefi slysagildrum gaum sem þar felast. Of seint er að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið í hann. Bætt umgengni og meðferð á tækjum og búnaði mun fækka slys- um og spara peninga. Veljum ör- yggisbúnað af viðurkenndri gerð og fylgjum leiðbeiningum um notk- un. Leikföngum og leiktækjum eiga að fylgja leiðbeiningar um meðferð og upplýsingar um aldur þeirra sem leikföngin eru hugsuð fyrir. Varúð- arorð eiga að fylga leikföngum og búnaði ef minnsta áhætta fylgir notkun þeirra. Uppalendur þurfa að vera vel á verði gagnvart hættum vegna of- beldis í samskiptum bama og ungl- inga. Vopnaeftirlíkingar t.d. vatns- Hvenær verður Aust- ur stræti lokað aft- ur fyrir bílaumferð? Frá Margréti Sæmundsdóttur: Göngugatan var opnuð fyrir umferð bíla til reynslu í sex mán- uði. Nú eru þessir sex mánuðir liðn- ir. Ekki verður séð að gatan eða miðbærinn hafi lifnað við og orðið aðlaðandi við þessa framkvæmd. Þvert á móti er þetta mjög mis- heppnuð tilraun. Reynslan sýnir að margir ökumenn aka of hratt miðað við aðstæður, og gangandi vegfar- endur eru sífellt á hrakningi ef ekki í lífshættu vegna bílaumferð- ar. Þeim veitir ekki af þessu svæði til þess að komast óhultir leiðar sinnar um miðbæinn. Mengun bæði af útblæstri bíla og hávaða hefur aukist. Gatan er eins og svöðusár á að líta vegna hjólfara og óþverra frá bílum. Skipulag miðbæjarkjama í öllum helstu borgum Vestur-Evrópu er í þá átt að fjölga göngugötum og þeim svæðum þar sem bílaumferð er takmörkuð eða óheimil. Hér er því um umhverfisslys að ræða og öfugþróun í skipulagsmálum. Undirskriftalisti með 18.000 nöfnum manna sem óska eftir því að Austurstræti verði aftur gert að. göngugötu hefur verið afhentur borgarstjórn. Sá listi segir sína sögu um hug fólks í borginni. Skoðanakönnun meðal vegfar- enda á vegum Neytendasamtak- anna árið 1988 leiddi í ljós að meiri- hluti aðspurðra var fylgjandi því að Austurstræti yrði áfram göngu- gata. Tilraunatíminn er nú liðinn, því hlýtur að vera rökrétt að opna Austurstræti aftur fyrir gangandi fólki. í það minnsta þangað til búið er að sýna fram á það með gildum rökum að tilraunin hafi sýnt fram á að betra sé fyrir almenning að hafa enga göngugötu í Austur- stræti. Borgarbúar og gestir sem til höfuðborgarinnar koma eiga heimtingu á að vita hver verður framtíð Austurstrætis. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR fulltrúi Kvennalistans í umferðarnefnd Hvassaleiti 77, Reykjavík. VELVAKANDI KETTLINGAR Kassavandir kettlingar fást gefins í Garðabæ. Upplýsingar í síma 656760 eftir kl. 17. Þrílitur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 14918. PENNI Vandaður gullblekpenni fannst við Skipholt í byijun mán- aðarins. Upplýsingar í síma I 30232. } HJÓL Karlmannshjól fannst í Vesturbænum fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 13337 milli kl. 18 og 20 næstu kvöld. FISKIMENN EN EKKISJÓMENN Einar Vilhjálmsson Smáraflöt 10, Garðabæ: Jónas Gíslason vígslubiskup flaskar heldur betur á guðsorðinu í pistli sínum í Morgunblaðinu 14. júní. Þar talar hann um sjó- mennsku Jesú og lærisveinanna en hann ætti að vita að þessir menn fóru aldrei á sjó en voru aðeins fiskimenn á Genesaret- vatni. Það er ólíku saman að jafna, fiskiveiðum á stöðuvatni og sjómennsku í Norður-Atants- hafi. byssur og stríðsleikir á myndbönd- um eða tölvum geta verið hættuleg andlegri heilsu barna og unglinga og hvetja til ofbeldis. Ábyrgð sem lögð er á herðar barna og unglinga á íslandi er að mati margra allt of mikil. Þau eru ung farin að taka þátt í erfiðri lífs- baráttu með vinnu og í félagsiífí hinna fullorðnu t.d. neyslu áfengis. Hugum að ábyrgð okkar full- orðnu, verum börnum góð fyrir- mynd. Ungbarnadauði er mjög lág- ur á íslandi. Sættum okkur ekki við að bamaslys séu tíðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Fækkum slysum á börnum og ungl- ingum með samstilltu átaki! SIGRÍÐUR Á. ÁSGRÍMSDÓTTIR verkfræðingur starfsmaður Neytendasamtakanna Skúlagötu 26, Reykjavík. Pennavinir Frá Rúmeníu skrifar piltur sem kveðst ungur og er líklega nálægt tvítugu. Hefur mikinn áhuga á ís- landi: Daniel Mihale, C.P. 14-18, Bucuresti 14, Romania. PC eða Macintosh námskeið fýrir 10 -16 ára 2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar. ft M|«9 hagstmtt v«r6 Tölvu- og verkfræðiþjónustan *£> Veridræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensésvegi ie<stofnuð 1. mars 1986 BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði ; Sextán ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Billy Claydon, 2120 Rt. 9, P.O.Box 698, Round Lake, New York 12151-0698, U.S.A. LEIÐRÉTTINGAR Rangt nafn í frétt á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins í gær, bls. 30 er rangt farið með nafn sóknarprestsins á Raufarhöfn. Hann heitir Jón Hag- barður Knútsson. Hann er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Sæco sá um hönnunina HAFLIÐI Guðjónsson eigandi sér- smíðaðrar jeppasandspyrnugrindar sem keppt var á í íslandsmeistara- mótinu í sandspyrnu um síðustu helgi, segir það rangt sem fram kom í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag að Hlöðver Gunnarsson hefði hann- að ökutækið. Rétt sé að vélsmiðjan Sæco hafí annast hönnunina en hins vegar sé vél í ökutækið keypt af Hlöðveri Gunnarssyni. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á rangherminu. UPUR OQ SKEMMTILEQUR 5 MANNA BÍLL SUZUKISWIFT 5 DYRA, ÁRGERÐ 1992 Aflmikil, 58 hestafla Vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gfra, sjálfskipting fáanleg. Verð kr. 828.000.- á götuna, stgr. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. crcici.MMi 11. slMI 685100 $jj\ ...alltafþegar •O l,:lð er betra Gjöf sem slær í gegn! Afmælispakki Heimsklúbbsins er ný þjónusta, ætluð þeim sem vilja halda upp á tímamót í lífi sínu ÍTALÍA: Mílanó — Veróna — Feneyjar — Flórens — Róm o.fl. 17,- 30. ágúsL- FILIPPSEYJAR — JAPAN — FORMÓSA — THAILAND 6. - 27. sept. S-AFRÍKA: Jóhannesarborg — Kruger — Cape Town o.fl. 7.-25. okt. MALAYSÍA: Kuala Lumpur — Borneo — Singapore — Penang 5.- 23. nóv. Þjónusta sem hittir í mark! Serstakt afmælistilboð Líttu við eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar og áætlun. HEIMSKIUBBUR INGOLFS AUSTURSTRkT117,4. lai 10) RtYKUYÍK-SlllU tlMOWMl MtSM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.