Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 22
 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 HÁTÍ Ð ARHÖLD ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSINS Dagskrá með hefð- bundnu sniði í Reykjavík FJÖLBREYTT dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í tilefni af þjóðhátíðardegi íslendinga 17. júní. Dagskráin verður með hefð- bundnu sniði. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík kl. 09.55. Klukkan 10.00 leggur forseti borg- arstjómar blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þá hefst hátíðardagskrá við Austurvöll kl. 10.40. Eftir setning- arávarp Júlíusar Hafstein, borgar- fulltrúa, leggur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Odds- son, forsætisráðherra, flytur ávarp. Síðan verður ávarp fjallkonunnar flutt. Karlakórinn Fóstbræður syngur og Lúðrasveitin Svanur leik- ur. Klukkan 11.15 hefst guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Sr. Pálmi Matthíasson predikar og Dómkór- inn syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar en einsöngvari er Þorgeir J. Andrésson. Skrúðgöngur verða frá Hlemmi og Hagatorgi. Skrúðgangan frá Hlemmi leggur af stað kl. 13.40 en gangan frá Hagatorgi kl. 13.45. Skátar ganga undir fánum og stjóma báðum göngunum. Klukkan 14.00 hefst í miðbænum skemmtidagskrá á íjórum sviðum, Þórshamarsplani, Lækjargötu, Lækjartorgi, og Hljómskálagarði. Fram koma ýmsir skemmtikraftar m.a. Spaugstofan, Möguleikhúsið, Harmonikkufélagið, Síðan skein sól, Todmobile, og Kolrassa krókríð- andi. Einnig koma fram danshópar, kórar, söngvarar, íþróttahópar, trúðar, o. fl. Brúðubíllinn er með Ieiksýningu við Tjarnarborg kl. 15.00. Á Tjörninni verða róðrabátar og sýning módelbáta. í Hallargarði verður minigolf, leiktæki, fimleika- sýning og margt fleira. í Ráðhúsinu verður bamaleikritið Dimmalimm flutt, Rússnesku undrabömin spila, og Operasmiðjan flytur verk. Milli kl. 14.00-18.00 gengst Fé- lagsstarf aldraðra fyrir skemmtun fyrir eldri borgara í Reykjavík. Fombílaklúbbur ekur frá Höfða- bakka 9 kl. 13.15 og verður með tvær sýningar í miðbænum, kl. 13.20 á Laugavegi við Hlemm og kl. 14.00 á Bakkastæði. _ Sérstök hátíðardagskrá verður á Árbæjar- safni og aðgangur ókeypis. Um kvöldið leika Vinir Dóra og Ný Dönsk í Lækjargötu milli kl. 21.00-00.15, en á Þórshamarsplani verða gömlu dansamir. SVR17. júní ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní mun Strætisvagnar Reykja- víkur aka eftir tímaáætiun helgi- daga, þ.e. á 30 mínútna fresti, þó þannig að aukavögnum verð- ur bætt á leiðir eftir þörfum, segir í frétt frá SVR. Um klukkan 13, eða þegar hátíðahöld hefjast í Lækjargötu og til kvölds er akstursleiðum vagnanna breytt frá venjulegri akstursleið. Breytingin nær til níu leiða, sem fara um Lækjar- götu. Vagnar á leiðum 2, 3, 4, og 5 á vesturleið munu aka um Sæbraut og Tryggvagötu með viðkomu í Tryggvagötu við brúna upp á toll- stöð. Á austurleið hafa þessir vagn- ar viðstöðu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6, 7, 111, og 112, sem venjulega hafa endastöð við Lækjaartorg færa sig að tollstöð við Tryggvagötu. Vagnarnir munu aka þar til da- skrá hátíðahaldanna lýkur og verða síðustu ferðir frá miðborginni klukkan 01 eftir miðnætti. Árbæjarsafn: Hátíðadag- skrá 17. júní HÁTÍÐADAGSKRÁ verður á Árbæjarsafni á -Þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Gömlu dansamir verða sýndir við harmonikuund- irleik. Einnig verða fornir leikir sýndir og Lúðrasveit Árbæjar- skóla ætlar að taka nokkur lög. Hátíðadagskrá Árbæjarsafnsins hefst kl. 14.00 á því að hópur eldri borgara sýnir gömlu dansana við undirleik Harmonikufélags Reykja- víkur. Þá munu félagar í Glímufé- lagi Ármanns sýna foma leiki, m.a. glímih og hráskinnsleik. Að síðustu ætlar Lúðrasveit Árbæjarskóla að taka nokkur lög í tilefni dagsins. Aðgangur að Árbæjarsafninu er ókeypis 17. júní. Hafnarfjörður: Fjölbreytt þjóðhátíð- ardagskrá í Hafnarfirði verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní með viðamikilli dagskrá frá klukkan 10.00 fram yfir miðnætti. Hátíð- arhöldin fara nú fram á Víði- staðatúni í fyrsta sinn. Dagskráin hefst með hátíðarmóti íþrótta- og leikjanámskeiða á Kapl- akrikavelli kl. 10.00. Á sama tíma verður leikið í knattspymu hjá yngri flokkum Hauka og FH á Víðistað- atúni. Klukkan 13.30 leikur Lúðra- sveit Hafnaríjarðar og Karlakór eldri Þrasta tekur lagið í Hellis- gerði, en kl. 13.45 hefst þar helgi- stund er sr. Gunnþór Ingason sér um. Frá Hellisgötu verður síðan gengið í skrúðgöngu er hefst kl. 14.15 um Fjarðargötu, Lækjargötu, Tjamarbraut, Arnarhraun, Tungu- veg, og Hraunbrú að Víðistaðatúni. Þórir Jónsson, formaður þjóðhá- tíðarnefndar, setur hátíðardagskrá á Víðistaðatúni kl. 15.00. Þá flytur Guðmundur Ámi Stefánsson, bæj- arstjóri, ávarp og fjallkonan ávarp- ar hátíðargesti. Siðan syngja börn frá leikskólanum við Hjallabraut. Um önnur skemmtiatriði sjá Bjark- imar, Sálin hans Jóns míns, Klang- kompaníið, Spaugstofan, Anna Pál- ína og Aðalsteinn Ásberg. Klukkan 17.15 hefst 17. júní mót FH og Hauka í handknattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu. Á sama tíma hefst kvikmyndasýning fyrir böm í Bæjarbíói. Um kvöldið hefst skemmtidag- skrá á Víðistaðatúni kl. 20.30. Þar skemmta Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Islandica, Bjarkirnar, Spaugstofan, Hárflokkurinn, Sálin hans Jóns míns, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg. Einnig mun nýstúdent flytja ávarp. I Vitanum hefjast gömlu dansamir kl. 21.00. Hátíðar- höldunum'lýkur kl. 00.30. Hrafnseyr- arhátíð HRAFNSEYRARNEFND stend- ur fyrir hátiðardagskrá á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Hátíðin hefst með guðsþjónustu er sr. Gunnar Björnsson sér um kl. 14.00. Aðalræðumaður hátíðarinn- ar verður Gils Guðmundsson. Það er Hrafnseyrarnefnd er sér um skip- ulagningu hátíðarinnar á Hrafns- eyri á þjóðhátíðardaginn. Kópavogur: Hefðbundin hátíðardagskrá KÓPAVOGSBÚAR halda upp á þjóðhátíðardaginn á hefðbund- inn hátt. Farið verður í skrúð- göngu og boðið upp á hátíðar- dagskrá á Rútstúni. Það er Hand- knattleiksfélag Kópavogs sem annast framkvæmd hátíðarhald- anna. Skrúðganga hefst frá Kópavogs- skóla kl. 13.30 og gengið verður að Rútstúni. Klukkan 14.00 hefst hátíðin á Rútstúni við Sundlaug Kópavogs. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri, setur hátiðina. Þá syngja Fóstbræður nokkur lög og Ámór Pálsson, forseti bæjarstjórnar, flyt- ur hátíðarræðu. Síðan verður dans- sýning, Tóti trúður bregður á leik, Leikfélag Kópavogs flytur leikþátt, og unglingahljómsveit úr Kópavogi spilar. Klukkan 16.00 verður minning- arleikur um Daða Sigurvinsson á Vallargerðisvelli á milli 4. flokks H.K. og Breiðabliks. En milli kl. 17-19 spilar hljómsveitin Stjómin. Garðabær: Hátíðar- dagskrávið Flataskóla Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Garðabæ verður með hefð- bundnu sniði í ár. U.m.f. Stjarnan hefur séð um undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna. Dagskráin byijar kl. 9.30 með siglingakeppni á Árnarvogi, en milli kl. 10.00-12.00 verður boðið upp á útsýnissiglingu á vélbát um Arnar- vog. Víðavangshlaup fyrir krakka á aldrinum 6 til 13 ára verður við íþróttamiðstöðina Ásgarð og hefst hlaupið kl. 10.00. Klukkan 10.30 verður bæjarhlutakeppni_ 30 ára og eldri í knattspyrnu við Ásgarð. Skipulag Ingóifstorgs og Grófartorgs: Stefnt er að því því að ljúka framkvæmdum á næstaári Morgunblaðið/Bjami Á mánudag voru kynnt úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Grófartorgs og Ingólfstorgs. Á myndinni eru (frá vinstri) Páll Gísla- son, varaforseti borgarstjórnar, sem afhenti verðlaunin, arkitektarn- ir Helga Benediktsdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Elín Kjartansdótt- ir, aðstoðarmaður þeirra, Sigurður Gústafsson, og loks Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður dómnefndar. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segir að borgaryf- irvöld hafi ákveðið að ljúka fram- kvæmdum við Grófartorg og Ing- ólfstorg á næsta ári. Á mánudag voru tilkynnt úrslit í hugmynda- samkeppni um skipulag torganna og mælti dómnefnd með tillögu arkitektanna Elínar Kjartansdótt- ur, Haraldar Arnar Jónssonar og Helgu Benediktsdóttur til frekari útfærslu. Hugmyndasamkeppnin nær ann- ars vegar til Ingólfstorgs, sem af- markast af Aðalstræti, Hafnar- stræti, Veltusundi og Vallarstræti, og hins vegar til Grófartorgs, sem er svæðið norðan Geysishússins við Vesturgötu, meðfram Grófínni að Tryggvagötu. Þegar úrslit í samkeppninni voru kynnt sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður skipulagsnefndar, sem jafnframt var formaður dómnefndar, að dómnefndin teldi að keppnin hefði leitt í ljós að sú lausn væri farsælust að torgin stæðu sem sjálfstæð torg, en tenging á milli þeirra væri líka mikilvæg. Hann sagði að í keppninni hefði sú lausn verið algengust varðandi Ingólfstorg að það yrði í stefnunni norður-suður. Álmennt gerðu höf- undar ráð fyrir að þar skapaðist að- staða til menningar- og listviðburða, auk aðstöðu til útivistar. Þá hefðu höfundar verið sammála um að nýta Geysishúsið, „Borgarhúsið", til menningar;, félags- og kynningar- starfsemi. í verðlaunatillögunni væru þessi atriði leyst með ágætum, hún væri í heild vel unnin og dómnefnd mælti hiklaust með henni til frekari útfærslu. Þá sagði Vilhjálmur að borgaryf- irvöld hefðu ákveðið að ljúka fram- kvæmdum við torgin á næsta ári og gengi það vonandi eftir. Torgin og sú uppbygging og starfsemi sem borgaryfírvöld hefðu ákveðið að standa að við Aðalstræti, í húsi Inn- réttinganna á lóð Aðalstrætis 12 og í Geysishúsinu, væru tvímælalaust þýðingarmikill áfangi í að efla mann- líf og starfsemi í miðbæ Reykjavíkur. Hugmyndasamkeppnin um skipu- lag Ingólfstorgs og Grófartorgs var lokuð og var leitað til eftirfarandi arkitekta um tillögur, auk sigurveg- aranna: 1. Hjördísar Sigurgísladóttur og Gísja Sæmundssonar, 2. Jóns Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Ein- arssonar, 3. Knúts Jeppesens, 4. Kristins Ragnarssonar og 5. Mann- freðs Vilhjálmssonar. Hverjum þess- ara aðila vora greiddar 350 þúsund krónur fyrir þátttöku í samkeppn- inni. Tillögurnar sex verða til sýnis í Geysishúsinu næsta mánuðinn. feysishús Lf/5 M Ingólfstorg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.