Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Gestur: Geislabrot, 1991. Marmari. Rúna: Enn kemur vorið, 1992. Akríl og krit á japanskan pappír. GESTUR OG RÚNA Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er vafalaust í tilefni Lista- hátíðar, að Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, bauð þeim kunnu listahjónum Gesti og Rúnu að halda yfírlitssýn- ingu í öllum húsakynnum sínum. Það var vel til fundið, því bæði hafa þau komið mikið við sögu Hafnarfjarðar og búið þar síðustu tíu árin, auk þess sem Rúna er fædd þar og uppalin. Þá hafa þau komið víðar við sögu myndlista og §ölmörgu sem tengist myndlist- og listiðnum er nokkrir aðrir íbúar í Firðinum, eru að auk landsþekkt- ir listamenn og kunn út fyrir land- steinana. Svo víða sem þau hafa komið við hefur líf þeirra einnig verið óvenju margbrotið og litríkt, og jafn fjarri því að vera einstefna í listinni og hugsast getur. En það hefur einnig tekið sinn toll eins og hjá fjölmörgum öðrum íslenzk- um listamönnum, sem hafa orðið að vinna hörðum höndum til að sjá sér og sínum farborða og því ekki getað sinnt samfelldri listsköpun sem skyldi. Það hefur verið afdrifa- ríkt fyrir þessa þjóð, því að list- sköpun er það sem sterkar þjóðir Evrópu hlúa helst að til að treysta þjóðfélagslegan grunn sinn og reisn í félagsskap þjóðanna. Og einmitt aldrei eins mikið og á síð- ustu tímum, er fyrirhugað er að upp rísi bandalag Evrópuríkja, og segir það eitt mikla sögu. Listahjónin námu upprunalega í Handíða- og myndlistarskólanum eins og MHI nefndist lengi vel en síðan lá leið þeirra til Kaupmanna- hafnar, þar sem þau hófu nám hjá víðfrægum listaprófessorum og listamönnum. Gestur hjá mynd- höggvaranum Einari Utzon Frank og Rúna hjá málaranum Vilhelm Lundström. Því miður voru þau einungis einn vetur við nám hjá þeim ágætu mönnum, enda má vera ljóst að lærimeistararnir höfðu ekki tiltakanlega mikil áhrif á þau né listferi! þeirra. Akademískt nám tekur yfírleitt 4 ár, en sumir eru mun lengur viðloðandi skólann vegna ágætrar verkstæðaaðstöðu t.d. í mynd- höggi, veggmyndagerð og grafík. Slíkt nám hefur fætt af sér marga Gestur og Runa. umbrotamestu núlistamenn aldar- innar, sem notfært hafa sér mikla þekkingu í listsköpun sinni og oft- ar en ekki miðlað henni til minna menntaðri félaga sinna. Ekki veit ég af hverju þau hættu eftir veturinn, en efa ekki að það hafi sínar gildu ástæður. Hins veg- ar er ljóst að þau hagnýttu sér þá þekkingu sem þau höfðu viðað að sér mjög vel og hafa sífellt verið að bæta við hana í lífi og starfi. Ekki síst á seinni árum, eftir að þau hættu kennslustörfum og af- skiptum að félagsmálum og geta loks einbeitt sér af lífí og sál að listsköpun svo sem hugur þeirra hefur alltaf staðið til. Sá er hér ritar hefur verið kunn- ur listferli þeirra frá fyrstu tíð, því sama haustið og þau setja upp leir- mun'averkstæði á Laugamesi, hófst námsferill minn við Handíða- skólann, eins og MHÍ var rétt og slétt kallaður á þeim árum. Þetta var árið 1947 og framtakið vakti óskipta athygli og þá ekki síst er leirmunirnir fóru að streyma úr þessu frumstæða verkstæði næstu árin. Kímið að hugmyndinni að Laug- amesleir hefur líkast til komið frá Suður-Frakklandi, nánar tiltekið Vallauris, þar sem Picasso var að gera stóra hluti um þessar mund- ir. Hann var mikill áhrifavaldur íslenzkra listamanna á árunum eftir stríð, eins og svo margra framúrstefnulistamanna í heimin- um. Arið 1945 hafði hann fengið mikinn áhuga á ýmsum hliðar- greinum málverksins og hóf hann t.d. að vinna í steinþrykki á hinu fræga verkstæði Fernands Mourlot í nóvember. Upprunalega ætlaði Picasso sér einungis að skreyta leirmuni, en fékk svo hugmyndina að vinna á verkstæði Suzanne og George Ramié er hann heimsótti Vallauris, í ágúst árið 1947 og raunin varð sú að hann umbylti hugmyndum manna um keramik og gerði gamalt og fátækt þorp steinríkt á skömmum tíma. Árið eftir flytur hann aðsetur sitt frá Golfe Juan og sest að í villunni La Galloise í Vallauris. Verkstæðið við Hofteig 21 var ekki sett saman af þekkingu á faginu heldur mikl- um metnaði og sjálfsbjargarhvöt og þannig mun Gestur aldrei hafa séð rennibekk hvað þá brennsluofn á ævi sinni nema í bókum, og við þær studdist hann og góða hag- leiksmenn við smíðina og alls ann- ars, sem nauðsynlegt er að hafa á leirmunaverkstæði. í ljósi þessa jaðraði framtak þeirra við kraftaverk og litlu mun- aði að þeim tækist að ala upp góð- an smekk á leirmunum hjá löndum sínum. Þetta var á tímum innflutn- ingshafta og forsjárhyggju í fjár- málum frá hálfu ráðamanna þjóð- arinnar, sem sjálfum tókst að eyða, eða öllu heldur sóa, uppgripum stríðsáranna á merkilega skömm- um tíma. En þó má segja, að þessi höft hafí um margt verið hliðholl litla leirmunaverkstæðinu. Er slak- að var svo á þessum höftum eftir 1950 hófst innflutningur á hvers konar ódýru glingri, sem verbúða- þjóðinni hugnaðist allri list betur og átti dijúgan þátt í endalokum verkstæðisins. En auðvitað kom fleira til t.d. breytt viðhorf til myndlista í heiminum og tilkoma strangflatalistarinnar og kalda stríðsins í list- og mannlegum sam- skiptum sem pólitík. Þau hættu því árið 1952 enda ekki lengur grundvöllur fyrir starfsemina í jafn litlu þjóðfélagi, en það var umtals- vert afrek að reka verkstæði í fimm ár við þessar aðstæður. Geta má þess, til að setja fólk inn í aðstæðumar, að jafnvel fímm árum seinna var ekki kominn grundvöllur fyrir einn lítinn sýn- ingarsal, er kynnti skapandi mynd- list og listiðnað og hann lognaðist útaf á skömmum tíma. Ég man enn ljóslega eftir sýn- ingu á Laugamesleir í Café Höll við Austurstræti vorið 1950, en hún vakti mikla athygli og hlaut dijúga aðsókn. Skoðuðum við hana oft nemend- ur Handiðaskólans og skeggrædd- um um form munanna og skreyt- ingar og sáum nokkurn skyldleika við Picasso og þá einkum í formun- um. En slíkur skyldleiki var mjög skiljanlegur í ljósi tímanna og að auk hafði leirlistin ekki fest neinar djúpar rætur á íslandi og bak- gmnnurinn einungis þjóðlegir leir- munir Guðmundar Einarsson frá Miðdal. Ég hef verið margorður um Laugamesleirinn, en með honum lögðu þau Gestur og Rúna grunn að lífsverki sínu og búa að honum enn þann dag í dag og þótti mér því sjálfsagt að leggja áherslu á þennan þátt í lífsverki þeirra. Sé litið til baka og yfír sviðið er það mat mitt að þau Gestur og Rúna hafi verið listiðnaðarfólk í háum gæðaflokki, en það háði þeim að hafa ekki numið fagið á úrvals- verkstæði ytra, né rannsakað sögu leirlistar frá upphafi augliti til auglitis. Er Laugarnesleir var endurvak- inn árið 1968 voru viðhorfin önn- ur, svo sem greinilega kemur fram, en áfram urðu þau að stunda tíma- frek störf með listrænni athafna- semi, sem að sjálfsögðu háði þeim. Sýningin í Hafnarborg er mjög margþætt og lifandi, en ég hefði satt að segja viljað sjá meira af Laugarnesleirnum og fleiri eldri verk. Sverrissalur er lagður undir þá hlið sýningarinnar og er þar margt eftirtektarvert og þá eink- um hve Rúnu takast skreytingarn- ar vel í mörgum gripanna og sjálf- stæðum plöttum og hve rík pers- ónuleg útgeislan á sér stað þótt stílbrigðin eigi iðulega hliðstæðu erlendis. Hafði ég mikla ánægju af að skoða þessa deild og hún leiddi hugann að því hve mikil þörf er á listiðnaðarsafni í þessu þjóðfélagi, en slíkt safn mundi geta stuðlað að því að skapa auk- inn metnað um séríslenzk viðhorf og stflbrigði. Efri salurinn er undirlagður nýrri verkum, sem þau hafa gert ótrufluð frá amsti brauðstritsins og.vissulega bera þau þess merki og einkum hafa þessi viðbrigði skipt sköpum fyrir Gest. Auk þess dvöldu þau um tíma á gestavinnu- stofunni í Svíavirki, og er auðséð að Gestur hefur haft mikið gott af að kynnast viðhorfum finnskra myndhöggvara. Á þeim tímum glímdu menn raunar miklu víðar við hin ýmsu efni í steinhöggi og hið gamla handverk var aftur haf- ið til vegs í mörgum greinum myndlista. Menn voru einfaldlega búnir að fá nóg af hugmyndafræði- legum tilraunum í bili, þótt þær ryddu sér aftur rúms og eru í há- marki um þessar mundir. Hið sér- stæða og nútímalega við högg- myndir Gests Þorgrímssonar er einmitt, að hann hefur fundið sjálf- an sig og hugsar mun minna um hræringar umheimsins, telur sig ekki skyldan til að eltast við þær. Dijúgur er munurinn að sjá þessi verk og fyrri verk hans í stein- höggi, því hér blómstrar hann sem virkur og eftirtektarverður mynd- höggvari, og þar að auki er full- komlega óþarft að nota orðið skúlptúr, sem þykir fínna, þótt upprunaleg merkingin sé einfald- lega ekkert annað og meira en höggmynd! Gestur náði aldrei slík- um tökum á hamri og meitli í gamla daga og sýnir það glöggt að myndlistin hefur engan aldur og ekkert kynslóðabil, því mynd- listarmenn taka iðulega að blómstra sem aldrei áður á gamals aldri. Svo ferskar eru þessar högg- myndir margar hveijar, að líkast er sem maður á besta aldri hafi útfært þær. Hvað verk Sigrúnar Guðjóns- dóttur snertir bera þau þess ríku- legan vott að hennar sterkasta hlið er skreytigildið og hér hefur hún það sem við nefnum á fag- máli áberandi ríka „dekoratíva" kennd, sem er hæfíleiki sem enginn skyldi vanmeta og fáum er gefinn í jafn ríkum mæli. Maður skynjar visst framhald frá fyrri verkum og baráttu við að losa sig við vana- vinnubrögð skreytitímabilsins. og verkin eru afar misjöfn. En sú staðreynd að hún hikar ekki við ný átök við liti, form og efnivið er henni til mikils sóma og þegar best lætur tekst henni að skapa mjög eftirtektarverð verk svo sem einna skýrast kemur fram í mynd- unum „Litbrigði jarðar“ (16) og þó einkum „Blámistruð fjöll“ (17). í litlum sal má einnig líta bóka- skreytingar, sem er góð viðbót og undirstrikar að hin einfalda og hreina lína og skýra framsetning var þeim báðum hugleikin. Auk þess hefur verið gerð sjónvarps- kvikmynd, sem Halldór Árni Sveinsson gerði fyrir Hafnarfjarð- arbæ, og skyldu sem flestir sjá hana, því að hún skýrir margt í myndverkum þeirra og lífshlaupi. Gefín hefur verið út smekkleg myndskreytt sýningarskrá, og inniheldur hún, auk stuttra ávarpa forstöðumanns Hafnarborgar, Petrúnar Pétursdóttur, og for- manns stjórnar stofnunarinnar, Báru Guðjónsdóttur, ítarlega og greinargóða ritgerð Eiríks Þor- lákssonar listsögufræðings, auk upplýsinga um list- og lífsferil listamannanna og sýningar þeirra. Rétt er svo að geta þess sérstak- lega, að sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 29. júní, og í sumar verða sýningarsalirnir og kaffistofan op- in til kl. 21 á fimmtudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.