Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Ljósmynd/Jón Kaldal Efri röð: Atli Ólafsson, Hendrik Ottósson, Einar Markan, Ríkarður Jónsson, María Ólafsdóttir, kona Ríkarðs, Kort Kortsen, tvær konur sem ekki er vitað hverjar eru. Teódór Arnason, Björn Sv. Björnsson, Sveinbjöm Arinbjarnar, Olga Hejnæs, Benedikt G. Waage, Rigmor Lindemann, Halldór Laxness. Neðri röð: Anna Friðriksson, Valborg Einarsson, María Markan, Elísabet Einarsdóttir, Ólafur Friðriksson. Listamannasamkvæmi í Austurstræti fyrir 65 árum eftir Pétur Pétursson Þessa dagana fjalla blöð og fjöl- miðlar um listahátíð, sem stendur með blóma. Þar kemur fram fjöldi ungra og efnilegra listamanna auk þeirra sem hafa „sungið fyrir heim- inn“ og hvert mannsbarn kannast við. Víkjum nú um sinn til ársins 1927. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan efnt var til listamannasamkvæmis í Austurstræti 1, í Veltunni, húsi sem nú er horfið af sjónarsviði en stóð við Austurstræti og Veltusund og gegndi þar merku hlutverki í bæjar- lífi Reykvíkinga. Þar var eitt sinn til húsa fyrsta kaupfélag Reykvík- inga, svokallað Veltufélag eða Velt- an. Seinna voru þar ýmsar verslan- ir, skrifstofur þjóðkunnra mál- flutningsmanna, á efri hæð hússins var íbúð Ólafs Friðrikssonar ritstjóra og frú Önnu Friðriksson. Það er ein- mitt þangað sem hugurinn ber okkur í leit að efni. Verður nú staðnæmst við árið 1927 og skyggnst inn hjá gestgjöfum sem efna til samkvæmis fyrir nokkra listamenn og góðvini sína í marsmánuði. Gestir klæðast allir hátíðabúningi og bera sumir lit- klæði. Konur eru í skrautlegum kjól- um, eins og á grímudansleik. Húsráðendur eru hjónin Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins, þjóðkunnur maður fyrir störfisín að stjórnmálum, en einkum frægur fyr- ir þátt sinn í „Drengsmálinu", sem svo var kallað er nærri lá við borga- rastyrjöld í Reykjavík. Eiginkona hans, frú Anna, var danskrar ættar. Hún er kaupkona þegar þessi saga gerist og nýtur viðurkenningar fyrir dugnað og útsjónarsemi í viðskipt- um. Verslun hennar, Hljóðfærahús Reykjavíkur, stendur með miklum blóma um þessar mundir. Sölubúðin er á neðri hæð hússins, þangað streyma Reykvíkingar til þess að fylgjast með því sem gerist í tónlist- arlífi. Þar eru seldar nótur og grammófónplötur. Grammófónplöt- unum'fylgja oft íslenskir textar við erlend dægurlög sem njóta vinsælda og má segja að frú Anna Friðriksson sé brautryðjandi og forgöngumaður um að fá þýdda eða frumsamda texta við dægurlög og aðra létta söngva. Auk þess sem hér er talið gekkst frú Anna fyrir því að greiða götu erlendra listamanna, sem komu hingað til Iands. Stóð hún fyrir fjölda hljómleika og söngskemmtana af ýmsu tagi, má þar telja fræga hljóð- færaleikara, Arnold Földesy, selló- leikara, Ignaz Friedman, píanóleik- ara, Kúban kósakkakórinn, Gellin og Borgström, og fleiri .og fleiri. Þegar hér er komið sögu sjást þess ýmis merki að senn líði að því að hjónin slíti samvistir. Anna hafði þó reynst manni sínum traustur lífs- förunautur, verið stoð hans og stytta og sýnt sannkallaða hetjulund er óvígur her sótti að þeim hjónum og heimili þeirra í nóvembermánuði 1921. Ólafur var þá færður í fang- elsi en Anna sætti harðýðgi og hrott- askap við yfirheyrslur löggæslu- manna og hjálparsveitar þeirra úr hópi borgara. Atli sonur þeirra hjóna hefir einnig sætt aðkasti og glósum, drengir á hans reki hafa oft hrópað á eftir honum: Hann pabbi þinn er bolsi, eða þama er sonur „kellingar- innar í Hljóðfærahúsinu". En Atli kærir sig kollóttan. Hann er einkas- onur og uppáhald. Nýtur aðdáunar og er hugkvæmur og fjölhæfur. Þetta umrædda kvöld í veislunni árið 1927 er Atli nýorðinn 14 ára, hann hefur sett upp svartan, glans- andi pípuhatt og búist sem best hann má. Nokkru seinna, var Atli staddur í Kaupmannahöfn, og söng þá þijú lög inn á grammófónplötu, meðal þeirra er söngur um pípuhattinn, sem hann ber í veislunni, dægurlag- ið Top Hat eftir Irving Berlin. Atli kunni því vel að klæðast sam- kvæmisfötum og taka sig út eins og sagt var í „den tid“, hann er líka í essinu sínu þegar danska dans- hljómsveitin veitir honum allan þann stuðning, sem best hún má í laginu sem Fred Astaire gerði frægt. Alllöngu seinna hefst Atli sjálfur handa um hljóðritun. Hann starf- rækir þá verslun, Atlabúð, og aug- lýsir „Silfurplötu", hljóðritar raddir manna. Meðal þeirra upplestur Hall- dórs Kiljans Laxness og hvetur aðra til þess að fara að dæmi Halldórs. Við hlið Atla Ólafssonar á ljós- myndinni sem tekin er þetta kvöid stendur Hendrik Ottósson. Hendrik varð þjóðkunnur maður og kom víða við sögu. Hann var hveijum manni ljúfari í viðmóti, bar með sér góðvild og glaðlyndi, en var þó ákafamaður og sókndjarfur er hann barðist í fremstu víglínu fyrir hugsjónum sín- um og réttindum þeirra er stóðu höllum fæti. Þrátt fyrir fötlun sína var Hendrik hveijum manni frárri á fæti og var jafnan einn hinn fremsti „Verður nú staðnæmst við árið 1927 og skyggnst inn hjá gest- gjöfum sem efna til samkvæmis fyrir nokkra listamenn og góðvini sína í marsmán- uði. Gestir klæðast allir hátíðabúningi og bera sumir litklæði. Konur eru í skrautlegum kjól- um, eins og á grímu- dansleik.“ í flokki tápmikilla drengja í Vestur- bænum er þeir stukku um fjörur og stikuðu á bryggjum hjá Gamla Geir eða Zimsen og leituðu sér að bátum til þess að róa um höfnina, eða út í franskar og færeyskar skútur. Margir lesendur munu kannast við prakkarasögur úr Vesturbænum, „Gvendur Jóns og ég“. Hann gaf þær út á prenti og las þær einnig í útvarp. Leiðir Hendriks og Ólafs lágu snemma saman. Árið 1916 vill Hendrik, sem þá var nemandi í Menntaskólanum, fá Ólaf Friðriks- son til þess að kynna sósíalismann á Framtíðarfundi. Verður úr því mikið hark og deilir Hendrik einkum á Kristján Albertsson fyrir það sem hann kallað óþolandi og ósæmandi framkomu við Ólaf Friðriksson, en Kristján Albertsson sagðist aldrei hafa vitað jafn ósvífinn mann í ræðu og riti sem Ólaf. Boð til Ólafs Frið- rikssonar um að halda ræðu á Fram- tíðarfundi í Menntaskólanum, var afturkallað þrátt fyrir ákafa baráttu Hendriks fyrir því að Ólafur héldi erindi sitt. Þeir Hendrik og Ólafur áttu eftir að tengjast traustum bönd- um, heyja marga orrahríð í sömu fylkingu, um það má fræðast í bók Hendriks „Hvíta stríðið". Þó kom þar sögu að þá greindi svo á um menn og málefni að þeir fjarlægðust hvor annan og pólitískar leiðir skildu. Hendrik var tungumálagarpur mikill, talaði fjölda tungumála reip- rennandi, stundaði kennslustörf og skjalaþýðingar og traustur hjálpar- maður Önnu Friðriksson í Hljóð- færahúsinu, hvort sem var við bréfa- skriftir eða ráðningu erlendra lista- manna og fyrirgreiðslu við þá. Má til dæmis nefna að þegar sænsku harmóníkuleikararnir Gellin og Borgström komu hingað til lands, var ekki gert ráð fyrir því að þeir héldu hljómleika á Skipaskaga, en fram komu svo eindregnar áskoranir frá Skagamönnum að Hendrik og Jafet bróðir hans fengu trillubát og fluttu harmóníkuleikarana upp á Akranes, þar sem þeir héldu hljóm- leika við ákafan fögnuð. Svo fijáls- lyndur var Hendrik í trúmálum að hann fagnaði tveimur mormónum sem óskuðu þess að fá að fylgja þeim félögum upp á Skaga. Telja má fullvíst að annars konar hljómlist hafi þó verið Hendrik hug- stæðari. Hann varð einna fyrstur íslendinga til þess að taka upp sam- band við kommúnistastjórn Ráð- stjórnarríkjanna og sat þar alþjóða- þing árið 1920. Frá því hefur Jón Helgason prófessor skýrt á gaman- saman hátt og kveðið um það Ijóð. Jón segir svo frá: „Hendrik Siemsen Ottósson var nýkominn frá Rúss- landi og var sagður hafa rússneskt gull meðferðis. Eg drakk með honum kaffi á landamóti. Fróðir menn hafa sagt mér að Leníns muni þarna fyrst getið í kvæði á íslensku. Minni Leníns Um Lenín, sem ríkir í rauðustum heim og refsar með blóðugu straffi, ég yrki mitt kvæði af ástæðum þeim að öðlingur sá gaf mér kaffi, og með því var framreitt hið fínasta brauð eins og framast var kostur að torga, það var lagsmaður Siemsen sem lostætið bauð, en Lenín mun þurft hafa að borga. í austrinu hervæðist harðsnúið lið og hanamir blóðrauðir gala, því líta menn víða í iöndunum við, um Lenín er verið að tala. Mig furðar ekki á þó að frægð þessa manns sé flogin um gjörvallar álfur: Fyrst svona er aumasti húskarlinn hans, hvílíkur mun hann þá sjálfur." Af skyldurækni og húsbóndaholl- ustu við Önnu Friðriksson tók Hend- rik á móti Kúban kósakkakórnum, en það var fiokkur rússneskra útlaga, sem ferðaðist um heiminn og skemmti með söng og dansi. Margur Reykvíkingur man enn í dag söng- skemmtanir þeirra félaga í Gamla bíói. Einar Markan söngvari var fjöl- hæfur maður og lagði stund á ýmsar listgreinar. Hann var fæddur í Ólafs- vík í júnímánuði 1905, og er því tæpra 22 ára þegar ljósmyndin er tekin, en kunnugir telja fullvíst að þetta sé Einar, en andlitið sést eigi svo glöggt sökum þess að við hlið þessa gests stendur Ríkarður Jóns- son, klæddur fornmannabúningi. Hann mundar atgeir sinn og hefur skjöld til varnar, þannig að skuggi fellur á. Einar var sonur Einars Markússonar verslunarstjóra og út- gerðarmanns og konu hans, Kristínar Árnadóttur. Börn hjónanna voru sjö og tóku þrjú yngstu systkinin sam- tímis upp ættarnafnið Markan. Ein- ar, Sigurður bróðir hans og María, sem var yngst systkinanna. Markan systkinin gátu sér snemma frægðar- orð fyrir fagran söng og þróttmik- inn. Einar Markan er um tvítugt þegar hann heldur hljómleika með aðstoð Páls ísólfssonar. Saman fara þau Einar og María í tónleikaferð um landið. Einar syngur en' María er undirleikari. Aðeins nokkrum vik- um eftir að þessi mynd er tekin, heldur Einar Markan söngskemmtun í Nýja bíói og syngur þá meðal ann- ars tvö lög eftir Maríu systur ^sína, „Við sjó“ og „Svanahljóma". í lok september syngja svo bræðurnir Ein- ar og Sigurður í Gamla bíói ein- söngva og dúetta, en síðan sigla þau Einar og María, og stundar Einar söngnám í Osló. Einar söng inn á allmargar hljómplötur. Auk söngsins samdi Einar mörg sönglög, málaði og gaf út ljóð og ritgerðir. Eiginkona Einars og ævifélagi, Vilhelmína Markan, stjórnarráðsritari, gaf út hljómplötu með söng Einars. Ríkarður Jónsson útskurðarmeist- ari og Ólafur Friðriksson bundust vináttuböndum er þeir dvöldust í Kaupmannahöfn samtímis, þar sem Ríkarður stundaði nám og Ólafur starfaði að stjórnmálum og ritaði í blöð. Þeirra er beggja getið í bók Gunnars Gunnarssonar, Fjallkirkj- unni. Þar er Ríkarður nefndur Bjólf- ur Bjöggvir og er sí syngjandi við tréskurð sinn og myndsmíð. Ríkarður hneigist að stefnu jafnaðarmanna. Á vegum Hljóðfærahússins syngur Ríkarður inn á allmargar hljómplöt- ur, rímur og þjóðlög. Ríkarður gróf signet Ugga Greipssonar (Gunnars Gunnarssonar). Hann skar rauðvið- arkassa,- sem Verkakvennafélagið Framsókn gaf Stauning, gekk á Esju með Borgbjerg hinum danska, Ólafí Friðrikssyni og Önnu Friðriksson. Ríkarður Jónsson tók eindregna afstöðu með Verkakvennafélaginu Framsókn er það átti í harðvítugri kjaradeilu árið 1926. Ríkarður sagði í blaðagrein: „Samúðarverkfall verk- amannafélagsins tel ég i þessu til- felli fullkomlega réttmætt. Sá karl- maður er sannkölluð heimótt og rola, er sér konu bera skarðan hlut frá annars borði og gerir ekki tilraun til að rétta henni hjálparhönd. Slík til- raun er sjálfsagður riddaraskapur og engu síður þó að við hugsanlegt ofurefli sé að etja.“ „Þetta er Kort Kortsen" sagði Atli Ólafsson er hann var spurður hvort hann vissi deili á hávaxna kufl- klædda manninum sem stendur við hlið Ríkarðs Jónssonar. „Hann var sendikennari við Háskólann og full- trúi í danska sendiráðinu. Hann kom stundum til okkar.“ Þegar leitað var frekari upplýsinga um Kort Kortsen kom í ljós að aldraðir Reykvíkingar mundu sumir hveijir eftir kennslu- stundum hans og höfðu meira að segja sótt tíma hjá honum. Björn Bjarnason, magister frá Steinnesi, sagðist vel muna eftir framburði Kortsen er hann reyndi að vekja áhuga ungra íslenskra námsmanna fyrir tungu Saxo og Grundtvigs með því að æfa á bannárunum setningar á borð við eftirfarandi: „Fire, friske flasker Vin fra Frankfurt." Þótt sendikennarinn Kort Kortsen deildi vínlausum kjörum annarra háskóla- kennara er gengu þurrbijósta um kennslustofur skólans í Alþingishús- inu á þessum árum kom þó fyrir að skenkt væri á skálar í húsakynnum danska sendiráðsins við Hverfisgötu, þar sem húsbóndi og gestgjafi vissi öðrum fremur hvernig ætti að „lífga sálaryl í bijóstum, sem að geta fund- ið til“ eins og skáldið sagði — það skáld sagði hafði vakið áhuga danska sendiherrans, Fontenay og leitt hann á braut litadýrðar íslenskrar náttúru, Jónas Hallgrímsson. Auk þess að kynna Reykvíkingum andans jöfra, heimspekinga á borð við Sören Kirkegárd og átrúnaðargoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.