Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Foringi í frelsisbaráttu Nokkrar svipmyndir af Jóni Sigurðssyni Jón Sitmrðsson. eftir Hallgrím Sveinsson Samhengi sögunnar Vestfirðingurinn Jón Sigurðs- son var nokkurs konar skipstjóri í sjálfstæðisbaráttu íslendinga við Dani. Hvernig hann hagaði seglum í þeirri baráttu er lærdómsríkt. Hann og samheijar hans börðust hvorki með byssu né sverði. Þeir börðust með orðsins brandi og höfðu uppi söguleg rök. Það var svo gæfa íslendinga að Danir skyldu yfirleitt ljá máls á slíkum rökum svo snemma sem raun bar vitni. íslenska þjóðin nýtur í dag ávaxtanna af starfi Jóns Sigurðs- sonar fyrir endurheimt stjómfrels- is úr erlendum höndum. Alltof stór hluti þjóðarinnar virðist þó ekki átta sig almennilega á þessu sam- hengi og enn aðrir virðast aldrei hafa heyrt talað um þetta efni eða að minnsta kosti búnir að gleyma því rækilega. Hætta er á að þjóð sem gleymir sögu sinni týni sjálfri sér í eigin landi. Auðvitað mega íslendingar aldrei gleyma því að Jón Sigurðsson er tákn um sér- stakan og afdrifaríkan kafla í sögu þjóðarinnar, líkt og til dæmis Vil- hjálmur Tell í sögu Svisslendinga. Ef til vill er frásögnin af Vilhjálmi goðsögn og má svo vera um fleiri frelsishetjur þjóðanna. En Jón Sigurðsson er engin goðsögn. Nánast allt sem við kemur lífi hans og starfi liggur fyrir eins og stafur á bók. Þar fer nánast ekk- ert á milli mála. Á þjóðhátíðardegi okkar, sem jafnframt er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, er að sjálfsögðu ástæða til að rifja upp nokkrar svipmyndir úr lífi og starfi braut- ryðjandans. En það þarf að gera oftar. Ekki hans vegna, sem er löngu fallinn frá, heldur sjálfra okkar vegna sem nú lifum og þeirra sem eiga að erfa landið. Ekki veitir af fyrir fámenna og sundurþykka þjóð að halda á lofti sameiningartákni sínu. Undirbúningur Jón Sigurðsson var orðinn vel þekktur og vel metinn fræðimaður þegar hann fór fyrst að taka þátt í opinberum stjómmálum. Hann var þrítugur þegar fyrsta höfuðrit- gerð hans, Um Alþingi á íslandi, kom út í málgagni hans og sam- heija hans, Nýjum félagsritum. Jón fór sér hægt og rólega. Hann vildi læra og vera viðbúinn, ef kallið kæmi. Enda stóð ekki á því. Hann var þá vel búinn undir þátttöku sína í þjóðmálum. Ber þar einkum að nefna hvað hann hafði víðtæka og staðgóða þekk- ingu á íslenskri sögu. En þótt sag- an yrði mjög til að efla sannfær- ingu Jóns um þjóðlegan og hag- nýtan rétt íslendinga var það hon- um ekki_ nóg. Hann vissi að rétt mat á íslendingum fengist ekki nema með nokkrum samanburði við aðra. En lærdómur og þekking er ekki nema einn þáttur í eiginleik- um góðs stjómmálamanns. Jón Sigurðsson kunni vel að vera með alls konar mönnum. En þó hann væri höfðingi í skapi og skoðunum snobbaði hann aldrei niður á við eins og menn segja í dag. Gegnsær áróður og stundarhylli lýðsins voru honum ekki að skapi. Eigi víkja voru einkunnarorð hans. Jón Sigurðsson var ekki hafinn yfir daginn og veginn. Hann sagði jöfnum höndum álit sitt á ráðherr- um og ríkisreikningum, hangikjöti og fjallagrösum, fjárkláða og með- ferð á mör og umgengni í fjósum. Hann kunni vel með fé að fara, vandist snemma á vinnu og að sjá fyrir sér sjálfur. Verslunarfrelsi Verslunarmálin vom fyrstu þjóðmálin sem Jón Sigurðsson skipti sér af opinberlega. Öllum hugsandi mönnum hafði verið ljóst að einokunarverslunin hafði haft afgerandi áhrif til ills fyrir þjóðina og staðið henni fyrir þrifum. Það var háttur Jóns Sigurðsson- ar í þeim málum sem hann barðist fyrir, að afla sér fyrst allra til- tækra heimilda áður en hann hóf baráttu fyrir framgangi þeirra. Margar ritgerðir hans fjalla meira og minna um verslunarmál. Hann benti á að verslunarfrelsi væri undirstaða þjóðfrelsis. Jón var verslunarþjónn um tíma hjá tengdaföður sínum og ýmsir is- lenskir kaupsýslu- og útgerðar- menn vour meðal bestu stuðnings- manna hans. Hann hvatti mjög til félagsverslunar og að verslunar- stéttin væri innlend. Hugvekja til íslendinga Árið 1848 var ár byltinganna í Evrópu. Danakonungur afsalaði sér einveldi þetta ár og Jón Sigurðsson birti hina afdrifaríku ritgerð sína, Hugvekja til íslend- inga. Þar birtir Jón stefnuskrá íslendinga í sjálfstæðisbaráttu komandi ára. „dagur er upp kominn, dynja hana fjaðrar, mál er vílmögum að vinna erfiði. Með þessum fomu ljóðlinum ávarpar Jón Sigurðsson landa sína í upphafi frelsisbaráttunar. Nú eiga menn að rísa upp og hefjast handa. Rök Jóns eru þau að réttindi íslands byggist á Gamla sáttmála frá 1262-1264 sem ís- lendingar gerðu við Hákon _gamla Noregskonung. Þar gengu Islend- ingar 'í samband við Noreg „sem fijálst land“ með ákveðnum skyld- um og réttindum. „ÖIl stjóm þeirra og lög skyldi vera innlend." Þegar einveldi konungs komst á 1662 játuðu íslendingar því oki með trega, en þegar Danakonungr afsalaði sér einveldi á hinu afdrifa- ríka ári, 1848, þá áttu hin fornu réttindi íslendinga samkvæmt Gamla sáttmála að taka gildi á nýjan leik. Það væri full sannað að ekki væri hægt að stjóma ís- landi frá Kaupmannahöfn. Alþingi átti að fá fullt löggjafar- vald. Fjárhagur íslands og Danmerk- ur átti að vera aðskilinn og jafn- rétti að ríkja milli þjóðanna. Þetta var stefnuskráin sem flestir íslendingar fylgdu í baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði, undir ömggri forystu Jóns Sigurðssonar. Þjóðfundurinn 1851 Friðrik 7. boðaði til Þjóðfundar á sal Lærða skólans í Reykjavík 4. júlí 1851. Aðalhlutverk Þjóð- fundarins var að setja íslendingum nýja stjórnarskrá eða stjómskip- un. Þá var komið bakslag í bylting- arhreyfingar Evrópu frá 1848 og Danir óttuðust að Islendingar væru í uppreisnarhug eins og aðr- ir og vildu kenna þeim betri siði. Danska stjórnin lagði frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðréttindi íslendinga voru höfð að engu. ís- lensku þjóðfundarfulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frum- varp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í hugvekjunni frá 1848. Trampe greifi var fulltrúi kon- ungs á fundi þessum og hafði sér til aðstoðar 25 manna hermanna- flokk frá dönsku herskipi sem lá „Staðfesta Jóns Sig- urðssonar og einurð, samfara samningalip- urð, juku veg hans og vinsældir. Hann var mjög einarður í máli við konungsfulltrúa á þingi, en þinglegur og kurteis. Hann gagn- rýndi dönsku sljórnina hispurslaust, en að jafn- aði fór vel á með honum og dönskum ráðamönn- um. Þeir báru virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni og kom það margsinnis fram.“ fyrir akkerum á ytri höfninni í Reykjavík. Létu hermenn þessir all dólgslega og voru tilbúnir til átaka ef á þurfti að halda. Trampe greifí fékk hveijum þeirra 25 kúlu- skot og lét þá vera viðbúna í húsi nálægt þingsalnum og einnig lét hann kalla töluvert af sjóliðum í land frá herskipinu. Trampe greifa leist ekki á frumvarp Jóns Sigurðssonar og samheija hans og sleit því Þjóðfundinum í nafni konungs. Reis þá Jón Sigurðsson upp -og mótmælti slíku gerræði. Þegar greifínn og forseti fundar- ins, Páll Melsteð, gengu burt frá sætum sínum, sagði Trampe: „Ég vona, að þingmenn hafí heyrt að ég hef slitið fundinum í nafni konungs". Jón Sigurðsson mælti þá af miklum þunga: „Og ég mót- mæli í nafni konungs og þjóðarinn- ar þessari aðferð, og ég áskil þing- inu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri sem hér er höfð í frammi". Á samri stundu risu þjóðfundarmenn úr sætum sínum og sögðu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir.“ Þessi orð fóru eins og þytur um landið og öll framkoma Jons Sig- urðssonar á Þjóðfundinum stað- festi styrk hans og ótvíræða for- ystuhæfileika á örlagastundu. Á hveiju lifði Jón Sigurðsson? Jón Sigurðsson var mestan hluta ævi sinnar kröfuharður and- ófsmaður. En hann gerði ekki kröfur krafnanna vegna. Hann var gætinn og skynsamur, raunhæfur málafylgjumaður. Hann talaði með lítilsvirðingu um þá sem ætla að gleypa ailt í einu. Hann sagði um landa sína: „Annaðhvort vilja þeir allt eða ekkert, allt geta þeir ekki fengið, og því hafa þeir ekk- ert.“ En hann kunni að meta seigl- una í eðli þeirra, siðferðisþrek og hæfíleikann til að lifa menningar- lífí í harðgeru landi. Staðfesta Jóns Sigurðssonar og einurð, samfara samningalipurð, juku veg hans og vinsældir. Hann var mjög einarður í máli við kon- ungsfulltrúa á þingi, en þinglegur og kurteis. Hann gagnrýndi dönsku stjórnina hispurslaust, en að jafnaði fór vel á með honum og dönskum ráðamönnum. Þeir báru virðingu fyrir Jóni Sigurðs- syni og kom það margsinnis fram. Störf Jóns Sigurðssonar að stjórnmálum voru aukastörf. Hann lauk ekki embættisprófí og gegndi aldrei fastlaunuðu starfí sem slík- ur, nema skamma hríð í einu. Hann lifði að miklu leyti á fræði- störfum sínum og útgáfum ýmissa ritverka. Hann var vísindamaður á sviði íslenskra fræða og voru störf hans á þeim vettvangi fullkomið ævi- starf, þótt ekkert annað hafí kom- ið til. Vísindastörf sín vann Jón Sigurðsson einkum fyrir þijá aðila. Voru það Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnasafn, Konunglega nor- ræna fornfræðafélagið og Hið ís- lenska bókmenntafélag, en hann var forseti Kaupmannahafnar- deildar þess félags og af því hlaut hann viðurnefnið forseti. Og eitt sinn þegar safna átti um allt land í heiðursgjöf til Jóns, varð mönnum ekkert ágengt, en í prófastsdæmi nokkru á landinu söfnuðust 602 ríkisdalir og 42 skildingar til kristniboðs í Kína. Óopinber sendiherra í Kaupmannahöfn Miklar heimildir eru varðveittar um fyrirgreiðslu og erindrekstur Jóns Sigurðssonar fyrir landa hans í Kaupmannahöfn. Segja má með sanni að hann hafi verið óopinber sendiherra íslands í höfuðstað Danaveldis og haldið þar uppi við- skiptaskrifstofu íslendinga á eig- inn kostnað. Var þetta snar þáttur í pólitískri velgengni hans og verð- ur að teljast fyrsti íslenski stjórn- málamaðurinn sem stundaði fyrir- greiðslu á jákvæðan hátt. Það var nánast allt milli himins og jarðar sem íslendingar heima á Fróni báðu Jón um að útvega sér. Má þar nefna kvenstáss og messuklæði, grasfræ og pappír, öngla, snæri og salt, bækur og blöð, tijávið og smalahunda, afrit af kaupmálum og landamerkja- skjölum og svona má endalaust telja. Þá þurfti hann einnig að selja fyrir þá lýsi og smjör, ijúpur og harðfísk, kjöt og pijónles og ýmislegt annað. Ef sjúklingar þurftu til Dan- merkur var Jón Sigurðsson hinn sjálfsagði milligöngumaður og hann var hollvinur og hjálparhella íslenskra námsmanna. Hann út- vegaði mönnum skólavist og var fjárhaldsmaður þeirra og lánaði þeim oft fé þegar í harðbakkann sló. Hann var póstmeistari íslend- inga í Kaupmannahöfn og sá erindrekstur var almennt ekki til sem hann var ekki beðinn um að gegna. En öll var þessi þjónusta Jóns Sigurðssonar við landa hans án launa. Maðurinn Jón Sigurðsson „Hann var gildur meðalmaður á hæð og limaður vel, hann var fríð- ur sýnum, karlmannlegur á velli og prýðismaður í framgöngu allri. Hár hans og skegg var framan af dökkjarpt, en um fertugsaldur- inn gránaði það og varð hvítt, eigi að síður var hann þó unglegur að sjá, og einkennilegt bros lék venju- lega á vörum hans. Hann var móeygur og augun ákaflega snör og fjörleg. Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokkurskonar mók færðist yfir hann, en í viðræðum var hann hinn skemmtilegasti maður og jafnaðarlega skrafhreyfinn, í sam- kvæmum var hann allra manna glaðastur og talaði þá einatt af mestu fjöri. Við tækifæri drakk hann vín, eigi síður en aðrir, en aldrei varð hann ölvaður, svo að á því bæri. Eigi þoldi hann vel, að menn deildu við hann. Þótti hann stund- um ráðríkur í meira lagi og tók þvert fyrir það sem honum var móti skapi. Var það þá eigi fyrir ístöðulitla menn að mæla á móti honum. Þó var fremur sem honum sárnaði við mótmæli en hann reiddist þeim. Gáfur hans voru sérlega góðar, skilningurinn skarpur og minnið afbragðsgott. Honum var létt um að koma fyrir sig orði, hvort sem var í ræðu eða riti. Hann skrifaði mjög vel og var fljótur mjög að skrifa. Vingjarnlegur var hann við alla og þætti honum einhver gera á hluta sinn, þá lét hann sig það oftast litlu skipta, en ef sá hinn sami vildi aftur vingast við hann, þá veitti það stundum erfitt. Hins vegar var hann hinn greiðviknasti maður og búinn til að gjöra hvers manns bón, ef honum var unnt. Þetta vissu menn og notuðu það einnig óspart. Hann var maður mjög vel máli farinn, rómurinn var hvellur og mjög áhrifamikill ef hann talaði af kappi, Svipur hans og viðmót allt var höfðinglegt.“ Þannig er Jóni Sigurðssyni Iýst. af samtíðarmanni, Eiríki Briem prestaskólakennnara í tímaritinu Andvara árið 1880. Höfundur er bóndi á Hrafnscyrí. Helstu heimildir: J6n Sigurðsson i ræðu og riti eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Jón Sigurðsson forseti eftir Einar Laxness. Á slóðum Jóns Sigurðssonar eftir Lúðvík Kristjánsson. Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Ólason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.