Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 19 Brýn nauðsyn að endur- skoða búvörusamninginn eftir Árna Johnsen Það er lífsspursmál fyrir eðli- lega byggð í landinu og sérstak- lega með tilliti til búsetu í sveitum landsins að endurskoða núverandi búvörusamning einfaldlega vegna þess að hann gengur ekki upp, er slík gildra og þröskuldur fyrir þúsundir landsmanna í sveitum landsins að öll rök hníga að því að taka málið upp aftur. Erfiðast- ur er búvörusamningurinn fyrir sauðfjárbændur, enda kreppir þar harðast að í landbúnaði þar sem um 2000 bændur eða um 80% af sauðfjárbændum eru með undir 300 ærgildi og meðalbú sem er lítið yfir hundrað ærgildi þegar vísitölubúið er hins vegar miðað við 440 ærgildi. Núverandi búvörusamningur er því miður óbrúklegur og gefur ekkert eftir, hefur ekki þann sveigjanleika sem þarf við erfiðar aðstæður og samdrátt sem nú er á mörgum sviðum bæði vegna uppsafnaðs vanda og ófyrirséðra þátta. Það sýnir sig til að mynda að með núgildandi búvörusamn- ingi kemur öll framleiðsla inn aft- ur þar sem menn höfðu ekki nýtt fullan rétt sinn og ástæðan er sú að menn eru að veija jarðirnar. Ef núverandi kerfi verður haldið áfram þýðir það þjóðflutninga eða fátækt og hokur. Það þarf því að stokka upp spilin og gefa bændum lengri og aðgengilegri aðlögunar- tíma, því fjárfestingin og mannlíf- ið í sveitum landsins á fullan rétt eins og aðrar byggðir landsins. Menn viðurkenna almennt að breytingar eru nauðsynlegar í landbúnaði og ákveðinn hluti sam- dráttarins hefur í raun verið að frumkvæði bændasamtakanna vegna staðreynda þar að lútandi, en allár breytingar verða að gefa einhveija möguleika og varla er nokkur að tala um það í alvöru að leggja niður byggð í sveitum landsins. Bændur fá nú greitt 50% beint af framleiðsluverðmæti mið- að við 8.000 tonna framleiðslu af lambakjöti og framleiðslumagn. Skylduniðurskurður þvingar hins vegar augljóslega til framhjákjöt- sölu. Ýmsar leiðir koma til greina og til dæmis þarf að skoða vel þá hugmynd að breyta kerfmu þannig að bændur fái 70% af ~ beinu greiðslunum hvort sem þeir fram- leiða eða ekki, en skilyrðið sé að búið sé á jörðinni. Eftir sem áður hefðu afurðastöðvarnar 30% eftir StS GœS,a ■ m eldfius- X HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 því magni sem innanlandsmarkað- ur þolir. Þetta er aðeins ein hug- mynd af mörgum, öllu máli skiptir að opna á ný möguleika til þess að feta leiðina til framtíðar á nót- um nýs og sveigjanlegri búvöru- samnings. Það er stórkostlegt vandamál í lambakjötsframleiðslu hve sala á lambakjöti hefur dregist saman og til þess að lækka verðið þarf að gefa færi á hagræðingu, hag- ræðingu sem er útilokuð með nú- verandi kvótakerfi. Það er ekki mikið frelsi innan núgildandi kerf- „Það þarf því að stokka upp spilin og gefa bændum lengri og að- gengilegri aðlögunar- tíma, því fjárfestingin og mannlífið í sveitum landsins á fullan rétt eins og aðrar byggðir landsins.“ Ami Johnsen is fyrir einstaklinga til þess að gera vel, en til þess að auka söl- una er ljóst að lækka þarf verðið. Sölumál landbúnaðarafurða eru í mörgum þáttum í mestri ólestri. Það ætti að vera úrelt vinnulag afurðastöðvanna að græða á geymslu afurða og í reynd ættu afurðasölurnar að geta keppt um kaup á sláturfénaði um allt land. Það yrði bæði bændum og neyt- endum til hagsbóta. Menn verða að horfast í augu við staðreyndir, taka á vandamálunum og leggja allt kapp á að finna lausn sem leiðir til góðs fyrir sem flesta. Dyrnar að framtíðinni eru því að- eins spennandi valkostur ef menn hugsa um það eitt að ná árangri. Höfundur er 3. þingmaður Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. '\f. If ll Y K J' P V Auglýst er eftir lögum til þátttöku í „LANDSLAGINU Á AKUREYRI" ■í sem haldið verður í Sjallanum 23. október n.k. Lögin skal senda í umslagi merktu .LANDSLAGIÐ AAKUREYRI I992‘ til íslenska útvarpsfélagsins rf V/jj- w Lynghálsi 5, 110 Reykjavík. Skilafrestur er til hádegis I0. ágúst n.k. Lögin skal senda inn á*hljóðsnældu ásamt texta, merkt með dulnefni en nöfn höfunda skulu fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Reglur um „ LANDSLAGIÐ Á AKUREYRI I992‘ liggja frammi í afgreiðslu íslenska útvarpsfélagsins Lynghálsi 5, til frekari glöggvunar. Nánari upplýsingar fást hjá dagskrádeild íslenska útvarpsfélagsins í síma 672255. EIN MILLJÓN KR. \ % KK •: v' v i S\ I VERÐLAUN FYRIR LANDSLAGIÐ I992 """" •M'l í VjWv/gj:. SAMVER Starfsmenn Islenska útvarpsfélagsis, Samvers á Akureyri og fjölskyldur þeirra hafa ekki þátttökurétt. A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.