Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 23 Hátíðarstund verður í Kirkju- hvoli kl. 14.00. Skrúðganga verður farin frá Hofsstaðarskóla kl. 14.20 og munu skátar fara fyrir göngunni ásamt Hornaflokki Kópavogs. Há- tíðardagskrá fer fram við Flata- skóla og hefst hún kl. 14.30 með fánahyllingu. Þá setur Erling Ás- geirsson, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, hátíðina og fjallkonan ávarpar hátíðargesti. Skólakór Garðabæjar leiðir fjöldasöng og hljómsveitin Hróðmundur hippi leikur. Á hátíðarsvæðinu verður boðið upp á minigolf, flugdreka, lín- uskautasýningu, hestasýningu, fall- hlífastökk, o. fl. Klukkan 17.00 vérður dagskráin flutt inn í íþrótta- miðstöðina Ásgarð þar sem drengir og stúlkur keppa í knattspyrnu, Dixielandband Tónlistarskóla Garðabæjar spilar, sýndir verða fimleikar og jazzdans, trúðar koma í heimsókn og margt fleira. Um kvöldið verður karaokee-keppni í Garðalundi ásamt því að hljómsveit- in Hróðmundur hippi leikur fyrir dansi. Hefst kvöldskemmtunin kl. 20.30. Mosfellsbær: Mikið um að vera á þjóðhá- tíðardaginn Í MOSFELLSBÆ verður mikið um að vera á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Haldnir verða tónleikar, keppt í íþróttum og stytta afhjúp- uð. Dagskráin hefst með innanfé- lagsmóti yngri félaga hjá sunddeild UMFA í Varmárlaug kl. 9.30. Að því loknu verður boðið upp á kodda- slag, boðsund milli frægra sund- laugargesta og sitthvað fleira. Klukkan 11.30 hefst 17. júní hlaup UMFA. Þetta árlega víðavangs- hlaup UMFA verður haldið á Varm- árvelli. í Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum verður afhjúpuð stytt- an „Stúlka með ljós“ eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal kl. 13.30, en styttan er gjöf til bæjarins frá fjöl- skyldu hans. Eftir athöfnina við Dvalarheimilið kl. 14.00 verður gengið Bjarkarholtið niður Háholtið að íþróttahúsinu þar sem barna- og fjölskylduskemmtun fer fram. Klukkan 14.30 hefst fjölskyldu- skemmtun við íþróttahúsið. Þar koma meðal annars fram vísnavin- irnir Aðalsteinn Ásberg og Pálína, hljómsveitin Kolrassa krókríðandi, Leikfélag Mosfellssveitar og hljóm- sveitin Gildran. Einnig munu ungir söngvarar úr Mosfellsbæ keppa í söngvarakeppni. Því næst mun íþróttadeild UMFA bjóða upp á leiki og þrautir á íþróttavellinum. Leikfé- lagið býður bömum upp á andlits- málningu og hestamannafélagið Hörður býður þeim á bak. Milli kl. 15.30-17.00 býður björgunarsveit- in Kyndill bæjarbúum í heimsókn, og árlegt kökuhlaðborð íþrótta- deildar UMFA verður í Hlégarði og hefst kaffisalan kl. 15.30. Hljómsveitin Gildran leikur á unglingadansleik milli kl. 21.30- 00.30 og kemur Bubbi Mortens kl. 22.30. Opið hús verður í Hlégarði fyrir fullorðna milli kl. 21.30-0.30, aldurstakmark er 20 ár. W Jarlinn ~ V £ ITINGASJOfA- t f. jtóttf wmMmm NautagriUsteikur....................kr. 690,- m/bak. kart., hrásalati og kryddsmjöri. Lambagrillsteikur..................kr. 690,- m/sama. Barnaboxið vinsæia ................kr: 480,- m/hamb., frönskum og kók. Éslenskur fáni fylgir hverju barnaboxi i dag. ATH.: Steikartilboðið gildir út júnimánuð. uy/ jarlinn V e I T I N 6 A S T o F A ■ Sprengisandi, sími 688088 HLBOÐ VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.