Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992 27 Reuter Forsetafrúr í framreiðslunni Þær Barbara Bush og Naina Jeltsín sitja ekki auðum höndum meðan eiginmenn þeirra, þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Borís Jelts- ín, forseti Rússlands, ræðast við í Hvíta húsinu. í gær gripu þær meðal annars í að smyija samlokur á Martha’s Table í Washington en þar geta þeir, sem hvergi eiga höfði sínu að halia, fengið ókeyp- is máltíð. England: Bókín um Díönu komin á markað Fyrsta upplagið seldist strax BRESKA konungsfjölskyldan sótti hinar árlegu Ascot veð- reiðar í gær eins og ekkert hefði í skorist, á sama degi og bók blaðamannsins Andrews Mort- ons, „Díana. Sönn ævisaga," var gefin út. Fyrsta upplag bókar- innar seldist á nokkrum klukku- stundum. ERLENT Efni bókarinnar hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi undan- farna viku og var því fylgst grannt með konungsfjölskyldunni við veð- reiðarnar. Spár, um að Karl prins og Díana prinsessa myndu ekki sækja veðreiðarnar í þetta sinn, rættust ekki. Þau komu bæði til veðreiðanna, voru óaðfinnanlega klædd, og viku hvergi frá hefðum. Hinn mikli mannfjöldi, sem var viðstaddur veðreiðarnar, virtist ekki síður fylgjast með konungs- fjölskyldunni en stökki hestanna og fagnaði Díönu ákaft þegar hún birtist. Bók Mortons var nánast rifin út úr enskum bókaverslunum í gær enda er hún helsta heimild þeirra fjölmiðla, sem mest hafa fjallað Rithöfundurinn Andrew Morton blaðar í gegnum bók sína, „Díana. Sönn ævisaga," sem kom út í gær. um hjónaband ríkisarfanna að undanförnu. Sannleiksgildi bókar- innar hefur verið dregið í efa og meðal þeirra, sem hafa sakað Morton um slæm vinnubrögð, eru vinir Díönu sem hann vitnar til í bókinni. Hæstiréttur Bandaríkjanna eykur svigrúm yfirvalda: Heimilt að ræna glæpa- mönnum á erlendri grund Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgrmblaðsins. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á mánudag að bandarísk yfirvöld ættu rétt á því að ræna meintum glæpamönnum á er- lendri grundu til að sækja þá til saka og þyrftu hvorki að virða mótmæli viðkomandi ríkis né sáttmála um framsal glæpamanna. Dómur þessi gekk í máli, sem snerist um það hvort bandarísk dómsvöld mættu rétta í máli mexíkósks læknis, Humbertos Alvarezar Machains, sem sakað- ur er um að hafa átt þátt í að pynta og myrða útsendara bandarísku fíkniefnalögreglunn- ar í Guadalajara árið 1985. Tveir alríkisdómstólar í Kaliforníu höfðu úrskurðað að þeir hefðu ekki lögsögu til að fjalla um mál Álvarezar vegna þess að honum hefði verið rænt í Mexíkó að undirlagi Bandaríkjamanna og hann fluttur með valdi til Banda- ríkjanna. Niðurstaða þeirra var sú að brottnám Álvarezar bryti í bága við framsalssáttmála, sem Bandaríkjamenn og Mexíkanar gerðu árið 1978 og bæri banda- rískum yfirvöldum að láta hann lausan. Álvarez var rænt í apríl árið 1990 og hafa mexíkósk yfirvöld tvívegis lagt fram formleg mót- mæli síðan. Þau hafa krafist þess að Álvarez verði látinn laus í mexíkóskri lögsögu og lofað að fjallað verði um mál hans. Kanadamenn hafa tekið undir þessi orð og reynt að þrýsta á Bandaríkjamenn um að framselja lækninn til Mexíkó. Mexíkóska utanríkisráðuneytið lýsti yfir því á mánudagskvöld að dómur hæstaréttar Bandaríkjanna væri „ómerkur og óviðsættanlegur“. Mál þetta hefur varpað skugga á samskipti Bandaríkjamanna og Mexíkana og hafa hinir síðar- nefndu ákveðið í mótmælaskyni að slíta öllu samstarfi í barátt- unni gegn eiturlyfjum. William P. Barr dómsmálaráð- herra lýsti yfir ánægju sinni með úrskurðinn og sagði að hann myndi auðvelda baráttupa gegn eiturlyfjasmyglurum og -sölum. Barr hefur verið ötull hvatamað- ur þess að grunaðir glæpamenn yrðu handteknir erlendis og skrif- aði fyrir þremur árum, þá að- stoðardómsmálaráðherra, álits- gerð fyrir bandarísku alríkislög- regluna þar sem hann tíundaði að hún mætti handtaka erlenda flóttamenn án leyfis erlendra rík- isstjórna. Úrskurður hæstaréttar er því í fullu samræmi við stefnu stjórnar George Bush forseta. Sex dómarar kváðu banda- ríska dómstóla hafa lögsögu yfir Álvarez, en þrír skiluðu séráliti. Meirihlutinn, undir forystu Will- iams Rehnquists, forseta hæsta- réttar, vísaði annars vegar til úrskurðar hæstaréttar frá árinu 1886, þar sem kveðið var á um að leyfilegt hefði verið að nema brott frá Perú meintan sakamann og draga hann fyrir dóm í Banda- ríkjunum og hins vegar til þess að í framtalssáttmála Banda- ríkjamanna og Mexíkana væri hvergi sagt berum orðum að ekki mætti ganga framhjá honum með því að fremja mannrán. Áður en dómur féll veltu menn vöngum yfir því hvort niðurstaða hæstaréttar, sem telst stefnu- markandi þótt aðeins hafi verið fjallað um þetta einstaka mál, kynni að hafa áhrif á sakfellingu Manuels Noriegas, fyrrum ein- ræðisherra Panama, sem tekinn var höndum í ríki sínu og fluttur með hervaldi til Bandaríkjanna. Fyrst niðurstaða réttarins var á þann veg að Bandaríkjamenn gætu með rétti handtekið menn hvar sem næðist til þeirra stend- ur dómurinn í máli Noriegas. Einnig hefur verið bent á að sá munur sé á máli Álvarezar og Noriegas að mexíkósk yfirvöld hafi mótmælt, en það hafi yfir- völd í Panama, sem Bandaríkja- menn komu til valda eftir að hafa steypt Noriega, ekki gert. Það virðist hins vegar hafa farið framhjá mönnum að perúsk yfir- völd hreyfðu engum mótbárum í málinu 1886 og því er spurning hvort meirihluti hæstaréttar gat látið þann dóm ráða áliti sínu á mánudag í ljósi mótmæla mexík- óskra ráðamanna. John Paul Stevens hæsta- réttardómari skrifar í séráliti minnihlutans að það sé „yfir- gengilegt að aðili að framsals- sáttmála geti talið að hann hafi á laun áskilið sér rétt til að hand- taka borgara í lögsagnarudæmi hins aðilans". Stevens ítrekaði að úrskurður meirihlutans bryti í bága við þjóð- arétt og vitnaði í orð stjómspek- ingsins Thomasar Paines: „Hver sá sem vill tryggja eigið frelsi verður að veija jafnvel óvin sinn kúgun; því bregðist hann þeirri skyldu kemur hann á fordæmi, sem mun koma honum í koll.“ Þetta er einmitt það sem ýms- ir bandarískir sérfræðingar ótt- ast. Þeir sjá fyrir sér að nú muni hryðjuverkamenn og glæpasam- tök síður hika við að nema brott bandaríska viðskipta- og stjórn- sýslumenn. Abraham Abramov- sky, sérfræðingur í alþjóðlegum refsirétti, sagði í blaðaviðtali að verði haldið áfram að framfylgja þessari stefnu muni aðrir færa sig upp á skaftið: „Þeir eiga eft- ir að segja að viðkomandi hafí gerst brotlegur við lög þeirra og koma og taka hann. Þá mun dómsmálaráðuneytið eiga erfítt með að segja: Þið verðið að fram- fylgja alþjóðalögum.“ Þessi úrskurður á sennilega eftir að valda áhyggjum víðar en í Mexíkó. 103 ríki hafa gert fram- salssáttnjála við Bandaríkja- menn, þar á meðal Islendingar, og þar er hvergi lagt bann við mannránum og því nær þessi úrskurður að því er virðist til Islands auk hinna ríkjanna 102. Heimsbréf, 26,3% raunávöxtun á ársgrundvelli síðustu 3 mánuði Þar sem lítið samband er á milli hagsveiflna hér innanlands og erlendis og ísienska hagkerfið er einhæft eru fjárfestingar í erlendum verðbréfum skynsamleg leið til að dreifa áhættu. Heimsbréf eru ávöxtuð með kaupum í hlutabréfum erlendra fyrirtækja og traustum skuldabréfum og henta því vel íyrir þá sem vilja dreifa áhættu og njóta góðrar ávöxtunar til lengri tíma. Víðast í heiminum er spáð góðri ávöxtun hlutabréfa næsta árið og því eru horfur góðar fyrir þá sem fjárfesta í Heimsbréfum. LANDSBRÉF H.F. Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land. Landsbankinn stendur með okkur Sudurlandsbraut 24, 108 fíeykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verdbréfafyrirtœki. Aðili að Verdbréfaþingi íslands. AUK kl 1/(05-66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.