Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
SKOTFIMI
Carli synjað um þátltöku á OL
„Skotsambandið stóð ekki rétt að þessu máli í upphafi," sagði Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands
CARLIJ. Eiríkssyni skotmanni
var synjað um þátttöku á
Ólympíuleikunum í Barcelona
þrátt fyrir að hafa náð lágmarki
í enskri keppni sem Ólympíu-
nefnd íslands setti fyrir þátt-
töku í leikunum. Skotsamband
íslands sendi símbréf til Al-
þjóða Skotsambandisins, UIT,
12. júní þar sem sótt var um
undanþágu „wild card“ fyrir
Carl á Ólympíuleikana í Barcel-
ona. Svar barst frá UIT í gær
þar sem sagði að ekki væri
möguleiki að koma honum inn
á leikana þar sem íslenskur
■ GUIDO Buchwald og Stefan
Reuter leika ekki með Þjóðverjum
gegn Hollendingum á morgun.
Þeir fóru báðir blóðugir af leikvelli
í leiknum á móti Skotum eftir höf-
uðhögg. Buchwald missti meðvit-
und um tíma eftir höggið sem hann
fékk og man lítið sem ekkert eftir
leiknum. Sauma þurfti fímm spor
í ennið á Reuter.
■ ÞÁ er einnig óljóst hvort Karl-
heinz Riedle geti leikið, en talið
er að hann sé nefbrotinn. Hann
fékk líka höfuðhögg í leiknum á
móti Skotum og fór blóðugur af
leikvelli.
■ AUK áðurgreindra leikmanna
Þjóðveija, þurftu nokkrir í viðbót
á læknishjálp að halda vegna smá
áverka. Þar á meðal voru Thomas
Hássler og Matthias Sammer.
■ ÞJÓÐVERJAR segja að
meiðsli Rudi Völlers hafí skilið
eftir pláss á varamannabekknum
fyrir annan lækni liðsins, og það
hafí komið að góðum notum í leikn-
um gegn Skotum.
■ BENT Christensen sóknar-
maðurinn danski, verður ekki með
Dönum á móti Frökkum í dag.
Kona hans á von á barni og fór
hann til Kaupmannahafnar til að
vera viðstaddur fæðinguna. Hann
kemur til með leika með Dönum í
undanúrslitunum, ef þeir ná svo
langt.
■ ENGLENDINGAR hafa ekki
náð að leggja Svía að velli heima-
velli þeirra síðan 1937, í heil 55 ár.
En þjálfari Englendinga, Graham
Taylor, hefur trú á því að ungt og
óreynt lið hans nái að snúa blaðinu
við. „Koma tímar, koma ráð,“ var
inntakið í því sem Taylor sagði í
gær.
■ HANS van Breukelen, mark-
vörður Hollendinga, hefur tilkynnt
að hann ætli að hætta að leika með
landsliðinu eftir EM. Van Breuke-
len er 35 ára og leikur með Eind-
hoven.
■ TOMMY Svensson, landsliðs-
þjálfari Svía, hefur tilkynnt leik-
mönnum sínum að ef þeir komist í
undanúrslit fái eiginkonur og unn-
ustur að koma í heimsókn á herra-
garð þann sem leikmenn hafa aðset-
ur á fyrir utan Stokkhólm, og
dveljast með þeim í sólarhring eftir
leikinn gegn Englandi.
■ ERIC Cantona, miðheiji
Frakklands, sem leikur með
Leeds, segir að enskir knatt-
spymuáhorfendur séu þeir bestu í
heimi - og stiðji frábærlega við sín
félagslið. „Það er ekkert að marka
þó að fáir ólátabelgir setji svartan
blett á ensku knattspymu," sagði
Cantona.
■ PETER Schmeichel, mark-
vörður Dana, sagði í gær að Frakk-
ar væru alls ekki eins sterkir og
flestir hefðu búist við í byijun, og
möguleikar Dana á sigri væru góð-
skotmaður hefði ekki náð lág-
marksárangri á sérstökum
mótum alþjóðasambandsins.
Carl J. Eiríksson sagði í samtali
við Morgunblaðið að það væri
mjög leiðinlegt að fá ekki að keppa
í Barcelona þar sem hann hefði náð
því lágmarki sem sett var. „Ég fór
í keppnisferð til Danmerkur til að
ná 593 stigum sem mér var sagt
að væri lágmark Ólympíunefndar
íslands og náði því og reyndar einu
stigi meira. Skilyrði Olympíunefnd-
ar var að ná lágmarkinu á tímabil-
inu apríl til júlí 1992. Þessum
Idag leika í fyrsta riðli Svíþjóð og
England annars vegar, og
Frakkland og Danmörk hins vegar.
Svíum dugar eins og áður sagði
jafntefli og Englendingum gæti
dugað jafntefli ef Frakkar tækju
upp á því að tapa fyrir Dönum, en
þá mættu Frakkar ekki tapa nema
með einu marki ef Danir ættu ekki
að stela sæti Englendinga. Ef
Frakkar gerðu hins vegar einnig
jafntefli, t.a.m. 0:0, sem hefur kom-
ið fyrir í keppninni, þá þyrftu Eng-
lendingar að gera 2:2 jafntefli við
Svía til að komast áfram. Möguleik-
ar Dana á því að komast áfram
árangri náði ég 6. júní þannig að
ég ætti að uppfylla öll þau skilyrði
sem sett voru,“ sagði Carl.
„Hins vegar er það einnig athygl-
isvert að Skotsamband íslands sótti
ekki um það til UIT að fá undan-
þágu fyrir íslenskan skotmann, svo-
kallað „wild card“, þegar því var
boðið að sækja um sl. haust. Ég tel
að það sé hlutverk formanns Skot-
sambands íslands að koma mér á
leikana, hvemig svo sem hann fer
að því. Ég er mjög ósáttur við
vinnubrögð hans. Þessir menn hafa
vitað það í 22 ár að ég hef verið
fullfær um að fara á Ólympíuleika
felast í sigri þeirra á Frökkum og
tapi Englendinga fyrir Svíum. Þeir
gætu einnig komist áfram ef Eng-
lendingar gerðu jafntefli, en þá
þyrftu þeir að sigra Frakka með
minnst tveggja marka mun.
Michel Platini á von á áhugaverð-
um leik milli Frakka og Dana. „Sú
staðreynd að bæði lið þurfa að vinna
ætti að gera leikinn áhugaverðari,"
sagði Platini.
Englendingar, sem ekki hafa
skorað mark í keppninni, verða
helst að vinna Svía til að tryggja
sér sæti í undanúrslitunum. Þeim
hefur hins vegar ekki tekist að sigra
og því hefðu þeir átt að sækja um
í tíma,“ sagði Carl.
Þorsteinn Ásgeirsson, formaður
Skotsambandsins, sagði að Carl
hefði farið á heimsbikarmót í fyrra
og ekki náð þeim árangri sem gæfi
tilefni til að sækja um „wild card“
fyrir hann á Ólympíuleikana. „Ég
tel að boltinn sé núna hjá Ólympíu-
nefnd Islands. Hvers vegna er
Ólympíunefnd íslands að setja lág-
mark sem ekki er hægt að fara
eftir. Ég tel að þetta sé ekki mál
Skotsambandsins því að sambandið
setti aldrei nein lágmörk það var
viðmiðunarnefnd Olympíunefndar
íslands sem það gerði,“ sagði Þor-
steinn.
Gísli Halldórsson, formaður
Ólympíunefndar íslands, sagði að
Pétur Guðmundsson, kúluvarpari,
sem náði Ólympíulágmarkinu á
dögunum, keppti ekki í Róm eða
Lissabon, eins og stóð til, en hann
fékk boð um að keppa á þessum
mótum sér að kostnaðarlausu. „Ég
hætti við að taka þátt í mótunum,
þar sem ég hefði verið of lengi í ferð-
inni. Menn voru nískir á farseðlana.
Nú svo skipta þessi mót engu máli
Svía í landsleik síðan 1968, og það
sem meira er, þeir hafa ekki skorað
mark á móti sænsku landsliðið í
Svíþjóð síðan 1979.
Tommy Svensson, þjálfari Svía,
hefur ekki farið dult með þá skoðun
sína, að hann telji enska landsliðið
betra en það sænska. „Það er að
vísu satt að þeir hafa ekki skorað
mark í úrslitakeppninni, en það
gerir þá bara enn hættulegri. Það
hlýtur að koma mark hjá þeim fyrr
eða síðar, en vonandi verður það
síðar,“ sagði Svensson.
Þjóðverjum nægir jafntefli
Á morgun lýkur keppni í 2. riðli
með leik Þjóðvera og Hollendinga
annars vegar og leik Skota og Sam-
veldismanna hins vegar. Þjóðveij-
um dugar jafntefli til að komast í
undanúrslit, en Hollendingar verða
helst af öllu að vinna. Samveldis-
menn þurfa sigur á móti Skotum,
þetta mál Carls væri alfarið í hönd-
um Skotsambands íslands. „Lág-
markið sem Ólympíunefnd setti var
tilkynnt til sérsambandsins og það
á síðan að fylgja því eftir og reynt
sé við lágmarkið á mótum sem við-
urkennd eru af Alþjóða Skotsam-
bandinu. UIT setur það sem skil-
yrði að árangur sé ekki viðurkennd-
ur nema í heimsbikarmótum, heims-
meistarakeppni og álfukeppni. Það
segir sig sjálft að mót á Jótlandi
er ekki viðurkennt. Skotsambandið
stóð ekki rétt að þessu máli í upp-
hafí og tilkynnti Carli í hvaða mót-
um hann gæti tekið þátt í og væru
viðurkennd. Vegna þess að Carl
hefur oft þurft að bjarga sér á eig-
in spýtur hefði hann átt að vera
búinn að kynna sér þetta áður,“
sagði Gísli.
þar sem ég var búinn að ná lágmark-
inu hér heima.
„Ég keppi fýrst í Helsinki 30. júní,
en á því móti ætla flestir sterkustu
kúluvarparar heims mæta. Síðan í
Lille í Frakklandi 6. júlí og þá í Luz-
ern í Sviss 8. júlí. Það getur svo far-
ið að ég fari í æfíngabúðir úti eftir
þessi mót,“ sagði Pétur.
og kæmust þannig áfram ef Hol-
lendingar og Þjóðveijar gerðu ekki
jafntefli. Ef þeir hins vegar taka
upp á því, borgar það sig fyrir Sam-
veldismenn að sigra Skota með
tveimur mörkum, til að ýta Hollend-
ingum örugglega út úr keppninni.
„Við verðum líklega að sigra
Þjóðveijana. Það verður mjög erf-
itt,“ sagði Hollendingurinn Ronald
Koeman. Þjálfari Þjóðveija, Berti
Vogts, heldur að Þjóðveijar og
Hollendingar fari í undanúrslit úr
öðrum riðli. Hann sagði að Andy
Roxburgh, þjálfari Skota, myndi sjá
til þess að sparka Rússum, eins og
hann kallaði Samveldismenn, út úr
keppninni. Anatoly Bishovets, þjálf-
ari Samveldismanna, er líka hrædd-
ur um að stolt Skota muni reynast
þeim óþægur ljár í þúfu. „Það má
vera að þeir séu út úr myndinni,
en það skiptir leikmennina engu
máli, þeir gefa alltaf allt sitt í leik-
inn,“ sagði Bishovets.
Morgunblaðið/Bjarni
Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði Akraness, með bikarinn sem Skagastúlkum-
ar tryggðu sér í gærkvöldi með því að verða Meistarar meistaranna.
KNATTPSYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I SVIÞJOÐ
Englendingar hafa ekki
unnið í Svíþjóð í 24 ár
ÞAÐ skýrist í dag og á morgun hvaða lið komast í undanúrslit
Evrópukeppninnar í Svíþjóð. Af átta liðum sem hófu keppnina,
eiga sjö enn möguleika á því að komast áfram. Tveimur liðum
úr sitt hvorum riðlinum, dugar jafntefli í síðustu leikjum sínum
til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku, en það eru lið Svía
og Þjóðverja. í undanúrslitum leika sigurliðin úr riðlunum við lið-
in sem höfnuðu í 2. sæti í gagnstæðum riðli.
Skeyti UIT varðandi mál Carls
Skotsambandi íslands barst í gær svarskeyti frá Alþjóða Skotsamband-
inu, UITj varðandi umsókn um undanþágu fyrir þátttöku Carls J. Eiríks-
sonar í Ólympíuleikunum í Barcelona. Símbréfíð hljóðar svo:
Skotsamband íslands,
Þorsteinn Ásgeirsson, formaður.
Ágæti formaður.
Við þökkum fyrir símbréf, dags. 12. júní, viðvíkjandi umsókn um
undanþágu til keppni í 50 metra riffilskotfími, 60 grúfuskot, á Ólympíu-
leikunum í Barcelona.
Mér þykir leitt að tilkynna að það er ekki hægt að veita sambandi
þínu þessa undanþágu þar sem enginn skotmaður hefur náð lágmarks-
skori (MQS). Samkvæmt 2. grein í sérreglum fyrir þátttöku í skot-
keppni Ólympíuleikanna geta einungis keppendur sem náð hafa þessu
lágmarksskori tekið þátt I leikunum. MQS er einungis hægt að ná á
Heimsmeistaramótum UIT, á álfumeistaramótum og sérstökum réttinda-
mótum UIT (Heimsbikarmótum).
Af þessum sökum er ekki hægt að veita Skotsambandinu undanþágu.
Með kveðjum,
Horst G. Schreiber,
framkvæmdastjóri UIT.
FRJALSIÞROTTIR
Pétur fór ekki til Rómar