Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 41 Afmæliskveðja; Kjartan Halldórs- son frá Bæjum Á afmælisdegi Jóns Sigurðsson- ar forseta hinn 17. júní 1917 var i heiminn borinn Kjartan Halldórs- son, forstjóri frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Samkvæmt því sýna tölur að hann sé 75 ára. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Halldórs- son, bóndi í Bæjum og Þorbjörg Brynjólfsdóttir, klæðskeri. Þor- björg var frá Broddanesi í Stranda- sýslu, en Halldór var fæddur á Hamri í Nauteyrarhreppi, sonur hjónanna Halldórs Pálmasonar og Rannveigar Jónsdóttur. Halldór var sonur Pálma hreppstjóra Árna- sonar í Bæjum. Árni var Jónsson frá Erpsstöðum í Miðdölum. Pálmi var mikill atorku- og dugnaðar- maður. Hann var tvíkvæntur og átti með konum þessum 23 börn. Eiga mjög margir Djúpmenn ættir sínar að rekja til Pálma. Halldór í Bæjum, en svo var faðir Kjartans jafnan kallaður, ólst upp á Hamri, en á uppvaxtarárum hans var þar margbýlt og segja manntöl að þar hafí þá búið rúm- lega 40 manns. Halldór stundaði alla þá vinnu er til féll á þessum tíma, m.a. var hann í vinnu hjá Halldóri Jónssyni búfræðingi á Rauðamýri, afa þess er þetta skrif- ar. Á Rauðamýri komst hann í kynni við konu sína Þorbjörgu, sem þar var einnig í vinnu, en hún var náskyld Jakobínu Þorsteinsdóttur, sem var ráðskona hjá afa mínum. Mjög góður kunningsskapur var á milli föður míns, Þórðar Halldórs- sonar á Laugalandi, og Halldórs og leit ég á þá sem nokkurs konar fóstbræður, svo innilegar voru kveðjur þeirra, þegar þeir hittust. Faðir minn sagði að þau Þorbjörg og Halldór hafi verið með afbrigð- um dugleg, allt hafi leikið í hönd- unum á þeim, það hafi gengið undan þeim er þau voru við vinnu. Þau Þorbjörg og Halldór voru jafngömul og munu hafa verið um þrítugt þegar þau flytja frá Hamri að Bæjum og þá búin að eignast sitt fyrsta barn, Rannveigu. Bæir er kostajörð, ræktunarmöguleikar Sam-mynd- bönd, mynd- bandadeild Sambíóanna FYRIR skömmu átti sér stað breyting á fyrirkomulagi mynd- bandasölu hjá Sambíóunum. Sett var á laggirnar sérstök deild inn- an fyrirtækisins, Sam-myndbönd, sem mun sinna þessum þætti ein- göngu. Ætlunin er að vera með stöðugt framboð myndbanda og gefa út tvo titla á viku. Sam-myndbönd hófu starfsemi sína með því að gefa út gamanmyndina vinsælu, Switch, sem naut mikilla vinsælda í Sambíó- unum. Ráðinn hefur verið sölustjóri deildarinnar og er það Ólafur Jón Jónsson. Að sögn Ólafs er nú til staðar mikið úrval vandaðra titla hjá Sam-myndböndum, enda hafa for- ráðamenn Sambíóanna stefnt að því að nýta þá þekkingu og sérhæfingu sem þeir hafa á kvikmyndamarkaðn- um og yfirfæra hana í myndböndin. Sam-myndbönd verða kynnt við- skiptavinum nánar á sérstakri for- sýningu myndarinnar Lethal Weap- on 3 laugardaginn 20. júní. Skrifstofur Sam-myndbanda eru til húsa þar sem gengið var inn í skemmtistaðinn Breiðvang, Álfa- bakka 8. miklir og slægjur voru þar einnig góðar. Sjór var þaðan og stundað- ur eins og títt var á mörgum jörð- um við Djúp í þá daga. Heimili þeirra Þorbjargar og Halldórs í Bæjum var mikið mynd- arheimili, allt snyrtilegt bæði utan húss og innan, enda skorti hús- bændurna hvorki vit né burði til framkvæmda og dáða. Halldór byggði upp á jörðinni og ræktaði mikið þó tækjakosturinn byggðist aðallega á hestaverkfærum, en þau voru líka notuð eins og kostur var. Við þessar aðstæður ólst Kjart- an upp og hefur það eflaust verið honum góður skóli, enda dugnaður og kjarkur í stráknum. 21 árs gam- all lauk Kjartan búfræðinámi við bændaskólann á Hvanneyri. Ári síðar eða 1939 var hann við nám í íþróttaskólanum í Haukadal. Að loknu námi vann Kjartan mikið að jarðabótum bæði við Djúp og á Hornströndum. Lét hann sig ekki muna um það að skjótast þama yfír fjallgarðana eftir því sem þörf krafði hverju sinni, enda maðurinn með afbrigðum þrekmikill og léttur til gangs og í öllum hreyfingum. Á þessum árum vann Kjartan um tíma við skipasmíðar hjá Bárði Tómassyni skipasmið á ísafirði, en þá smíðuðu íslendingar mikið af sínum fískiskipaflota. Á árunum 1945-1947 var gert mikið átak í samgöngumálum við ísafjarðardjúp, þá voru byggðar feijubryggjur fyrir Djúpbátinn til að leggjast við. Var þetta mikill munur frá því sem var, því nú þurfti ekki lengur að notast við uppskipunarbátana sem fram að þessu voru notaðir við afgreiðslu Djúpbátsins. Það kom í hlut Kjart- ans að byggja nokkrar af þessum ■ fetjubryggjum og þá m.a. í Bæjum. Kjartan var ekki ráðalaus við það verk frekar en önnur er hann tók að sér að vinna. Hann steypti ker uppi á landi í Bæjum, sem voru nokkrir tugir tonna að þyngd og setti þau síðan í sjóinn, sem hluta af bryggjunum, en ker þessi voru síðan fyllt af grjóti. Hvemig Kjart- an fór að því að koma kerum þess- um á flot ofan af landi án þess að hafa nokkurt vélarafl veit ég ekki, en eitt er víst að ekki heyrð- ist á mönnum að þeim þætti þetta nokkuð vandamál vegna þess að þeir litu þannig á Kjartan að hann gæti allt. Eflaust hefur Kjartan notað svipaðar aðferðir og fom Egyptar er þeir hlóðu píramídana miklu fimm þúsund ámm áður, þær aðferðir sem píramídasmiðirn- ir notuðu hafa víst ekki verið kunn- gerðar. Kjartan notaði bara sitt eigið hyggjuvit. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Kjartan fór í hnattreisu með viðkomu í Austur- löndum og hefur þá eflaust skoðað píramídana. Mér finnst eins.og þessi bryggju- smíði Kjartans, þegar litið er til baka, lýsi honum og hans lund vel, hann var áræðinn og dugleg- ur, útsjónarsamur og laginn og hikaði ekki við að ráðast á verk- efni, sem aðrir töldu útilokað að vinna. Kjartan sagði: „ég skal“ og hann gat ráðið við viðfangsefnið. Það er ekki íjan-i lagi að láta sér detta í hug í framhaldi af þessu og ef mál hefðu þróast þannig að Kjartan hefði búið áfram í Bæjum að hann hefði komið þar upp skipa- smíðastöð. Kjartan tók mikinn þátt í félags- málum á meðan hann var í Bæjum og síðar. Hann var einn af stöfn- endum ungmennafélagsins ísa- foldar á Snæfjallaströnd og Íengst af gjaldkeri þess. Hann byggði ásamt félögum sínum félagsheimil- ið Ásgarð en það var að megin- hluta byggt úr rekaviði sem sóttur var norður á Strandir. Hann var og einn af þeim sem drýgstan þátt tóku í því að byggja félagsheimilið Dalbæ, sem bygt var fyrir nokkr- um árum á þeim stað sem gamla félagsheimilið stóð. í nágrenni við Dalbæ hefur Kjartan byggt sumar- bústað og nú hefur hann keypt jörðina Tyrðilsmýri. Þarna dvelur Kjartan og hans fólk öllum þeim stundum sem því verður við kom- ið. Þannig hefur Kjartan sýnt í verki að hann er bundinn sínum átthögum sterkum böndum. Kjartan flytur frá Bæjum 1947 og þá til ísafjarðar. Fyrstu fimm árin á ísafirði er hann verkstjóri hjá ísafjarðarkaupstað. Síðan stóð hann fyrir byggingu húsa í Hnífs- dal og á ísafirði samtímis því að reka samkomuhúsið Uppsali á ísafirði. Á sama tíma fór hann í Iðnskólann á ísafírði og lauk þaðan sveinsprófí á húsasmíðum 1956. Af þessu sést að Kjartan var ekki maðurinn sem hafði aðeins eitt jám í eldinum, hann hafði held- ur ekki bara tvö, hann vildi hafa þau mörg, annað samræmdist ekki hans skapgerð og dugnaði. Því má þó ekki gleyma að Kjart- an var ekki einn eftir að hann flutti frá Bæjum, við hlið hans stóð dugnaðar- og myndarkona, Kristín Þorsteinsdóttir frá Áreyrum í Reyðarfirði, en þau gengu í hjú- skap 11. júlí 1947. Þau Kristín og Kjartan fluttu til Reykjavíkur 1958 og þar stofnuðu þau smurbrauðstofuna Brauðborg, sem þau ráku í tæpa tvo áratugi. Þau keyptu og veitingastaðinn Is- borg við Austurstræti, sem þau ráku í rúman áratug. Þau stofnuðu veitingastaðinn Ingólfsbrunn, sem þau ráku þar til fyrir fáum árum. Óll þessi starfsemi fórst þeim hjón- um mjög vel úr hendi, enda ekki við öðru að búast, þegar slíkt dugn- aðarfólk og útsjónarsamt situr við stjórnvölinn. Eftir að Kjartan flutti hingað til Reykjavíkur komst hann ekki hjá því að vera virkur félagi í Félagi Djúpmanna í Reykjavík, þar sat henn lengi í stjórn og þá oftast sem gjaldkeri, enda Kjartani best treystandi tiþað fara með fé sitt og annarra. Ég held að við Djúp- menn hér í Reykjavík gleymum aldrei Kjartani hvað hann var góð- ur og virkur félagi. Hann var hrók- ur alls fagnaðar á skemmtunum félagsins og kom margsinnis með skemmtiefni, sem hann hafði sam- ið sjálfur. Flutti hann efnið mjög vel og af mikilli innlifun ásamt því fólki, sem hann hafði valið til að flytja skemmtiefnið með sér. Það var mér ánægjulegt og fróð- legt að starfa með Kjartani í stjóm Djúpmannafélagsins, en hann var þar gjaldkeri þau ár sem ég var formaður félagsins. Ég vil á þess- - um tímamótum þakka honum sam- starfið og fyrir allt það mikla starf og aðstoð sem hann hefur látið félaginu í té. Kjartan, forfeður hans og aðrir Djúpmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir yrðu að berjast til að ná árangri. Þeir ákváðu í upphafí að sigra og það tókst þeim á þeim tíma. Þá höfðum við ekki ríkisvald, sem taldi ísafjarðardjúp einskis virði og baggi á þjóðfélaginu, þvert á móti þá gerðu menn sér ljóst að hér var gullkista og að Djúpi streymdi fólk víðs vegar af landinu til að afla verðmæta úr auðlindum lands og sjávar. Hér voru menn lausir við eldgos og þær hörmung- ar sem af þeim leiddu. Á þessum tíma voru menn fullir af frelsisþrá, allir kepptust við í orði og verki að losna undan erlendri áþján. Þetta skildu forfeður Kjartans, þeir vissu hvað ófrelsið var, sjálf- stæðisþráin var landlæg. Kjartan og forfeður hans voru sannir Djúp- menn, þeir þekktu aðstæður við Djúp og kunnu að hagnýta sér það sem héraðið gaf með dugnaði sín- um og útsjónarsemi. Þessir menn og samtíðarmenn þeirra byggðu grunninn að því þjóðfélagi sem við höfum notið fram að þessu. Að vísu var þá ekki kvóti til lands og sjávar eins og nú er til heftingar á framkvæmdum og framkvæmda- hug manna. Náttúruöflin stjómuðu þá, nú er það ríkisvaldið, vafí leik- ur á hver stjómar betur að teknu tilliti til þeirrar tækni sem við höf- um yfír að ráða í dag. Það hefði orðið þjóðhagslegur skaði, ef kvóti hefði verið settur á athafnamann- inn Kjartan Halldórsson, slíkur maður má ekki vera í hafti. Þótt heiðursmaðurinn Kjartan Halldórsson sé nú 75 ára þá er hann ungur í anda og fullur af athafnaþrá, hann gæti því alveg eins átt það til að ráðast í fram- kvæmdir á Tyrðilsmýri, sem mundu styrkja byggðina við Djúp. Ég óska svo Kjartani allra heilla á afmælisdaginn og vona að heill og hamingja fylgi honum og hans fólki á komandi ámm. Jóhann Þórðarson. FALLEGUR FJÖLSKYLDUBILL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línumar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að ^ bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna 1 fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, | þægileg sæti, stórt farangursrými, gott rými 4; fyrir börnin, kraftmikil og sparneytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Ahersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.184.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. (H) (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.