Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Er sljórnarskráin einskis vert skjal? eftir Svavar Gestsson Það er að koma þjóðhátíð þegar þessi grein er skrifuð. Stjómarskrá lýðveldisins íslands frá 1944 var sett með þjóðaratkvæðagreiðslu. í henni eru mörg atriði og mismun- andi. Samt fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla. Nú stendur til að gera afdrifaríkasta milliríkjasamning frá því að lýðveldið var stofnað. Þess vegna á að fara fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um' samninginn að mínu mati. Og vegna þess líka að samningurinn reynir tvímælalaust á þanþol stjómskipunarinnar í heild að ekki sé meira sagt. Þeir sem fjalla um þetta mál hljóta að kom- ast að þeirri niðurstöðu og samning- urinn sé í skásta falli á mörkunum að því er varðar stjómarskrána - það sé að minnsta kosti Ijóst að samningurinn stríði gegn stjóm- skipun Islands. Það verður rökstutt í þessari grein. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði snýst um tvennt. Afnuminn ríkisborgararéttur í fyrsta lagi fjórfrelsið sem gerir ráð fyrir því að upphefja ríkisborg- ararétt í öllum ríkjum efnahags- svæðisins þar sem búa 350 milljón- ir manna. Líka á íslandi. Hér verð- ur afnuminn ríkisborgararéttur á fjórfrelsissviði í þeim skilningi að íslenskur ríkisborgararéttur tryggi ekki framar forgangsrétt íslend- inga í viðskiptalífi, verslun, atvinnu- lífí né heldur til vinnu á íslandi. Öll íslensk efnahagsstarfsemi verð- ur opnuð fyrir 350 milljónum manna á Evrópsku efnahagssvæði. Þetta kemur fram í aðalgrein samn- ingsins sem er fjórða greinin. Ef upp kemur misræmi þá gildir EES-samningurinn Og í tilefni af 48 ára afmæli lýð- veldisins á miðvikudaginn er rétt að íhuga annað aðalatriði samn- ingsins sem eru stjórnskipunar- þættir hans. Það verður gert hér á eftjr: í skýringum utanríkisráðuneytis- ins með 107. gr. segir svo: „Samningsaðilar skuldbinda sig því til, ef þörf krefur, að lögfesta túlkunarreglur þess efnis, að ef upp kemur misræmi milli EES-reglna sem hafa verið lögfestar og annarra ákvæða í lögum, þá gildi EES-regl- ur í því tilviki." Hér er löggjafarvald þrengt fyrir- fram með því að lofa lagabreyting- um á íslandi almennt ef upp kemur misræmi milli íslenskra reglna og EES-reglna af hvaða tagi sem það misræmi kann að vera. Til árétting- ar er í greinargerðinni vísað í 3. gr. frumvarpsins þar sem segir: „Skýra skal lög og reglur að svo miklu leyti sem við á til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.“ Utanríkisráðuneytið viðurkennir þörf á stj órnarskrár breytingu í greinargerð með 107. gr. á bls. 213 segir ennfremur: „Með áliti EB-dómstólsins 1/91 14. desember 1991 var hins vegar kveðið á um að ef EB-dómstóllinn kvæði á um túlkunaratriði yrði sá úrskurður að vera bindandi." Hér er átt við svonefnda forúr- skurði sem íslenskum dómstólum verður heimilt að leita eftir og ef það verður gert eru þeir úrskurðir bindandi fyrir íslenska dómstóla. Er þetta í samræmi við íslensku stjómarskrána? Skilyrði þess að forúrskurðir verði notaðir er að viðkomandi ríki hafí tilkynnt að það ætli að beita bókun 34 og heimila dómstólum sínum að leita eftir forúrskurðum EB-dómstólsins. Bókunin getur ekki tekið gildi fyrir ísland án slíkr- ar tilkynningar. Utanríkisráðuneyti Jóns Baldvins Hannibalssonar við- urkennir að greinin sé á mörkunum að því er varðar íslensku stjómar- skrána. Utanríkisráðuneytið viður- kennir að til þess að beita greininni geti þurft stjómarskrárbreytingu, en utanríkisráðuneytið segir svo um greinina: „Enga nauðsyn ber til þess að gefa slíka tilkynningu. Slík heimild til handa íslenskum dómstólum myndi krefjast sérstakrar laga- heimildar og jafnvel stjórnarskrár- breytingar. “ Með öðrum orðum: Utanríkis- ráðuneytið viðurkennir að beiting greinarinnar krefjist stjórnarskrár- breytingar. En samt er gert ráð fyrir því að greinin verði að lögum á íslandi án þess að stjómarskránni verði breytt áður! Stenst þetta stjórnarskrána? Og til viðbótar verður að geta þess að einmitt þessi grein er algjört úrslitaatriði af hálfu Evrópubandalagsins, hins samn- ingsaðilans. Ekki efri deild á ný — heldur EES 7. greinin gerir ráð fyrir því að gerðir sem vísað er til í samningnum eða viðaukum við hann eða í ákvörðunum sameiginlegu EES- nefndarinnar „binda samningsaðila og em þær eða verða teknar upp í landsrétt sem hér segir: a) gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal tekin upp í landsrétt samningsaðila, b) gerð sem samsvarar tilskipun EBE skal veita samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmd- ina.“ Þessa grein þarf að lesa með bókun 1 „um altæka aðlögun". Þar og í greinargerðinni virðist vera Svavar Gestsson „Krafan um þjóðarat- kvæði hlýtur því að verða aðalatriði um- ræðunnar á næstu vik- um og mánuðum. Það er siðferðilegur réttur hvers einasta Islend- ings að fá að greiða atkvæði um þennan samning.“ gert ráð fyrir því að tiltekinn hluta reglugerða EB verði að taka „orð- rétt upp í landsrétt samningsaðila" en þessar reglugerðir hafa lagagildi í EB. / samningnum er hins vegar gert ráð fyrir ákveðnu ferli um breyting- ar á þessum textum. Náist sam- komulag í EES-nefndinni um breyt- ingar eða viðauka við samninginn skal taka það upp ílandsrétt samn- ingsaðila. Stenst það stjórnarskrá landsins að unnt sé að ákveða fyrir- fram lagabreytingarferli sem al- þingi íslendinga er síðan skuld- bundið til að taka upp? Höfum við alþingismenn rétt til þess að framselja í hendur annarra þar á meðal útlendinga það löggjaf- arvald sem okkur er falið að fara með af kjósendum á Islandi? Getum við sem nú sitjum á alþingi ákveðið að búa til eins konar efri deild á ný sem heitir að vísu ekki efri deild heldur Sameiginlega EES-nefndin þar sem sitja annars vegar fulltrúar EFTA og hins vegar fulltrúar EB? Hér hefur verið talað um framsal löggjafarvalds en ekki afsal löggjaf- arvalds. Utanríkisráðherra hefur fullyrt að ekki sé um afsal löggjaf- arvalds að ræða. Það má til sanns vegar færa. Hér hefur hins vegar verið bent á að um geti verið að ræða framsal löggjafarvalds og það er hafið yfir allan vafa að sé svo þá er það óheimilt án stjórnarskrár- breytingar. Það er ekki hægt að ákveða að deildaskipta alþingi á nýjan leik án þess að breyta stjórn- arskránni. Það sjá allir. Útflutningur á dómsvaldi En hvað með dómsvald? Það er gert ráð fyrir því í samningnum að hafa beri alla dóma Evrópudóm- stólsins til þessa dags til hliðsjónar við túlkun laga á samningssviðinu. Og það er gert ráð fyrir því að dóma Evrópudómstólsins beri að túlka einnig frá og með undirritun- ardegi. Orðrétt segir til dæmis um þetta efni að túlka beri samninginn með hliðsjón af öllum úrskurðum „dómstóls Evrópubandalaganna sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samnings þessa“. Stangast á við stjórnskipun Islands Af þessu yfirliti er unnt að draga þá ályktun að í samningnum felist a) framsal á löggjafarvaldi í hendur sameiginlegu EES-nefndarinnar. b) takmörkun á löggjafarvaldi vegna þess að neitun í sameiginlegu EES-nefndinni verður án efa sjald- an beitt. Þess vegna er neitunarrétt- urinn formlegur en ekki virkur. Aðildin Iíkist þannig aukaaðild að félagi: EFTA-ríkin fá að ganga í klúbbinn með málfrelsi og tillögu- rétt en EB ákveður leikreglurnar af því að þar eru aðalfélagarnir. EFTA-ríkin eiga þvltvo kosti íraun: að fara eða að hlýða. c) samningurinn er í besta falli „á gráu svæði“ að því er varðar stjórn- arskrána. Auðvitað eiga íslensk legt ekki síst í ljósi þess hve málið er alvarlegt og svo þeirrar umræðu sem reglulega á sér stað um þessi mál. Engin merki eru þess að stjómvöld hyggist nú hrista af sér slyðruorðið og taka á þessum málum. í frumvarpi til skipulags- og byggingarlaga sem lagt var fram til kynningar á Alþingi nú í vor er fy'allað um ábyrgð hönnuða en ekkert fjallað um aðra þá aðila sem tengjast byggingarfram- kvæmdum. Það er alls ekki í sam- ræmi við þau sjónarmið sem þings- ályktunartillagan gekk út frá að ábyrgð einstakra aðila sem tengj- ast byggingarframkvæmdum sé tekin út og skilgreind sérstaklega. Það er mjög nauðsynlegt að á máli þessu sé tekið á heildstæðan hátt og að í sama ákvæðinu verði kveðið á um ábyrgð allra þeirra sem tengjast byggingarfram- kvæmdum. Nú geta stjómvöld einfaldlega ekki vikist undan því að taka á þessum málum. Þráfaldlega hafa komið fram kröfur um aðgerðir. Þessar kröfur hafa komið frá hin- um ýmsu aðilum í þjóðfélaginu, bæði frá þeim sem gæta hagsm- una neytenda og frá þeim sem gæta hagsmuna þeirra sem standa að byggingarframkvæmdum. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða. Það er mikilvægt fyrir þá aðila sem á einhvem hátt tengjast byggingarframkvæmdum að vita réttindi sín og skyldur. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir hinn almenna neytanda að reglur um ábyrgð þessara aðila séu ljósar. Þessar staðreyndir ættu því að gefa stjórnvöldum nægjanlega vel til kynna hversu mikilvægt málið er. Höfundur er lögfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. Samræma þarf ábyrgð þeirra sem tengjast mannvirkjagerð eftirAndrés Magnússon Á undanfömum árum hafa með nokkuð reglulegu miliibili sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um ábyrgð byggingaraðila á fram- kvæmdum sínum. Yfirleitt hafa umræður þessar verið á fremur neikvæðum nótum, þar sem allt hefur verið gert til þess að gera þá aðila tortryggilega sem stunda byggingarframkvæmdir í þessu landi. Því hefur jafnvel verið hald- ið fram að þessir aðilar beri alls enga ábyrgð á verkum sínum og því séu viðskiptavinir þeirra alger- lega varnarlausir komi gallar fram á byggingunum. Hér er auðvitað um mikinn misskilning að ræða eins og dæmin sanna. Það þarf nefnilega ekki að leita lengi í dóm- asöfnum íslenskra dómstóla til að komst að hinu gagnstæða. Byggingaraðilar bera ríka ábyrgð á verkum sínum og hafa því dóm- stólar oft fellt á þá bótaábyrgð í dómsmálum sem sprottið hafa. í þessari umræðu hefur hins vegar sjaldnast verið minnst á að það eru fleiri aðilar sem tengjast byggingarframkvæmdum en byggingaaðilarnir sjálfir. Þeir sem hanna byggingarnar og þeir sem selja efni til bygginganna eru sjaldnast til umræðu. Þeir bera einnig ábyrgð, en óhætt er fullyrða „Nú eru liðin fimm ár síðan þingsályktunar- tillaga þessi var sam- þykkt. Enn hefur sú nefnd sem tillagan fjall- ' aði um ekki verið skip- uð. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort ráðamenn þjóðar- innar séu almennt áhugalausir um þessi mál.“ að ábyrgð þeirra er mun minni en byggingaraðilanna. Kastljósinu hefur nefnilega sjaldnast verið beint að þesum þætti málsins, þ.e. hinum mismunandi ábyrgðartíma þeirra sem tengjast byggingar- framkvæmdum. Árið 1987 flutti Davíð Aðal- steinsson þáverandi alþingismaður ásamt nokkrum öðrum alþingis- mönnum þingsályktunartillögu um ábyrgð vegna galla í húsbygging- um og öðrum mannvirkjum. Þings- ályktunartillaga þessi var sam- þykkt en hún var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd til þess að kanna og gera tillögur um ábyrgð þeirra sem beint eða óbeint tengjast húsbyggingum og annarri mannvirkjagerð. Skal einkum hugað að fymingarfresti á bótakr- öfum vegna galla á hendur efnis- sölum, byggingaraðilum og hönnuðum og leitast við að sam- ræma og einfalda reglur í þessum efrium til hagsbóta neytendum og þeim sem hlut eiga að bygging- arstarfsemi." Tillögunni var síðan vísað til félagsmálaráðuneytisins. í greinargerð með tillögunni eru færð fram veigamikil rök fyrir nauðsyn þess að ábyrgðartími allra þeirra aðila sem tengjast byggingarframkvæmdum verði samræmdur. Þar er á það bent að skipta megi göllum á húsbygg- ingum og öðrum mannvirkjum í tvennt. Annars vegar galla á byggingarefni og hins vegar mis- tök sem eiga sér stað í hönnun og smíði. Síðan er á það bent að ábyrgðar- og/eða fyrningartími vegna þessara galla gagnvart eig- anda húsnæðis sé með afar mis- munandi hætti, og að það vanti öll skýr lagafyrirmæli um efnið. Þá er í greinargerðinni á það bent að í Danmörku hafi verið tekið á þessum málum og ábyrgð þeirra sem tengjast byggingarfram- kvæmdum verið samræmd. Þar í landi hefur ábyrgðartími þessara aðila verið samræmdur og er hann í fímm ár frá því að þjónusta var veitt, afhending á efni fór fram eða verkframkvæmd lauk. Nú eru liðin fimm ár síðan þingsályktunartillaga þessi var Andrés Magnússon samþykkt. Enn hefur sú nefnd sem tillagan fjallaði um ekki verið skip- uð. Sú spuming vaknar því óhjá- kvæmilega hvort ráðamenn þjóð- arinnar séu almennt áhugalausir um þessi mál. Landssamband iðn- aðarmanna - samtök atvinnure- kennda í iðnaði lýsti eindregnum stuðningi sínum við umrædda til- lögu á sínum tíma. Þá hafa sam- tökin oft á þeim tíma sem liðinn er frá samþykkt tillögunnar minnt ráðamenn bæði formlega og óformlega á hana. Árangur er hins vegar enginn. Áhugaleysi stjórn- valda á þessum málum er óskiljan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.