Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
15
Sársaukafull aðlögun
Breyttar aðstæður
eftir Þröst Ólafsson
Um alla Evrópu fer nú fram erf-
ið aðlögun að gjörbreyttum þjóðfé-
lagsaðstæðum. Einkum og sér í lagi
gildir þetta um fyrrum kommúnist-
aríkin í Mið- og Austur-Evrópu. Þar
á sér stað afar sársaukafull aðlögun
að markaðsbúskap, lýðræði og
breyttu félagslegu umhverfi. Um
leið og dregið er úr stuðningsað-
gerðum ríkisins við atvinnugreinar
glatast atvinnuöryggi þjóðfélags-
hópa og einstaklinga.
Þessi aðlögun verður bæði erfið
og sársaukafull og á eftir að kalla
fram þjóðfélagslegan óróa á mörg-
um sviðum. Hún er erfiðust í hinum
nýfrjálsu ríkjum Mið- og Austur-
Evrópu vegna þess, að bilið milli
fortíðar og nútíðar er þar stærst.
Stöðnunin og vanrækslan er mest
þar. Efnahagslegt hrun er alvana-
legasta þar.
En þar eru fleiri þjóðir sem verða
að ganga í gegnum aðlögun að
breyttym aðstæðum. Nægir þar að
nefna Þýskaland, Svíþjóð og Banda-
ríkin, en þar er ástandið annars
eðlis. Þótt fleiri þjóðir séu á þessum
lista er þarflaust að telja þær upp
hér. Þetta er ekki staður til þess.
í þessum hópi ríkja er einnig ís-
land. Þar á eftir að eiga sér stað
sársaukafull aðlögun að breyttum
aðstæðum. Þessi aðlögun er jafn
nauðsynleg sem hún er erfið.
Ástæðurnar eru þessar:
1. Við búum við hagskipan sem
ekki er I takt við það hagkerfi sem
ryður sér nú til rúms um allan heim.
Okkar hagkerfí hefur staðnað
vegna langvarandi pólitískra af-
skipta af efnahagslífinu, ekki hvað
síst á sviði fy'árfestinga- og banka-
mála. Þetta kerfi getur ekki lengur
tryggt okkur þau lífskjör sem við
sækjumst eftir. Það er því annað
hvort að breyta kerfinu eða fallast
á viðvarandi samdrátt í lífskjörum.
2. Tvær stórar atvinnugreinar hafa
búið við miðstýrt stjórnkerfi um
langan aldur. Ánnars vegar land-
búnaðurinn, sem lotið hefur hag-
stýringu hagsmunasamtaka sinna í
skjóli víðtækrar lagalegrar verndar
ríkisvaldsins, bæði gegn innbyrðis
samkeppni og gegn innflutningi.
Hins vegar sjávarútvegurinn, sem
búið hefur við beina og umtalsverða
miðstýringu ríkisvaldsins. Báðar
þessar greinar verða að taka upp
nýja starfshætti. Landbúnaðurinn
verður að markaðstengja og gera
sjálfstæðari á ákvörðunum sínum.
Hann stendur frammi fyrir nýjum
alþjóðasamningum á vegum GÁTT,
sem fyrr en síðar mun kalla á mikl-
ar breytingar. í framtíðinni munu
verða gerðar mun alvarlegri kröfur
um að landbúnaðurinn tryggi ekki
síður hag neytenda en bænda.
Sjávarútvegurinn verður að að-
laga alltof mikla sóknargetu sína
að afkastagetu fiskistofnanna, um
leið og losa verður um fjármögnun-
artök ríkisrekinnar byggðarstefnu
á sjávarútveginn og fjármálakerfi
þjóðarinnar. Þrátt fyrir þessa mið-
stýringu og afskipti stjómvalda býr
sjávarútvegurinn við ytri ögun
vegna óvæginnar samkeppni á er-
lendum mörkuðum. Þar hefur hann
staðið sig með ágætum. Fyrirsjáan-
legur samdráttur í þorski gerir að-
lögunina bæði brýnni og erfiðari
og því kostnaðarsamari fyrir þjóð-
arbúið. Aðlögun hans verður því
erfiðari en landbúnaðarins, sem
hefur þó frá upphafi búið við einka-
sölukerfi sem hefur verndað hann
gegn hvers konar samkeppni.
3. Fjármál ríkisins hafa um langan
aldur verið í miklu óstandi. Hallinn
á ríkissjóði hefur verið árviss regla,
þótt óráðsían og leikmennskan hafi
tekið út fyrir allan þjófabálk á síð-
astliðnum tveimur árum. Skuld-
setning ríkisins er því orðin veru-
leg. Nú er svo komið að við borguð-
um um 30 milljarða kr. á síðastliðnu
ári í afborganir og vaxtagreiðslur
af löngum erlendum lánum. Vegna
alvarlegra fjárfestingamistaka á
síðustu tveim til þremur árum er
sýnilegt að þessar byrðar munu
fara vaxandi á komandi árum, þar
sem einnig er ljóst að þjóðartekjur
munu ekki aukast að' neinu marki.
Allt virðist því benda til þess að
núverandi halli ríkissjóðs sé viðvar-
andi verði ekkert að gert og að
aðlaga þurfi útgjaldakerfi hins opin-
bera að núverandi tekjustigi. Það
verður sársaukafullt.
Þetta er í grófum dráttum megin
ástæður fyrir þeirri miklu aðlögun-
arþörf sem íslendingar standa
frammi fyrir. Þótt við séum vanir
því að stinga höfðinu ofaní sandinn
og neita að horfast í augu við raun-
veruleikann, þá gengur það ekki
lengur. Óskhyggjuþjóðfélagið er
hrunið — framsóknaráratugimir
liðnir.
Alþjóðlegur sammni hagkerfa
heimsins er orðinn svo mikill að
mismunandi leikreglur einstakra
þjóðríkja ganga ekki til langframa
án þess að það komi niður á afkomu
og lífskjörum. Þótt allir núverandi
stjórnarandstöðuflokkar hafi það á
stefnuskrá sinni að loka augum
fyrir staðreyndum og láta eins og
allt sé í lagi og að við getum hald-
ið óbreyttri stefnu, þá er það afar
hættulegur misskilningur.
Skyldur Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn stendur
frammi fyrir erfiðum ákvörðunum
sem ríkistjórnarflokkur. Hann getur
ekki svikið lit eins og ábyrgðarlaus
íslensk stjórnarandstaða. Hann get-
ur heldur ekki blekkt sjálfan sig
með því að segja að hægt sé að
framkvæma þessa aðlögun án þess
að nokkur finni fyrir henni. Hún
verður því miður sársaukafull. Hjá
því verður ekki komist, vegna þess
að hún er svo umfangsmikil sem
raun ber vitni og krefst svo mikillar
endurskipulagningar innan íslenska
hagkerfisins, að takmarkaðar sér-
stæðar aðgerðir duga skammt. Það
t.d. ekki hægt að ýta þeim yfir
ákveðinn tekjuhóp og segja — þetta
skulið þið axla. Svo einfalt er málið
ekki.
Hlutverk ALþýðuflokksins er
tvenns konar:
Annars vegar, að standa í stafni
fyri aðlöguninni og hvika hvergi í
þeim ásetningi að koma okkur heilu
og höldnu inní tuttugustu og fyrstu
öldina.
Hins vegar, verður hann að passa
uppá að aðlögunarferlinu sem heild
verði stýrt á þann veg, að velferð-
ar- og öryggiskerfi almennings
glatist ekki. Þetta kerfi verður að
aðlaga sig minni greiðslugetu ríkis-
ins og um leið og það má aldrei
glata hæfileikanum til að tryggja
lífsafkomu þeirra sem minna mega
sín og þurfa á aðstoð að halda. Við
verðum hins vegar að draga úr
aðstoð við það sem ekki þurfa á
henni að halda. Auðvitað eru mörk-
in þarna umdeilanleg. Þau á þó að
vera hægt að draga án þess að lenda
í verulegum pólitískum hrakning-
um.
Auðvitað eigum við að stefna að
eins mikilli velferð og þörf er á að
við erum borgunarmenn fyrir. En
velferð sem greidd er með erlendum
lántökum er blekking og á villigöt-
um. Þessi varðstaða um traust, en
þó sóunarlítið velferðarkerfi, verður
jafnaðarmönnum ekkert auðveldari
Þröstur Ólafsson
„Næstu misserin munu
því reyna á þolrifin í
jafnaðarmönnum, því
þau munu skera úr um
það, hvort Alþýðuflokk-
urinn sé hæfur til að
sljórna landinu eður ei.
Getur hann tekist á við
hin erfiðustu mál og
leyst þau eða á hann
að vera í áhorfenda-
stúku á meðan þau eru
leyst og segja svo, nú
get ég?“
en þjóðinni aðlögun að nýjum efna-
hagslegum veruleika.
Það eykur að sjálfsögðu enn á
erfiðleikana, að við þurfum á sama
tíma að glíma við afleiðingar
óstjórnar framsóknaráratugarins í
efnahagsmálum og þess ástands
fiskistofnana og sjávarútvegsins í
héild, sem hann skilur eftir sig. Það
er heldur ómerkileg blekking þegar
því er haldi fram, einkum af fram7
sóknarmönnum, að núverandi af-
komuvandi margra heimila sé til-
kominn á síðustu mánuðum. Slíkur
málflutingur ber ekki vott um mik-
inn efnahagslegan skilning. Þessi
vandi á rætur sínar að rekja til
tveggja andstæðra aðgerða sem
gerðar voru á íslensku hagkerfi.
Sú fyrri var tíu ára óðaverð-
bólga. Sú seinni tíu ára einhliða
verðbætur fjármagns. Þetta er m.a.
það sem gerir þessa aðlögun enn
erfiðari, því horfa þarf til margra
átta í einu. Forgangsröð verkefn-
anna verður þó að vera klár.
Það verður vissulega nóg af svo-
kölluðu félagshyggjufólki sem
ásakar okkur óhæfuverk og úthúð-
ar okkur fyrir svik við málstaðinn.
Enginn treystir sér að vísu lengur
til að stunda formúlufræði við að
skilgreina þennan málstað með
óyggjandi hætti. En andstæðing-
arnir nota orðið félagshyggja eins
og hvert annað allragagn þegar það
hentar þeim, til þess eins að sverta,
gera tortryggilegt og ala á
óánægju.
Næstu misserin munu því reyna
á þolrifín í jafnaðarmönnum, því
þau munu skera úr um það, hvort
Alþýðuflokkurinn sé hæfur til að
stjórna landinu eður ei. Getur hann
tekist á við hin erfiðustu mál og
leyst þau eða á hann að vera í áhorf-
endastúku á meðan þau eru leyst
og segja svo, nú get ég?
Það væru óverðug örlög íslensk-
um jafnaðarmönnum.
Höfundur er aðstoðarmaður,
utanríkisráðherra.
Tímarítíð Úrval 50 ára
ÚRVAL, „tímarit fyrir alla“ eins
og segir á kápu tímaritsins, er
fimmtíu ára um þessar mundir.
Það hóf göngu sína vorið 1942
og hefur komið óslitið út síðan
nema um hálfs árs skeið árið
1961. Afmælisritið kemur út í
35 þúsund eintökum og verður
það sent völdum hópi til kynn-
ingar auk þess að vera sent til
fastra áskrifenda og selt í lausa-
sölu.
Húgmyndina að Úrvali átti Gísli
Ólafsson sem þá starfaði hjá Stein-
dórsprenti. Hann sótti fyrirmynd-
ina til erlendra tímarita og ekki
síst til Reader’s Digest, sem er
ennþá víðlesnasta tímarit heims
með 28 milljónir eintaka í hveijum
mánuði. Gísli, sem starfar nú hjá
Bókaútgáfunni Þjóðsögu, vandaði
mjög til Úrvals, „tímaritagreina í
samþjöppuðu formi“, eins og Úrval
hét fyrst, þau 17 ár sem hann stýrði
blaðinu og hefur verið kappkostað
síðan að fylgja fordæmi hans.
Útgáfufélagið Hilmir tók \’ið út-
gáfu Úrvals árið 1962 og hafði
hana með höndum til ársins 1981
að Hilmir hf. rann saman við
Ftjálsa fjölmiðlun hf. sem nú gefur
tímaritið út. Auk Gísla hefur
Sigurður Hreiðar lengst verið rit-
stjóri Úrvals en hann hafði 17 ár
að baki um síðustu áramót þegar
hann sneri sér alfarið að ritstjóm
Úrvalsbóka sem Fijáls fjölmiðlun
gefur út. Aðrir ristjórar Úrvals eru
Bárður Jakobsson, Gísli Sigurðs-
son, Halldór Ólafsson, Sigurpáll
Jónsson, Gylfi Gröndal, Haukur
Helgason og Ragnar Hauksson.
Frá og með 4. hefti 1992 verður
Guðrún Valdimarsdóttir ritstjóri.
Víða er leitað fanga við efnis-
leit. Mest af efninu kemur þó frá
Reader’s Digest en auk þess fær
Úrval efni frá erlendum dreifingar-
aðilum. Leitast hefur verið við að
hafa ávallt eitthvað af efninu 'ís-
lenskt þó að tímaritinu sé fyrst og
fremst ætlað að vera lesendum sín-
um gluggi að ýmsu því sem gerist
úti í heimi.
(Úr fréttatilkymiiiigu.)
NY VERSLUN HANS PETERSEN I REYICJAVÍK
keifunni 8
í HJARTA A7VINNULÍFSINS
Eins og í öðrum verslunum okkar verður megináherslan lögð á
fagmannlega þjónustu I öllu er viðvíkur Ijósmyndun. Hvort sem
um er að ræða framköllun, stækkun, vöruúrval eða ráðgjöf- þá
setjum við gæðin ofar öllu.
í tilefni af opnuninni gerum við ykkur og okkur dagamun með
ýmsum uppátækjum:
• Allir krakkar sem vilja, fá tekna af sér mynd með stóra Litakríla.
• Tíundi hver viðskiptavinur fær Barcelona Fun einnota myndavél
frá Kodak.
• Spennandi getraun og ýmislegt óvænt.
yerið velkomin
í nýja verslun
Hans Petersen,
Skeifunni 8,
Reykjavík.
S PETERSEN HF
BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI,
KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI OG SKEIFUNNI 8
AUK / SÍA k91d22-279