Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 19. aldar, að Rembrandt var viður- kenndur sem mesti listamaður Norður-Evrópu. List hans reis hæst ógæfuárin, ár gjaldþrots og niðurlægingar. Ég kynntist verkum Rembrandts fyrst árið 1962 í Vetrarhöllinni í St. Pét- ursborg (áður Leningrad), þá far- þegi á Lagarfossi. En við endurtekn- ar heimsóknir til Ríkislistasafnsins í Amsterdam hef ég tekið slíku ást- fóstri við „Næturvaktina", að í þess- ari síðustu heimsókn fannst mér streyma gífurlegur, jákvæður kraft- ur út úr myndinni. Það var mjög sérstæð reynsla, ekki ósvipuð og í herbergi Raffaels í Uffízi-safninu í Flórens um jólin síðustu. Kannski lifa listamennirnir áfram í .verkum sínum í bókstaflegri merkingu? í fræðibókum t.d. frá 1949 er fullyrt að Rembrandt hafí skilið eft- ir sig u.þ.b. 600 málverk. Nú eru listfræðingar komnir á þá skoðun, að aðeins séu til u.þ.b. 300 málverk eftir hann og þau þá auðkennd Rembrandt van Rijn, en hin 300 auðkennd Rembrandt-skólinn, og eru eftir nemendur hans, sem hann hrósaði með því að signera myndim- ar með nafni sínu. Hætt er við að verðmæti sumra safna og einstakl- inga hafí dalað við þessar rannsókn- ir. Van Gogh-safnið Mikið er um að vera á uppstign- ingardag 28. maí. Söfnin aðeins opin frá 13-15 og allar búðir lokað- ar, svo fólkið streymir á söfnin. Alls staðar að úr heiminum, Japan- ir, Suður-Ameríkubúar, Bandaríkja- menn og Skandinavar, allir að skoða málverk. Gömlu kunningjamir eftir Van Gogh em á sínum stað, Kart- öfluætumar, Hermaðurinn frá Afr- íku, Camille Roulin og sjálfsmynd- imar, auk þess er sýning frá Mes- dag-safninu í Haag, sem ber nafnið: „Frá Delacroiz til Israéls". Hendrik Willem Mesdag (1831-1915) var hollenskur listmálari en jafnframt mikill listaverkasafnari. Hann safn- aði 300 málverkum á æviskeiði sínu og 90 teikningum, byggði yfír safn- ið og gaf Haag-borg síðan allt sam- eftirLeif Sveinsson Fyrsta ferð okkar hjóna til Amst- erdam var í september 1965. Gistum þá á Hotel Polen við Kalverstraat, en það er nú bmnnið fyrir mörgum ámm. Við vorum dugleg við söfnin, fómm á tónleika hjá Koncertgebau, en best man ég þó matstaðina, Svörtu rolluna, Excelcior, Five Flies og Hafnarbúðir. Þá hafði enginn heyrt um Amsterdam sem miðstöð eiturlyíja, borgin var þá hrein og fín. Rauði Danni og 1968-kynslóðin ekki búin að taka völdin í stórborg- um Evrópu. Loftleiðir hf. flugu á þessari leið árið 1965. Arnarflugsferðirnar Árið 1984 komum við loks aftur til Amsterdam á leið okkar til Kan- aríeyja. Amarflug var þá með ferð- ir til Gran Canaria, fyrst flogið til Amsterdam, dvalið þar í eina nótt og síðan flogið með Iberia-flugfélag- inu spænska til Gando-flugvallar á Kanaríeyjum. Eftir þetta 19 ára hlé var komið nýtt safn, Van Gogh- safnið og tókum við þegar ástfóstri við þá stofnun. Amarflug flutti eigi eingöngu fárþega til Amsterdam, eftir eina ferðina var Eggert Þor- steinsson forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins spurður hvemig honum hefði líkað flugferðin frá Keflavík til Amsterdam. „Nokkuð vel", svar- aði Eggert, „en mér líkaði ekki, að háhymingamir fengu morgunmat- inn á undan okkur hinum farþegun- um“. Árið eftir, 1985, erum við aftur á ferð í gegnum Amsterdam, gistum í bakaleiðinni á Marriot-hótelinu, rétt hjá Rijksmuseum og Van Gogh- safninu. Þá var sýning á verkum Edwards Munchs í Van Gogh-safn- inu, en E1 Greco sýning í Ríkislista- safninu, verkin að láni frá Prado- safninu í Madrid. Það er alltaf eitt- hvað um að vera á sviði listanna í stíflunni í ánni Amstel, eins og nafn borgarinnar er myndað. Söfnin alls 40 talsins. Camille roulin eftir Van Gogh. Fjórða pUagrímsförin Nú skal haldið í fjórðu pílagríms- iörina til Amsterdam og dóttir okk- ir Bergljót flýgur frá Mílanó til nóts við okkur. Það á að halda upp í 40 ára útskriftarafmæli úr Há- skóla íslands þann 28. maí, en þann iag lauk ég embættisprófi í lög- 'ræði 1952. Fagnaðarfundir eru í Boliday Inn hótelinu, þar sem her- jergi er tryggt. Það er hitabylgja í ámsterdam, 28 á °. Dagarnir eru fljótir að líða, siglt með Rembrandt- Dátnum frá Ríkislistasafninu að Vlunktoren, frábær leiðsögumaður fræðir okkur um Rembrandt og borgarlífið í dag. Rembrandt Harm- ensz van Rijn fæddist árið 1601 og dó 1669. Faðir hans var malari í Leiden. Rembrandt gekk í háskól- ann í Leiden, en náði þar ekki góð- um námsárangri, svo faðir hans sendi hann fyrst í listnám til J. van' Swanenbruch í Leiden og síðar til P. Lastman í Amsterdam. Var bú- settur í Ajnsterdam frá 1631 og varð fljótlega eftirsóttur portrett- málari. Rembrandt var ákafur lista- verkasafnari, en smekkur hans var dýr. Hann safnaði m.a. Raffael með þeim afleiðingum að hann varð Rijksmuseum í Amsterdam. „Nú eru listfræðingar komnir á þá skoðun, að aðeins séu til u.þ.b. 300 málverk eftir hann og þau þá auðkennd Rembrandt van Rijn, en hin 300 auð- kennd Rembrandt-skólinn, og eru eftir nemendur hans, sem hann hrósaði með því að signera mynd- irnar með nafni sínu.“ gjaldþrota 1656. Hús hans og safn - var þá selt á nauðungaruppboði, hann dó í fátækt, sjónlítill og van- metinn. Lánadrottnamir sátu um hvert hans verk, hann mátti ekkert selja, þeir hirtu allt upp í skuldimar. Þá tók sambýliskona hans Hendrikje Stoff- els og sonur hans Titus til sinna ráða, stofnuðu félag, sem hafði það að markmiði að selja málverk Rembrandts. í kvikmyndinni um ævi hans, þar sem Charles Laughton fer meðhlutverk hans, er gerð glögg grein fyrir þessum þætti í ævi hans. Leikur Laughtons er ógleymanleg- ur. Það var eigi fyrr en undir lok an. Safnið er ekki fyrst og fremst minnisvarði um manninn, heldur frábæran listasmekk hans. Van Gogh-safnið fer með stjórn Mes- dagssafnsins. Sú spuming leitar á áhorfendur, þegar saga Van Gogh er höfð í huga: „Er nauðsynlegt að þjást svona mikið til að skapa svo ódauðlega list?“ Það verður hver að svara fyrir sig. Ferðalok Fimmtudagskvöldið 28. maí er snædd hátíðarmáltíðin á Svörtu roll- unni við Leidesplein, húsið byggt 1687, enginn jámnagli til í því, allt geimeglt. Maturinn er frábær, þjón- arnir liprir, kvöldið minnisstætt. Föstudagurinn 29. rennur upp bjartur og fagur, sjöundi sólardag- urinn í þessari vikuferð, hitinn nú 24 stig. Hver getur beðið um betra veður. Nú skilja leiðir, dóttir okkar heldur til Mílanó með Alitalia, en við með Flugleiðum til Keflavíkur. Lokið er listaveislu, sem við munum lifa á það sem eftir er ævinnar. Veri þeir ævinlega blessaðir vinir okkar, þeir Rembrandt van Rijn og Vincent Van Gogh. Höfundur cr lögfræðingur í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.