Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 35 Hátíðarhöld með hefð- bundnu sniði í Keflavík Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegnr í Keflavík á sunnudaginn og fóru hátíðarhöldin fram með hefðbundu sniði í blíðuveðri, enda fjöl- menntu bæjarbúar niður að höfn sjómönnum til heiðurs. Hátíðarhöldin hófust með því að íslenski fáninn var dreginn að húni við minnismerki sjómanna við höfn- ina og síðan fór fram sjómannamessa í Keflavíkurkirkju. Eftir hádegi var svo farið í skemmtisiglingu með böm og fullorðna og þar var margt um manninn að venju. Hátíðarræðuna flutti að þessu sinni Jón Rúnar Ama- son formaður Vélstjórafélags Suður- nesja og gerði hann að umtalsefni ofveiði undanfarinna ára sem nú væri og gæti átt eftir að hafa alvar- legar afleiðingar. Þá voru sjómenn heiðraðir og síðan fór fram kappróð- ur, stakkasund, koddaslagur, tunnu- hlaup og reiptog. Einnig var skipshöfn Happasæls KE 94 heiðruðu fyrir fyrirmyndar framkvæmd á öryggisreglum og er þetta í annað sinn sem bátur frá Keflavík fær þess viðurkenningu á 4 ámm, en að þessu sinni hlutu 7 skips- hafnir þessa viðurkenningu sem veitt er af Siglingamálastofnun. -BB Jón Gunnlaugsson Aldnir sjómenn, sem heiðraðir voru á Akranesi. Guðmundur Pálmason, Gísli Teitur Kristinsson, Ár- sæll Eyleifsson og Alfreð Kristjánsson. Með þeim á myndinni er sóknarpresturinn séra Björn Jónsson. Fólk í hátíðarskapi á Akranesi MJÖG mikil þátttaka var í hátíða- höldum sjómannadagsins á Akra- nesi og fólk þar í hátíðarskapi. Dagskrá tengd deginum var mun viðameirai í ár í tilefni 50 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Veðrið spillti ekki fyrir enda blíð- viðri og sólskin. nýttu margir sér hana. Við sjó- mannaguðsþjónustu í Akraneskirkju voru fjórir eldri sjómenn heiðraðir, þeir Gísli Teitur Kristinsson, Alfreð Kristjánsson, Ársæll Eyleifsson og Guðmundur Pálmason og að lokinni þeirri athöfn var bómsveigur lagður við fótstall minnismerkis drukknaðra sjómanna á Akranesi. Fjölmennt var við þessar athafnir. Deginum lauk síðan með borðhaldi og dansleik sjó- manna í Hótel Akranesi. Fagnr sjómannadagur í Grindavík FYRIR Grindvíkinga sem byggja líf sitt að miklu leyti á sjávarfangi skipar sjómanna- dagurinn stóran sess í huga þeirra. Svo var nú á sunnudag- inn því þeir fjölmenntu á hátíða- höld í tilefni sjómannadagsins. Eiginleg dagskrá byijaði reynd- ar deginum áður með sýningu þyrlusveitar varnarliðsins á björg- un úr sjó og vakti sú sýning mikla athygli fyrir góð tilþrif. Sveitin lenti síðan þyrlunni á Svíragarði og var hún til sýnis almenningi. Þá fór róðrarkeppnin fram á laug- ardeginum. Þar sigruðu vaskir sveinar frá Hafur-Birninum í flokki landsveita karla og Gjögur í flokki landsveita kvenna. Þorbjarnar- menn sáu þar með á bak bikarnum sem þeir hafa varðveitt undanfarin fimm ár. Skarfur bar sigur úr bít- um af bátasveitum. Sjómannadagurinn heilsaði síð- an með glampandi sól þegar skrúð- gangan lagði af stað til að setja blómsveig við minnismerki drukknaðra sjómanna og halda til sjómannamessu í Grindavíkur- kirkju. Dagskrá dagsins var með hefðbundnum hætti þar sem fólk safnaðist saman niður við höfn og hlýddi á ræðuhöld. Óskar Vigfús- son formaður sjómannafélags ís- iands ávarpaði fundinn. Að venju voru aldraðir sjómenn heiðraðir og að þessu sinni voru Þorgeir Þórarinsson, Þórarinn Ólafsson og Hallgrímur Hallgríms- son heiðraðir fyrir farsæl störf við sjómennsku. Þá voru veitt viður- kenningarskjöl fyrir björgun manna úr hafsnauð sem er nýjung. Tvær áhafnir hlutu viðurkenningu, áhöfnin á Ólafi GK 33 fyrir giftu- samlega björgun 5 manna af Ár- sæli í innsiglingunni til Grindavík- ur og áhöfnin á björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni fyrir björgun tveggja manna af Jóhannesi Gunn- ari við Reykjanes. Að ræðuhöldum loknum var gengið til skemmtidagskrár meðal annars með hinum ómissandi koddaslag sem vakti að vanda kátínu fólks og dagurinn endaði síðan með sjómannadagsballi sem fór hið besta fram. - FÓ- Frá keppni í sjóvinnu á sjómannadaginn á Höfn. Sjómannadagurinn haldinn í kalsaveðri ÞAÐ var kalsaveður meðan skemmtiatriði voru flutt og á sjómannadag- inn var fyrirhuguð útiskemmtun flutt inn í Sindrabæ og stytt veru- lega. Á laugardaginn var róðrarkeppni sjómanna og keppt var í sjó- vinnu. Þá var koddaslagur á planka yfir höfninni og enduðu allir þátt- takendur í höfninni, sem vera ber. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þyrlusveit varnarliðsins lék listir sínar og björguðu félögum sínum úr sjónum eftir að hafa látið þá stökkva úr þyrlunni. Dagskráin á sjómannadag byijaði með hátíðarmessu og eftir hana var lagður blómsveigur á minnisvarða um drukknaða sjómenn í Óslandi. Eftir hádegið var um klukkustundar skemmtun í Sindrabæ og að henni lokinni buðu sjómenn bæjarbúum í siglingu út fyrir ós. Skemmtanahaldi lauk síðan með borðhaldi og dansleik í íþróttahúsi bæjarins. í tilefni dags- ins var ennfremur haldin sýning á sjóminjum í Pakkhúsinu er stendur niður við höfn. Munir komu víða að þar sem enn er ekki sjóminjasafn hér á Höfn. JGG. Jafn árangur íslensku sveitarinnar Skák Bragi Kristjánsson Sjö umferðum er lokið á Ólymp- íuskákmótinu á Manila, þegar þess- ar línur eru ritaðar. Islendingar hafa staðið sig vel, eru í 6.-10. sæti með 18 vinninga af 28 mögu- legum. Árangur sveitarinnar er mjög jafn, einungis tvö töp með minnsta mun, gegn sterkum sveit- um Bosníu og Bandarikjanna. Um einstök úrslit Islendinga vísast til meðfylgjandi töflu. 5. umferð Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: L. Brunner (Sviss) Kóngsindversk-vöm 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - c6, 6. Bg5!? — (Leikur Helga er góð tilbreyting frá algengustu stað- setningu biskupsins í þessari stöðu, t.d. 6. Be3 — a6, 7. Dd2 — b5, 8. 0-0-0 - Da5, 9. Kbl - Rbd7, 10. Bh6 - Bxh6, 11. Dxh6 - Bb7, 12. Dd2, 0-0-0, 13. d5 - b4, 14. Rce2 - cxd5, 15. cxd5 - Db6 með örlítið betra tafli fyrir hvítt.) 6. - a6 (Svarta drottningin lendir á glap- stigum, ef hún fer á peðaveiðar: 6. - Db6, 7. Dd2 - a5, 8. Bd3 - Dxd4?!, 9. Be3 - De5, 10. Rge2 - Ra6, 11. f4 - Dh5, 12. f5!? með hótuninni Re2 — f4 o.s.frv.) 7. Dd2 - b5, 8.0-0-0 - Da5, 9. e5!? - dxe5, 10. dxe5 - Rd7 (Ekki gengur 10. — b4, 11. exf6 — bxc3, 12. De3! með vinnings- stöðu fyrir hvít.) 11. f4 - Dc7 (Svartur getur ekki hrókað, fyrr en hann hefur valdað peðið á e7.) 12. Rf3 - Rc5, 13. De3 - Da7, 14. Re4 - Rxe4, 15. Dxe4 - 0-0, 16. Bd3 - He8, 17. Hhel - Be6 (Svartur er á eftir í liðsskipan og á að auki í erfiðleikum með að finna góða reiti fyrir menn sína.) 18. Rd4 — Bxc4, 19. Bxc4 — bxc4, 20. f5! - (Helgi lítur auðvitað ekki við peðinu á c6: 20. Rxc6? — Rxc6, 21. Dxc6 - Hac8, 22. Dd7 (22. Hd7? - Df2!, 23. De4 - c3!) 22. - Db6 og svartur fær mjög hættulega sókn.) 20. - c5 (Hvað annað?) 21. e6! - f6 (Ekki gengur 21. — cxd4, 22. exf7+ — Kxf7, 23. De6n------Kf8, 24. fxg6 - hxg6, 25. Hfl+ - Bf6, 26. Bh6+ mát.) 22. Be3! - cxd4, 23. Bxd4 - Dc7, 24. Dxa8 - Df4+, 25. Be3 - Dxf5, 26. Dd5 - Dxd5, 27. Hxd5 - Rc6 (Eftir síðustu leiki, sem hafa verið meira og minna þvingaðir, á Helgi unnið tafl.) 28. Bd2 - Re5, 29. He4! - Hc8, 30. Hed4 - Hf8, 31. Hd8 - f5, 32. Hxf8+ - Bxf8, 33. Kc2 - h5, 34. h3 - Bg7, 35. Bc3 - Bf6, 36. Hd7?! - (Óþörf fórn, sem að vísu vinnur örugglega. Eftir 36. Hd8+ — Kg7, 37. Bxe5 — Bxe5, 38. Ha8 ásamt 39. Hxa6 á hvítur auðunnið tafl.) 36. - Rxd7, 37. exd7 - e5, 38. Ba5 - Kf7, 39. dD8 - Bxd8, 40. Bxd8 - Ke6, 41. Kd2 - f4, 42. Kc3 - Kd5, 43. h4 - e4, 44. Bc7 - f3, 45. gxf3 - exf3, 46. Bb6 - a5, 47. Bf2 - a4, 48. a3 - Ke4, 49. Kxc4 — g5, 50. hxg5 — Kf5, 51. Kd5 - Kxg5, 52. Ke4 - Kg4, 53. Bel - og svartur gafst upp, þvi hann á gjörtapað tafl eftir 52. — h4, 53. Bxh4 - Kxh4, 54. Kxf3 - Kg5, 55. Ke4 og hvíti kóngurinn sækir peðið á a4. ísland •5 W Cu Dannmörk Bosnía — Herzegónía SVÍS9 Bandarikin Kírgízístan 1. borð: Jóhann Hjartarson 'h i 0 'h 1 2. borð: Margeir Pétursson '/2 — 'h • 1 — 0 'h 3. borð: Helgi Ólafssön — i 1 0 1 — 'h 4. borð: Jón L. Árnason 1 _ 'h 'h 'h 'h _ 1. varam: Hannes Stefánss. 1 i — — 1 'h 'h 2. varam: Þröstur Þórhallss. 1 'h ■- - 'h - - 3Vi 3 3 l'h 3 Vh 2'h Morgunblaðið/Björn Blöndal Happasæll KE 94 á leið í skemmtisiglinguna og létu bæjarbúar sig ekki vanta nú frekar en undanfarin ár. Aðalhátíðahöldin fóru fram við höfnina og var keppt þar í hinum hefðbundnu keppnisgreinum dags- ins. Hin nýja og glæsilega Vest- mannaeyjafeija Heijólfur var til sýn- is í höfninni og fjöldi manns skoðuðu skipið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í heimsókn og sýnd var björgun manna úr sjávarháska. Þá var börn- um bæjarins boðið í skemmtisiglingu og síðan á kvikmyndasýningu. Kaffi- sala var síðan í Akraborginni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.