Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Samband Al- þýðuflokks- félaga á Suðurnesjum STOFNFUNDUR Sambands Al- þýðuflokksfélaga á Suðurnesjum var haldinn í Alþýðuhúsinu í Keflavik að kvöldi 9. júní sl. Stofn- aðilar eru Alþýðuflokksfélögin í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum. Markmið félagsins er að vera sam- starfsvettvangur Alþýðuflokksfélága á Suðumesjum til eflingar innra starfi ásamt því að stuðla að og efla framgang jafnaðarstefnunnar á Suð- umesjum. Stofnfundurinn var fjölsóttur og fór þar fram mjög lífleg málefna- umræða. Formaður samtakanna til eins árs var kosinn Kristmundur Asmundsson og ritari Ragnar Hall- dórsson. (Fréttatilkynning) -----♦ ♦ ♦ Búðardalur: Breiðfirskar konur heim- sækja heimabyggð Búðardal. Það var félag breiðfirskra kvenna í Reykjavík er fór vestur í Dali á uppstigningardag. Þessi ferð er árleg skemmtiferð félags kvenna. Þær keyrðu hér um, skoðuðu byggðasafnið að Laugum, fóru í Hjarðarholtskirkju og sáu breyt- ingarnar sem hafa orðið á kirkj- unni. Kirkjan hefur verið sett í upprunalegt horf og er mjög falleg. Svo er verið að klæða kirkj- una að utan. Þá hefur kirkjugarð- urinn verið sléttaður og stækkað- ur. Eftir þessa yfírreið komu konumar aftur til Búðardals þar sem konur úr kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur buðu til kaffídrykkju í Thomsens- húsi en það er elsta húsið í plássinu sem konumar keyptu og eru búnar að flytja í nokkuð gott horf. Þar tóku kvenfélagskonur á móti gestunum og áttu ánægjulega samverustund við kaffíveitingar og spjall. Sýnir þetta hug burtfluttra til heima- byggðarinnar. Gestimir færðu kven- félaginu Þorgerði Egilsdóttur pen- ingagjöf sem kemur sér vel vegna húsakaupanna. Dagurinn var indæll og eftirminnilegur. - Kristjana 'BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFSTÖÐVAR ALLT AÐ 30% L Æ K K U N 0,67 kw 49.114 stgr. 1,90 kw 62.627 stgr. 2,15 kw 55.456 stgr. 3,00 kw 80.741 stgr. 3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 ,tgr. Baphomet Strigaskór nr. 42 Sororicide Forgarður helvítis Cranium Bar 8 In Memoriam Óháð listahátíð: Rokkað í Héðinshúsinu ÓHÁÐA listahátíðin Loftárás á Seyðisfjörð stendur nú sem hæst og í dag verða tónleikar í Héðinshúsinu. Þar koma fram margar af fremstu hljómsveitum yngri kynslóðarinnar, auk- inheldur sem skáld flytja ljóðmæli og listamenn gjörninga. Loftárásin hófst 13. júní sl. og stendur fram til 28. júní, en aðal hennar hefur verið að byggja á íslenskum listamönnum og þá gjarnan lítt eða nánast óþekktum. Þungamiðja dagskrár hvers dags er jafnan í Héðins- húsinu, en einnig hafa lista- og tónlistarmenn hreiðrað um sig í miðbænum og víðar. í kvöld verða, eins og áður sagði, tón- leikar ungsveita í Héðinshúsinu og koma þá fram nokkrar af frambærilegustu slíkum sveitum landsins. Sveitimar, sem koma víða að, leika allar rokk í þess fjölbreyti- legu myndum, allt frá geysi- þungu grindcore og dauðarokki í sýrurokk. Flestar eru sær dauð- arokksveitir, enda slík tónlist vinsæl vel um þessar mundir, en aðrar helga sig hefðbundnara rokki. Fram koma Cranium, Maunir, Condemned, Bar 8, Baphomet, Clockwork Diabolus, Fökkopps, Múliúlpa, Forgarður helvítis, In Memoriam, Synir Raspútíns, Strigaskór nr. 42 og Sororicide. Flestar sveitanna eru kunnar meðal annars fyrir þátttöku sína í Músíktilraunum, t.a.m. Sororicide, sem sigraði á síðasta ári, en Craninum, Condemned, Bar 8, Forgarður helvítis, Baphomet, Clockwork Diabolus og In Memoriam tóku þátt í Músíktilraunum í mars/apríl sl. In Memoriam komst reyndar í annað sæti. Sem meðlæti með tónlistinni kynnir Valgeir Bragason og fremur gjörninga, Ari Gísli Brag- ason fer með Ijóð og Þórhallur Guðmundsson les barnasögu. Árni Matthíasson FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID MEÐ SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú faerö sand og aftskonar grjót hjá okkur. Vi& mokum þessum efnum á bíla eba í kerrur og afgreibum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílum þínum. Leigum út kerrur og hjólbörur. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SfMI: 68 18 33 Afgreiðslan vib Elliðaár er opin: mánud. -fimmtud. 7:30-18:30 föstod. 7:30 -18:00 laugardaga 7:30 - 1 7:00 Opið í hádeginu nema á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.