Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 13 verkið sé í hægu tempói, hefur mikil alúð verið lögð í þetta verk og það er dansað „til að særa-fram tilfinningar", eins og segir í leik- skrá. Það tekst. Það er leitun að balletsýningu hér á landi þar sem ljósum hefur | verið beitt jafn markvisst og smekklega og á þessari sýningu. Þar hefur Bjöm Bergsteinn | Guðmundsson unnið gott verk. Elín Edda Árnadóttir gerði sérlega ein- falda og athyglisverða leikmynd við sýninguna. Hluti hennar stend- ur á gólfinu, en hún hangir einnig á svifrám og snertir ekki sviðið, heldur svífur yfir því og dansar með. Þó svo að aðeins einn dans- ari sé á sviðinu, virðist hann aldrei einn. Ljós, leikmynd og búningar — allt til sóma. Það má velta því fyrir sér, hvort Auður sé ekki að færast of mikið í fang, með því að semja dansverk- in og dansa þau sjálf og stýra svot- il ein. Auðvitað er djarft teflt og mikið lagt undir. En Áuður Bjarna- ) dóttir stenst prófíð með sóma. Sýn- ingin er lofsvert framtak. Hún læt- ur lítið yfír sér, en fyllir alveg útí jj sinn ramma. Hún er hvorki of stór né of lítil. Hún gengur upp. Það hefðu fleiri mátt vera við frumsýn- | inguna er móttökurnar voru inni- legar. Fólk reis úr sætum og bravó- köllin flugu um salinn. Það verða sýningar þann 18. júní og á kven- réttindadaginn þann 19. júní. Þá gefst tækifæri til að upplifa sýning- una og sjá einmitt þannig konu; Auði Bjarnadóttur. en þrátt fyrir það virðist sú tækni og úrvinnsla sem listamaðurinn beit- ir miðast við mikla nálægð áhorfand- ans. Og því verður hver mynd fyrir sig nær yfírþyrmandi í stærð sinni og fullkomnun. Hver þáttur sögunnar er heimur út af fyrir sig. Tæknilega má segja að varla sé nokkuð hægt að finna i að vinnu listamannsins, sem greini- lega hefur ótrúlegt vald á þeim miðli sem hann hefur valið að nota fyrir | þessa myndasögu. Skipan mynd- " sviðsins hveiju sinni er ljós og út- færsla myndefnisins skapar heilar sögur út af fyrir sig. Mótun skugga og endurvarp fólks og fylgja er þannig að stöðug hreyfíng og tii- færsla virðist eiga sér stað í flet- inum. Það er nöturlegur heimur, sem listamaðurinn hefur skapað unga manninum, og er varla tilviljun að hann minnir í nokkrum atriðum á ímynd stærstu borgar Svíþjóðar. Þetta er hinn manngerði heimur steinsteypu, stáls og raflýsingar, með því fylgir grámi umhverfísins, rusl og annar úrgangur eins ög sjálf- sagður hlutur. Hvergi sér í lífræna ) náttúru.fugla, tré eða gras, og jafn- vel fljótið mikla minnir meira á þykk- fljótandi skólp eða olíu en lifandi | vatn. Allt umhverfí sögunnar markast af fírringu mannsins í þessum heimi, | hann þarf sífellt að bíða, og jafnvel þegar hann rís gegn umhverfinu, eru afleiðingamar hörkulegt og vélrænt svar kerfísins. Þar sem mannleg ást og samúð virðist einnig bresta verða draumarnir löks eina flóttaleiðin. í sýningarskrá er að finna ágæta þýðingu á ummælum Stefan Máhl- qvist um þessa myndasögu, sem gestir geta notað til að rekja sig eftir myndunum. Annars eru leið- beiningarnar í sjálfu sér óþarfar, þar sem sagan segir sig sjálf, og er kunnugleg, skáld og listamenn hafa fjallað um þroskasögu mannsins um aldaraðir. Sögugerð Bjöms Brusew- itz er hins vegar afar athyglisverð fyrir margra hluta sakir, hún er I tæknilega vel unnin, hún er persónu- leg og lýsir mikilli næmni á þá fírr- ingu, sem er vel á veg komin með •: að leiða nútímamanninn inn í nótt- ina, án þess að hann eigi aftur- kvæmt þaðan. | Sýningin á myndaröðinni „Inn í nóttina“ í Listasafni ASÍ við Grens- ásveg stendur til sunnudagsins 28. júní. Undrabörnin frá Rússlandi _________Tónlist_____________ Ragnar Björnsson Um samtökin „New Names“ seg- ir efnisskrá að þau hafí verið „stofn- uð í Rússlandi 1989 af alþjóðlegri menningarstofnun rússneska sam- bandslýðveldisins. Markmið þeirra er að rækta og styðja ungt hæfí- leikafólk á öllum sviðum menning- ar, lista og vísinda og koma þeim á framfæri, bæði heima og erlendis í nafni friðar og vináttu milli þjóða." Svo mörg eru þau orð, en því miður hefur margt óhæfuverkið verið unn- ið í nafni friðar og jafnvel í vináttu líka, en í þessu tilfelli hefur vafa- laust verið unnið af heilindum og a.m.k. eru engir heppilegri en böm og unglingar til þess að flytja frið, skilning og vináttu milli þjóða og þá ekki síst börn og unglingar með þá hæfileika sem þau rússnesku miðluðu á fjölum Þjóðleikhússins á mánudagskvöldið síðara. Hér voru á ferðinni fímm unglingar á aldrin- um 12-15 ára og léku á píanó, fiðlu, gítar og trompet og koma frá Pét- ursborg, Moskvu og Novosibrisk í Síberíu. Öll hafa þau haldið meira og minna af sjálfstæðum tónleikum, tekið þátt í tónlistarkeppnum, sigr- að eða verið nálægt því og öll kall- ast þau undrai^örn og á vegum New Names. Gagnrýni á eiginlega ekki við um tónleika sem þessa, en mað- ur sat undrandi allan tímann yfír einstæðri getu þessara unglinga. Verkefnaval þeirra miðaðist að mestu við tæknilega uppbyggingu og því „virtúósa-verk í hveiju fót- stigi, t.d. hófust þeir með Ismalei eftir Balakirew, sem frekar væri valið sem lokaverk tónleika en upp- hafsverk. Varla er hægt að hugsa sér æskilegri farfugla en slíka ungl- inga til þess að flytja frið og vin- áttu meðal þjóða. En þótt Rússar séu miklum listrænum gáfum gæddir þá eru New Names víðar sem skapa kannski þann gjaldmiðil sem sýndarmennskuferðir dipló- mata ná aldrei til. En New Names Rússanna er vert að leggja á minnið, Olga Pushetchnikova á píanó, Ilia Konvalov á fíðlu, Grigori Goriatchev á gítar, Vladimir Pus- hetchnikov á trompet, og Alexander Kobrin á píanó. Síðan 18. júní 1902 hefur Landsbankinn á Akureyri verið aflvaki í eyfirsku atvinnulífi og fjárhagslegur bakhjarl norðlenskra heimila. Tölur um innlán og útlán segja meira en nokkur orð um mikilvægi bankans fyrir Norðlendinga. Útlánin á síðasta ári námu 5.187 miljónum króna og innlánin 3.710 miljónum króna. Við óskum Eyfirðingum til hamingju með afmælið og þökkum ánægjuleg viðskipti í 90 ár. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.