Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ .MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Skíðaskálimi í Hvera dölum opnaður í dag Morgunblaðið/Ámi Sæberg NÝR SKÍÐASKÁLI í Hveradöl- um verður opnaður í dag, 17. júní. Hinn nýi skíðaskáli er svip- aðrar stærðar og gamli skálinn en nýtist á ýmsan hátt betur. Gamli skíðaskálinn sem stóð á sama stað í Hveradölum rétt við Suðurlandsveginn var byggð- ur 1934. Sá skáli brann hinn 20. janúar 1991. Varð að ráði að byggja nýjan skála í líkum stíl. Sömu aðilar standa að rekstrin- um, Carl Jónas Johansen veit- ingamaður og fjölskylda hans, en framkvæmdastjóri er Sveinn Valtýsson. Það kemur fram í fréttatil- kynningu að ætlunin er að við- halda þeirri gömlu hefð að brúð- kaupsveislur og annar fagnaður verði haldinn í skíðaskálanum. Einnig verður nokkuð lagt í það að bjóða erlendum ferðamönnum áhugaverða tilbreytingu. Má þess vænta að fljótlega verði haldnar svonefndar víkingaveisl- ur. Sömuleiðis verða sérstök ís- landskvöld þar sem framreiðslu- stúlkur íklæddar þjóðbúningum bera fyrir gesti það besta í ís- lenskri matargerð, bæði sjávar- rétti og lambakjöt. Skíðaskálinn verður opinn öll kvöld vikunnar og yfir sumartím- Nýi skíðaskálinn í Hveradölum. ann verður einnig opið í hádeg- inu. Verður hægt að fá létta og ódýrari rétti auk þeirra íburðar- meiri. Hinn nýi skíðaskáli er teiknað- ur af Bjarna Snæbjörnssyni hjá Teiknistofunni hf. Ármúla, 6. Byggingarmeistari var Harri Kjartansson á Fiúðum. Bygging- in er um eitt þúsund fermetrar að stærð og tekur aðalsalurinn um 200 manns í sæti. Til hliðar við aðalsal er 70 manna salur og á efri hæð er 20 manna sal- ur. Setustofur eru víðs vegar um húsið. Tvo bari er að finna í húsinu, annar á efri hæð en hinn íkjallara. F.v.: Vignir Þröstur Hlöðversson matreiðslumeistari, Carl Jónas Johansen veitingamaður og Elí Másson yfirþjónn. Þröstur Ólafsson um niðurstöðu flokksþings Alþýðuflokks í sjávarútvegsmálum; Ekki reynt að móta neinn valkost við það sem fyrir er ÞINGFULLTRÚAR Alþýðuflokksins sem tóku þátt í umræðum um sjáv- arútvegsmál á flokksþinginu um helgina deildu hart um ýmsa þætti þeirra mála en einkum þó um tvö atriði. Deilt var um frjálst framsal á kvóta og um tillögu um að taka upp sóknarmark í stað aflamarks, að sögn Þrastar Ólafssonar, sem er formaður af hálfu Alþýðuflokksins í nefnd ríkisstjómarinnar um mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu. Lands- byggðarfulltrúar höfðu sig mikið í frammi við umræðurnar og bendir Kristján Möller á Siglufirði á að það segi sína sögu að landsbyggðar- menn verði í miklum meirihluta í milliþinganefndinni sem á að vera flokksforystu og fulltrúum flokksins í sjávarútvegsnefnd stjómarflokk- anna til ráðuneytis, en i henni sitja einn fulltrúi úr hveiju kjördæmi. Ámi Gíslason skipstjóri segir að nefndin hafl rétt á að fá í hendur útskrift á öllu sem fram hafí komið í sjávarútvegsnefnd ríkisstjómarinn- ar og muni fylgja því fast eftir. Ámi sem er varamaður í milli- þinganefndinni segir að kvótaand- stæðingar séu í miklum meirihluta i nefndinni. Ámi bendir á að í ályktun- inni um milliþinganefnd flokksins segi að hún skuli m.a. fjalla um þær tillögur um stjóm fiskveiða sem fram komi á vettvangi sjávarútvegsnefnd- ar stjómarflokkanna. Hann segir að á þinginu hafí kom- ið greinilega fram að grasrótin í flokknum geti ekki undir neinum kringumstæðum sætt sig við núver- andi stjómkerfí fiskveiða og vegna þess að þau sjónarmið hafi verið ráð- andi við umræðumar hafí inntaki draga að ályktun þingsins verið gjör- breytt. Drögin sem hafí verið lögð fyrir þingið hefðu hins vegar þýtt að aðalinntak núverandi kvótakerfís, frjálst framsal, hefði verið staðfest. Tillaga um sóknarstýringu Magnús Jónsson veðurfræðingur, sem kosinn var formaður milliþinga- nefndarinnar, lagði fram sérstaka tillögu á þinginu þar sem hann lagði m.a. til að helstu atriði nýs stjóm- kerfís í sjávarútvegi verði að núver- andi aflamarkskerfi með fijálsu framsali verði afnumið, frelsi til veiða eftir ströngum leikreglum og ábyrgð verði homsteinn nýrrar stefnu, allur sjávarafli sem kemur um borð t veiði- skip skuli færður að landi og togveið- ar verði stundaðar á grundvelli sóknarmarks, þar sem árinu er skipt í 2-3 veiðitímabil. Landhelgin verði svæðaskipt og athugað verði hvort ekki eigi að hafa lágmarkstogveiði- landhelgi. Magnús lagði og til að aflagjald mætti nota til að styrkja djúpslóðarveiðar og ýmsar tilrauna- veiðar og að sóknarmarkið verði a.m.k að hluta til framseljanlegt milli togveiðiskipa til að ná fram hagræðingu. Netaveiðar verði einnig stundaðar á grundvelli sóknarmarks eftir ströngum leikreglum um veiði- tíma, veiðisvæði og fjölda neta í sjó. Var tillaga Magnúsar sett fram gegn þeim drögum sem fyrir lágu um að áfram yrði leyft frjálst fram- sal kvóta og að auðlindaskattur yrði svo tekinn upp í áföngum, sem and- stæðingar kvótakerfisins töldu að hefði þýtt að núverandi kvótakerfí yrði fest í sessi, að sögn Árna Gísla- sonar. Tillagan var þó ekki borin undir atkvæði þar sem samkomulag náðist um texta í endanlegri ályktun sem samin var í hópi undir stjóm Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Magnús sagði við umræðumar að menn yrðu að hafa að leiðarljósi að sátt ríkti um kerfí fískveiðistjómunar meðal þjóðarinnar. „Menn þurfa ekki að hlusta lengi til að skynja þá óánægju og það ósætti sem er um þennan óskapnað. Barátta sem geng- ur út á líf og dauða heilu byggðarlag- anna og baráttan innan staðanna vegna mismununar fólks og fyrir- tækja er að komast á það stig að ekki verður mikið lengur við unað. Ég óttast að framundan sé upplausn og barátta sem gæti komist á stig sem ekki hefur þekkst hér síðan á Sturlungaöld. Orlygsstaðabardagi, Flugumýrabrenna og Flóabardagi yrðu þá eins og tölvuleikir miðað við það sem þá gæti gerst. Alþýðuflokk- urinn hefur lengi haft það á stefnu- skrá sinni að gjaldtaka í einhverri mynd skuli koma fyrir að fá að veiða fisk við ísland. Um útfærslu á því hafa hins vegar verið skiptar skoðan- ir," sagði Magnús og hann sagðist einnig vera hættur að hlusta á „kvó- takóngana og þeirra varðmenn. Menn sem hafa það að aðalstarfi að braska með óveiddan físk á kostnað skajtgreiðenda, vælandi peninga út úr hinum ýmsu sjóðum og bönkum, sem með ríkisábyrgðina að baki taka veð í óveiddum físki sem kannski ekki er til og það allt að 180 þúsund tonnið. Menn sem um margt svipar til Iénsherra í Evrópu fyrri alda enda álíka málstað að veija,“ sagði hann. Óheppileg tillaga Þröstur Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið eftir þingið að hon- um litist ekki á hugmynd Magnúsar um að gefa sókn innan ákveðinna reglna fijálsa. „Við sem töldum þetta óheppilega tillögu bentum á að búið væri að reyna sóknarmark sem hefði verið í gildi hér fram til 1991 sem önnur af tveimur stýringaraðferðum og hefði ekki heppnast vel. Reyndar hefði það reynst svo illa að menn hefðu verið sammála að afnema það vegna þesshve sóunarsamt það væri. Við bentum á að fískunum myndi ekki fjölga þó tekið væri upp nýtt stýrikerfi," sagði hann. Þröstur sagði ekkert nema gott um þá málamiðlun þingsins að segja að setja á fót milliþinganefnd, sem ætti að vera mönnum til halds og trausts við mótun fiskveiðistefnunn- ar. „Að öðru leyti voru líka miklar umræður um hvað taka ætti fiski- fræðina alvarlega. Menn bentu á að þetta væri vísindagrein sem ætti iangt í land með að verða sæmilega marktæk. Þannig að menn yrðu að taka þessu með varúð. Sumir gengu svo langt að segja að það væri meiri áhætta í því að fara eftir ráðlegging- um fískifræðinga heldur en að gera það ekki. Ég er ánægður með niðurstöðu þingsins. Ég var með þann málflutn- ing allan tímann að það mætti ekki koma til þess á þessu þingi að sam- þykktar yrðu samþykktir sem lokuðu möguleikum manna í sjávarútvegs- nefnd til að ná þar niðurstöðu. Þá myndi ekkert gerast, engin breyting verða, því lögin myndu halda áfram að vera í gildi. Niðurstaðan varð sú að engum dyrum var lokað. Það var eingöngu bent á að menn væru óánægðir með gildandi kerfi. Á þessu þingi var heldur ekki reynt að móta neinn valkost við það sem fyrir er. Við verðum því að vinna áfram að þessum málum og leggja til grund- vallar þann anda sem þama kom fram,“ sagði Þröstur. Framsal réttmætt í ákveðnum tilvikum „Það er ljóst að það þarf að hafa einhveija góða stýringu á veiðunum en ég skipti alveg um skoðun í þess- um málum á síðasta ári þegar skip- stjóri vestur á fjörðum lýsti því fyrir mér þegar hann hefði verið búinn með allan þorskkvóta og hefði farið nokkrum sinnum á sjó til að veiða kola. Hann lenti í miklu þorskfískiríi og sagðist hafa hent 25 til 30 tonnum af góðum þorski í hafíð vegna þess eins að hann var svo óheppinn að þorskurinn slysaðist með þegar hann ætlaði að veiða kola,“ sagði Kristján Möller í samtali við Morgunblaðið. Kristján, sem á sæti í milliþinga- nefndinni, segir að kvótakerfíð hafí verið við lýði í átta ár og skili nú mjög slæmu ástandi þorskstofnsins, sem sýni að eitthvað alvarlegt sé að þessu kerfí. „Ég lagði líka áherslu á á þinginu að það er alveg ljóst, eins og skipstjórar og sjómenn segja sjálf- ir, að það er drepið miklu meira af físki en kemur að landi. í þriðja lagi er loðnuumræðan á síðastliðnum árum mér mjög í fersku minni þar sem stofninn hefur að mati fískifræð- inga átt að vera hruninn en alltaf veiðist einhver loðna,“ sagði hann. Kristján sagði að á þinginu hefði verið deilt um fijálst framsal veiði- heimilda en sagðist ekki vilja úttala sig um það. „Ég gagnrýni þó ekki framsal á kvóta í tilfellum eins og þegar útgerð sem stendur kannski uppi með bilað skip þarf að selja afnotaréttinn en ég er hiklaust á þeirri skoðun, eins og aðrir Alþýðu- flokksmenn, að þjóðin eigi auðlindina og að greiða á aflagjald. Þó sú hug- mynd sé góð held ég samt að það sé lengra í að það verði gert, ‘ sagði Kristján. „Það er aldrei hægt að ræða svona mál í botn á þingum sem þessum þar sem ekki gefst tími til þess en sú millilending sem varð með skipun milliþinganefndar, þar sem „höfuð- borgarvaldið“ er ekki í meirihluta, verður vonandi til þess að við komum sjónarmiðum fólksins út í kjördæ- munum betur á framfæri. Ég reikna með að við munum koma oft og reglulega saman í þessari nefnd,“ sagði Kristján. Boðflenn- ur kveiktu í sorpi ELDUR kom upp í sorptunnu við Frakkastíg í fyrrinótt. Talið er að tveir menn hafi kveikt í sorp- inu þegar þeim var meinuð inn- ganga í samkvæmi í húsinu. Tilkynnt var um eldinn kl. 3.15 um nóttina. Þá logaði í plastsorp- tunnu á bak við hljóðfæraverslunina Rín og hafði nokkur reykur komist inn í verslunina. íbúar á efstu hæð hússins grunuðu tvo unga menn um að hafa kveikt í sorpinu vegna þess að þeir voru ekki velkomnir í sam- kvæmi þar. Mennirnir höfðu farið fram á að fá lánaða símaskrá, þeg- ar þeir fóru á brott. Leifar af brunn- inni símaskrá í sorpinu þóttu renna stoðum undir grunsemdir íbúanna. ----» ♦ ♦--- Fjölbrautaskóli Suðurlands: 225 milljón- ir lægsta tilboð í ný- bygginguna Selfossi. SIGFÚS Kristinsson bygginga- verktaki á Selfossi átti lægsta tilboð í annan áfanga nýbygging- ar Fjölbrautaskóla Suðurlands, 224.697,065 kr., sem er 87,7% af kostnaðaráætlun hönnuða, en hún hljóðaði upp á 256.085,751 kr. Tilboðin voru opnuð í gær klukk- an 11.00 í fjölbrautaskólanum. Auk Sigfúsar Kristinssonar buðu fjórir aðrir, í verkið. Tilboð Hagvirkis- Kletts hf. hljóðaði upp á kr 228.990,647 kr., SH verktakar buðu 233.448,590, kr., Selós hf. og Samtak hf. buðu 244.419,032 kr. og ístak hf. bauð 256.036,708 kr. Samkvæmt áætlunum er fyrir- hugað að byggingu hússins verði lokið í júlí 1994 að kennsla geti hafíst þá um haustið í húsinu. Sig. Jóns. Hafnarfjarðar- vegur: JVJ með lægsta tilboð JVJ hf. í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í lagningu Hafnarfjarðarvegar frá Engidal að Flatahrauni í ný- legu útboði Vegagerðar rík- isins. Tilboðið var 27,8 millj- ónir kr. sem er 72,75% af kostnaðaráætlun. Vegarkaflinn er 0,9 km að lengd og á að vinnast í sumar. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 38,2 milljónir kr. Sjö tilboð bárust, öll undir þeirri áætlun. Nýlega voru einnig opnuð tilboð í Ólafsvíkurveg um Hól- sand og Kolviðamesveg. Lægsta tilboð átti Ellert Skúla- son hf. í Njarðvík, 17,5 milljón- ir kr. sem er 60,85% af kostnað- aráætlun er hljóðaði upp á 25,9 milljónir kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.