Morgunblaðið - 17.06.1992, Side 39

Morgunblaðið - 17.06.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 39 Fullveldið og evrópska efnahagssvæðið eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur í umræðunni um aðild íslands að evrópska efnahagssvæðinu er mikið rætt um að með þátttöku í slíku sam- starfi þurfum við að gefa eftir hluta af fullveldi okkar og færa sjálfsfor- ræði þjóðarinnar yfír í hendur yfír- þjóðlegra stofnana. Þessi hræðslu- áróður hefur vakið ugg í hugum margra. En hvað felst í hugtakinu fullveldi og getur verið að ráðamenn þjóðarinnar séu að kasta því á glæ? Fullveldi Hugtakið fullveldi er í raun flókið hugtak og ekki er til nein ein hald- bær skilgreining til að styðjast við því fræðimenn og kennismiðir hafa sett fram ólíkar skilgreiningar og kenningar um þetta hugtak. Fullveldi er ekki eitthvað sem hægt er að festa hönd á, heldur er þetta hugtak sem menn hafa nýtt sér við sérstakar aðstæður. Farið var að nota það um svipað leyti og ríkis- hugtakið, enda eru þetta nátengd hugtök. Á tímum einveldisins þegar hugtökin voru að verða til var litið svo á að ríkið, með fullveldi sínu yfir þegnunum og sjálfstæði gagn- vart öðrum ríkjum væri fólgið f pers- ónu þjóðhöfðingjans. Fólkið í ríkinu væri ekki ríki heldur þegnar ríkisins, þ.e. konungs, og þvi skylt að sýna honum trúnað og hollustu. Þessi hugsunarháttur fer ekki að breytast fyrr en þegnamir verða að þjóð sem ríkisvaldið grundvallast á. Fullveldi ríkis nær til allra ein- staklinga sem búa innan ákveðins landsvæðis. Það nær jafnt til þeirra sem eru í forsvari og stjórna ríkinu sem hins almenna borgara. Eitt helsta grundvallaratriði full- veldis, sem er að löggjafarvaldið sé í höndum ríkisins, var á tímum ein- veldisins aðeins innantóm kennisetn- ing. En þetta grundvallaratriði var síðan staðfest og þá einnig að aðeins fullvalda ríki gætu tekið þátt í samn- ingum hvert við annað. Þetta þýðir að stjómmálaeiningar sem ekki voru fullvalda gátu ekki orðið löglegar einingar. Þessar einingar gátu hvorki gert samning né verið hluti af al- þjóðasamningum né farið fram á önnur réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðalögum. Þessi regla er ennþá grunnur að öllum gagnkvæmum samskiptum ríkja. Alþjóðasamstarf ríkja Þó ríki taki þátt í alþjóðasam- starfi em þau áfram fullvalda og stjómskipulega sjálfstæð. Þau em í raun ekki að afsala eða fóma full- veldi sínu eða sjálfsákvörðunarrétti sínum, heldur era þau aðeins að framselja það til sameiginlegra stofnana. Þau hafa ekki gert það í óþökk lands og þjóðar né gengið gegn eigin hagsmunum. Þátttaka þeirra í alþjóðastofnunum, þar sem þau þurfa að framselja eitthvað af valdi sínu til sameiginlegra stofnana, er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir eigið land og lýð. Ávinningur og hagnaður þjóðarinnar, sem heildar, Sigurrós Þorgrímsdóttir „Eitt megin grundvall- aratriði fullveldis hvers ríkis er að löggjafar- valdið sé í höndum þess. Með þessum samning- um um EES verður eng- in breyting gerð þar á.“ er fyrst og fremst haft að leiðarljósi. íslendingar em aðilar að fjölmörg- um alþjóðasamtökum sem við höfum þurft að framselja vald til eins og til að mynda mannréttindadómstóls- ins, Atlandshafsbandalagsins og Al- þjóðahvalveiðiráðsins. En þetta vald- aframsal hefur ekki skert sjálfsá- kvörðunarrétt okkar til mikilla muna. Ríki geta, ef þau kjósa, afturkallað valdaframsal sitt og gengið út úr þeim alþjóðasamtökum sem þau hafa gerst aðili að. Við íslendingar höfum þegar afturkallað valdaframsal okk- ar sem við létum af hendi er við gerðumst aðilar að Alþjóðahvalveið- iráðinu vegna þess að stefna þess í hvalveiðimálum brýtur í bága við sjónarmið íslendinga. Ríkin em því ekki að brenna allar brýr að baki sér þótt þau taki þátt í alþjóðasamstarfí með öðmm full- valda ríkjum. Ekki er hægt að líta á þjóðríki sem eingangraða einingu. Ríki em stöðugt að auka samstarf sitt við önnur fullvalda ríki og um leið styrkja þau fullveldi sitt. Fullveldi og EES-samningurinn Samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið, sem lagður hefur verið fyrir Alþingi íslendinga og önnur þjóðþing EFTA-ríkjanna, er alþjóða- samningur um gagnkvæm samskipti fullvalda ríkja. Eins og fram hefur komið er eitt megin grundvallaratriði fullveldis hvers ríkis að löggjafarvaldið sé í höndum þess. Með þessum samning- um um EES verður engin breyting gerð þar á gagnvart löggjafarvaldi íslenska ríkisins. Löggjafarvaldið verður eftir sem áður í höndum Al- þingis. Þau ríki sem em aðilar að evrópska efnahagssvæðinu munu Úr kvikmyndinni „Á bláþræði". Bíóborgin sýnir „A bláþræði“ BÍÓBORGIN hefur hafið sýningar á myndínni „Á bláþræði“, en hún heitir á frummálinu „Fourth Story“. Hún er framleidd af Frank Koningsberg, leikstjóri er Ivan Passer og aðalhlutverk leika Mark Harmon og Mimi Rogers. Myndin segir frá dularfullu saka- ekki framselja löggjafarvald sitt til þeirra stofnana sem fyrirhugað er að setja fót með EES-samningnum. Öll lög sem setja þarf á hinu evr- ópska efnahagssvæði þarf að leggja fyrir þjóðþing íslendinga og annarra EFTA-ríkja. Það er síðan í valdi Al- þingis hvort slik fmmvörp verða að lögum eða ekki. Við þurfum heldur ekki að lúta einhverju ofurvaldi þar sem atkvæði okkar fámennu þjóðar skiptir engu máli því allar ákvarðanir sem teknar eru innan stofnana EES, eins og EES-ráðsins og sameiginlegu nefnd- arinnar, verður að taka samhljóða. íslendingar hafa, eins og aðrar EFTA-þjóðir í þessu EFTA-sam- starfí, neitunarvald. Hlutverk eftirlitsstofnana sem fyr- irhugað er að setja á fót er að fylgj- ast með því að aðildarríki EES haldi þann samning sem þau hafa gert sín á milli og virði hina sameiginlegu samkeppnisreglur sem er einn af homsteinum sameiginlegs efnahags- svæðis. Ef ríki eða fyrirtæki verða uppvís að því að btjóta samninginn eða sett- ar reglur getur eftirlitsstofnuiiin höfðað mál gegn viðkomandi aðila og stofnunin getur fylgt ákvörðun sinni eftir með sektum. Það er þó ekki í hennar verkahring að fullnusta slíkt sektarákvæði heidur fer það alfarið eftir lögum þess ríkis þar sem fullnustan fer fram. Ekki valdaframsal Vegna þess að ísland er fullvalda og sjálfstæð þjóð getur hún tekið þátt í alþjóðasamstarfí við aðrar full- valda þjóðir. Sá samningur sem við íslendingar emm að gera ásamt frændum okkar á Norðurlöndum við önnur ríki í Evrópu mun ekki svifta okkur fullveldinu, sjálfræði né sjálf- stæði. Við emm ekki að færa þetta vald né sjálfstæði þjóðarinnar á silfurfati til yfirþjóðlegra stofnana í Brassel. Löggjafarvaldið og ákvarðanataka verður áfram í hönd- um íslenskra ráðamanna. Þátttaka okkar í þessu samstarfí mun fyrst og fremst verða okkar hagur. ’ Höfundur er stjómmálafræðingur. Fermingarbörn með ggaffakort ffró Tæknivali Númskeið t Windows ásamt kynníngu á Windows hugbúnaði fer fram þann 22. júnt kl. 1 3:00 f húsi Rafiðnaðarskólans, Skeifunni 11,3. hæð. Þátttaka tilkynnist til Tæknivals fyrir föstudaginn 1 9. júnf. A FRAMTlMNA ITæknival SKEIFAN17 128 KEYKJAVÍK tr 91-681665 FAX91-680664 GLEÐILEGA HÁTID I tilefni dagsins bjóöum viö upp á glœsilept kaffihlabborb í Lóninu frákl. 15.00. Verid velkomin , FLUGLEIÐIR IIPÍII LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. máli. Einkaspæjari tekur að sér að leita eiginmanni konu, sem horfðið hafði sporlaust. Þegar hann rannsak- ar málið, kemur í ljós, að eiginmaður- inn hafði ekki hreinan skjöld og ýmislegt óvænt kemur upp á yfír- borðið. SUZUKIVITARA 5 DYRA LÚXUSJEPPI Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg- indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er, með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu. 4 | SUZLðlCI Verð frá kr. 1.576.000.- ..- suzuki bílar hf SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.