Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 23 Hátíðarstund verður í Kirkju- hvoli kl. 14.00. Skrúðganga verður farin frá Hofsstaðarskóla kl. 14.20 og munu skátar fara fyrir göngunni ásamt Hornaflokki Kópavogs. Há- tíðardagskrá fer fram við Flata- skóla og hefst hún kl. 14.30 með fánahyllingu. Þá setur Erling Ás- geirsson, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, hátíðina og fjallkonan ávarpar hátíðargesti. Skólakór Garðabæjar leiðir fjöldasöng og hljómsveitin Hróðmundur hippi leikur. Á hátíðarsvæðinu verður boðið upp á minigolf, flugdreka, lín- uskautasýningu, hestasýningu, fall- hlífastökk, o. fl. Klukkan 17.00 vérður dagskráin flutt inn í íþrótta- miðstöðina Ásgarð þar sem drengir og stúlkur keppa í knattspyrnu, Dixielandband Tónlistarskóla Garðabæjar spilar, sýndir verða fimleikar og jazzdans, trúðar koma í heimsókn og margt fleira. Um kvöldið verður karaokee-keppni í Garðalundi ásamt því að hljómsveit- in Hróðmundur hippi leikur fyrir dansi. Hefst kvöldskemmtunin kl. 20.30. Mosfellsbær: Mikið um að vera á þjóðhá- tíðardaginn Í MOSFELLSBÆ verður mikið um að vera á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Haldnir verða tónleikar, keppt í íþróttum og stytta afhjúp- uð. Dagskráin hefst með innanfé- lagsmóti yngri félaga hjá sunddeild UMFA í Varmárlaug kl. 9.30. Að því loknu verður boðið upp á kodda- slag, boðsund milli frægra sund- laugargesta og sitthvað fleira. Klukkan 11.30 hefst 17. júní hlaup UMFA. Þetta árlega víðavangs- hlaup UMFA verður haldið á Varm- árvelli. í Dvalarheimili aldraðra á Hlaðhömrum verður afhjúpuð stytt- an „Stúlka með ljós“ eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal kl. 13.30, en styttan er gjöf til bæjarins frá fjöl- skyldu hans. Eftir athöfnina við Dvalarheimilið kl. 14.00 verður gengið Bjarkarholtið niður Háholtið að íþróttahúsinu þar sem barna- og fjölskylduskemmtun fer fram. Klukkan 14.30 hefst fjölskyldu- skemmtun við íþróttahúsið. Þar koma meðal annars fram vísnavin- irnir Aðalsteinn Ásberg og Pálína, hljómsveitin Kolrassa krókríðandi, Leikfélag Mosfellssveitar og hljóm- sveitin Gildran. Einnig munu ungir söngvarar úr Mosfellsbæ keppa í söngvarakeppni. Því næst mun íþróttadeild UMFA bjóða upp á leiki og þrautir á íþróttavellinum. Leikfé- lagið býður bömum upp á andlits- málningu og hestamannafélagið Hörður býður þeim á bak. Milli kl. 15.30-17.00 býður björgunarsveit- in Kyndill bæjarbúum í heimsókn, og árlegt kökuhlaðborð íþrótta- deildar UMFA verður í Hlégarði og hefst kaffisalan kl. 15.30. Hljómsveitin Gildran leikur á unglingadansleik milli kl. 21.30- 00.30 og kemur Bubbi Mortens kl. 22.30. Opið hús verður í Hlégarði fyrir fullorðna milli kl. 21.30-0.30, aldurstakmark er 20 ár. W Jarlinn ~ V £ ITINGASJOfA- t f. jtóttf wmMmm NautagriUsteikur....................kr. 690,- m/bak. kart., hrásalati og kryddsmjöri. Lambagrillsteikur..................kr. 690,- m/sama. Barnaboxið vinsæia ................kr: 480,- m/hamb., frönskum og kók. Éslenskur fáni fylgir hverju barnaboxi i dag. ATH.: Steikartilboðið gildir út júnimánuð. uy/ jarlinn V e I T I N 6 A S T o F A ■ Sprengisandi, sími 688088 HLBOÐ VIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.