Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Uppgræðsla, íElliðaárdal Rúmlega sextíu unglingar á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur hafa unnið við uppgræðslu neðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Svæð- ið var áður notað af Reykjavíkurborg til geymslu á möl og mold. Unglingamir hafa unnið við að taka niður börð og sá í sárin ásamt því að búa til göngu- og reiðstíga. Bretland: Vímuefnið alsæla hefur valdið sjö dauðsföllum Efni sem fannst á Kaldármelum er hugsanlega alsæia AÐ undanfömu hefur nýtt vímuefni, alsæla, skotið upp kollinum á íslandi. Efnið hefur verið selt undir þeim formerkjum að um hættulaus- an vímugjafa sé að ræða, en í nýlegu hefti breska læknatímaritsins British Medical Journal er lýst alvarlegum og áður óþekktum aukaverk- unum sem hafa valdið dauða sjö manna í Bretlandi. Landlæknir varar því sterklega við notkun efnisins. Gmnur leikur á, að efni sem fannst á Eldborgarhátiðinni á Kaldármelum um verslunarmannahelgina, sé alsæla. Alsæla er nafn á verksmiðjufram- leiddri amfetamíntegund. Lyfíð var upphaflega skráð árið 1914, og þá sem lyf til að draga úr matarlyst. Það hefur nú verið tekið af lyfjaskrá í flestum vestrænum löndum vegna vímuáhrifa þess og aukaverkana, að því er segir í tilkynningu frá Ólafí Ólafssyni landlækni. í British Medical Journal frá 4. júlí síðastliðnum er lýst sjö dauðsföll- um sem rakin eru til notkunar efnis- ins og áður óþekktra aukaverkana þess. Meðal þeirra má nefna lífs- hættuleg hitaköst og þar af leiðandi mikið vökvatap, krampaflog, blóð- storknunarhneigð og nýmabilun. Auk dauðsfallanna er í blaðinu lýst alvarlegum tilfellum, þar sem gjör- gæslumeðferðar þurfti við í kjölfar neyslu efnisins. í tilkynningu landlæknis segir ennfremur að fylgikvillanna verði helst vart eftir mikla áreynslu, til dæmis meðal unglinga sem nota lyf- ið og dansa lengi nætur. í Bandaríkj- unum hafí orðið vart við að auglýst- ir séu dansleikir í vöruskemmum þar sem lyfinu hafí verið dreift, en áður- nefnd grein breska læknablaðsins ber einmitt yfirskriftina „Alsæla og dauðadansinn". Að sögn landlæknis eykst þolið skjótt þótt menn þurfí litla skammta til að byija með, og eftir nokkrar vikur þurfa menn tífaldan skammt. Fíkniefnalögregla hefur ekki full- greint efni sem fannst á Eldborgar- hátíðinni um verslunarmannahelg- ina, en það svarar jákvætt prófum á amfetamíninnihaldi. Gæti því verið að um alsælu sé að ræða. VEÐUR í DAG kl. 12.00 Helmild: Veðurstofa Islands (Byggf áveðutspá kl. 16.16 f gær) VEÐURHORFUR 1 DÁG, 31. JULÍ YFIRLIT: Um 700 km suður af Dyrhólaey er 990 mb lægð á leið austur. SPÁ: Fremur háeg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestan- til á landinu og víðast þurrt, þó ef til vill siðdegisskúrir á stöku stað inn til landsins. Bjart veður að mestu austantil á landinu. Við norður- og austurströndina má búast við þokuslæðingi. Hiti gæti orðiö 14-16 stig sums staöar inn til landsins, einkum sunnanlands og austan, en mun svalara verður á annesjum norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Vestlæg átt. Skýjað um land* ið vestanvert og 9-12 stiga hiti en víða bjart veður og allt að 18 stiga hiti austantil á landinu. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning & -a Léttskýjað Hálfskýjað * / * * * * * r * * r * / * * * Slydda Snjókoma Hi Skýjað Alskýjað V Skúrír Slydduél $ V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka iti9-. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um alit hálendið nema Hlöðuvallavegur er ennþá ófær. Uxahryggir og Kaldi- dalur eru opnir allri umferð. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegnaframkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma ... . t hlti vaður Akureyri 10 skýjað Reykjavlk 11 skýjað Bergen vantar Helsinkl 18 þokumóða Kaupmannahöfn 20 hátfskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 6 skýjað Osló vantar Stokkhólmur 22 léttskýjað Þórshöfn 12 heiðskfrt Algarve 30 heiðskfrt Amsterdam 20 I 1 Barcelona 29 mistur Berlín 24 léttskýjað Chicago 13 léttskýjað Feneyjar 31 þokumóöa Frankfurt 23 hálfskýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 17 skúr London 21 skýjað Los Angeles 21 heiðskirt Lúxemborg 19 skýjað Madríd 33 heiðskírt Malaga 30 heiðskfrt Mallorca 34 léttskýjað Montreal 17 þrumuveðurá sið. klst. NewYork 24 skýjaft Orlando 23 hálfskýjað Parfs 22 hálfskýjað Madeira 22 skýjað Róm 30 léttskýjað Vfn 26 skýjað Washington 22 þokumóða Winnipeg 11 heiðskirt Norðurlandamótið í skák: Jóhann og Helgi í 3. og 4. sæti ÞEGAR tvær umferðir af níu eru eftir á Norðurlandamótinu í skák eru stórmeistaramir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson í þriðja og fjórða sæti með 4Vi vinning. Norðmaðurinn Simen Agdestein og Svíinn Ferdinand Hellers eru aftur á móti efstir og jafnir með fimm vinn- inga. Jón L. Árnason, sem leiddi mótið fyrstu umferðimar, er nú í 5.-7. sæti með fjóra vinninga. Margeir Pétursson er í 11.-15. sæti af átján með þijá vinninga. Næsta umferð verður tefld í dag en hin síð- asta á morgun fimmtudag. Af helstu úrslitum úr fímmtu umferð má nefna sigur Jóhanns á Emst frá Svíþjóð og þá gerði Jón L. jafnframt jafntefli við hinn fræga Bent Larssen frá Danmörku. Helgi gerði jafntefli við Hellers og sömu úrslit úrðu hjá Margeiri og Piu Cramling. í sjöttu umferð beið Jón L. lægri hlut fyrir Agdestein og missti við það efsta sætið til Norð- mannsins. Helgi vann hins vegar Bent Larsen og komst því í hóp efstu manna. í sömu umferð gerðu Jóhann og Hellers jafntefli og Margeir tap- aði_ skák sinni gegn Svíanum Hector. í gær tefldu innbyrðis efstu menn og var skák Jóhanns og Agdesteins ein þeirra og var hún allan tímann mjög spennandi. Jóhann varðist með svörtu og var skákin sviptingasöm. Að lokum valdi Agdestein þá leið að þráskáka og urðu lyktir þar með jafn- tefli. Helgi og Jón L. sömdu um jafn- tefli í innbyrðis skák þeirra félaga en Margeir vann fyrstu skák sína á mótinu gegn Finnanum Westerinen. Þá vann Hellers sína skák og náði að komast upp að hlið Agdestein í efsta sætið. Næsta umferð verður tefld á morgun en þá taka að skýrast línur um efstu sætin. Mótið er að þessu sinni mjög jafnt og að minnsta kosti sjö skákmenn eiga möguleika að ná öðru tveggja sæta sem tryggir þátt- töku á millisvæðamóti. Sigiirður G. ísólfsson orgelleikari látinn SIGURÐUR G. ísólfsson, úrsmíða- meistari og fyrrum orgelleikari við Frfkirkjuna í Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík hinn 31. júlí á 85. ald- ursári. Sigurður fæddist á Stokkseyri 10. júlí 1908, sonur hjónanna ísólfs Páls- sonar, formanns og tónskálds á Stokkseyri, síðar hljóðfærasniiðs og smáskammtalæknis í Reykjavík, og Þuríðar Bjarnadóttur húsfreyju. Sig- urður ólst upp á Stokkseyri og síðar í Reykjavík hjá hjónunum Guðna Ámasyni, smiði frá Strönd í Selvogi, og Sigríði Magnúsdóttur ljósmóður, frá Votumýri á Skeiðum. Sigurður lauk úrsmíðanámi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1931 og hlaut meistararéttindi í iðninni 1945. Hann stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og orgelnám hjá Páli bróður sínum. Sigurður starfaði lengst af sem úrsmíðameistari Raf- magnsveitu Reykjavíkur, eða í tæp fjörtíu ár. Hann gegndi trúnaðar- störfum fyrir stétt sína og sat í prófa- nefnd úrsmiða. Sigurður starfaði sem aðstoðarorgelleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík frá 1928 til 1939 er hann tók við orgelleikarastarfi þar og söngstjórn sem hann gegndi til 1983. Sigurður kenndi orgelleik m.a. við guðfræðideild Háskóla ísland. Sigurður var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr- ir störf að tónlistarmálum og var heiðurfélagi í Félagi íslenskra org- anista. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Rósa Ingimarsdóttir frá Fremri Hnífsdal, synir þeirra era ísólfur, viðskiptafræðingur, Ingimar, 'lög- fræðingur, og Halldór, rafeindavirki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.