Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 UTIHATIÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA V estmannaeyjar; Þjóðhátíðin fjöl- menn og fjörug Vestmannaeyj um. ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja, sem haldin var um helgina, var mjög fjölmenn. Talið er að rúmlega 9.000 gestir hafi sótt hátíðina sem er næst mesta aðsókn að hátíðinni frá upphafi. Veður var mjög gott alla hátíðardagana, sólarlaust að mestu en þurrt og hlýtt. Hátíðin hófst með setningu klukkan þijú á föstudag en síðan var nánast samfelld skemmtun í Heijólfsdal fram á mánudags- morgun. Óvenju margir gestir voru við setningu hátíðarinnar á föstu- deginum, og voru flestir prúðbún- ir, enda hafði þjóðhátíðamefnd lagt áherslu á að gera setninguna sem hátíðlegasta. Bamaskemmtanir og dansleikir vom bæði föstudag og laugardag og kvöldskemmtanir öll kvöld há- tíðarinnar. Brenna var að vanda á Fjósakletti á miðnætti á föstudags- kvöld og kveikti Sigurður Reimars- son, brennukóngur á þjóðhátíð í áratugi, í brennunni. A laugar- dagskvöld var stórkostleg flug- eldasýning í Dalnum. Var sýningin venju fremur vegleg í tilefni af 80 ára afmæli íþróttafélagsins Þórs á næsta ári en Þór sá um þjóðhátíð- ina að þessu sinni. Að sögn Björg- unarfélags Vestmannaeyja, sem sá um sýninguna, var sýningin sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi. Á sunnudagskvöld var varðeldur og brekkusöngur undir stjóm Árna Johnsens. Þar sungu 9.000 þjóðhá- tíðargestir saman ýmsa slagara og er fátítt að heyra stærri kór syngja an brekkukórinn á þjóðhátíðinni. Að brekkusöngnum loknum var önnur flugeldasýning. Dansað var á tveimur pöllum allar nætur fram undir morgun við undirleik Sálarinnar, Todmobil og Prestó og lauk fjörinu á dan- spöllunum ekki fyrr en undir sjö á mánudagsmorgun. Að sögn lögreglunnar í Eyjum fór hátíðin nokkuð vel fram. Tals- vert var að vísu um smá pústra og lítlsháttar meiðsl en engin al- varleg slys urðu á fólki. Lögreglan Ekki var tjaldað til einnar náttar um verslunarmannahelgina í Vestmannaeyjum. sagði að talsvert hefði verið um ölvunarakstur um helgina og hafí níu manns verið teknir grunaðir um ölvun við akstur. Það var samdóma álit flestra þjóðhátíðargesta að hátíðin hafi tekist einstaklega vel og að sjálf- sögðu spilaði veðrið þar stóran þátt því þrátt fyrir vota veðurspá fyrir hátíðina, var nánast þurrt allan tímann. Þjóðhátíðargestir sem komu til Eyja bæði með Her- jólfí og flugleiðis héldu flestir heim á mánudag enda var mikil örtröð á flugvellinum í Eyjum og um borð í Heijólfí. Grímur Galtaiækjarskógur: Hellnar: Mikið fjölmenni o g góð stemmning Selfossi. MJÖG góð stemmning var í Galta- lækjarskógi enda mikið fjöl- menni. Á opnum svæðum í skóg- inum var tjald við tjald, og segja má að gestir hafi nýtt hvern fer- metra svæðisins. Gert er ráð fyr- ir að 8-10 þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Hátíðardagskráin var fjölbreytt að vanda og vel sótt af gestum. Þá nýttu yngri bömin vel leiktækin sem í boði voru á svæðinu, og höfðu því alltaf eitthvað við að vera. Galtalækjarskógur hefur áunnið sér fastan sess sem dvalarstaður fjölskyldna bæði um verslunar- mannahelgi og aðrar helgar. Um helgina var áberandi að fjölskyld- urnar tjölduðu á opnu svæðunum en unglingamir drógu sig frekar inn undir trén. Þegar gengið var um svæðið mátti greinilega sjá stórfjöl- skyldur sem tjaldað höfðu á einum' stað, saumaklúbba og vinahópa. Þá mynduðu hópamir gjaman torg þar sem farið var í leiki eða spjallað. Galtalækjarhátíðin fór í alla staði vel fram og allt yfírbragð með hefð- bundnu sniði. „Það hefði mátt vera Þessir vinir skemmtu sér vel í Galtalækjarskógi. þurrara veður,“ sagði einn forsvars- manna mótsins um veðrið, en ágæt- lega hlýtt var yfír helgina. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá hátíðinni í Galtalækjarskógi. Fjölskyldur áttu góða daga í Galtalækjarskógi um helgina. 300 manns voru á móti Snæfellsáss Breiðuvík. I Breiðuvíkurhreppi á Snæfells- nesi var mjög mikil umferð um verslunarmannahelgina. Á sunnu- dag var umferðin mest og hefur fréttaritari ekki áður séð jafnm- ikla umferð niður að Hellnum, en vegurinn þangað liggur í gegnum tún fréttaritara. Þá var mjög margt fólk á Arnarstapa og marg- ir fóru í Djúpalón og Dritvík. Félagið Snæfellsás hafði að vepju mót í Brekkubæ á Hellnum en aðstaða þar fyrir mótsfólkið hef- ur verið talsvert bætt. Mótshald hófst á sunnudag með guðsþjónustu, sem milli 200 og 300 manns sóttu. Fjöldi fyrirlestra var á mótinu og tvær helgiathafnir. Þá voru kveiktir varðeldar. Rúmlega 300 manns voru á mótinu, sem fór í alla staði vel fram. Blíðviðri Var á Hellnum yfir versl- unarmannahelgina og nýtti fólk sér að vonum veðurblíðuna. Margir lögðu leið sína upp til fjalla og þá helzt upp á Jökulháls að Snæfells- jökli. Þangað fór fjöldi fólks á bílum og gangandi. Finnbogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.