Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 5J^-* Iðandi mannlíf Síldarævintýrisins. M Jpj jB V 1 Siglufjörður: Á tíunda þúsund á síldarævintýri ÍBÚATALA Siglufjarðar fimmfaldaðist um verslunarmannaheig- ina þegar sUdarævintýrið var rifjað upp í annað sinn. Fóik streymdi til bæjarins í stríðum straumum og þegar mest var á laugardegin- um er áætlað að á tíunda þúsund manns hafí verið á Siglufírði. Andi síldaráranna sveif yfir vötnum þegar ræst var í söltun á Drafnarplaninu og dans stiginn á torginu. Að sögn lögreglunnar fór hátíðin nyög vel fram og ótrúlega lítið var um vandræði mið- að við þann mikla fjölda sem í bænum var. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dágskránni auk síldarsöltunar og útidansleiks. Sfldin var söltuð á nýbyggðu söltunarplani í miðbæn- um þar sem saman var safnað ýmsum munum í eigu síldarminja- safnsins. Leikfélag Siglufjarðar var með íjölbreytta dagskrá, Ffla- penslarnir tróðu upp, sjóstanga- veiðimót óg dorgkeppni Voru hald- in, boðið var upp á siglingu um fjörðinn á gamla Fagranesinu, breskur töframaður lék listir sínar og Sirkus Arena sýndi. Meðal þeirra sem skemmtu með tónlist voru gömlu Gautarnir sem komu saman á ný eftir langt hlé, Gylfi Ægisson og Danshljómsveit Siglu- fjarðar/Miðaldamenn og 30 manna þýsk harmonikkusveit sótti Siglfírðinga heim. Að sjálfsögðu var svo gengið upp í Hvanneyrar- skál þar sem sr. Bragi J. Ingi- bergsson messaði. Gamlir Siglfírðingar höfðu á orði að stemmningin um helgina hefði verið eins og á gullnu árun- um. „Þetta er bara alveg eins og í gamla daga þegar bærinn iðaði af lífí og fjöri,“ sagði roskinn heið- Unnið af kappi á síldarplaninu. Ijósmynd/Mariska van der Meer ursmaður sem man tímana tvenna á Siglufírði. Gott veður var í bæn- um á meðan á hátíðarhöldunum stóð. Að sögn Theodórs Júlíusson- ar framkvæmdastjóra Síldarævin- týrsins var aðsókn mun meiri en gert var ráð fyrir. „Við viljum þakka gestum okkar góða um- gengni og líflega þátttöku í hátíð- inni. Sem dæmi um frábæra um- gengni gestanna get ég nefnt að Þormóður rammi hf. lánaði lóð fyrir húsbfla og tjöld og áður en gestir yfírgáfu svæðið sópuðu þeir bílastæðin og vökvuðu blómin á lóðinni. Það er stórkostlegt hversu vel fólk skildi við tjaldstæðin. Mun fleiri gistu í bænum en við áætluð- um, tjaldað var á hveijum bletti og ég vil nota tækifærið og biðja þá sem urðu fyrir óþægindum vegna þess að tjaldstæðin yfírfyllt- ust velvirðingar. Einnig vil ég þakka öllum bæjarbúum og þá sérstaklega þeim fjölda sem vann við ævintýrið þeirra framlag," sagði Theodór Júlíusson í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að lokum að ákveðið hefur verið að láta síldar- planið standa áfram fram á haust- ið svo bæjarbúar og ferðamenn geti notið þess að ganga um plan- ið og anda að sér stemmningu lið- inna ára. M.J. Skagafjörður: Helgin mun rólegri en aðrar helg- ar í sumar - segir lögreglan á Sauðárkróki Sauðárkróki. RÓLEGT var um í Skagafirði um verslunarmannahelgina að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki. Ekki var um skipuleg útihátíðahöld að ræða í firðin- um, en tjaldstæðin við Hóla, Yarmahlíð og Steinsstaðaskóla voru þétt setin, og á Vind- heimamelum héldu skagfirskir hestamenn árlegt hestamót sitt. Um helgina voru dansleikir á fjórum stöðum og fór þar allt vel fram að sögn lögreglunnar. Fjöl- mennast var í Argarði þar sem_ hestamenn luku mótinu á Vind- heimamelum. Umferðin um Skagafjörð var margfalt meiri en venjulegt er, og á föstudag var umferðarþunginn hvað mestur til norðurs. A gatna- mótum Norðurlands- og Siglu- fjarðarvegar greindist straumur- inn, þar sem meirihlutinn virtist halda til Siglufjarðar. Að sögn lögreglu voru 3 grun- aðir um ölvunarakstur og tæplega 30 stöðvaðir vegna hraðaksturs á svæði Sauðárkrókslögreglunnar. Tvö umferðaróhöpp urðu, annað á Vallhólma neðan Vannahlíðar en hitt í Giljareitum á Öxnadalsheiði en engin slys urðu á fólki. Þá má einnig geta þeirrar nýlundu að enginn gisti fangageymslur lög- reglunnar á Sauðárkróki um helg- ina og sögðu þeir lögreglumenn sem á vakt voru þetta einsdæmi, enda helgin mun rólegri en aðrar helgar. - BB. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Menn reyndu fyrir sér í teygjustökki á Eldborgarhátíðinni. Eldborgarhátíðin: Eiðar: Færri komu á hátíðina en búist hafði verið við UM 1500 manns voru á útihá- tíð Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands að Eiðum um verslunarmannahelgina. Eru það talsvert færri gestir en forráðamenn útihátíðarinn- ar höfðu gert sér vonir um. Gekk stórslysalaust - segir Gunnar Kristjánsson „ÞAÐ fór allt vel fram, og þeir aðilar sem stóðu að þessu eru nyög sáttir,“ sagði Gunnar Krist- jánsson mótshaldari Elborgarhá- tíðarinnar á Kaldármelum. A fjórða þúsund manns voru þar samankomnir þegar mest var á laugardaginn og var umgengni góð, að sögn Gunnars. „Við höfðum áætlað að fá um 2.500-3.000 gesti um verslunar- mannahelgina, en þeir urðu mun fleiri þegar mest var, og stemmn- ingin var virkilega góð,“ sagði Gunnar. „Fjölbreytt dagskrá var á hátíðinni, fimmtán hljómsveitir léku og Hermann Gunnarsson vann víta- spyrnukeppni, svo dæmi séu tekin.“ Aðspurður um fíkniefnafundinn á Kaldármelum um helgina kvaðst Gunnar álíta að það bæri góðri lög- gæslu vitni. „Ég vil þakka lögreglu, sýsiumanni og björgunarsveitum liðveisluna," sagði hann. Veður var ágætt á hátíðarsvæð- inu og stemmingin góð hjá mann- skapnum. Ölvun unglinga sem sóttu hátíðina var veruleg og al- menn, en allt fór stóróhappalaust fram. Einhver dæmi voru þess að lögreglan hefði afskipti af fólki vegna neyslu ólöglegra fíknilyfja. í Atlavík dvöldust 250-300 manns, einkum fjölskyldufólk, í góðu yfirlæti um helgina. Þar fór allt rólega fram eins og annars- staðar á Austurlandi þrátt fyrir að fólk væri á faraldsfæti og um- ferð veruleg á Fljótsdalshéraði um helgina. Björn. VANNÞIN FJÖLSKVLDAÍ Heildarvinningsupphæðin : 114.988.018 kr. s Röðin :2X1-X2X-21X-11X2 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 2 raöir á 110 raðir á 1.639 raöirá 13.093 raöir á 27.673.780 - kr. 126.260-kr. 8.970 - kr. 2.370 - kr. Þeir voru heppnir Svíarnir sem fengu tæplega 28 milljónir um helgina. Þaö sést aö þaö borgar sig aö spila meö í Getraunum - bara aö nefna TÖLVUVAL, og þú ert meö!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.