Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 59

Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 5J^-* Iðandi mannlíf Síldarævintýrisins. M Jpj jB V 1 Siglufjörður: Á tíunda þúsund á síldarævintýri ÍBÚATALA Siglufjarðar fimmfaldaðist um verslunarmannaheig- ina þegar sUdarævintýrið var rifjað upp í annað sinn. Fóik streymdi til bæjarins í stríðum straumum og þegar mest var á laugardegin- um er áætlað að á tíunda þúsund manns hafí verið á Siglufírði. Andi síldaráranna sveif yfir vötnum þegar ræst var í söltun á Drafnarplaninu og dans stiginn á torginu. Að sögn lögreglunnar fór hátíðin nyög vel fram og ótrúlega lítið var um vandræði mið- að við þann mikla fjölda sem í bænum var. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dágskránni auk síldarsöltunar og útidansleiks. Sfldin var söltuð á nýbyggðu söltunarplani í miðbæn- um þar sem saman var safnað ýmsum munum í eigu síldarminja- safnsins. Leikfélag Siglufjarðar var með íjölbreytta dagskrá, Ffla- penslarnir tróðu upp, sjóstanga- veiðimót óg dorgkeppni Voru hald- in, boðið var upp á siglingu um fjörðinn á gamla Fagranesinu, breskur töframaður lék listir sínar og Sirkus Arena sýndi. Meðal þeirra sem skemmtu með tónlist voru gömlu Gautarnir sem komu saman á ný eftir langt hlé, Gylfi Ægisson og Danshljómsveit Siglu- fjarðar/Miðaldamenn og 30 manna þýsk harmonikkusveit sótti Siglfírðinga heim. Að sjálfsögðu var svo gengið upp í Hvanneyrar- skál þar sem sr. Bragi J. Ingi- bergsson messaði. Gamlir Siglfírðingar höfðu á orði að stemmningin um helgina hefði verið eins og á gullnu árun- um. „Þetta er bara alveg eins og í gamla daga þegar bærinn iðaði af lífí og fjöri,“ sagði roskinn heið- Unnið af kappi á síldarplaninu. Ijósmynd/Mariska van der Meer ursmaður sem man tímana tvenna á Siglufírði. Gott veður var í bæn- um á meðan á hátíðarhöldunum stóð. Að sögn Theodórs Júlíusson- ar framkvæmdastjóra Síldarævin- týrsins var aðsókn mun meiri en gert var ráð fyrir. „Við viljum þakka gestum okkar góða um- gengni og líflega þátttöku í hátíð- inni. Sem dæmi um frábæra um- gengni gestanna get ég nefnt að Þormóður rammi hf. lánaði lóð fyrir húsbfla og tjöld og áður en gestir yfírgáfu svæðið sópuðu þeir bílastæðin og vökvuðu blómin á lóðinni. Það er stórkostlegt hversu vel fólk skildi við tjaldstæðin. Mun fleiri gistu í bænum en við áætluð- um, tjaldað var á hveijum bletti og ég vil nota tækifærið og biðja þá sem urðu fyrir óþægindum vegna þess að tjaldstæðin yfírfyllt- ust velvirðingar. Einnig vil ég þakka öllum bæjarbúum og þá sérstaklega þeim fjölda sem vann við ævintýrið þeirra framlag," sagði Theodór Júlíusson í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að lokum að ákveðið hefur verið að láta síldar- planið standa áfram fram á haust- ið svo bæjarbúar og ferðamenn geti notið þess að ganga um plan- ið og anda að sér stemmningu lið- inna ára. M.J. Skagafjörður: Helgin mun rólegri en aðrar helg- ar í sumar - segir lögreglan á Sauðárkróki Sauðárkróki. RÓLEGT var um í Skagafirði um verslunarmannahelgina að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki. Ekki var um skipuleg útihátíðahöld að ræða í firðin- um, en tjaldstæðin við Hóla, Yarmahlíð og Steinsstaðaskóla voru þétt setin, og á Vind- heimamelum héldu skagfirskir hestamenn árlegt hestamót sitt. Um helgina voru dansleikir á fjórum stöðum og fór þar allt vel fram að sögn lögreglunnar. Fjöl- mennast var í Argarði þar sem_ hestamenn luku mótinu á Vind- heimamelum. Umferðin um Skagafjörð var margfalt meiri en venjulegt er, og á föstudag var umferðarþunginn hvað mestur til norðurs. A gatna- mótum Norðurlands- og Siglu- fjarðarvegar greindist straumur- inn, þar sem meirihlutinn virtist halda til Siglufjarðar. Að sögn lögreglu voru 3 grun- aðir um ölvunarakstur og tæplega 30 stöðvaðir vegna hraðaksturs á svæði Sauðárkrókslögreglunnar. Tvö umferðaróhöpp urðu, annað á Vallhólma neðan Vannahlíðar en hitt í Giljareitum á Öxnadalsheiði en engin slys urðu á fólki. Þá má einnig geta þeirrar nýlundu að enginn gisti fangageymslur lög- reglunnar á Sauðárkróki um helg- ina og sögðu þeir lögreglumenn sem á vakt voru þetta einsdæmi, enda helgin mun rólegri en aðrar helgar. - BB. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Menn reyndu fyrir sér í teygjustökki á Eldborgarhátíðinni. Eldborgarhátíðin: Eiðar: Færri komu á hátíðina en búist hafði verið við UM 1500 manns voru á útihá- tíð Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands að Eiðum um verslunarmannahelgina. Eru það talsvert færri gestir en forráðamenn útihátíðarinn- ar höfðu gert sér vonir um. Gekk stórslysalaust - segir Gunnar Kristjánsson „ÞAÐ fór allt vel fram, og þeir aðilar sem stóðu að þessu eru nyög sáttir,“ sagði Gunnar Krist- jánsson mótshaldari Elborgarhá- tíðarinnar á Kaldármelum. A fjórða þúsund manns voru þar samankomnir þegar mest var á laugardaginn og var umgengni góð, að sögn Gunnars. „Við höfðum áætlað að fá um 2.500-3.000 gesti um verslunar- mannahelgina, en þeir urðu mun fleiri þegar mest var, og stemmn- ingin var virkilega góð,“ sagði Gunnar. „Fjölbreytt dagskrá var á hátíðinni, fimmtán hljómsveitir léku og Hermann Gunnarsson vann víta- spyrnukeppni, svo dæmi séu tekin.“ Aðspurður um fíkniefnafundinn á Kaldármelum um helgina kvaðst Gunnar álíta að það bæri góðri lög- gæslu vitni. „Ég vil þakka lögreglu, sýsiumanni og björgunarsveitum liðveisluna," sagði hann. Veður var ágætt á hátíðarsvæð- inu og stemmingin góð hjá mann- skapnum. Ölvun unglinga sem sóttu hátíðina var veruleg og al- menn, en allt fór stóróhappalaust fram. Einhver dæmi voru þess að lögreglan hefði afskipti af fólki vegna neyslu ólöglegra fíknilyfja. í Atlavík dvöldust 250-300 manns, einkum fjölskyldufólk, í góðu yfirlæti um helgina. Þar fór allt rólega fram eins og annars- staðar á Austurlandi þrátt fyrir að fólk væri á faraldsfæti og um- ferð veruleg á Fljótsdalshéraði um helgina. Björn. VANNÞIN FJÖLSKVLDAÍ Heildarvinningsupphæðin : 114.988.018 kr. s Röðin :2X1-X2X-21X-11X2 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 2 raöir á 110 raðir á 1.639 raöirá 13.093 raöir á 27.673.780 - kr. 126.260-kr. 8.970 - kr. 2.370 - kr. Þeir voru heppnir Svíarnir sem fengu tæplega 28 milljónir um helgina. Þaö sést aö þaö borgar sig aö spila meö í Getraunum - bara aö nefna TÖLVUVAL, og þú ert meö!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.