Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 .... i .. , i . ... .... . ...... ■ "þafc l&t ekki suonct ut i búkihtiL” Gunna! Gunna! Fullt hús ... * Ast er... 1-23 .. .að gleymast aldrei. TM R«g. U.S. P»t Otf.—aH rights r*Mrv*d 91991 Lot AngslM TimM Syndicat* Þú verður að láta gera við lugt- irnar... BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Oþarft Ríkisútvarp Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: ÞEGAR útvarpsstöðin Bylgjan tók til starfa var gripið til auglýsinga- herferðar og sagt að nú væri einok- un Ríkisútvarpsins af þjóðinni af- létt. Þetta var þó ekkert nema orð- in tóm, ég benti á í skrifum mínum að staðreyndin væri sú að Ríkisút- varpið væri áfram sama einok- unarfyrirtækið að öðru leyti en því að öðrum stöðvum var heimilað að senda útvarpsefni í loftið. í framhaldi af því hóf Stöð 2 útsend- ingar og breytti miklu. Við vorum þó ekki laus við Ríkissjónvarpið þó við vildum, verðum að borga afnotagjöldin hvort sem okkur lík- ar betur eða verr að viðlagðri lög- sókn, — og þó við horfum ekki á það sem sjaldan er þess virði. Þvinganir af þessu tagi eru í takt við gamla kommúnismann og leifar hans, enda var samsafn af kommum þarna starfandi og þeir reyndu oft að læða sínum áróðri í útsendingarnar. Tilefni þess að ég tek þetta til umíjöllunar er að nú er verið að upphefja áróður gegn öðrum stöðv- um og dásama Ríkisútvarpið fyrir mikla og góða og ódýra þjónustu. Þó er sannleikurinn sá að hún er hvorki ódýr né í anda fijálsræðis, því við verðum að borga nær tvö- falt það gjald sem er innheimt með afnotagjöldum, þ.e. gegnum ríkis- sjóð sem borgar árlega marga tugi milljóna með Ríkissjónvarpinu aukalega. Þetta eru aðdáendur rík- isrekstrarins nú að skýra út fyrir þjóðinni að sé ódýrt miðað við t.d. Stöð 2. Raunveruleikinn er þó sá að það verður aldrei hrakið að all- ar aðrar útvarpsstöðvar veita ókeypis þjónustu. Rás 2 er algerlega óþörf vegna þess að svo margar smástöðvar eru á öldum ljósvakans að engin þörf er fyrir ríkisframlag af poppmúsík og þvílíku. Um mismuninn á af- notagjöldum Stöðvar 2 og Ríkis- sjónvarpsins vil ég segja það að Stöð 2 hefur miklu lengri útsend- ingartíma en Ríkissjónvarpið, allt að þremur tímum á hvetjum degi. Ríkissjónvarpið er því í engra þágu eins og nú er háttað. En það gæti orðið gott kennslutæki á mörgum sviðum, s.s. með kennslu í náttúrufræði, landafræði og fleiri greinum. Það er löngu kominn tími til að útvarpsgjald sé ekki skuld- fært á afnotagjaldseðla Ríkisút- varpsins. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON Nökkvavogi 33, Reykjavík HEILRÆÐI Það er svo freistandi að toga í dúkinn! Einn bolli af kaffi getur skað- brennt lítinn líkama. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkveiji skrifar HOGNI HREKKVISI Víkveiji lagði leið sína út á land um verzlunarmannahelgina eins og margir aðrir landsmenn. Sem betur fer hafa ekki orðið nein stórslys í umferðinni um helgina, en Víkveija fannst ökumenn mis- varkárir úti á þjóðvegunum. Vík- veiji ók norður í land og var því fegnastur þegar hann var kominn framhjá afleggjaranum í Stykkis- hólm, því að þar beygðu flestir verstu ökumennirnir útaf. Líklega voru margir þeirra nýkomnir með bílpróf og áttuðu sig ekki aíveg á því hvað þarf til að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Sumt unga fólk- ið, sem sennilega var á leið á útihá- tíð, sveigði skyndilega út í kant, að því er virtist ekki vegna þess að neitt væri að, heldur til þess að bíða eftir félögum sínum. Ekki var alltaf verið að leita að útskoti, held- ur voru bílarnir hafðir hálfir inni á veginum, sem stóreykur hættu á árekstrum þegar menn þurfa að sveigja hjá kyrrstæðu bílunum. Ekki batnaði ástandið þegar ein- hveijir ungir ofurhugar óku bílum sínum út á vegöxlina á móti til þess að komast framúr þeim, sem voru að sveigja hjá blaðrandi ungl- ingum á hinum vegkantinum. xxx Ihelgarferðalaginu kom Víkveiji í Laufás í Þingeyjarsýslu og skoðaði gamla torfbæinn þar, sem nú er safn. Þegar Víkveiji renndi í hlaðið var presturinn í Laufási, sr. Pétur Þórarinsson, að ryðja drasli út úr skemmu gamla bæjarins. Þar ætla presthjónin að koma upp lítilli kaffistofu fyrir ferðamenn. Víkveiji hlakkar mikið til að koma aftur í Laufás þegar kaffistofan verður komin í gagnið og fá sér kaffi og vöfflur. xxx Komandi kynslóðum er mikill fengur í að gamlar byggingar eins og bærinn í Laufási hafa varð- veitzt. Víkveiji er þó þeirrar skoð- unar að oft sé ekki vanþörf á að merkja betur þá gömlu muni, sem hafðir eru til sýnis á byggðasöfnum út um land. Hlutirnir þurfa áð vera merktir með heiti og til hvers þeir voru notaðir. Það er ekki hægt að ætlast til að sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, þekki gömul verk- færi eða ílát og viti hvernig þau voru notuð. Þjóðminjasafnið ætti að láta þetta mál til sín taka. x X x Víkveija finnst oft gott að slappa af í sólbaði á svölunum. Hins vegar fer hávaðamengunin, sem oft fylgir góðu veðri, í taugarnar á ' honum. Þar eru tveir mengunar- valdar helztir. Fyrst er að nefna garðsláttuvélar. Drunurnar úr þeim kveða við úr mismúnandi görðum allan liðlangan daginn þegar veður er gott. Víkveiji leggur til að tekinn verði upp sérstakur garðsláttutími, eins og tíðkast í sumum öðrum Evrópulöndum, en eyrum sóldýrk- enda hlíft utan þess tíma. í öðru lagi er það hróplegt tillitsleysi, sem margir sýna með því að taka stóra segulbandstækið sitt með út í garð þegar verið er að snyrta og dytta að. Víkveija finnst óþolandi að liggja á svölunum og þurfa að hlusta á þungarokk eða revíusöng, sem berst úr nærliggjandi görðum. Segulbandstækin eru bezt geymd innandyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.