Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLA.ÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 31 Eiríkur Kristófersson, fyrrum skipherra á varðskipum ríkisins, 100 ára Morgunblaðið/Þorkell „Eitt er víst að ég verð ekkert kvennagull á myndinni." Eiríkur Kristófersson fyrrum skipherra á Hrafnistu. Ég er sáttur við allt og alla „Það er nú bara svo skrítið að ég mau marga hluti sem gerðust fyrir áratug ljóslifandi en spurðu mig ekki hvað ég sagði í fyrradag,“ segir Eiríkur Kristófersson fyrrum skipherra, sem á 100 ára afmæli í dag, kíminn og skellir sér á lær. Hann hefur gaman af því að rifja upp eftir- minnileg atvik úr ævi sinni og af nógu er að taka, sérstaklega frá árun- um 1929-1962 þegar hann var skipherra á varðskipum ríkisins. Eiríkur hefur samanlagt tekið þátt í björgun 640 skipa og báta, 100 sem stýrimað- ur og 540 sem skipstjóri. Flestar urðu bjarganirnar 36 á einu ári. Hann dvelst nú á Hrafnistu í Hafnarfirði og er ótrúlega ern. Sjón og heyrn er þó farið að hraka og göngugrind er þarfur þjónn þegar gengið er um gangana. Móttaka verður haldin Eiríki til heiðurs á 5. hæð dvalarheimilis- ins (gengið inn um suðurdyr) milli kl. 15 og 17 í dag. Eiríkur er fæddur að Brekkuvelli í Barða- strandahreppi 5. ágúst 1892. Hann hóf sjó- mennsku vorið 1908 einfaldlega vegna þess að ekki var aðra vinnu að hafa eins og hann orðar það sjálfur. Tíu árum síðar tók hann lokapróf frá Stýrimannaskóla íslands og starfaði sem 1. stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á árunum 1924-1929. Eftirþað til árs- ins 1962 var hann skipherra á varðskipunum. Alls hefur Eiríkur verið á 33 skipum um ævina. Baujustrið Á starfsferli Eiríks hjá Landhelgisgæslunni áttu íslendingar í 12 mflna landhelgisstríði við Breta 1958-1961. Eiríki er baráttan í stríðinu, sem hann segir að hafi stundum verið nefnt Baujustríðið, í fersku minni. „Mig rekur til að mynda minni til þess á siglingu með Austurlandi að sjá breskan tog- ara leggja dufl í stefnu okkar. Nú, ég stansa og skoða það án þess að gefa í skyn að ég viti að þeir hafi kastað því útbyrðis. Og þeg- ar ég hef gengið úr skugga um að það er ekki merkt neinu skipi segi ég piltunum að takaþað innfyrir. Ekki stóð á viðbrögðunum því um leið og við erum farnir af baujustaðn- um kemur fyrirspurn frá flotaforingjanum Barry Anderson [á herskipinu Duncan] um hvort við hefðum tekið duflið. Eg sagði svo vera og fékk það svar að ef það yrði ekki komið á sama stað innan 10 mínútna þá yrði illt úr því,“ segir Eiríkur leggur áherelu á að Anderson hefði bætt við, „mjög illt.“ „Ég sagði honum að ég hefði sjálfur skoð- að duflið vandlega og nú byði ég þeim að koma um borð í skipið og sýna mér merki sitt, með því sama yrði duflið þeirra. Ander- son svaraði þessu aldrei,“ segir Eiríkur. Breski krúnufáninn hvarf í hafflötinn Aldni skipherrann kímir, tekur sér stutt hlé og rifjar upp næsta fund sinn við Ander- son hálfum mánuði seinna. „Við komum út á Fljótavík út af Skagafirði í blíðskaparveðri og hvítalogni. Þar eru 13 togarar og Ander- son að passa. Þá sé ég að þeir hafa lagt út bauju og hugsaði mér gott til glóðarinnar að grípa hana fyrir augunum á Anderson. En þegar ég kíki á hana sé ég að eitthvað er annað á seiði en venjulega. í staðinn fyrir belg var þarna 2-3 rúmtaka stáltunna og á flaggstönginni var hvorki meira né minna en breski krúnufáriínn. Þá fór ég að hugsa málið. Þessa bauju gat ég ekki tekið, það gerði krúnuflaggið. Eg sagði þeim fyrir sunnan frá þessu og ef eitthvað skyldi gerast sögulegt að taka upp á band allt sem gerðist milli mín og herekipsins. Þeir sendu mér síðan skeyti og sögðu að sjálf- ur yrði ég að ráða fram úr málinu og losna við baujuna. Ég fór að hugsa, ég yrði að reyna að skjóta baujuna niður með riffílskotum en við vorum með breska riffla um borð síðan úr stríðinu. Vandinn var hins vegar sá að láta skothríðina ekki heyrast. Ég lét opna skipið niður, lokaði öllum gluggum í brúnni, hafði bakborðshurð- ina opna, stóð við hurðina hinum megin og skaut duflið þegar við sigldum framhjá því í um 100 m fjarlægð. Tunnan seig undir eins og svo sökk allt sam- an. Lánaðist bragðið prýðilega og enginn af togurunum heyrði hinn minnsta hvell. Mínir menn hrópuðu hins vegar af brúnni þegar breski alríkis- fáninn hvarf niður í hafflötinn og það heyrðu togarasjó- mennimir og kölluðu allir í Anderson að ég væri búinn að stela duflinu. Undir einsfékkég hótunarbréf frá Andereon um að ef ég yrði ekki búinn að skila duflinu á sama tíma innan 10 mínútna þá yrði illt úr. Ég svaraði honum náttúrulega sannleikanum sam- kvæmt að ég hefði ekkert dufl tekið og gæti þar af leiðandi engu dufli skilað. Ég heyrði að hann kallaði til hinna þrisvar sinnum og í þriðja skiptið heyrði ég hann segja við þá að þar sem ég hefði sagt að ég hefði ekkert tekið, hefði ég ekkert tekið. Hvað annað ég hefði gert vissi hann ekki. Hann kallaði síðan til mín og spurði hvort ég hefði farið nálægt duflinu. Ég svar- aði: „Nálægt og ekki nálægt. Ég fór framhjá því á hægri ferð og á að giska 100 m fjar- lægð. Það var aðeins til þess að sýna breska krúnuflagginu tilhlýðilega virðingu." Ander- son hnussaði, hugsaði sig um í 5 mínútur og sagði: „Við látum málið niður falla.“ Og enn átti Eiríkur eftir að hitta Ander- son. „Þegar við hittumst næst minntist hann á atvikið við mig og sagði að þama hefði verið útbúin dauðagildra því ef stolið hefði verið af bresku krúnunni þá hefðu þeir haft fulla heimild til að skjóta okkur niður.“ Þótt Eiríkur og Anderson aðmíráll elduðu grátt silfur saman í þorskastríðinu, fór svo að eftir að því lauk bauð Andereon Eiríki til Bretlands og sendi herekip eftir honum. Eirík- ur var árið 1963 sæmdur orðu brezka heims- veldisins. Nóg fyrir stafni Eiríkur segist sæmilegur til heilsunnar og heppnari að því leyti en margt gamalt fólk. Hann segir að sér líði vel og biður sérstak- lega fyrir þakklæti til starfsfólksins á Hrafn- istu. „Það er eins og allir vilji allt fyrir mig gera,“ segir hann og leggur áherelu á að hann sé sáttur við allt og alla enda hafa hann aldrei á ævi sinni hatað nokkurn mann þó því sé ekki að neita að sér hafi líkað mis- vel við menn. Hann segist hafa nóg fyrir stafni á dag- inn, lesi blöð í gegnum stækkara, hlusti á útvarp og spólur sem hann kalli hjákonumar sínar, en leggist á hvetju kvöldi til svefns, alveg eins viðbúinn því að hafa hoppað yfir að morgni. Úr þorskastríðinu 1958-1961. Eiríkur í brúnni á varðskipinu Þór með Sinclair jarli, flotaforingja. Ungir vímuefnanotendur búa oft við mjög slæmar aðstæður Aðstæður gera batahorfur verri en vera skyldi, segir Olafur Olafsson landlæknir ÓLAFUR Ólafsson landlæknir sagði á ráðstefnu um börn og barna- vernd í gær að finna verði leiðir til að taka alhliða á vanda ungra vimuefnamisnotenda, koma á öflugum fjölskyldumeðferðum og opna ungmennunum leiðir til náms að nýju. Hann sagði að þessi ungmenni byggju í flestum tilfellum við lélega menntun og slæmar heimilis- og félagslegar aðstæður sem gerðu batahorfur þeirra mun verri en vera skyldi. Oft væri til lítils gagns að senda þau aftur heim eftir meðferð þar sem fjölskyldur þeirra ættu í meirihluta tilfella sjálfar við vímu- efnavanda að stríða. Ólafur kynnti á ráðstefnunni skýrslu sem er afrakstur samráðs- fundar um vandamál unglinga með fulltrúum Landlæknisembættisins, lögreglunnar í Reykjavík, unglinga- deilda Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnar- fjarðar, Hagstofu íslands, Ungl- ingaheimilis ríkisins, Rauða kross heimilisins, Fangelsismálastofnun- ar ríkisins, Krýsuvíkursamtakanna, !. Krossins og SÁÁ. Þar kemur fram að langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks hefur aukist mikið, sérstak- lega á þessu ári. í febrúar sl. voru 269 ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára á atvinnuleysisskrá samanborið við 6 ungmenni árið 1989. Þá hefur skammtímaatvinnuleysi, þ.e. at- vinnuleysi í 1 til 3 mánuði, einnig aukist verulega eða úr 119 skráðum 15 til 24 ár.a einstaklingum árið 1989 í 942 í febrúar sl. Vímuefnaneysla hefur einnig aukist meðal ungmenna undanfarin ár, aðallega áfengis-, kannabis- og amfetamínneysla. Þá segir í skýrsl- unni að kókaín hafí haldið innreið sína í landið en stómeytendur séu fáir. Mikil aukning var á kærum vegna fíkniefnabrota meðal 19 ára og yngri á síðasta ári hjá lögregl- unni í Reykjavík. Sjötíu unglingar voru þá kærðir en frá 1987 til 1990 voru að meðaltali 25 unglingar kærðir á ári. í skýrslunni segir að skýringin geti að nokkru verið sú að lögreglan sinni meira „minni málum“ nú en áður. Neysla þessara efna virðist ekki hafa aukist meðal 20 ára og eldri. Þá kemur fram í skýrslunni að ofbeldisbrot hafi staðið í stað sl. 3 ár og jafnvel heldur minnkað meðal 19 ára og yngri. í erindi sem Ólafur hélt á ráð- stefnunni í gær um þetta efni kom fram að það sem einkenndi unga fíkniefnaneytendur væri að þeir kæmu undantekningalítið úr mjög erfiðum fjölskyldu- og heimilisað- stæðum, 30 til 40% þeirra hefðu ekki lokið skyldunámi, þeir hefðu ekki starfsréttindi og væru atvinnu- lausir. Algengt væri að þeir byggju ekki með báðum kynforeldrum og þeir þjáðust oft af óöryggi, lélegri sjálfsmynd og minnimáttarkennd. Állt að þriðjungur unglinga sem leita meðferðar þjáist, segir í um- ræddri skýrslu, af miklum kvíða, þunglyndi og sjálfsmorðshugsun- um. Meirihluti unglinga sem lýkur vistun á meðferðarheimilum snýr aftur til síns heima þar sem þeirra nánustu eiga mjög oft við veruleg vímuefnavandamál að stríða. Ólafur sagði að aðstæður þessara ungmenna gerðu batahorfur þeirra mun verri en vera skyldi. „Oft gagn- ar það lítið að senda þessi ung- menni heim eftir að þau hafa lokið meðferð þar sem heima eru aðstæð- ur í mörgum tilfellum svo slæmar að unglingarnir lenda á skömmum tíma aftur á sömu braut,“ sagði Ólafur. Hann sagði að á milli 50 og 70% þeirra unglinga sem snéru heim aftur þyrftu að búa við vímu- efnamisnotkun í sínu nánasta um- hverfi. „Það dugar ekki sem skyldi öllu lengur að snúa sér eingöngu að vímuefnanotkun þessara ung- menna. Vandamál þeirra leysast ekki nema til komi mjög öflugar fjölskyldumeðferðir. Auk þess verð- ur að opna þeim leiðir til náms að nýju og ekki síst þarf að kenna þeim að umgangast fólk og fást við dagleg störf því margir kunna ekki til einföldustu verka,“ sagði Ólafur. „Meðferðin snertir nú því ekki einungis beinar læknisaðgerðir heldur einnig félags- og menntunar- mál. Dæmi um slíka alhliða með- ferð má nú finna á nokkrum með- ferðarstofnunum, til dæmis á stöð- um eins og SÁÁ, Krýsuvík og á Tindum,“ sagði Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.