Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Dráttarskip hf. kaupa Erik Boye Sjópróf vegna strandsins haldin í dag FYRIRTÆKIÐ Dráttarskip hf. á Siglufirði hefur gert kaup á danska saltflutningaskipinu Erik Boye, sem strandaði á Breiðdalsvik á fimmtudag. Að sögn Jóhannesar Lárussonar, stjórnarmanns í fyrir- tækinu, stendur til að taka skipið í slipp í Neskaupstað, draga það síðan ór landi og selja í brotajárn. Að minnsta kosti tveir aðrir aðil- ar munu hafa sýnt áhuga á skipinu. b Jóhannes kvað ætlunina hafa verið að draga skipið frá Breiðdal- svík fyrir miðnætti í gær. „Það verður tekið í slipp í Neskaupstað og soðið fyrir þau göt sem eru á botninum," sagði hann. „Svo verður skipið strax sett á flot aftur og dregið úr landi. Það verður ekki vandamál að selja það í brotajám, en ef það kemur í ljós að það borg- ar sig að gera við það verður sá kostur tekinn.“ Jóhannes vildi ekki segja um kaupin annað en það, að greitt hafi verið með skipinu. „Állar viðræður fóru fram í gegnum danska trygg- ingafélagið Skuld, en Danirnir voru í miklum vanda með bátinn," sagði hann. Dráttarskip hf. tóku formlega við Erik Boye á hádegi í gær. „Þetta var besta lausnin,“ sagði Anders Arfelt, fulltrúi Skuldar, tryggingafélags bátsins, sem stadd- ur er á Breiðdalsvík. „Eigendum skipsins bámst nokkur tilboð í það, en ákveðið var að ganga að tilboði Dráttarskipa hf.,“ sagði hann. And- ers sagði, að tryggingafélag kaup- anda yrði nú ábyrgt fyrir því að skipið yrði fjarlægt og því gerð skil á tilhlýðilegan hátt. Skipstjóri Eriks Boye er enn staddur hér á landi og mun hann taka þátt í sjóprófunum sem haldin verða í dag að kröfu Breiðdals- hrepps og Siglingamálastofnunar. Páll Hjartarson, siglingamálastjóri, sagði að aldrei hefði komið til greina að sökkva skipinu í íslenskri lög- sögu. Slíkt stangaðist á við Ósló- Parísarsáttmálann um vemdun hafsins. „Ég lít svo á að Siglinga- málastofnun sé nú laus allra mála og þurfi engin frekari afskipti að hafa af skipinu,“ sagði Páll. „En fjölmargir aðilar hafa lagt í mikinn kostnað við björgunina, og hann verða þeir að fá til baka.“ Landhelgisgæslan, björgunar- sveitir, Breiðdalshreppur og Sigl- ingamálastofnun em meðal þeirra aðila sem lagt hafa hönd á plóginn við björgunina. Kartöflubændurnir í Þykkvabæ standa nú í ströngu Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Karl R. Ólafsson, kartöflubóndi, ásamt dóttur sinni Heiðbjörtu og Sighvati Hallssyni, vinnumanni, i óða önn í gær að taka upp kartöflur. Þær verða komnar á diska neytenda í dag. Nýjar kartöflur eru komnar í verslanir FYRSTU kartöflur sumarsins voru teknar upp og lands sendir á markað núna af svokallaðri Amazon- sendar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir gerð, frekar fljótsprottið afbrigði. Þær vom seldar í helgina. Unnið er af fullum krafti við upptökuna verslunum í fyrsta sinn í fyrra og líkuðu mjög vel. þjá nokkrum kartöflubændum í Þykkvabæ. Karl kvað stutt í að hann byijaði að taka upp rauðar Að sögn Karls R. Ólafssonar, bónda í Stóra-Rima- kartöflur og gullauga og horfur séu á uppskem í koti, em kartöflurnar sem Grænmetispökkun Suður- góðu meðallagi. Unnur María Ríkarðsdóttir Lést eftir Læknafélag íslands mótmælir ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins: Sérfræðingar hafi þak á einingafjölda að en Kostnaður vegna launa sérfræðinga 200 milljónir króna fram úr fjárlögum FORMAÐUR Læknafélags íslands, Högni Óskarsson, hefur hvatt sér- fræðinga til þess að taka ekki mark á þaki þvi sem Tryggingarstofnun ríkisins hefur sett á starfseiningafjölda sérfræðinga á ári og tók gildi 1. ágúst sl. Formaður samninganefndar Tryggingastofnunar, Helgi V. Jónsson, sagði í fréttum Ríkissjónvarps í gærkvöldi að til greina kæmi að endurskoða þessa ákvörðun. Jón Sæmundur Sigurjónsson vísitölu eða ríkjandi verðlagi. Að deildarstjóri f heilbrigðisráðuneytinu sagði að aðdragandi þessa máls væri sá að fyrir einu og hálfu ári hefði verið gerður samningur á milli Tryggingarstofnunar og Læknafé- lags Islands um laun sérfræðinga. Launin væm reiknuð þannig að hvert verk sérfræðings væri metið til ein- inga og þær verðlagðar samkvæmt sögn Jóns Sæmundar gerði samn- inganefnd Tryggingarstofnunar sér- staka bókun við gerð þessa samnings þar sem tekið var fram að ef kostnað- ur vegna launa sérfræðinga færi fram úr fjárlögum yrði gripið til að- gerða. Nú liti út fyrir að kostnaður færi 200 milljónir króna fram úr fjár- lögum og væri þess vegna sett þak á einingarfjölda fyrir hvern sérfræð- ing. Þakið miðaðist við 65.000 ein- ingar á ári. Að sögn Jóns Sæmundar tekur þetta þak til 44 sérfræðinga eða 13% af öllum sérfræðingum. Að sögn Högna Óskarssonar var sérfræðingum tilkynnt um ákvörðun samninganefndar Tryggingarstofn- unar degi áður en hún tók gildi. Högni sagði að þessi ákvörðun ætti engan stað í samningnum né í þeirri bókun sem væri vitnað í. Að sögn Högna hefur þessi ákvörðun ekki heldur stuðning þeirra sem hafa yfir- stjórn í heilbrigðisráðuneytinu. Högni sagði að þakið næði til 155 sérfræðinga eða helmings þeirra sem samningurinn væri við. Með þessu þaki væri 20% af þjónustu skorið burt. Sérfræðingar væru á móti þess- ari aðferð þar sem að baki hennar lægi enginn rekstrarleg úttekt. Einn- ig skapaði hún óhagræði fyrir sjúkl- inga. Högni sagði að sérfræðingar skildu þörfína á því að halda kostn- aði innan fjárlaga, en benti jafnframt á að hann hefði aðeins vaxið um 4% það sem af væri þessu ári. Gert hefði verið ráð fyrir aukningu útgjalda í samningum. Högna sagði að þessi aukning kæmi einnig vegna þess að þjóðinni fjölgaði. slys í Sviss UNGA stúlkan sem lenti í slysi á skátamóti í Sviss síð- astliðinn miðvikudag lést á sjúkrahúsi þar á sunnudag. Stúlkan hét Unnur María Ríkarðsdóttir, tuttugu og eins árs gömul, til heimilis í Kotár- gerði 10 á Akureyri. Hún fædd- ist 22. maí 1971, dóttir Maríu Árnadóttur og Ríkarðs B. Jón- assonar. íslenskur lýtaskurðlæknir við sjúkrahús í Svíþjóð vekur athygli fyrir óvenjulega aðgerð Græddi höfuðleður á að nýju ÍSLENSKUR lýtaskurðlæknir sem starfað hefur við sjúkrahúsið í Malmö, Þórir Njálsson, græddi fyrir skemmstu um 80 fersentimetra stóran hluta höf- uðleðurs á átta ára gamla stúlku sem stór hundur hafði ráðist á. Aðeins einu sinni áður hefur tekist að græða höfuð- leður á að nýju í Svíþjóð eftir að það hefur rifnað af, fyrir um tíu árum í Gautaborg, þrátt fyrir að slíkar aðgerð- ir hafi verið reyndar fimm sinnum. Aðgerðin sem Þórir gerði á stúlkunni ásamt samstarfsmanni sínum vakti at- hygli í Svíþjóð, og var greint frá henni í þarlendum fjölmiðlum. Þórir hefur starfað við lýtaskurðlækningar í Malmö um nokk- urra ára skeið, en hefur í hyggju að flytja aftur til íslands með haustinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að við árás hundsins hafi höfuðleðrið efst á höfði stúlkunnar rifnað af. Þegap ljóst var að stúlkan yrði flutt til Malmö til aðgerðar hefði hann þurft að taka ákvörðun um hvað gera skyldi við hársvörðinn. „Ég ákvað að hann yrði sendur með stúlkunni á sjúkranúsið í ísbaði, þrátt fyrir að ekki væru miklar líkur á að hægt væri að græða hann á aftur,“ sagði Þórir. „Eftir að við höfðum skoðað stúlkuna og höfuðleðrið tókum við þá ákvörðun að reyna. Ef ekki hefði heppnast að græða höfuðleðrið á þegar í stað, hefði stúlkan þurft að ganga í gegnum þrjár framhaldsaðgerðir til að koma höfuðhúð og háralagi aftur í nokkuð eðlilegt horf. Við skoðun höfuðleðursins undir smásjá fundum við slag- æð, u.þ.b. hálfan millimetra í þvermál, sem virtist vera hægt að nýta til að koma blóð- rennsli í höfuð- leðrið á ný, og nokkru seinna aðra til að taka við blóðrennsli frá því aftur.“ Til tengingar- innar vpru flutt- ar bláæðar úr fótum stúlkunnar upp til höfuðsins, en alls tók aðgerðin um níu klukkustundir. Þórir sagði, að gleði þeirra sem að aðgerðinni stóðu hafí verið mikil þegar í ljós kom að blóðrennsli var komið af stað að nýju. Hann sagði að sár stúlk- unnar hefðu gróið mjög vel, og ekki hafí komist sýking í sárin. Eftir u.þ.b. þijá sólarhringa var ljóst að aðgerðin hafði * tekist, og tíu dagar liðu þar til kom í ljós að hár hafði tekið að vaxa að nýju. „Hún mun ekki hljóta varanlegan skaða af þessu slysi, og innan skamms tíma mun þessa ekki sjást nokkur merki,“ sagði Þórir enn- fremur. Eins og fyrr segir eru aðgerðir sem þessar afar sjaldgæfar, en flest slys af þessu tagi verða hjá síðhærðum konum sem vinna við færibönd og flækja hárið í þeim. Þórir Njálsson, Iýta- skurðlæknir. ► i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.