Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 49
amma marga góða vini sem henni var tíðrætt um, einnig leitaði hún mikið til AA-bænarinnar og ræddi oft við mig um mátt þeirrar bæn- ar. Amma var ekki rík af veraldleg- um auði og bjó oft þröngt, en rík var hún í sinni trú og bjartsýni enda naut ég alltaf þeirra stunda þegar ég heimsótti hana á Lauga: veginn og seinna í Hátún 10 A. í Hátúninu eignaðist amma einnig góða vini og líklega hefur amma orðið svo vinamörg sem hún var vegna þess að hún talaði aldrei illa um aðra og ræddi yfirleitt ekki um fólk ef það var ekki til staðar. Það voru aldrei skylduheimsóknir í mínum huga að fara til Ömmu Bergþóru, þar réð löngunin ein að hitta hana sjálfa. Að leiðarlokum vil ég þakka ömmu samfylgdina og fyrir það lífsmat sem hún kenndi mér. Hvíl hún í friði. Dóra. Hún amma mín er látin. Með henni er gengin persóna, sem ég af veikum mætti þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast. Við amma áttum eins og margir af hennar yngri aðdáendum marg- ar góðar stundir saman og ófáar enduðu í hlátrasköllum svo undir tók. Einkum eru mér minnisstæðar þær stundir sem við áttum, er ég stundaði nám við Verslunarskóla íslands. Það voru heldur fleiri en færri dagar vikunnar sem ekið var niður í Hátún, þar knúð dyra, upp lokið og tal tekið. Oft og einatt fórum við í bíltúr, ísbíltúr jafnan og gjaman keyptur súrmatur ef þannig áraði. Þessir dagar og þess- ar stundir eru sem meitluð í huga manns og ásamt minningunni um ömmu verða þeir eitt það dásam- legasta sem hún gat gefið mér. Hún amma átti að eigin sögn góða æsku. Heimili hennar var algjört regluheimili og fór amma þaðan ríkulega nestuð sem gerði henni kleift að takast á við lífið frá báðum hliðum, en þær þekkti hún af eigin raun. Heilbrigð skap- gerð og sterkur persónuleiki ömmu ásamt fábreytni og hreinlyndi vom höfuð mannkostir hennar. Þessir mannkostir gerðu að verkum að hún varð mjög eftirsóttur og vin- sæll félagi sem leiddi meðal annars til þess að hún gegndi trúnaðar- störfum fyrir félagsskap hér í borg þar sem til þess var tekið hversu glæsileg rithönd hennar var. Aldrei hallmælti amma nokkrum manni. Yfirveguð skaphöfn hennar, bros- mildi og hjartagæska voru og kost- ir sem gerðu það að verkum að hún hafði svo góða nálægð. Ætíð var stutt í fallega brosið hennar. Hún benti jafnan á það að unga fólkinu í dag væru allir vegir fær- ir ef vilji og góð heilsa væru fyrir hendi. Amma sagði mér stolt frá því þegar hún fór í Menntaskólann í Reykjavík en í þá daga var ekki algengt að stúlkur gerðu slíkt. Stolt var hún líka þegar hún sagði mér frá kennslu sinni á ísafirði en þar kenndi hún einn vetur ensku og dönsku. Hún amma bjó síðustu árin sín á Hrafnistu og átti þar dansmeistaratitil að veija en auðn- aðist það ekki. Leiðir skiljast að sinni. Kærar eru þakkir mínar fyrir að hafa fengið að þekkja ömmu og elska. Verði hún skilgreind eftir þeirri mannúð sem innra með henni bjó þá hlýtur hún að vera engill á himnum í dag. . Hvíli amma mín í friði. Oskar Kjartan Guðmundsson. Móðursystir mín Bergþóra Skarphéðinsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. júlí sl. eftir nokk- urra ára dvöl þar og góða umönnunar. Mig langar að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Foreldrar hennar voru Skarphéð- inn Hinrik Elíasson, f. 11. júlí 1861 í Vigur, ísafjarðardjúpi, d. 1. maí 1947 og seinni kona hans, Pálína Árnadóttir, f. 31. okt. 1866 í Hænuvík, Sauðlauksdal, Barða- ÍVÍORGUfteLAÐlÖ MlÓVÍktíDÁÖÚR' 't'. ÁtíÚS'T TÖ92 4$ Jóhanna Fríðriks- dóttir - Kveðjuorð strandarsýslu d. 21. des. 1924. Bergþóra fæddist á Gunnarseyri í Skötufírði við ísafjarðardjúp 2. september 1910, hún ólst upp fyrstu árin þar og í Hnífsdal, þar til foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur en það mun hafa ver- ið 1917 eða 1918. Hún missti bróð- ur sinn Sigmund 1918 úr spönsku veikinni, þá er hún 8 ára og 14 ára gömul missir hún móður sína svo geta má nærri að mikill harm- ur hefur það verið fyrir hana svo unga. Skarphéðinn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Petrína Ás- geirsdóttir frá Látrum í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp, f. 3. des. 1864, d. 9. nóv. 1890. Þau áttu þrjár dætur, Friðgerði, f. 15. apríl 1888; Önnu, f. 15. apríl 1888 og Karít- as, f. 20. 1890 sem allar fæddust í Æðey. Með seinni konu sinni eignaðist hann fjögur börn, þau eru: Petrína Sigrún, f. 24. nóv. 1892; Sigmundur Viktor, f. 5. maí 1898; Siguijón, f. 27. júlí 1901, þau voru fædd í Ögursveit, yngst var Bergþóra. Þegar ég rifja upp minningar um Beggu frænku, en svo kölluð- um við hana, frændfólkið og vinirn- ir, kemur margt í hugann. Það helsta er hvað hún var alltaf þægi- leg og viðmótsgóð og hún kvartaði aldrei þótt lífíð færi ekki mjúkum höndum um hana. Faðir hennar vildi að hún menntaðist eitthvað og var hún byijuð í menntaskóla þegar hún veiktist af bijósthimnu- bólgu sem var byijun á berklaveiki og allir hræddir við í þá daga, svo ekkert varð meira úr skólagöngu. Þegar hún var 16 ára var hún send til góðrá hjóna vestur á ísaijörð í vist. Hún sagði mér að þau hjón, Páll Hannesson og Ásta Kristjáns- dóttir, hefðu átt að hafa gætur á henni, sennilega til þess að hún væri ekki á neinu „útstáelsi" eins og hún orðaði það, en henni þótti svo gaman að dansa og dansaði mikið þegar hún fékk tækifæri, það var hennar yndi, sagði hún. Hún talaði ensku og dönsku, hafði sérlega fallegan málróm og var afbragðsgóð í íslensku, utan þess skrifaði hún listavel. Sonur hjón- anna Páls og Ástu sagði mér að hún hefði kennt sér að lesa, sonur- inn varð mikilsmetinn skipstjóri. Einmitt meðan hún dvaldi hjá þess- um heiðurshjónum á ísafirði hitti hún ungan mann sem hún felldi ástarhug til. Hann hét Kjartan Guðjónsson, fæddur á Svarfhóli, Geiradalshrepi, Austur Barða- strandarsýslu 24. nóv. 1907, d. 12. maí 1953. Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson og kona hans Guðmundína S. Jónsdóttir, þau bjuggu á ísafirði og minnist ég þeirra með þakklæti í huga fyrir góðmennsku í minn garð. Bergþóra og Kjartan giftu sig á ísafírði 9. júní 1930 en bjuggu í Reykjavík alla tíð utan eitt ár. Hann var matsveinn, oftast á tog- urum en á stríðsárunum starfaði hann hjá hernum um tíma. Þótt þau myndu eftir mér sem lítilli hnátu, þá man ég ekki eftir þeim fyrr en ég var sjö ára gömul. Þá áttu þau heima á Öldugötunni og ég var eða átti að heita bamapía hjá systur minni Aðalheiði en hún átti heima í sömu götu. Ég kom að sjálfsögðu oft til þeirra. Ég man hvað mér þótti Begga fín frú, allt- af svo flott klædd, og dóttir henn- ar Pálína (ína) sem þá var þriggja ára var eins og prinsessa í mínum augum. Begga og Heiða urðu miklar vinkonur upp frá þessu. Á þessum tíma minnir mig að hann hafí ver- ið í siglingum. Á stríðsárunum áttu þau heima á Egilsgötu 12 en þá var mikill gestagangur hjá þeim. Það var eins og miðstöð fyrir frændfólk og vini, stöðugur straumur. Einstaklega gott sam- band var milli móður minnar Karít- asar og hennar, þær voru systur og vinkonur í raun og nefndu það báðar hvað þeim þótti vænt hvor um aðra. Það var á allra orði hvað Begga var einstaklega skapgóð og eðallynd kona. Lát Kjartans bar snöggt að og er alltaf mikil við- brigði þegar slíkt skeður og mikill harmur fyrir eftirlifandi. Eftir lát hans vann Begga í kexverksmiðj- unni Frón og Borgarbókasafninu en síðast starfaði hún við skúring- ar í Ritfangaverslun VBK á Vest- urgötu 4 í mörg ár eða meðan heilsan leyfði. Bergþóra og Kjartan eignuðust fjórar dætur, þær eru: Pálína, f. 12. mars 1931, gift Haraldi Her- mannssyni röntgenraffræðingi, þeirra börn eru Halldóra, Sigrún, Bergþóra, Herdís og Kjartan. Rannveig Edda, f. 29. okt. 1936, gift Jónasi Hólmsteinssyni aðal- bókara, börn þeirra eru: Kjartan, Guðrún Soffía, Arndís, Hólmsteinn og Jónas Þór. Sjöfn, f. 8. sept. 1938, gift Guðmundi J. Óskarssyni forstjóra; börn þeirra eru: Óskar Kjartan, Guðný, Birgir, Edda Björk og Anna Rut. Guðmundína Hrönn, f. 30. mars 1940, hún var gift Friðleifi Jacobsen, þau skildu, böm þeirra eru: Rut Alexandra, Kjartan Þór og Gunnar. Barnabamabömin era orðin 27 að tölu. Þá telst mér til að afkomendur þeirra séu núna 47. Einn vin eignaðist Begga á síð- ari árum, hét hann Sigurlaugur Guðmundsson frá Flateyri. Hann var mikil stoð hennar áður en hún fór á Hrafnistu. Hann átti bíl og gat farið með hana í bíltúra, jafn- vel vestur á fírði en mest um vert var þó félagsskapurinn sem var henni ómetanlegur. En hann andaðist í okt. 1988 úr hjartaslagi og var það mikið áfall fyrir Beggu. Stuttu síðar fór hún á Dvalarheim- ilið Hrafnistu í Reykjavík. Hún dásamaði konurnar sem hugsuðu um hana og hjúkranarliðið og vil ég þakka fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Um leið og ég sendi dætrum, tengdasonum, barnabörnum og barnabamabörnum hugheilar sam- úðarkveðjur kveð ég góða frænku mína. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Pálína Magnúsdóttir. Fæddur 14. nóvember 1941 Dáinn 23. júlí 1992 Söknuður. Hvað er söknuður. Það er sterk tilfínning, djúp og oft sársaukafull, sem kemur yfir mann þegar hafnað er kröfu um að hafa eitthvað áfram sem maður hefír, svo lengi sem maður vill. Sé þessari kröfu hafnað kemur sökn- uðurinn. Nú er hann Björn Einarsson, Bessastöðum, dáinn, farinn frá okkur. Við vildum hafa hann leng- ur hjá okkur en fengum það ekki, þess vegna kemur söknuðurinn. Söknuður er líka tómleikatilfinn- ing. Það vantar einhvern í hópinn. Rödd er hljóðnuð. Rödd sem áður hljómaði, jafnvel hæst, er hljóðnuð, heyrist ekki lengur. Við söknum þessarar raddar, tómleikatilfínn- ingin leggst yfir. Það er dauft yfir hópnum, eitt- hvað vantar, röddin ætti að heyr- ast. Við lítum í kringum okkur. Hvern vantar? Jú, Björn vantar í hópinn. Nú gerum við okkur grein fyrir lögmáli lífs og dauða. Hann Björn mætir ekki framar. Hann er dáinn. Við höfum reyndar vitað að Björn var veikur, en vonin lifði. Hann sem var hraustastur okkar allra. Við gerum okkur grein fyrir því að framundan eru breyttir tímar. Við munum ekki lengur heyra röddina djúpu, við munum ekki lengur heyra hláturinn hressilega, Fædd 2. apríl 1923 Dáin 27. júlí 1992 Það var mikil gæfa Listasafni Einars Jónssonar þegar Jóhanna Friðriksdóttir réðst þar til starfa fyrir rúmum tíu áram. í lífi hennar virðist hafa ræst það sem flestar konur dreymir um, að fá að njóta hamingjuríks fjölskyldulífs og koma börnum sínum til manns. Þar við bættist að Jóhanna skapaði sér tækifæri til að mennta sig og þroska hæfíleika sína eftir því sem hugur hennar stóð til. Enda er hver sinnar gæfu smiður. Er ég kom til starfa við Listasafn Einars Jónssonar naut Jóhönnu því miður ekki lengur við, sökum heilsu- brests, en ég fann glöggt fyrir nærveru hennar meðal starfsfólks- ins sem hún var hugstæð og kær. Það sama fann ég líka meðal gesta sem spurðu eftir henni og söknuðu hennar. Sjóndeildarhringur Jóhönnu var víður og hún talaði fleiri tungumál sem var ómetanlegt við leiðsögn hennar í safninu. Yfír henni var andblær fágaðrar heimsmann- eskju. Allt starf henanr vitnaði um óvenjulega trúmennsku heil- steyptrar konu. Hennar er því sárt saknað í þessari stofnun. Að leiðarlokum leyfí ég mér fyr- ir hönd stjórnar Listasafns Einars Jónssonar að bera fram þakkir og blessa minningu hennar. Hrafnhildur Schram. Kveðjuorð frá vinum Á þriðjudaginn sem leið var trú- systir okkar, vinkona og samstarfs- manneskja, kvödd hinstu kveðju í kirkjunni okkar, Kristskirkju í Landakoti. Þar höfum við hitt hana á undanförnum áratugum, séð hana sækja kirkju sem unga stúlku og síðan sem húsmóður í stóram barnahópi og loks sem roskna konu við munum ekki framar heyra drynjandi bassann hans þegar lagið verður tekið á góðri stundu. Og þó. í minningunni mun röddin hans hljóma. Við getum ekki framar leitað til hans í félagsmálavafstri hins dag- lega lífs. Við getum ekki framar leitað til hans um úrræði þegar vanda ber að höndum. Og þó. Við getum hugleitt. Hvað hefði Björn lagt til málanna? Hans ráð vora jafnan góð. Við getum ekki lengur nýtt okk- ur orku hans og atgerfi. Nú verðum við sjálf að takast á við verkefni þar sem þekking hans og kraftur réði úrslitum áður. Við höfum hann ekki lengur til að létta okkur lund- ina á góðum stundum, eða til að kryfja vandamál dágsins þegar al- varan ber að dyram. Við drúpum höfði. Kröfu okkar um að hafa hann áfram hjá okkur hefir verið hafn- að. Við söknum hans. Tómleikatil- fínning grípur hópinn. Við lítum til baka. Hvað hefði Björn lagt til málanna? Jú. Niðurstaða er fengin. Halda áfram. Rétta úr sér. Berj- ast áfram fyrir hagsmunum byggð- arflagsins, landsins og þjóðarinnar. Þetta hefði Björn lagt til málanna. Hans ráð voru jafnan góð. Ólöf og fjölskylda, Helga og fjöl- skylda, þið eigið öll okkar dýpstu samúð. Anna og Ingólfur. með eftirbreytnisverðan æviferil að baki, enn í hópi afkomendá sinna, sumra fulltíða fólks en annarra á æskualdri, alltaf glaða og ljúf- mannlega í viðmóti, æðrulausa og umburðarlynda og ávallt trúa og óhvikula dóttur kirkjunnar okkar, hinnar fornu kirkju íslands í 550 ár. Jóhanna tók ævinlega virkan þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar. Til eru myndir úr sögu Maríufé- lagsins, sem var féiagsskapur ungra ógiftra kvenna, þar sem Jó- hanna var ávallt í hópnum. Síðar, þegar hún giftist og var orðin hús- móðir, var starfsvettvangur hennar innan kirkjunnar í Kvenfélagi Kristskirkju, sem áður hét Para- mentfélagið, svo og Félagi kaþól- skra leikmanna, eftir að það var stofnað. Þá var hún með í hópi Samverkamanna Móður Teresu frá upphafí og formaður þess hóps þegar hún andaðist. Óll þátttaka Jóhönnu í þessum félagsskap einkenndist af sömu trúmennskunni og ljúfmennskunni sem var aðalsmerki hennar alla ævi. Ég veit ekki til að neinn mað- ur hafí séð Jóhönnu skipta skapi í félagsskap okkar, hún átti til að benda á sitthvað sem henni fannst mega betur fara en það var jafnan gert með brosi og umburðarlyndi þess sem gerir sér ljóst að mann- eskjurnar era mismunandi og að fyrirgangur leiðir yfirleitt ekki til neins góðs. Ég vissi hana taka málstað þeirra sem sveigt var að og jafnan reyna að sjá hið góða í öllum og öllu. Hún vissi hvað var í vændum þegar sjúkdómurinn sem dró hana til dauða var farinn að herja á líkama hennar en aldrei bar á kvíða eða þunglyndi í fari hennar út af því heldur sagði hún okkur brosandi frá líðan sinni þegar við inntum hana eftir heilsufari hennar svo að stundum efuðumst við nærri því um að ótti okkar væri á rökum reistur, slíkt var æðraleysi hennar og jafnlyndi. Hún sótti kirkju með- an hún gat staðið á fótunum og þurfti þó stundum að styðjast við hækju síðustu skiptin. Okkur fínnst eins og kær systir okkar hafí nú kvatt hópinn í síð- asta sinn enda var hún það á viss- an hátt. Hennar skarð verður vand- fyllt en fordæmi hennar verður okkur vafalaust hvatning til að taka mannkosti hennar okkur Lil fyrirmyndar: góðvildina, umburð- arlyndið og æðruleysið. Bræðrum hennar, niðjum og tengdafólki öllu vottum við innilega samúð okkar og trúum því að nú hafi hún verið leidd þar til sætis með góðu fólki og göfugu hefur verið fyrirhuguð framtíðardvöl. Hvíli hún í friði. Fyrir hönd Félags kaþólskra leikmanna, Kvenfélags Kristskirkju og Samverka- manna Móður Teresu Torfi Ólafsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verðuÁ grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili.. Kveðjuorð: Björn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.