Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Vaktir á stjórnpalli skipa Fyrirspurn til samgönguráðherra eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson Undir þinglok, hinn 14. maí sl. svaraði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, alþingismanns varðandi öryggismál sjómanna. Greint var frá þessu í fréttum frá Alþingi hinn 16. maí sl. Fyrirspurn þingmannsins var svo- hljóðandi: 1. Hvers vegna hafa ekki enn verið settar starfsreglur fyrir rann- sóknarnefnd sjóslysa svo sem boðað er í lögum nr. 21/1986? 2. Hefur að dómi ráðherra tekist að færa rannsóknir á sjóslysum „í nútímalegt horf“ eins og stefnt var að með breytingu á siglinga- lögum 1986, t.d. með því að haga þeim eins og gert er þegar flug- slys verða? 3. Telur ráðherra koma til greina — einkum í Ijósi tíðra sjóslysa að undanfömu — að herða varúðar- reglur við siglingar skipa þannig að aldrei verði færri en tveir menn á vakt í brúnni hveiju sinni? Spurningar frú Rannveigar Guð- mundsdóttur eru mjög svo tímabær- ar. Rannveig fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði með ágætri ræðu og kom inn á hin alvarlegu sjóslys sem hafa orðið hér við strendur landsins á undanförnum árum. Hún vakti þar athygli á mikilvægi góðrar vaktar í brúnni og hvað það gæti reynst hættulegt, ef örþreyttur skipstjórn- armaður, einn á vakt, sofnaði við suð hinna mörgu rafeindatækja, sem eru í brúm nýtísku skipa. Orðrétt sagði þingmaðurinn enn- fremur: „Tækin eru skær og blind- andi og trufla jafnvel af þeim orsök- um útsýn úr brú, þegar dimmt er.. “ „Menn treysta líka á tækin, þykir ekki þurfa að tveir séu á vakt. Því er haldið fram að þannig sé þá oft- ast einn á vakt á stíminu.“ Þetta eru orð í tíma töluð og falla við skoð- anir mínar og kennslu í siglingaregl- um og skipulagi vakta um borð í skipum. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í svari sínu við fyrstu spurningunni að unnið væri að end- urskoðun reglugerðar um sjóslysa- nefnd. Það eru góðar fréttir og mik- ið nauðsynjaverk. Brátt eru 30 ár síðan sérstök nefnd var fyrst skipuð af Alþingi árið 1963 til þess að rann- saka orsakir sjóslysa. Samgönguráðherra gaf það svar við annarri spurningu frú Rannveig- ar að með nýjum siglingalögum árið 1986 hefði sjáifstæði nefndarinnar verið aukið (sbr. XIII kafla siglinga- laga um sjópróf o.fl.). Rannsóknar- nefnd sjóslysa hefði heimild til að leita aðstoðar sérfræðinga og rann- sóknastofnana, en vegna kostnaðar við sjálfstæðar rannsóknir hefði nefndin þó almennt byggt á sjópróf- um og lögreglurannsóknum. Svör ráðherrans við þriðju spurn- ingunni komu mér aftur á móti mjög á óvart. Þau eru að mínu mati ekki í neinu samræmi við öryggisreglur um þetta mál, meðal annars vegna niðurstöðu og ályktana rannsóknar- nefndar sjóslysa og erlendra rann- sókna á sjóslysum, sérstaklega árekstrum og ströndum. Orðrétt sagði ráðherrann: „Þessu er því til að svara að með að fækkun áhafna skipa og bættum tækjabúnaði, t.d. sjálfstýringu og eftir að ratsjár komu í brú 1960 var ákveðið að hafa einn mann á vakt (Innskot: Af hverjum og hvenær?). Það er skoðun þeirra sem um þessi mál hafa Ijallað á vegum ráðuneytis- ins að með slíkum nútíma tæknibún- aði sé það almennt fullnægjandi að hafa einn mann í brú við eðlilegar aðstæður. En að sjálfsögðu skiptir mestu máli í þessu sem öðru að sem mest árvekni sé viðhöfð, farið eftir aðstæðum og menn séu samtaka um það að gæta fyllsta öryggis.“ Síðasta hluta í ræðu ráðherrans er ég auðvitað mjög svo sammála, en hvað öðru viðvíkur leyfi ég mér að álíta að samgönguráðherra hafi fengið rangar upplýsingar. Ræðu sinni um þetta mikla örygg- ismál sjómanna og siglinga iauk samgönguráðherra með orðunum: „Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, hæstvirtur forseti." Ef tekið er tillit til alþjóðlegra siglingareglna stenst reglan um að- eins einn mann á vakt í brúnni að nóttu til og í dimmviðri ekki alþjóða- siglingareglur, nema þá með sér- stökum ráðstöfunum á sérstaklega útbúnum skipum. Af mörgum þjóð- um er það ekki viðurkennt, enda hæpið með túlkun siglingareglnanna í huga. Skv. 2. gr. laga nr. 56/22. apríl 1986 hafa þessar reglur laga- gildi hér á landi. Ég fullyrði, að þessi skoðun sam- gönguráðherra og samgönguráðu- neytisins er hvergi viðurkennd svo fortakslaust og ráðherrann sagði þarna á Alþingi. Á opinberum vettvangi og þá helst í sama fjölmiðli, ríkisútvarpinu sem nær vítt um landið og til hafs eða á a.m.k. að gera það, verður að gefa skýr og ákveðin svör um hvern- ig hið háa ráðuneyti og hæstvirtur samgönguráðherra hefur komist á þessa skoðun og hvernig beri að túlka siglingareglurnar, t.d. 2. reglu a)-lið: „I þessum reglum getur ekk- ert leyst skip, eiganda þess, skip- stjóra eða áhöfn undan ábyrgð, ef reglunum er ekki fylgt eða vanrækt er að gæta þeirrar varúðar, sem al- menn sjómennska krefst eða sér- stakar aðstæður kunna að útheimta“ og 5. reglu um dyggilegan vörð á skipum. Aðeins í einstaka landi er viður- kennt með mjög ströngum reglum um útbúnað skipa, að nægilegt sé að hafa aðeins einn mann á vakt í brúnni á siglingu. Alþjóðasiglingareglur, vaktreglur Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO) og gögn, sem styðjast við ítar- legar sjóslysarannsóknir erlendis segja allt annað en samgönguráð- herra fullyrti. Boðorð þeirra er örugg vakt í brúnni, gott skipulag og „Að brúin má aldrei vera mannlaus". Fjöldi vaktmanna í brú hlýtur að sjálfsögðu að vera mjög mismunandi og eftir aðstæðum hveiju sinni. Það er t.d. sitt hvað að standa vakt í brú úti á reginhafi fjarri landi og svo uppi í landsteinum eða á miklum umferðarsvæðum eins og í Ermar- sundi þar sem 450-500 skip sigla á hveijum sólarhring eða við aðalsigl- ingaleið að Saxelfi (Elbe), þar sem koma að skip á leið til og frá Ham- borg eða þau skip sem sigla til Eyst- rasaltshafna um Kílarskurð. í umræðum um þetta mál á Al- þingi benti Matthías Bjarnason al- þingismaður og fyrrverandi sam- gönguráðherra einmitt á, að vakt á skipi væri háð aðstæðum hveiju sinni, en gera ætti meiri kröfur um að menn haldi vöku sinni í þessum efnum. Hér á landi hefur fræðsla í slysa- vörnum, notkun gúmmíbjörgunar- báta og fl. verið stóraukin á undan- fömum árum. En menn mega samt aldrei gleyma því að mikilvægast af öllu er að varðveita öryggi sjálfs skipsins. Sjálft skipið, öryggi þess og áhafnar, er og mun alltaf verða höfuðatriðið í öryggismálum sjó- manna. Til þess að tryggja þetta öryggi verður að fylgja alþjóðlegum sigl- ingareglum, kunna sína siglinga- Guðjón Ármann Eyjólfsson „Sjóslysarannsóknir hér heima og erlendis hafa leitt til sömu niðurstöðu: Höfuðorsök sjóslysa, árekstra og stranda er léleg varðstaða og skipu- lagsleysi á vaktinni í brúnni. Vaktin er undir- mönnuð. Með rannsókn- um hefur óyggjandi ver- ið leitt í ljós, að léleg varðstaða um borð í skipum hefur kostað fjölda mannslífa og ómældar fjárupphæðir.“ fræði og notkun siglingatækja til staðsetningar og siglingar skipsins. Skipstjórnarmenn verða að vita hver er stöðugleiki skipsins og þekkja reglur um fjarskipti og notkun fjar- skiptatækja. Sjóbúnaður verður allt- af að vera í samræmi við góða sjó- mennsku. Það er sannfæring mín að mesta öryggismál hvers skips og það sem skiptir meira máli en nokkuð annað, ef litið er frá haffærni skipsins, er að varðstaðan í brúnni sé alltaf eins góð Og mögulegt er. Góð og örugg vakt skiptir miklu meira máli en að fylla skipið af gúmmíbjörgunarbát- um eða öðrum ágætum öryggistækj- um. í skýrslu Rannsóknarnefndar sjó- slysa fyrir árin 1988, 1989 og 1990, ’ðvikudaginn 5. ágúst kl.9:00 - stundvíslega! r Áður: Nú: Jogginggallar /fullorðins 7.980 3.990 Jogginggallar /bama 4.990 2.990 Kvennskór Karlmannaskór Bamaskór Sundbolir Úlpur /fullorðins 5.270 2.490 6.980 3.490 3.490 1.990 2.690 990 7.490 3.950 6.590 2.950 BOLTAMAÐUR NN SPORTVÖRUVERSLUN Laugavegi 27 • Sími 15599 sem kom út 1991, segir orðrétt: „Ef skoðuð eru hin mörgu tilfelli þar sem óhöpp hafa orðið, s.s. árekstrar og strönd, kemur í ljós að meginorsök þeirra er skortur á árvekni skip- stjórnarmanna og vanrækt er að halda dyggilegan vörð á stjórnpalli, sbr. 5. gr. siglingareglna.“ Erlendis hafa víða verið gerðar merkilegar og rækiiegar rannsóknir á orsökum sjóslysa til þess að draga megi af þeim lærdóm og ályktanir til að koma í veg fyrir sjóslys. Með fyrirspurn sinni var Rannveig Guð- mundsdóttir einmitt að vekja sér- staka athygli á þessum mikilvæga þætti í slysavörnum. Sjóslysarannsóknir hér heima og erlendis hafa leitt til sömu niður- stöðu: Höfuðorsök sjóslysa, árekstra og stranda er léleg varðstaða og skipulagsleysi á vaktinni í brúnni. Vaktin er undirmönnuð. Með rann- sóknum hefur óyggjandi verið leitt í ljós, að léleg varðstaða um borð í skipum hefur kostað fjölda manns- lífa og ómældar flárupphæðir. Slys af völdum árekstra eru ætíð mjög alvarleg eins og mörg og nýleg dæmin sanna. Erlendar rannsóknir Nýjustu rannsóknir sjóslysa hafa leitt eftirfarandi í ljós: 74% verða vegna mannlegra mis- taka; 11% vegna bilana og tækni- legra galla; 15% valda ytri aðstæður og tilvik. Ég vitna hér stuttlega í nokkrar rannsóknir sjóslysa og þá sérstak- lega rannsóknir árekstra. Tryggingafélagið „Norske Verit- as“ lét framkvæma rannsókn á slys- um, sem höfðu orðið um borð í norsk- um skipum á árunum 1970-1978. Samtals voru rannsökuð 3.599 sjó- slys. Af þeim voru 76% eða 2.742 árekstrar og strönd og mátti rekja 85% þeirra slysa til mannlegra mis- taka. Einn helsti sérfræðingur Breta í árekstrarmálum, A.N. Coekcroft, lengi prófessor við London Schooí of Polytechnícs, hefur gert umfangs- miklar rannsóknir á árekstrum skipa. Hann gerði athuganir á 2307 árekstrum frá 1957-1961; nærri 60% árekstranna urðu við strendur Norðvestur-Evrópu eða á hafsvæði sem íslensk skip sigla mikið um. Cockcroft komst að þeirri niðurstöðu að höfuðorsök þessara 2307 árekstra væri tvenns konar: 1. Ekki var haldinn dyggilegur vörður. 2. Skipulag vakta og starfa í brú var ófullnægjandi. Alþjóðasamtök skipaeigenda (ICS) vilja að sjálfsögðu tryggja sem best öryggi skipa sinna. Samtökin hafa Iátið fara fram vísindalegar rannsóknir á sjóslysum og auk þess gefið út merkilega bæklinga og leið- beiningar fýrir skipstjórnarmenn, svonefnda minnislista eða gátlista. Ég undirritaður þýddi fyrstu útgáf- una (Bridge Procedures Guide) og birti í bókinni Siglingareglur — Stjórn og sigling skipa (Reykjavík 1989). í formála skrifaði H. T. Beazley þáverandi formaður ICS m.a.: „Ef starfshættir í brú eru teknir traust- um tökum — á breiðum alþjóðlegum vettvangi — er það trú mín að veru- lega myndi draga úr sjóslysum." Samtökin létu rannsaka 50 sjópróf. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú sama og hjá Cockcroft: Alvarlegustu mistök við árekstra í björtu veðri, þegar flestir álíta að útvörður sé þarflaus í brúnni, voru, að ekki var haldinn dyggilegur vörð- ur, ekki var gætt að því hvort kompásmiðun af skipi sem nálgaðist breyttist og ekki var breytt um stefnu og hraða í tæka tíð og svo um munar. Um notkun tækja í brúnni sem sumir álíta að geri útvörðinn óþarfan var á ráðstefnu sem' var haldin í Bergen í Noregi 19. og 20. septem- ber 1985 gerð eftirfarandi ályktun: „Þrátt fyrir það að nútímatækni geri mönnum kleift að gæta betur skips og siglinga með rafeindasiglin- QKEYPIS UTFILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN rmi MYNDSYIN SÍMI 91-77755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.