Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 J Guðmundur Olafs son - Minning Fæddur 21. janúar 1955 Dáinn 20. júlí 1992 Allir deyja, en ævi hvers manns er mislöng. Fallinn er frá frábær félagi minn, hetjan mín, íþróttafyr- irmynd mín, Guðmundur Ólafsson, langt um aldur fram. Frábær félagi minn Guðmundur Ólafsson sem kveikti hjá mér áhuga á sundi dó í síðustu viku! Hann þjálf- aði mig um langt skeið og gerði mig að því efni í þann sundmann ég er. Þegar hann hætti sökum áframhaldandi náms að þjálfa hóp- inn sem ég æfði með fékk ég sendar vikulega æfíngar frá honum, við unnum saman á annað keppnis- tímabil. Ég synti einsamall æfíngar hans og við ræddum útkomuna vikulega, þetta tímabil er mest þroskandi sem ég hef átt. Guðmundur Olafsson hafði að geyma stórbrotnasta mann sem ég hef kynnst. Hann var einn mesti hæfileikamaður á hvað það sem hann tók sér fýrir hendur. Hann dúxaði í skóla þegar hann hafði metnað til að læra, og sömu sögu er að segja úr íþróttunum, þar sem hann sigraði allt sem hann hafði metnað til að sigra. Hann þjálfaði vel og kom mikilli þekkingu sinni vel til skila. Guðmundur hefur alltaf verið og mun ávallt verða hetjan mín. Ég hef ávallt frá því fyrst ég heyrði getið um þennan merka mann litið upp til hans. Fyrir nokkru uppgötvaðist hinn ægilegi sjúkdómur sem dró Guð- mund Ólafsson til dauða; hvítblæði. Guðmundur barðist og fór í gegnum miklar lyfjameðferðir. Horfurnar voru góðar fyrir mergskipti. Allt virtist þokast í rétta átt, þrátt fyrir mikla erfiðleika, bardaga og veik- indi. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra fínni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. Sb. 1945 - Ó. Andrésd. Guðmundur hafði yfir að ráða mjög sterku hjarta og öflugum lungum sem hann hafði þjálfað upp í sundíþróttinni. En þegar ekki er hægt að gera fleira í þrotlausri baráttu við sjúkdóminn og sársauk- inn ef til vill orðinn mikill er hvíld- in ef til vill best? Við skulum lifa í þeirri von að ástvini okkar líði-nú betur. Það er sárast að sjá á eftir svo ungum dreng, það koma tár í augu og mann verkjar í háls. Guðmundur andaðist aðeins 37 ára gamall, fæddur 21. janúar 1955. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Sb. 1886 - V. Briem.) Guðmundur Ólafsson var mikill afreksmaður í íþróttum, hann var frábær sundmaður, íslandsmethafí í bringusundi. Árið 1975 varð Guð- mundur Ólafsson stigahæstur allra keppenda á bikarkeppni með 876 stig (heimsmet = 1000 stig). Per- sónuleiki hans hvað varðar áhuga á íþróttinni var hinn eini sanni af- reksmaður. Guðmundur hafði ávallt að leiðarljósi og gerði sér fyllilega ljóst að í sundi væri ekkert pláss fyrir gutlara, hann lagði meira á sig og vissi hvað hann þurfti. Guð- mundur Ólafsson hafði þann falleg- asta bringusundsstíl sem ég hef augum litið. Hann æfði vel. Guðmundur Ólafsson var stór- kostlegur þjálfari, allt frá því hann var sjálfur að synda hafði hann mikið vit á því hvað hann var að gera og hugaði vel að hveiju smá- atriði. Hann hugsaði mikið út í að hafa áhrif á gerð þeirra æfinga sem syntar voru. Hann aflaði sér sjálfur þekkingar og þyrsti sífellt í meiri og meiri fróðleik. Hann var mjög vel inn í öllu varðandi flestar íþrótt- ir. Guðmundur Ólafsson var mjög vel gefínn. —r- Guðmundur var valinn sem þjálf- ari fyrir landsliðið er hélt m.a. á Kalottkeppni í N-Noregi og síðar á Evrópumeistaramót unglinga. Sundlaugin og bakkinn var hans heimavöllur. Þar vissi hann upp á hár hvað var á seyði og hvað skyldi gera. Guðmundur Ólafsson mun ávallt verða hetjan mín, málshátturinn: „Ráð skal fá hjá reyndum vin“, hann á vel við ástkæran félaga minn Guðmund Ólafsson. Arnþór Ragnarsson. Kveðja frá systkinum Guðmundur var fæddur þann 21. janúar 1955 og var þriðji í röðinni af sex systkinum. Hann ólst upp í Hafnarfírði, nánar tiltekið á Vestur- braut 20. Sjö ára gamall hóf hann að æfa sund eins og hann átti kyn til, og var hann einn fremsti sund- maður landsins og átti nokkur ís-' landsmet í bringusundi. Hann stundaði æfingar af miklu kappi því hann vildi ávallt standa sig sem best í keppni. Ef hann var ekki í topp æfíngu var útilokað að fá hann til að taka þátt í mótum. Árið 1975 hélt hann til Danmerkur til æfínga og stefndi þá að því að ná Ólympíu- lágmörkum fyrir leikana í Montreal en var aðeins fáeinum brotum frá því og komst því ekki. Eftir það kom hann heim og fór að draga úr æfingum og hætti fljótlega upp úr því. Guðmundur átti tvær dæt- ur, þær Lísubet, fædda í júlí 1979 og Þórunni, fædda í ágúst 1980. Fyrir liðlega einu og hálfu ári greindist hann með sjúkdóm þann sem dró hann síðan til dauða eftir erfiða sjúkrahúslegu. í desember 1990 lést afi okkar, alnafni Guð- mundar, og skrifaði þá Guðmundur minningargrein um afa sinn og al- nafna, sem þótti með afbrigðum vel skrifuð. Eftir að Guðmundur veikt- ist hafði hann á orði að sem minnst yrði um sig skrifað, og verðum við við þeirri beiðni hans. Að lokum viljum við þakka starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans fyrir þeirra óeigingjarna starf. Sérstakar þakkir fær Jóna sambýliskona hans fyrir allar þær stundir sem hún var við sjúkrabeð hans. Einnig eiga þær Hadda og Kolla föðursystur okkar þakkir skildar fyrir þeirra um- hyggju svo og allir hinir. Foreldrum okkar, Jónu, dætrum og ömmu vottum við okkar dýpstu samúð. Erling, Svala, Örn, Friðrik, Kollý. Einstakt tækifæri: Kjalvegur - Hveravellir - Blönduvirkjun Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykiavík verðurfarin laugardaginn 8. ágúst 1992 Farið verður um: Gullfoss - Geysi - Hveravelli - Blönduvirkjun Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSÍ og ekið að Geysi í Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á að skreppa í sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekið norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu ferðalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuð í fylgd leiðsögumanns. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og ekið að Staðarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staðarskála og ekið til Reykjavíkur. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,- Tekiö verður á móti sætapöntunum í síma 624480 eða á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4. - 7. ágúst. Missió ekki af þessu einstaka tækifæri RR - SKÓR Kringlunni 8-12, Laugavegi 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 174. tölublað (05.08.1992)
https://timarit.is/issue/124930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

174. tölublað (05.08.1992)

Aðgerðir: