Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 23 óskabarn hægriflokka, heldur hafa jafnaðar- og verkamannaflokkar í löndum eins og Svíþjóð, Spáni og Nýja-Sjálandi tekið róttæk skref til þess að hamla gegn vexti ríkisum- svifa og gera efnahagsumhverfið vilhallara atvinnurekstri. Fyrir ís- land er í raun ekki um nema tvo valkosti að ræða. Annars vegar að halda áfram sömu stefnu ríkissjóðs- halla, viðskiptahalla, erlendum lán- tökum, sértækum björgunaraðgerð- um og ríkisforsjá á öllum sviðum. Sú leið getur einungis endað á einn veg, að íslendingar tapi efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Hlið- stæðan er til. Færeyingar eiga jarð- göng í tuga tali og nýtískulegan fiskiskipaflota en munu seint geta framfleytt sér án fjárhagsstuðnings Dana. Hin leiðin er að gera þetta hagkerfi okkar nútímalegra, láta einstaklingana spreyta sig á eigin ábyrgð, fá hingað fleiri erlenda að- iia til samstarfs við okkur um arð- bæran atvinnurekstur, gera hag- stjórn einfaldari og markvissari, halda stöðugleika í verðlagi og gengi, koma á markaðskerfi í auð- lindanýtingu m.a. með framseljan- legum kvótum í sjávarútvegi og ein- falda ríkiskerfíð. Meginatriðið er þó að halda almennum stöðugleika og koma í veg fýrir að stjómmálamenn stýri efnahagsmálum þjóðarinnar ofan í smæstu viðskipti, eins og þegar alþingismenn vilja ráðskast með einstök útlán bankanna. íslend- ingar þurfa að einbeita sér hver á sínu sviði að því sem þeim stendur næst, án þess að hafa áhyggjur af því hvað hver segir eða af skamm- tímaávinningi. Þessu má líkja við Mann skógarins í sögu Jean Giono, en hans eina köllun var að planta trjám þrátt fyrir úrtölur annarra og lítinn afrakstur í byrjun. Útkoman löngu síðar var skógur sem breytti auðnum í byggileg svæði. Maður skógarins sóttist hvorki eftir áliti né hjálp annarra, heldur fólst ánægja hans í því að hafa skapað eitthvað á eigin spýtur. Það er eng- in klisja að segja að íslendingar verði að virkja einstaklingsframtak- ið, staðreyndir íslenskra efnahags- mála sýna svo ekki verður um villst að miðstýringin leiðir okkur til helj- ar. Höfundur er hagfræðingur. -----♦ ♦ » Kjördæmisráð Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum: Mótmæla skerðingu á þorskveiði- heimildum STJÓRN kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum hefur mótmælt_ þeirri ákvörðun ríkis- sljórnar íslands að skerða þorsk- veiðiheimildir án þess að til komi ráðstafanir til jöfnunar á skerð- ingu á milli byggðarlaga. I ályktuninni segir: „Með ákvörð- un ríkisstjórnarinnar er verið að mismuna landshlutum og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Vestfirðingar umfram aðra taka á sig stærstan hluta í skerðingu á aflaheimildum. Það er álit stjórnar kjördæmisráðs- ins að slæm staða sjávarútvegsfyr- irtækja á Vestfjörðum sé til komin sökum skerðingar á aflaheimildum ár eftir ár. Stjórn kjördæmisráðsins skorar á ríkisstjórn íslands að koma með raunhæfar tillögur til björgunar á atvinnulífí á landsbyggðinni. Það er með öllu óþolandi að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum berjast fýrir lífí sínu skuli einu úrræði ríkisstjómarinnar vera að auka enn á vanda fyrirtækjanna. Nái ákvörðun ríkisstjómarinnar fram að ganga án þess að til komi raunhæfar úrlausnir á vanda sjáv- arútvegsfyrirtækjanna er verið að fremja eina mestu eignaupptöku á íslandi sem sögur fara af og við það verður ekki unað.“ 1600cc • 16 ventla • 90 hestöfl • Vel búinn bíll með vökvastýri • Samlæsingu og mörgu fleiru! mm KOSTAR STADGREIDDUR, KOMINN Á GÖTUNA FRÁ: „oenduv att'Uð'6’- OaiUatóU ei9" ð eWa, Chara tgóðuj^ BRIIWBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 91 - 68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.