Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 23

Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 23 óskabarn hægriflokka, heldur hafa jafnaðar- og verkamannaflokkar í löndum eins og Svíþjóð, Spáni og Nýja-Sjálandi tekið róttæk skref til þess að hamla gegn vexti ríkisum- svifa og gera efnahagsumhverfið vilhallara atvinnurekstri. Fyrir ís- land er í raun ekki um nema tvo valkosti að ræða. Annars vegar að halda áfram sömu stefnu ríkissjóðs- halla, viðskiptahalla, erlendum lán- tökum, sértækum björgunaraðgerð- um og ríkisforsjá á öllum sviðum. Sú leið getur einungis endað á einn veg, að íslendingar tapi efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Hlið- stæðan er til. Færeyingar eiga jarð- göng í tuga tali og nýtískulegan fiskiskipaflota en munu seint geta framfleytt sér án fjárhagsstuðnings Dana. Hin leiðin er að gera þetta hagkerfi okkar nútímalegra, láta einstaklingana spreyta sig á eigin ábyrgð, fá hingað fleiri erlenda að- iia til samstarfs við okkur um arð- bæran atvinnurekstur, gera hag- stjórn einfaldari og markvissari, halda stöðugleika í verðlagi og gengi, koma á markaðskerfi í auð- lindanýtingu m.a. með framseljan- legum kvótum í sjávarútvegi og ein- falda ríkiskerfíð. Meginatriðið er þó að halda almennum stöðugleika og koma í veg fýrir að stjómmálamenn stýri efnahagsmálum þjóðarinnar ofan í smæstu viðskipti, eins og þegar alþingismenn vilja ráðskast með einstök útlán bankanna. íslend- ingar þurfa að einbeita sér hver á sínu sviði að því sem þeim stendur næst, án þess að hafa áhyggjur af því hvað hver segir eða af skamm- tímaávinningi. Þessu má líkja við Mann skógarins í sögu Jean Giono, en hans eina köllun var að planta trjám þrátt fyrir úrtölur annarra og lítinn afrakstur í byrjun. Útkoman löngu síðar var skógur sem breytti auðnum í byggileg svæði. Maður skógarins sóttist hvorki eftir áliti né hjálp annarra, heldur fólst ánægja hans í því að hafa skapað eitthvað á eigin spýtur. Það er eng- in klisja að segja að íslendingar verði að virkja einstaklingsframtak- ið, staðreyndir íslenskra efnahags- mála sýna svo ekki verður um villst að miðstýringin leiðir okkur til helj- ar. Höfundur er hagfræðingur. -----♦ ♦ » Kjördæmisráð Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum: Mótmæla skerðingu á þorskveiði- heimildum STJÓRN kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum hefur mótmælt_ þeirri ákvörðun ríkis- sljórnar íslands að skerða þorsk- veiðiheimildir án þess að til komi ráðstafanir til jöfnunar á skerð- ingu á milli byggðarlaga. I ályktuninni segir: „Með ákvörð- un ríkisstjórnarinnar er verið að mismuna landshlutum og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Vestfirðingar umfram aðra taka á sig stærstan hluta í skerðingu á aflaheimildum. Það er álit stjórnar kjördæmisráðs- ins að slæm staða sjávarútvegsfyr- irtækja á Vestfjörðum sé til komin sökum skerðingar á aflaheimildum ár eftir ár. Stjórn kjördæmisráðsins skorar á ríkisstjórn íslands að koma með raunhæfar tillögur til björgunar á atvinnulífí á landsbyggðinni. Það er með öllu óþolandi að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum berjast fýrir lífí sínu skuli einu úrræði ríkisstjómarinnar vera að auka enn á vanda fyrirtækjanna. Nái ákvörðun ríkisstjómarinnar fram að ganga án þess að til komi raunhæfar úrlausnir á vanda sjáv- arútvegsfyrirtækjanna er verið að fremja eina mestu eignaupptöku á íslandi sem sögur fara af og við það verður ekki unað.“ 1600cc • 16 ventla • 90 hestöfl • Vel búinn bíll með vökvastýri • Samlæsingu og mörgu fleiru! mm KOSTAR STADGREIDDUR, KOMINN Á GÖTUNA FRÁ: „oenduv att'Uð'6’- OaiUatóU ei9" ð eWa, Chara tgóðuj^ BRIIWBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 91 - 68 58 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.