Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 9
MQKGUyBLApH) MIÐVIKUDAGUK 5..ÁGÚST 1992 ,, 9% AÐSTOÐ Á HEIMILI Aðstoð óskast á heimili í Breiðholti vegna veikinda. Vinnutími frá kl. 15.30—20.00 mánudagatil fimmtudaga. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: A — 10353" fyrir 11. ágúst nk. .......... ....... Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, TIL VEGS vir» |uiA athafnamtmn rn dv«0»a<iarf«fk» i vtftekipfuna lii virft*n»í»r, kiurk- ian m hinttoýtúm vofn h»f« ÍHÍr íyft g*vtU<*t»kl í iutvmkti vrvri «*tí«n vkkt tithnfánrt íivMur Að byggja upp athafnafólk Það hefur verið stöðnun og samdráttur í íslenzku atvinnulífi síð- ustu fjögur árin. Enn eru erfiðleikar framundan, m.a. vegna fyrir- séðs aflasamdráttar. Það er nauðsynlegt að snúa vörn í sókn, bæta „jarðveg" atvinnulífsins og efla hvata framtaks og frumkvæð- is hjá fólki og fyrirtækjum. Staksteinar glugga í forystugrein Frjálsr- ar verzlunar þar sem fjallað er um þetta efni. Framtak og frumkvæði einstakling- anna Sú auðlindin, sem dýr- mætust er hverri þjóð, er menntun, þekking, frumkvæði og framtak einstaklingamia, sem hún samanstendur af. Fjárfesting t menntun og þekkingu einstakling- anna, ekki sízt í menntun og þekkingu sem gagn- ast atvinnulífinú, er arð- bær fjárfesting. Það er ekki síður mikilvægt að svokallaðir athafnamenn fái að njóta sin í samfé- laginu. Tímaritið Fijáls verzl- un segir í forystugrein, sem m.a. fjallar þátt at- hafnamanna í þjóðarbú- skapnum: „Barátta afhafna- manna hefur skapað störf fyrir aðra og bætt hag þjóðarinnar allrar. Og það sem er ekki síðra; útgeislun þeirra hefur smitað út frá sér og orð- ið öðrum hvatning til dáða. Þeir hafa stappað stálinu í fólk. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna, á tírnurn stöðnunar í íslenzku at- vinnulífí, að fleiri ein- staklingar bretti upp á ermarnar í athafnasemi og framkvæmdum." Það er hins vegar stjórnmálamanna að hlúa að framtaki og frum- kvæði einstaklinganna og búa atvinnustarfsemi i Iandinu það rekstrar- lega umhverfi, sem bezt hefur gefizt með öðrum þjóðum. Það er forsenda þess að gróska megi ríkja í þjóðarbúskapnum. Framtak og frum- kvæði athafnamanna hefur á hverri tíð gagn- ast heildinni, eins og for- ystugrein Frjálsrar verzlunar tíundar, í störfum, sem af framtaki þeirra leiða, í verðmæt- um, sem umsvif þeirra skapa, og í sköttum sem starfsemin og starfsfólk- ið greiða til samfélagsins. Verzlunin og lífskjörin Með framansagt í huga er við hæfí að minn- ast þess nú, þegar frí- helgi verzlunarfólks er nýliðin, að fátt hefur komið fólki betur á erfið- um timum í þjóðarbú- skapnum, eða unnið bet- ur gegn rénandi almenn- um kaupmætti, en frum- kvæði, framtak og sam- keppni í smásölu verzlun. I forystugrein Frjálsr- ar verzlunar segin „Færa má rök fyrir þvi að athafnamaðurinn Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaups, sem innleiddi lægra vöruverð á mat- vælum hér á landi, hafí með frumkvæði sínu að aukinni samkeppni á matvörumarkaðinum bætt kjör landsmanna meira en svonefndir aðil- ar vinnumarkaðarins síð- ustu tíu árin. Innrás Pálma á mat- vörumarkaðinn þýddi ný vinnubrögð í verzlun. Hann stokkaði upp mat- vörumarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu og bætti hag neytenda. Hægt væri að nefna fjölmörg fleiri dæmi um það hvemig frumkvæði og djörfung einstaklinga hefur leitt til bættra kjara, fleiri atvinnutækifæra og auk- innar þjóðarfram- leiðslu." ' Fleiri athafnamenn i verzlun hafa lagt hönd á þennan samkeppnisplóg, sem plægt hefur akur hagstæðara vöruverðs og drýgt ráðstöfunarfé heimilanna. Hverfaverzl- anir hafa mætt sam- keppni stórmarkaða með ýmsum hætti, m.a. með Iengri opnunartíma, vandaðri vöru og „per- sónulegri" þjónustu. Athafnamenn í verzl- un, framtak þeirra og samkeppni, hafa aukið framboð og þjónustu og fært niður vöruverðið. Það hefur komið sér vel í samdrætti atvinnu og tekna. Og „létt“ þungan virðisaukann í útgjöldum heimilamia. Blásum kjarki í einstakling- inn Menntun og þekking eru stórtækust vopn í lífsbaráttu hverrar þjóð- ar. Fijáls verzlun víkur í forystugreininni að þessu efni og segir: „Páll Kr. Pálsson, fnunkvæmdastjóri Vífil- fells og fyrrum fram- kvæmdastjóri Iðntækni- stofnunar, segir hér í blaðinu að sér finnist vanta að kynna ferlið betur frá fræðunum yfir til athafna í viðskipta- og verkfræðinámi. Hann vill að nemendur séu undir- búnir í að stofna fyrir- tæki og þeir verði hvattir í auknum mæli til þess. Þegar er vísir að þessari hvatningu undir stjórn Þóris Einarssonar, pró- fessors í stjórnun, sem hefur á undanfömum árum fjiUIað æ meir um athafnamenn í kennslu sinni og hvatt til fram- takssemi. Á þennan þátt kennslunnar ber samt að leggja miklu meiri áherzlu. Því fieiri einstakling- ar, sem finna þörf lyá sér að starfa sjálfstætt, skapa og f ramleiða, þjón- usta og selja, þeim mun meiri möguleikar em á að hagur landsmanna batni og þjóðin sigrist á þeim erfiðleikum sem hún stendur nú frammi fyrir. Blásum kjarki í ein- staklinga og eflum þá tíl dáða. Hefjum athafna- menn til vegs og virðing- ar.“ hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eba 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 p ’A Æltíit!* (O co iri oo Gódan daginn! Heildarumsjón sparifjár Engin fyrirhöfn Þinn eigin ráðgjafi Arsfjóðungsleg yfirlit FJÁRVARSLA VÍB: HVER VAKIR YFIR ÞÍNU SPARIFÉ? Fjárvarsla er hugsuð fyrir þá sem eigayfir eina milljón króna í sparifé og vilja njóta góðrar ávöxtunar af verðbréfum á áhyggjulausan og fyrirhafnarlítinn hátt. Þjónustan felst í heildarumsjón og ávöxtun sparifjárins. Sérstakur ráðgjafi hjá VIB sér um öll fjármál viðskiptavinarins, s.s. kaup, sölu og vörslu verðbréfanna, auk innheimtu. Ársfjórðungslega er sent ítarlegt yfirlit, auk sérstaks áramótayfirlits vegna skatta og fréttabréfs VÍB, sem gefið er út mánaðarlega. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um fjárvörslu og hægt er að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 174. tölublað (05.08.1992)
https://timarit.is/issue/124930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

174. tölublað (05.08.1992)

Aðgerðir: