Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÍJST 1992 35 Flugleiðavél bilaði í Kaupmannahöfn: Talsverð röskun varð á öllu millilandaflugi EIN af millilandaþotum Flugleiða bilaði í Kaupmannahöfn síðastlið- inn laugardag, með þeim afleiðingum að talsverð röskun varð á öllu millilandaflugi félagsins. Þrjú flug töfðust um sólarhring og urðu Flugleiðir að koma farþegum sínum fyrir á hótelum. Bilunin í Kaupmannahöfn varð í stjómkerfi fremri vængbarða vélar- innar. Þegar var hafizt handa við að fá leiguflugvél til þess að fylla skarð þotunnar, sem bilaði, og hef- ur verið leigð þota frá írsku flugfé- lagi þar til viðgerð á þotu Flugleiða lýkur. Þremur áætluðum flugferðum V estmannaeyjar: Lendinga- met slegið Vestmannaeyjum. LENDINGAMET á Vestmanna- eyjaflugvelli var slegið yfir Þjóðhátíðina. Á mánudag voru 336 lendingar á vellinum en áður höfðu þær verið flestar verið 256. Gott veður var í Eyjum báða dagana og sérstaklega á mánu- daginn. Var því hægt að nota báðar flugbrautir vallarins og var lent til suðurs en tekið af í vest- ur. Flugleiðir flugu 21 ferð með Fokker til Reykjavíkur en íslands- flug, Leiguflug Vals Andersen og ýmis önnur smærri flugfélög fluttu fólk á Bakka í Landeyjum, Hellu, Selfoss og til Reykjavíkur. Byijað var að fljúga klukkan sex á mánudagsmorgun og var flogið til kl. 23. Þannig var lent á flugvellinum með rúmlega þriggja mínútna millibili. - Grímur ♦ ♦ ♦ Flugleiða, frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur, frá Keflavík til Balti- more og frá Baltimore til Keflavík- ur, seinkaði um meira en sólarhring vegna bilunarinnar. Auk þess hafa verið ýmsar minni tafir á millilanda- fluginu. Óhappið á Kennedy-flug- velli í New York á fimmtudag, þar sem kviknaði í þotu frá Trans World Airlines, spilaði einnig inn í vegna þess að öll umferð um völlinn var stöðvuð í nokkrar klukkustundir, að sögn Margrétar H. Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða. Vonazt er til að áætlun milli- landaflugsins komist í samt lag í dag. Yogastöóin Heilsubót, Hótúni 6A, auglýsir: 0 Konur og karlar athugiö! - Sumarnámskeið verður haldið í ágúst. - Mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á Hatha-yoga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjunartímar. Vetrardagskráin hefst 1. september 1992. Visa-Euro-kortaþjónusta. Yogastödin Heilsubót, Hátúni 6A, sími 27710. Nýjung í ferða- málum: Boðið upp á hringferð um Reykjanesið Keflavík. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur hafa í sumar boðið ferðamönn- um upp á útsýnis- og skoðunar- ferðir um Reykjanesskagann. Farin er ein ferð á dag alla daga vikunnar og eru þær að sögn Steindórs Sigurðssonar forstjóra SBK hugsaðar fyrir ferðamenn sem væru á leið úr landi með síðdegisflugi. Ferð- iraar væra samt ætlaðar öllum og hefði þátttaka í þeim verið í samræmi við væntingar. Að sögn Steindórs væri um tvenns konar ferðir að ræða, lengri ferð þar sem ekið væri um Hafn- ir, að Reykjanesvita, til Grindavík- ur, í Blá lónið og það til Keflavík- ur. Síðan væri hægt að fara styttri ferð þar sem ekið væri um Garð út á Garðskaga, til Sandgerðis og um Hvalsnes. Steindór sagði að Reykjanesferðirnar hefðu hafist í júní og yrði þeim haldið áfram fram í september. Þetta væri aukning í ferðaþjónustunni á Suð- umesjum og ætlunin væri að vinna enn frekar að kynningu á þessum kosti fyrir ferðamenn þar sem við- brögð þeirra hefðu verið ákaflega jákvæð. BB Lágmúta 8. Sími 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.