Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 05.08.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÍJST 1992 35 Flugleiðavél bilaði í Kaupmannahöfn: Talsverð röskun varð á öllu millilandaflugi EIN af millilandaþotum Flugleiða bilaði í Kaupmannahöfn síðastlið- inn laugardag, með þeim afleiðingum að talsverð röskun varð á öllu millilandaflugi félagsins. Þrjú flug töfðust um sólarhring og urðu Flugleiðir að koma farþegum sínum fyrir á hótelum. Bilunin í Kaupmannahöfn varð í stjómkerfi fremri vængbarða vélar- innar. Þegar var hafizt handa við að fá leiguflugvél til þess að fylla skarð þotunnar, sem bilaði, og hef- ur verið leigð þota frá írsku flugfé- lagi þar til viðgerð á þotu Flugleiða lýkur. Þremur áætluðum flugferðum V estmannaeyjar: Lendinga- met slegið Vestmannaeyjum. LENDINGAMET á Vestmanna- eyjaflugvelli var slegið yfir Þjóðhátíðina. Á mánudag voru 336 lendingar á vellinum en áður höfðu þær verið flestar verið 256. Gott veður var í Eyjum báða dagana og sérstaklega á mánu- daginn. Var því hægt að nota báðar flugbrautir vallarins og var lent til suðurs en tekið af í vest- ur. Flugleiðir flugu 21 ferð með Fokker til Reykjavíkur en íslands- flug, Leiguflug Vals Andersen og ýmis önnur smærri flugfélög fluttu fólk á Bakka í Landeyjum, Hellu, Selfoss og til Reykjavíkur. Byijað var að fljúga klukkan sex á mánudagsmorgun og var flogið til kl. 23. Þannig var lent á flugvellinum með rúmlega þriggja mínútna millibili. - Grímur ♦ ♦ ♦ Flugleiða, frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur, frá Keflavík til Balti- more og frá Baltimore til Keflavík- ur, seinkaði um meira en sólarhring vegna bilunarinnar. Auk þess hafa verið ýmsar minni tafir á millilanda- fluginu. Óhappið á Kennedy-flug- velli í New York á fimmtudag, þar sem kviknaði í þotu frá Trans World Airlines, spilaði einnig inn í vegna þess að öll umferð um völlinn var stöðvuð í nokkrar klukkustundir, að sögn Margrétar H. Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða. Vonazt er til að áætlun milli- landaflugsins komist í samt lag í dag. Yogastöóin Heilsubót, Hótúni 6A, auglýsir: 0 Konur og karlar athugiö! - Sumarnámskeið verður haldið í ágúst. - Mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á Hatha-yoga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjunartímar. Vetrardagskráin hefst 1. september 1992. Visa-Euro-kortaþjónusta. Yogastödin Heilsubót, Hátúni 6A, sími 27710. Nýjung í ferða- málum: Boðið upp á hringferð um Reykjanesið Keflavík. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur hafa í sumar boðið ferðamönn- um upp á útsýnis- og skoðunar- ferðir um Reykjanesskagann. Farin er ein ferð á dag alla daga vikunnar og eru þær að sögn Steindórs Sigurðssonar forstjóra SBK hugsaðar fyrir ferðamenn sem væru á leið úr landi með síðdegisflugi. Ferð- iraar væra samt ætlaðar öllum og hefði þátttaka í þeim verið í samræmi við væntingar. Að sögn Steindórs væri um tvenns konar ferðir að ræða, lengri ferð þar sem ekið væri um Hafn- ir, að Reykjanesvita, til Grindavík- ur, í Blá lónið og það til Keflavík- ur. Síðan væri hægt að fara styttri ferð þar sem ekið væri um Garð út á Garðskaga, til Sandgerðis og um Hvalsnes. Steindór sagði að Reykjanesferðirnar hefðu hafist í júní og yrði þeim haldið áfram fram í september. Þetta væri aukning í ferðaþjónustunni á Suð- umesjum og ætlunin væri að vinna enn frekar að kynningu á þessum kosti fyrir ferðamenn þar sem við- brögð þeirra hefðu verið ákaflega jákvæð. BB Lágmúta 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.