Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 A Iran kjarn- orkuveldi pftir 5 ár? SIMON Wiesenthal-stofnunin gaf á mánudag út skýrslu þar sem segir að Iranir, Sýrlending- ar og Líbýumenn noti tæki frá hundruðum vestrænna fyr- irtækja til að þróa kjamorku- og efnavopn. Þeir fái tækin til að byggja upp iðnað sinn en þau séu hins vegar notuð til hergagnaframleiðslu. „Við eig- um á hættu að íranir eignist kjamorkuvopn innan fimm ára,“ sagði höfundur skýrsl- unnar, Kenneth Timmermann. Sjálfstæði Makedoníu verði viður- kennt BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hvatti í gær ríki heims til að viðurkenna sjálfstæði Makedoníu til að fyrirbyggja blóðsúthellingar þar. Makedon- íumenn samþykktu aðskilnað frá Júgóslavíu í þjóðaratkvæða- greiðslu í desember en fá ríki hafa viðurkennt sjálfstæði landsins vegna andstöðu Grikkja, sem krefjast þess að nafni þess verði breytt þar sem nafnið Makedonía sé grískt. Tomasek látinn TÉKKNESKI kardinalinn Frantisek Tomasek lést í Prag í gær, 91 árs að aldri. Tomasek var þekktur fyrir baráttu sína fyrir trúfrelsi í Austur-Evrópu á valdatíma kommúnista og átti stóran þátt í Iýðræðisbylt- ingunni í Tékkóslóvakíu árið 1989. Escobars leitað í frumskógi HERMENN leita nú kólomb- íska eiturlyfjakóngsins Pablos Escobars í frumskógi í miðhluta Kólombíu, milli borgarinnar Medellin og höfuðborgarinnar Bogota. Heimildarmenn sögðu að herinn byggði leitina á upp- lýsingum frá Bandaríkjamönn- um en engin vissa væri fyrir því að Escobar væri í skóginum. Escobar slapp úr fangelsi 22. júlí. Hættuleg tilraun í geimnum GEIMFARAR um borð í banda- rísku geimferjunni Atlantis bjuggu sig í gær undir að draga gervihnött um geiminn með 19 km löngu tjóðri og er þetta ein hættulegasta tilraun sem gerð hefur verið í geimnum. Tjóðrið er álíka þykkt og spaghettí og vísindamenn telja líklegt að 5.000 volt af rafmagni fari um það þegar ferjan dregur hnött- inn. Hætta er talin á árekstri en fari allt að óskum gæti til- raunin leitt til þess að slík tjóð- ur verði notuð í framtíðinni til að skjóta á loft geimförum. 30 bíða bana á Sri Lanka FIMMTÁN hermenn og jafn margir uppreisnarmenn biðu bana í bardögum í norðurhluta Sri Lanka í gær. Uppreisnar- mennimir, sem berjast fyrir sjálfstæði Tamfla, sátu fyrir hermönnunum. Reuter Franjo, eitt barnanna sem flutt var frá Sarajevo, sést hér örþreytt- ur við komuna til Zerbst í Þýskalandi. 113 farþegar fórust í flugslysinu í Nepal: Vandi hvernig jarðseija megi líkamsleifarnar Katmandú. Reuter. YFIRVÖLD í Nepal standa nú frammi fyrir þeim vanda hvern- ig jarðsetja megi líkamsleifar þeirra sem fórust í flugslysi við rætur Himalaya-fjalla á föstudag án þess að striði gegn ólíkum trúarhefðum. Allir farþegarnir 113 fórust. Líkamsleifar fólksins dreifðust um slysstaðinn og vegna illviðris hefur gengið erfið- lega að safna þeim saman. Gert var ráð fyrir að rannsókn á slysi tælensku vélarinnar gæti hafíst í gær. Flugfélag vélarinn- ar, Thai Airways, segir flug- manninn tvisvar hafa kvartað um tækniörðugleika áður en hann brotlenti, en flugmálayfirvöld í Nepal segja ekkert hafa komið fram um neyðaraðstöðu áður en samband við flugturn rofnaði. Hvorki er vitað hvað slysinu olli né hvað flugvélin var að gera norðan Katmandú þar sem eðli- legt væri að nálgast flugvöllinn úr suðri. Farþegar og áhöfn voru hindú- ar, búddatrúarmenn, kristnir og Gyðingar. Hugmynd um sam- kirkjulega greftrun var mótmælt þar sem hindúar eiga samkvæmt bókstafnum aðeins að hvfla með trúbræðrum. Farið hefur verið fram á greftrun tveggja ísraela sem voru um borð í gyðinglegum kirkjugarði. Tvö bosnísk börn drepin á leið til Þýskalands: Hörð gagnrýni á skipu- leg’gjendur flutninganna Zerbst, Þýskalandi. Reuter. FJÖRUTÍU og tvö börn frá munaðarleygingjahæli í Sarajevo komu í gær til Þýskalands, úrvinda eftir þriggja daga svaðilför, en tvö börn voru myrt á leiðinni þegar leyniskyttur skutu á rútu sem börn- in voru í. Margir hafa orðið til að gagnrýna flutning barnanna og liggja tveir þýskir stjórnmálamenn undir ámæli fyrir glæfralega skipulagningu og að reyna að notfæra sér hörmungarnar i Bosniu til að slá sjálfa sig til riddara. Tvær sprengjur sprungu 100 metrum frá syrgjendum við jarðarför barnanna tveggja og særðist amma annars þeirra í árásinni. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, neitaði í gær að hann hefði hvatt stjómmálamennina Karsten Knolle og Jurgen Ang- elbeck við skipulagningu flutnings- ins. Hann hefði tekið sérstaklega fram að þýska stjórnin styddi ekk- ert einkaframtak, sem ekki væri stutt af Sameinuðu þjóðunum. Yfir- maður gæslusveita SÞ í Sarajevo, Lewis MacKenzie, neitaði að fylgja rútunni með bömunum út úr Sarajevo, þar sem hann hefði skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki við fólksfiutninga út úr borginni. Tals- maður SÞ sagði flutning bamanna jaðra við „glæpsamlega van- rækslu“. Skotið var á rútuna á leið sem gengur undir nafninu Leyni- skyttuvegur og dóu tvö böm, tveggja og hálfs árs stúlka og enn yngri drengur. Bömin komust síðan í burt í rútu til hafnarborgarinnar Split í Króa- tíu, en áður höfðu serbneskir skær- uliðar tekið níu börn burt, þar sem nöfn þeirra bentu til að þau væru af serbneskum ættum. Börnunum verður komið fyrir á barnaheimilum í Þýskalandi, en þau verða ekki ættleidd, því talið er að mörg þeirra eigi foreldra á lífi í Bosníu, þó þau hafi orðið viðskila við þá. Það hefur verið gagnrýnt að vangefinni móður Króatía: Franjo Tudjman end- urkjörinn forseti Zagreb. The Daily Telegraph, Reuter. FRANJO Tudjman, sem leiddi Króatíu til sjálfstæðis, var endurkjör- inn forseti landsins i kosningum á sunnudag. Úrslitin þykja benda til stríðsþreytu hjá Króötum, því þjóðernissinnar sem boðuðu hert- an hernað gegn Serbum fengu lítið fylgi. Tudjman fékk um 55 prósent atkvæða í forsetakosningunum og flokkur hans, Lýðræðisbandalag Króata, fékk öruggan meirihluta á þingi. Sigurinn er taiinn munu leiða til hertra taka Tudjmans á stjórnar- taumunum og margir ðttast að þarðlínumenn í flokknum noti tæki- færið og taki upp ólýðræðislegri stjómarhætti. Hinn sjötugi forseti, sem er sagnfræðingur og fyrrum hershöfðingi, þykir hafa sýnt ein- ræðistilhneigingar og gripið hefur verið til aðgerða gegn sumum fjöl- miðlum og stjórnarandstæðingum. Flokkur þjóðernissinna, hinn svokallaði Réttarflokkur, beið af- hroð í kosningunum. Leiðtogi flokksins, Dobroslav Paraga, fékk ekki nema 6 prósent í forsetakosn- ingunum. Fréttaskýrendur segja að vinsældir hans hafi dvínað mjög eftir að hann hætti að leggja áherslu á fortíð Tudjmans í Komm- únistaflokkinum og fór að boða allsherjarstríð gegn Serbum, sem lyki ekki fyrr en með eyðingu Belgrad. stúlkunnar sem dó var ekki tilkynnt um að flytja ætti dóttur hennar úr landi. Knolle og Angelbeck vörðu gerð- ir sínar í gær og sagði Knolle að hugsanlega hefðu 10 til 15 barn- anna farist í sprengjuregninu sem dynur yfir Sarajevo ef þau hefðu ekki verið flutt burt. Hann viður- kenndi að hluti af ástæðunni fyrir flutningnum hefði verið að finna verkefni handa atvinnulausu fólki í heilbrigðisstétt í austurhluta Þýska- lands. Norðmenn kveðja Grænfriðunga: Þakka hvalavinum fyrir markaðssetningn kjötsins Oslo. Frá Morten Röd fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR féllust í fyrsta sinn á um helgina að senda fulltrúa til að ræða hvalveiðimál á opnum fundi í Noregi. Þar hlutu þeir skjalfestar þakkir hvalveiðimanna fyrir árangurs- ríka markaðssetningu hvalkjöts. Skip Grænfriðunga, Solo, hefur hætt eltingaleik við norsk hval- Franjo Tuc(jman Enn á eftir að staðfesta úrslitin. Talning var mjög erfið, því auk um 500.000 flóttamanna höfðu Króat- ar sem búa erlendis, aðallega í Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýska- landi, kosningarétt. veiðiskip í Barengtshafi og er nú á leið til Englands. í Noregi telja menn herferð friðunarsinna misheppnaða. Umræðufundur veiðimanna og Grænfriðunga var skipulagður af Hánorðursamtökunum, sem beijast fyrir hvalveiðum við Noreg. Sjónar- mið hvalvemdarsinna hlutu litla samúð með þeim 200 gestum sem fundinn sóttu. Steinar Bastesen talsmaður veiðimanna afhenti þeim þakkarskjal fyrir að spara hrefnu- veiðimönnum stórfé með markaðs- setningu hvallqöts. „Grænfriðungar munu aldrei sætta sig við hvalveiðar í viðskipta- skyni,“ sagði talsmaður þeirra Ingrid Berthiniussen á fundinum. „Sagan sýnir að öll hvalveiði stefnir stofninum í hættu.“ Berthiniussen sagði samtökin ánægð með aðgerð- ir Solo, tekist hefði að hreyfa við fólki og koma af stað umræðum, bæði í Noregi og annars staðar. Það létti ekki róður Grænfrið- unga á fundinum þegar fyrrum leið- togi þeirra í Noregi tók til máis. Bjöm Ökern sagðist hafa ímugust á málflutningi friðunarsinna. „Þeir hafa ekkert iengur til að styðja mál sitt,“ sagði hann, „aðgerðimar nú voru örvæntingarfull tilraun til að safna peningum." Norðmenn hömstmðu hvalkjöt á laugardaginn og á mánudag bárust fjögur tonn af kjöti til viðbótar í verslanir og fólk hefur ekki látið verðið, um 1380 ÍSK á kílóið, á sig fá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.