Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. AGUST 1992
^9
Viðræður Rússa og Úkraínumanna:
Samkomulagi náð um .
Svartahafsherflotann I
Mukhalatka, Úkraínu. Rcuter.
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Leonid Kravtsjúk Úkraínuforseti
náðu á sunnudag samkomulagi um skiptingu Svartahafsflotans en deil-
ur um hann hafa varpað skugga á samskipti þjóða þeirra siðan Sovét-
ríkin liðu undir lok. Samkomulagið felur í sér að flotanum verður skipt
á milli Rússa og Úkraínumanna á næstu þremur árum. Enn er þó eftir
að semja um skiptingu hins 380 skipa flota í smáatriðum.
Svartahafsflotinn var í eigu Sov-
étríkjanna en eftir að þau liðu undir
lok á síðasta ári hefur hann verið
afar viðkvæmt mál í samskiptum
Rússa og Úkraínumanna. Flotinn er
nú undir sameiginlegri stjóm sam-
veldisríkjanna en samkvæmt sam-
komulaginu verður hann bráðlega
settur undir sameiginlega stjórn
Rússlands og Úkraínu. Samkomu-
lagið náðist á sérstökum fundi Boris
Jeltsíns Rússlandsforseta og Leonids
Kravtsjúks Úkraínuforseta. Leiðtog-
arnir sögðu á blaðamannafundi eftir
að samkomulagið náðist að það væri
dæmi um anda samvinnu og friðar
sem ríkti á milli þjóðanna. Frá því
að Samveldi sjálfstæðra ríkja var
stofnað í desember síðastliðnum hef-
ur andað fremur köldu á milli Jelts-
íns og Kravtsjúks og telja fréttaskýr-
endur að deilan um Svartahafsflot-
ann hafi ráðið þar mestu um. Eftir
fund þeirra í gær fór vel á með þeim
og sagði Jeltsín að nú ávörpuðu þeir
hvor annan með fornafni.
í Svartahafsflotanum eru 380
skip, þar af 48 orrustuskip, og
70.000 sjóliðar. Þrátt fyrir að sam-
komulag hafi náðst um að flotanum
skuli skipt er eftir að semja um slíka
skiptingu í smáatriðum. Jeltsín sagði
Kókaín er ein verðmætasta
útflutningsvara Kólombíu:
Eiturvandinn fé-
þúfa fátækra ríkja
ÆVINTÝRALEGUR flótti eiturlyfjakóngsins Pablo Escobars
úr fangelsi í Kólombíu hefur beint kastljósinu að miklum völdum
kókaínsmyglara í landinu og víðar í rómönsku Ameríku. En á
sama tíma og stjórnvöld berjast gegn eiturlyfjabarónum er fíkni-
efnasala dijúg tekjulind, svo stjórnvöld í Kólombíu hafa hikað við
að lýsa yfir allsherjarstríði á hendur kóka-bændum og smyglur-
um. Það á við víðar en í Suður-Ameríku: I Afganistan binda marg-
ir vonir við stóraukna ópíumrækt og svo virðist sem ræktun óp-
íums og kannabisplantna fari hraðvaxandi í mörgum fyrrum lýð-
veldum Sovétríkjanna.
Kókaín-smyglarar unnu stór-
felld skemmdarverk á samfélagi
Kólombíu áður en þeir sömdu um
„vopnahlé" við stjórn landsins.
Þeir létu drepa þrjá forsetafram-
bjóðendur, dómsmálaráðherra,
tugi dómara og hundruð lögreglu-
manna og blaðamanna, sem dirfð-
ust að hrófia við veldi þeirra.
Borgin Medellin, þar sem sam-
nefndur smyglhringur hefur höf-
uðstöðvar sínar, varð ein ofbeldis-
fyllsta borg í heimi, með 3.000
morð á ári.
Escobar þekktur sem eins
konar Hrói höttur
Þrátt fyrir þetta voru ekki allir
sammála um ágæti þess að ráða
niðurlögum Medellin-hringsins og
svipaðra samtaka. Útflutnings-
verðmæti kókaíns hefur verið talið
álíka mikið og helstu útflutnings-
vöru Kólombíu, kaffis. Efnahagur
landsins vænkaðist á .níunda ára-
tugnum þrátt fyrir óöldina, öfugt
við flest önnur ríki rómönsku
Ameríku. Pablo Escobar, foringi
Medellin-hringsins, var þekktur
sem eins konar Hrói höttur.
Þegar Cesar Gaviria tók við
forsetaembætti í Kólombíu árið
1990 dró hann smátt og smátt
úr stríðinu við eiturlyíjabarónana
og í júní 1991 var „vopnahléi"
komið á þegar Escobar gaf sig
fram við yfirvöld gegn loforði um
að hann yrði ekki framseldur til
Bandaríkjanna. Þá höfðu um
10.000 manns verið handteknir í
aðgerðum forvera Gavirias.
Þó að mikill meirihluti alls
kókaíns í heiminum fari um hend-
ur tveggja smyglhringja í Kólomb-
íu, eru kókalaufin yfirleitt ræktuð
í nágrannaríkjunum Perú og
Bólivíu. í Perú rækta skæruliðar
Skínandi stígs — sem kallaðir
hafa verið hinir „Rauðu Khmerar"
Suður-Ameríku vegna róttækrar
marxistahugmyndafræði og
skefjalauss ofbeldis — kókalauf
til að fjármagna baráttu sína og
virðast hafa samvinnu við vinstri-
sinnaða skæruliða í Kólombíu við
kókaín-framleiðslu.
Escobar.
Endur-
reisn sem
byggir á
heróíni
Skærulið-
ar í Afgan
istan gripu
til.sama ráðs
í baráttu
sinni, en þar
í landi er
uppskeran
valmúi, sem úr er unnið ópíum
og heróín. Margir bændur sem
snúið hafa aftur til eyddra þorpa
sinna eftir áralanga baráttu við
Sovétmenn og stjórnarherinn
velja að sá valmúa, þar sem það
gefur fljótteknasta gróðann.
Afganistan er orðið helsti
ópíumframleiðandi heims og
framleiðir um 3.000 tonn af
eitrinu á ári. Uppskeran er svo
send til Pakistan þar sem henni
er breytt í heróín og sent einkum
til Evrópu. Þar fást um 1.200
milljarðar ÍSK fyrir
ársuppskeruna í smásölu, þó að
minnstur hluti þess renni í vasa
valmúabænda. Þeir reyna að
beijast gegn ópíumnautn heima
fyrir, en það er oft erfitt, því talið
er að allt að 15 prósent tveggja
milljóna manna sem dvöldu í
flóttamannabúðum í Pakistan hafí
ánetjast ópíum eða heróíni.
Það er ekki nóg með að ýmis
lönd þriðja heimsins líti hýru auga
til eiturlyfjagróða, því vestrænir
sérfræðingar segja að neysla og
framleiðsla á eiturlyfjum í fyrrum
lýðveldum Sovétríkjanna kunni að
aukast mjög á komandi árum.
Sendinefnd frá stofnun Samein-
uðu þjóðanna, sem á að beijast
gegn eiturlyfjum, tilkynnti í sl.
mánuði að hún hefði fundið víð-
áttumikla akra af kannabis-plönt-
um og valmúa í sjö lýðveldum. í
Kazakhstan einu voru um 140.000
hektarar lands teknir undir
kannabis-rækt.
(Byggt m.a. á The Independ-
ent og Reuter).
að með samkomulaginu væri tryggt
að Rússar og Úkraínumenn gæfu sér
tíma til að freista þess að leysa deil-
una á friðsamlegan hátt.
Á fundi Jeltsíns og Kravtsjúks var
einnig samið um skiptingu á ýmsum
öðrum eignum hinna fyrrverandi
Sovétríkja eins og sendiráða erlend-
is. Þá var tilkynnt að leiðtogarnir
muni hittast í Moskvu von bráðar til
að undirrita vináttu- og viðskipta-
samning milli ríkjanna.
Reuter.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti og Leonid Kravtsjúk Úkraínuforseti
staðfesta samkomulag sitt um skiptingu Svartahafsflotans með því
að skiptast á skjölum um það.
Fékkst þú endurgreiðslu
frá skattinum um
mánaðamótin?
Fjárfesting í erlendum verðbréfa-
sjóðum getur gefið góða ávöxtun.
Hafðu það í huga ef þú hefur feng-
ið glaðning frá skattinum.
Leitaðu ráðgjafar hjá
sérfrœðingum okkar!
Dæmi um raunávöxtun í erlend-
um verðbréfasjóðum frá áramót-
um til 1. júlí:
Sjóðnr:
Ruunávöætun:
FAR EAST 45,0%
NATURAL RESOURCES 27,1%
CONTINENTAL EUROPE 9,5%
Skandia
W
Til hagsbóta
fyrir íslendinga
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.
Hafnarstræti 7, sími (91) 619700, Kringlunni 8 - 12, sími (91)689700