Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. AGUST 1992 57 fflaasta á y/idaræv-intúrim Við viljum þakka þeim gestum, sem heimsóttu Siglufjörð um verslunarmannahelgina, fyrir framúrskarandi góða umgengni og prúðmannlega framkomu. Við viljum einnig nota tækifærið og biðja þá, sem urðu fyrir óþægindum vegna mannmergðar á tjaldstæðum velvirðingar. Við vonum að allir hafi átt góða heimferð og þökkum kærlega fyrir komuna. luf Siglufjarðarkaupstaður Fréttin vakti viðbjóð Frá Kristínu Halldórsdóttur: LESTUR fréttar í Morgunblaðinu 29. júlí sl. vakti mér óhug og við- bjóð. Fyrirsögnin var „Ungir minkabanar“, og með fylgdi mynd af 9 og 11 ára börnum með 4 yrð- linga á milli sín, sem þau höfðu drepið. I fréttinni er lýst tveggja klukku- stunda viðureign barnanna við minkalæðu og 4 yrðlinga hennar, sem þau fundu í og við greni niðri við sjó. Bardaga þeirra við einn yrðlinginn, sem faldi sig undir steini, lýsir annað barnið svo: „ .. .að þau hafi verið búin að pikka svo oft í yrðlinginn, að hann hafi allur verið orðinn úfinn og tættur og prikið útatað í blóði“. V. Hansen, sem skrifar þessa frétt, segir í upphafi, að bömin hafi lent „heldur í ævintýri". Af öllu hans orðalagi og stíl má ráða, að hann dáist að framferði bam- anna og telur það til afreka. Mér finnst það hins vegar andstyggilegt og sorglegt, að fullorðið fólk skuli mæla slíkt upp í bömum í stað þess að leiðbeina þeim um mannúð- lega meðferð dýra. Nú þarf ekkert að segja mér frek- ar en öðrum, að minkurinn er skað- ræðisdýr í íslenskri náttúm, þangað kominn vegna kæraleysis fáfróðra loðdýraræktenda. Hann hefur víða gert usal meðal fiska og fugla og virðist af þeim sökum álitinn réttdræpur hvar sem er og hvemig sem er. Erindi þessa bréfs er að mót- mæla slíkum viðhorfum. Engin lif- VELVAKANDI LJOTAR AÐFARIR Björg Jóhannsdóttir: Miðvikudaginn 29. júlí birtist frétt frá Trékyllisvík á bls. 41 þar sem sagt var frá yrðlingadrápi tveggja ungra bæjarbúa. Lýsingin á dráp- inu fór virkilega fyrir bijóstið á mér. í fréttinni sagði orðrétt: „Rakel sagði að þau hafi verið búin að pikka svo oft í yrðlinginn að hann hafi allur verið orðinn úfinn og tættur og prikið útatað blóði." Era virkilega ekki til mannúðlegri leiðir til að drepa litla yrðlinga en að pína þá til dauða? Hvers konar börn gera slíkt, og hvers konar fólk hrósar þeim fyr- ir og skrifar frétt um svona dráp? GULLHRINGUR Stór gullhringur með plötu og upphleyptri mynd hefur tapast. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 33465. Fundar- laun. PÁFAGAUKUR Grænn páfagaukur flaug út um glugga í Grýtubakka á fímmtu- dag. Vinsamlegast hringið í síma 73121 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. RAFMAGNS- ORF Rafmagnsorf var tekið í Karfa- vogi fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið í síma 814282 ef það hef- ur komið í leitirnar. BARNAHÁLS- FESTI Bamahálsfesti úr silfri fannst í Munaðamesi. Upplýsingar í síma 16114. TIL SKAMMAR Úlfur Ragnarsson: Fréttin í Morgunblaðinu af böm- unum sem drápu minkana á Tré- kyllisvík var heldur óskemmtileg. Þessi börn fá meiri umfjöllun en börn sem aðhafast eitthvað gott og uppbyggilegt. Meðferðin á dýr- unum hlýtur að varða við dýra- vemdunarlög og það er furðulegt að fullorðið fólk hafí lagt blessun sína yfir þessar aðfarir. Svona verknaður er til skammar fyrir þá sem að honum standa. SKÝLI Skýli af barnakerra af tegundinni Baby comfort fannst í grennd við Kolaportið. Upplýsingar í síma 31028. HLAUPASKOR kr. 1.495,- andi skepna á skilið slíka meðferð, sem lýst var í fyrrgreindri frétt. Ölum ekki böm okkar upp í viðhorf- um af þessu tagi. Kennum þeim heldur að bera virðingu fyrir öllu lífi og innrætum þeim þá sjálfsögðu afstöðu, að ef óhjákvæmilegt er að svipta einhvem lífínu, bera að gera það á skjótvirkan og mannúðlegan hátt. KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR Fornuströnd 2, Seltjamamesi -------» ♦ ■♦----- Pennavinir Fimmtán ára portúgölsk stúlka með mikinn tónlistaráhuga, dáir til að mynda Michael Jackson: Thordis Matos: VaJe Lagar, Lote 9 1 Esq.A, 8500 Portimac, Portugal. Bandarískur karlmaður sem get- ur ekki um aldur en hefur margvís- leg áhugamál: K. Zachary, C/o P.O. Box 20522, Cleveland, Ohio 44120, U.S.A. Þýsk stúlka vill eignast pennavini í kringum 15 ára aldurinn sem lík- lega er hennar aldur: Maren Böse, Kulsbarg 13, 2000 Hamburg 55, Germany. Nítján ára japönsk stúlka, tækni- skólanemi með áhuga á kvikmynd- um og fleiru. Uppáhaldstfmaritið hennar er Elle: Ayako Fujishiro, 5-2275-2 Kemigawa-cho, Hanamigawa-ku Chiba-shi, Chiba 262, Japan. Þýsk 23 ára kona sem segist hafa orðið ástfangin af íslandi í heimsókn sinni hingað tiul lands í fyrrahaust. Skrifar á ensku, vinnur sem ritari rétt hjá Frankfurt: Heike Riihl, Im Kleinfeldchen 6 a, W-6365 Rosbach v. d. Höhe, Germany. Nítján ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 18-24 ára pilta: Anna Edquist, Kallbog. 10, S-21233 Malmö, Sweden. Ýmsar stæröir. Litur: Grár m/bláu og rauðu Ath. Gæða kuldaskór úr leðri kr. 2.995,- Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 SAtflYO FULLBÚIÐ, HÁGÆÐA SJÓNVARPSTÆKIÁ FRÁBÆRU VERÐI! Heimilistæki hf SÆTUNI6SÍMI691515 a KRINGLUNNISIMI6915 20 1962 1^1992 ■ Viltu breyta um lífsstíl? ■ : 4T HÓTEL öaý : HVERAGERÐI SÍMI 98-34700 #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.