Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Umhverfi, tunga, saga og menning Stjómarskrá lýðveldisins ís- lands var samþykkt á A’- þingi í marz 1944. Hún var stað- fest af 95% þátttakenda í þjóðar- atkvæði tveimur mánuðum síð- ar. Hún tók gildi 17. júní þetta sama ár, á stofndegi lýðveldsins. Það var í þessari stjómarskrá sem embætti forseta Islands var stofnsett. í hugum flestra íslendinga er forsetinn, sem er þjóðkjörinn, sameiningartákn; tákn þess að við erum ein þjóð, þjóðarfjöl- skylda. En forsetinn hefur fleiri hnöppum að hneppa en að styrkja þjóðarvitund okkar. Stjómarskráin felur honum margs konar vald. Forsetinn fer, ásamt Alþingi, með löggjafarvaldið, en önnur stjómvöld með framkvæmda- valdið. Forseti skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Forseti er í forsæti ríkisráðs, sem ráðherrar mynda. Undirskrift forseta undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, þegar ráðherra undirritar þau með honum. Ef forseti synjar staðfestingar ganga samþykkt lög að vísu í gildi, eftir sem áður, en þá skal leggja þau undir þjóðaratkvæði svo fljótt sem verða má. Forseti kveður og Alþingi saman árlega og til aukafunda, þegar nauðsyn þykir, og ákveður, hvenær því er slitið. Enn er ótalið sitt hvað, sem heyrir til völdum forseta, en ljóst má vera, að þau em umtalsverð. Fjórða kjörtímabil frú Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta ís- lands, hófst síðastliðinn laugar- dag. í innsetningarræðu sagði hún orðrétt: „Sem siðmenntaðri þjóð ber okkur að leggja áherzlu á varð- veizlu og verndun umhverfis og virðingu og^ rækt við sögu og menningu. Á okkar tímum, þeg- ar fjarlægðir nálgast fyrir til- verknað margs konar tækni, og erlendar tungur ferðast skilríkja- laust yfir landamæri og álfur, verður það keppikefli sérhverrar sjálfstæðrar þjóðar að varðveita og hlúa að móðurmáli sínu og menningu." Forsetinn lagði og áherzlu á að við mættum ekki láta stund- aráföll hrekja okkur af leið. „Nú er þessari þjóð brýnt,“ sagði for- setinn, „að virkja afl handanna og auðleg andans og tryggja þannig að hér komi betri tíð með bóm í haga, öflugt atvinnulíf og hagsæld á heimilum landsins.“ Undir þessi orð skal tekið um leið og Morgunblaðið árnar Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta, heilla í starfí á fjórða kjörtíma- bili hennar. Eiríkur Kristófersson Utfærslur fiskveiðilandhelg- innar í 12 mflur 1958, 50 mflur 1972 og 200 mílur 1975 gengu ekki átakalaust fyrir sig. Þorskastríðin þijú, sem svo voru nefnd, voru miklir átakatímar, sem vörpuðu frægðarljóma á ís- lenzku landhelgisgæzluna, hvar- vetna um hinn fréttavædda heim. Eitt nafn reis þó öðrum hærra í þorskastríðum, nafn Eiríks Kristóferssonar skipherra, sem verður eitt hundrað ára í dag. Hann varð þjóðhetja á þessum alvörutímum, vegna drengskap- ar, hygginda og hugrekkis. Hann ávann sér og landi sínu virðingar með öðrum þjóðum, sem fylgdust með átökunum á íslandsmiðum. Sú virðing náði ekkert síður til Breta, sem harð- ast gengu fram gegn útfærslum fiskveiðilandhelginnar, en ann- arra. Það segir sína sögu um heiðursmanninn og þjóðhetjuna, Eirík Kristófersson. Endir var bundinn á þorska- stríðin eftir pólitískum samn- ingaleiðum við umheiminn. Eng- inn vafi er á því að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu vó þungt á vogarskál íslenzkra hagsmuna í lyktum þorskastríða sem stundum endranær. Sá ljómi og sú reisn, sem landhelgisgæzl- an, með Eirík Kristófersson í broddi fylkingar, ávann sér í þessum átökum, átti ekki síður ríkulegan þátt í þeirri taflstöðu, sem fól sigurinn í sér. Af þessum sökum dvelur hug- ur landsmanna hjá Eiríki Kristó- ferssyni skipherra í dag, á hundrað ára afmæli hans. Morg- unblaðið þakkar honum í nafni alþjóðar farsælt og heilladrjúgt ævistarf og sendir honum hug- heilar afmæliskveðjur. Gestir á ráðstefnu um börn og barnavemd í Háskólabíói, Allt að 43 af hverjum 100 níu ára börnum ein heima KÖNNUN á félagslegum högum níu ára barna í Fossvogsskóla leiddi í ljós að í allt að 43% tilvika vora börnin ein heima fyrir eða eftir skóla eða hluta af þeim tíma og í nokkrum tilvikum gættu þau yngri systkina. Þetta kom fram í erindi Gunnars Helga Guðmundssonar læknis á ráðstefnu um börn og barnavernd í gær en hann gerði könn- unina ásamt Önnu Björgu Aradóttur hjúkrunarfræðingi á 159 níu ára börnum í tengslum við læknisskoðanir í skólanum á þremur aðskildum skólaárum frá 1984 til 1990. Af mæðrum þeirra barna sem könnuð voru unnu 75 til 80% að hluta eða fulla vinnu utan heimilis. í allt að 43% tilvika voru bömin alein heima fyrir eða eftir skóla eða hluta af þeim tíma og í nokkrum tilvikum gættu þau yngri systkina. Þetta hlut- fall var lægst á skólaárinu 1989 til 1990 en þá var skólinn orðinn einset- inn. Áður voru yngstu börnin, sex og sjö ára, eftir hádegi í skólanum. Gunnar Helgi sagði athyglisvert að börnin hefðu tekið til morgunmat sjálf í allt að 40% tilvika en það hlut- fall hefði lækkað niður í 16% á skóla- árinu 1989 til 1990. í niðurstöðum könnunarinnar seg- ir að telja verði að einveru barna heimavið hafi ekki verið gefin nauð- synleg athygli við heilsufarseftirlit í skólum. Mikill tími skólalækna og hjúkrunarfræðinga hafi farið í að framkvæma líkamlegar skoðanir en minna verið sinnt fyrirbyggjandi starfi. Því sé brýnt að þessir þættir verði teknir inn í reglulegt heilbrigði- seftirlit allra skólabarna. Slys á bömum tíðari hér en í nágrannalöndunum Ónógt eftirlit fullorðinna oft orsökin segir Pétur Lúðvíksson. HLUTFALLSLEGA fleiri börn og unglingar látast af slysföram hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og önnur slys á börnum eru hlutfalls- lega mun fleiri hér en meðal annarra Norðurlandaþjóða. Orsakirnar má í mörgum tilfellum rekja til aðgæsluleysis og ónógs eftirlits hinna fullorðnu. Þetta kom fram í erindi sem Pétur Lúðvíksson barnalæknir hélt á norrænni ráðstefnu um börn og barnavemd í Háskólabíói í gær. Hann sagði það allt of algengt viðhorf á íslandi að börn hefðu gott af því að bera ábyrgð á sjálfum sér. Nauðsynlegt væri að þetta viðhorf breyttist. „Ofbeldi og einelti er vaxandi hluti af daglegu lífi skólabarna á íslandi. í sumum skólum, einkum á höfuð- borgarsvæðinu eru dæmi um að börn þori ekki í skólann vegna þess,“ sagði Pétur. Hann sagði að þau ráð sem oftast væri gripið til væri að skólayf- irvöld ræddu við foreldra ofbeldis- seggjanna, eða rækju þá tímabundið úr skóla. „í flestum tilfellum eru ofbeldisseggirnir þó börn sem sjálf eiga við félagsleg eða tilfinningaleg vandamál að stríða, sem ekki hefur verið sinnt,“ sagði Pétur. Hann sagði að stundum væri orsakirnar slæmar heimilisaðstæður barnanna en oft væru þetta börn með langa sögu um náms- og aðlögunarerfiðleika af líf- fræðilegum orsökum, eða misþroska börn, sem ekki hefðu fengið viðhlít- andi aðstoð. Þessi börn, sagði hann að þörfnuðust ekki síður hjálpar en fórnarlömb þeirra, en alltof oft drag- ist á langinn að hjálpa þeim, bæði vegna þess að skólayfirvöld gerðu sér ekki grein fyrir vandamálinu en ekki síður vegna þess að alltof fá úrræði væru fyrir hendi til hjálpar. „Skortur á meðferðarúrræðum fyrir börn með félagsleg og tilfinningaleg vandamál er eitt stærsta heilbrigðis- vandamál íslensku þjóðarinnar,“ sagði Pétur. Hann sagði að þótt ýmislegt hefði verið gert til að bæta stöðu barna á íslandi á undanförnum árum, þyrfti margt enn að breytast áður en ís- lendingar gætu sagt að þeir sinntu þörfum barna sinna sem skyldi. í því sambandi sagði hann nauðsyn- legt að viðhorf almennings breyttist. „Það er algengt viðhorf á íslandi að börn hafi gott af því að bera ábyrgð á sjálfum sér og hér tíðkast að 7 til 10 ára böm séu látin passa yngri börn, jafnvel allan daginn meðan foreldrarnir eru í vinnu,“ sagði Pét- ur. Hann sagði að á meðan þetta væri ríkjandi skoðun meðal fullorð- inna væri lítilla breytinga að vænta í þessum málum. Pétur sagði að íslensk böm væra að meðaltali bæði stærri og þyngri við fæðingu en börn á öðrum Norður- löndum og ungbarnadauði væri hér jafnframt með því lægsta sem gerð- ist. Á hinn bóginn létust hlutfallslega fleiri börn og unglingar af slysförum hér á landi en á nokkru hinna land- anna og önnur slys á börnum væru hlutfallslega mun fleiri hér en meðal annarra Norðurlandaþjóða. „Þessar staðreyndir eru okkur verulegt áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að orsakir þeirra má í mörgum tilfellum rekja til aðgæsluleysis og ónógs eft- irlits hinna fullorðnu," sagði Pétur. „Meðan slys og dauðsföll af völd- um aðgæsluleysis era jafn tíð og raun ber vitni, stoðar lítið að stæra sig af lágum ungbamadauða og meðan börnum með félagsleg og til- finningaleg vandamál er ekki sinnt sem skyldi getum við ekki talist menningarþjóð," sagði hann. I samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að brýnt væri að koma á sam- starfi fólks innan menntageira, heil- brigðisgeira og félagsmálageira til að bæta úr þessu. „Það þarf að setja á stofn einhvers konar sérfræðinga- hóp sem getur metið barnið frá öllum sjónarhomum." Að sögn Gunnars Sandholt, sem undanfarin ár hefur starfað sem yfir- maður fjölskyldudeildar hjá Félgags- málastofnun Reykjavikur en starfar nú á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar í Kaupmannahöfn, ríkir tví- bent afstaða til barna meðal íslend- inga eða það sem hann kallar já- kvætt afskiptaleysi. Hann segir að þetta komi fram í því að á yfirborð- inu sé afstaða fullorðinna til barna og barneigna mjög jákvæð en um leið og samfélag hinna fullorðnu þurfi að leggja eitthvað á sig fyrir börnin þá brjóti á. „Þetta er oft rétt- lætt með þeirri afstöðu að böm hafi svo gott af því að klára sig sjálf,“ sagði Gunnar í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að þetta kæmi meðal annars fram í því að á meðan aðrar Norðurlandaþjóðir settu upp ráðstaf- anir til að skólabörn gætu verið í gæslu héldu íslendingar námskeið fyrir skólabörn i því hvernig passa bæri önnur böm og námskeið í því hvernig þau ættu að bregðast við hættum þegar þau væru ein. „Þetta endurspeglar að okkur finnst svo allt í lagi að börnin séu ein að við kyngjum því,“ sagði Gunnar. Hann sagði nauðsynlegt að bjóða skólabörnum upp á samfellda dvöl undir handleiðslu fullorðinna meðan foreldrarnir væra í vinnu. „Þar gæt- um við lært af Dönum, en í Dan- mörku er öllum skólabörnum boðið upp á gæslu í skólanum eftir að skóladegi lýkur,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.