Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 48
Mp^GUNBI^ÐlÐ, MÍÐVIKIJPAfíUfi ,5, ÁOUST, 1992 É8 Minning: Bergþóra Skarp héðinsdóttir Fædd 2. september 1910 Dáin 24. júlí 1992 Amma fæddist á Gunnarseyri í Skötufirði við ísafjarðardjúp. Hún var yngst fjögurra barna þeirra Pálínu Arnadóttur og Skarphéðins Elíassonar. Fjölskyldan flutti til Hnífsdals þar sem amma ólst upp til 8 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur. Amma sótti Miðbæj- arskólann og gekk vel í skóla, hún sagði mér að Helgi Hjörvar kenn- ari hefði verið svo ánægður með skriftina sína að hann hefði sýnt öðrum börnum í skólanum skriftar- bókina enda hafði hún sérstaklega fallega rithönd. Ömmu var ætlað að ganga menntaveginn og hún hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík en þar hætti hún námi er hún kynntist afa mínum Kjartani Guðjónssyni, sjó- manni frá ísafirði sem síðar meir var í fyrsta hópnum, þá margra barna faðir, sem tók matreiðslupróf frá Sjómannaskólanum og fór það próf fram í Valhöll á Þingvöllum. :tt. Þau giftu sig á Isafirði og þar kenndi amma um stundarsakir dönsku við barnaskólann og þá sem leiðbeinandi. Amma hafði miklar mætur á dönskunni og las alla tíð mikið á því máli. Þau afí og amma fluttu síðan til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Það getur verið erfitt fyrir okkur sem lifum í dag að skilja lífsbaráttu ömmu og samferðafólks hennar, en fólk lærði að búa við þröngan kost. Amma sagði mér að atvinnu- .þptavinnan hefði ekki verið það versta, erfiðust voru stríðsárin. Afi sigldi öll þau ár, fyrst á togurum síðan á fraktskipum Eim- skips til Ameríku. Margar and- vökunætur átti amma þegar hún beið með telpurnar þeirra fjórar eftir að afi kæmi í land. Afi varð bráðkvaddur á hafi úti á varðskipinu Ægi, aðeins 44 ára gamall. Amma var ekki auðug af veraldlegum gæðum þegar hún varð ekkja en henni fannst samt að hún væri rík því hún ætti góðar dætur og tengdasyni, svo bættust ömmubörnin við sem nú eru 18 og þá langömmubörnin 27. Amma vann alltaf úti og þá sér- staklega eftir að afi dó og þá við ræstingar og í Kexverksmiðjunni Frón. Einnig vann hún töluvert við heimilishjálp. Það sem einkenndi ömmu var bjartsýnin. Hún sá alltaf björtu hliðar lífsins og var jákvæð og traust, umgekkst fólk með virðingu og hallmælti.engum. Það þurfti lít- ið til að gleðja hana ömmu, hún var alltaf svo þakklát. Það var mikil gæfa fyrir ömmu að kynnast Sigurlaugi Guðmunds- syni frá Flateyri. Þau voru árum saman óaðskiljanlegir vinir þó aldr- ei hafi þau búið saman. Laugi en svo var Sigurlaugur ávallt kallaður lést fyrir tæpum fjórum árum og þá var eins og lífsneisti ömmu fjaraði út. Amma var með fyrstu íbúum sem fluttu í öryrkjablokkina við Hátún 10 A. Þar bjó hún í lít- illi en fallegri íbúð á áttundu hæð með mikið útsýni sem amma dá- samaði mikið. Þar leið henni af- skaplega vel og eignaðist marga vini. Amma var mikil félagsvera, ljóðelsk og átti það til að setja sam- an vísur. í Hátúnið var alltaf gott að koma og voru það ófáar stund- imar sem hún tók á móti mér í hádegishléum frá skóla og höfðum við margt um að ræða. Oft voru spilin dregin upp. Alltaf var hún að hugsa um hvað mér þætti best að fá að borða. Hún gladdist mikið með okkur ömmu- börnunum þegar áföngum var náð í skóla. Síðustu þrjú árin dvaldi amma á Hrafnistu í Reykjavík. Þar leið henni vel og hafði oft á orði hvað starfsfólkið væri gott við sig. Alltaf þegar ég heimsótti hana á Hrafn- istu færðist ró og værð yfir mig, hún var svo þakklát fyrir hveija heisókn. Amma andaðist á Hrafn- istu aðfaranótt föstudagsins 24. júlí. „Það er alltaf stutt í brosið hjá henni Bergþóru“ varð einum sjúkraliðanum að orði við mig eitt sinn og tek ég undir þau orð. Ég kveð ömmu mína með virð- ingu og þakklæti. Megi hún hvíla í friði. Guð veri með henni. Bergþóra Haraldsdóttir. Hún amma mín er dáin. Það er svo ótrúlegt og tómleikinn grípur mann. Ég á aldrei eftir að hitta elsku ömmu mína aftur. Minning- arnar streyma fram og allar þær yndislegu stundir er ég átti með ömmu skjótast upp í kollinum. Þegar ég var lítil bjó ég í Stykkis- hólmi og þá passaði amma mig stundum. Mér er sérlega minnis- stætt er við stálumst til að gefa öllum kisunum að borða, án vitund- ar mömmu að sjálfsögðu. Hana hefur eflaust grunað eitthvað er allir kettir bæjarins fóru að sækja mikið heim til okkar, svona allt í einu. En þetta var nú samt leyndar- málið okkar ömmu og hlógum við mikið að þessu þegar ég varð eldri. Þegar ég eignaðist lítinn bróður sagðist ég ekki vilja neinn lítinn bróður. Flestir töldu þetta afbrýði- semi, en hún amma mín vissi bet- ur. Hún er bara orðin lasin, sagði amma og skömmu síðar var ég lögð inn á spítala og skorin upp. Þegar ég flutti svo í bæinn og amma í Hátúnið vorum við orðnar nágrannar. Ég sótti mikið til henn- ar og þó að ég kæmi svona oft fannst ömmu alltaf ástæða til að slá upp veislu. Enda var hún amma mín með eindæmum gestrisin kona. Amma var líka mikill dönskuunn- andi og við sátum saman og lásum dönsku blöðin og höfðum það gott. Þegar svo kom að því að ég fór að læra dönsku í skólanum var ég löngu orðin læs á dönsku eftir allar stundimar með ömmu. Enda varð hún afskaplega glöð er hún heyrði að ég hygðist stunda dönskunám í framtíðinni. Amma mín var sérstaklega fal- leg og fíngerð kona. Hún var af- skaplega stolt af dætrum sínum, tengdasonum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Hún var líka svo lífsglöð og skildi mann alltaf svo vel, enda ekki fyrir kynslóðabil- inu að fara hjá henni. Þó að tæp 60 ár hafi skilið á milli var alltaf hægt að ræða við hana sem jafn- inga og vinkonu. Hún skildi líka ýmsa hluti betur en aðrir enda búin að upplifa ýmislegt á sinni lífs- leið. Hún var því alltaf tilbúin að miðla manni af reynslu án þess að dæma, og það er hæfileiki sem afar fáir eru gæddir. Ég kveð hana ömmu mína með miklum söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir þann tíma er ég hlaut með henni. Minninguna mun ég ávallt varðveita í hjarta mér. Henni gleymi ég aldrei. Hvíli hún í friði og blessuð sé minning henn- ar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dísa. Með fáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar, Bergþóru Skarphéðinsdóttur. Margs er að minnast þegar leiðir skilja í hinsta sinn, og líklegt er að við barna- börnin höfum þekkt ömmu hvert á sinn hátt, en efst er mér í huga það sem mér fannst einkenna hana, trú, bjartsýni og sá hæfileiki að kunna að gleðjast. Amma Berg- þóra var sú kona sem ég leyfði mér ekki vísvitandi að óhlýðnast sem barn vegna þess að hún ræddi ávallt við mig sem fullorðna þó barn væri, hún talaði aldrei til manns í boðum og bönnum heldur fannst manni maður vera fullorð- ' inn í návist hennar, hún hlustaði alltaf á það sem maður hafði að segja. Á unglingsárunum, á „hippatímanum" svokallaða, kom ég oft við hjá ömmu á Laugavegin- um og sérstaklega þegar ég var ekki sammála „fullorðna fólkinu“ í kringum mig. Alltaf hlustaði amma án þess að rausa, þó hún væri sammála því sem ég kvartaði undan, sem hún var nú oftast, þá kom hún þeim skoðunum á fram- 'færi á sinn sérstaka hátt. Hún til- kynnti mér ekki að hún væri sam- mála þeim fullorðnu með því að segja „þú átt að gera þetta og þú átt að gera hitt“ heldur ræddi þannig að ég hlustaði og tók mark á því sem hún sagði þó svo hún væri í raun að segja það sama og ég hafði verið ósátt við. Að mínu mati var hún einnig lífsreyndari en margur annar og líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Ung giftist amma afa mínum Kjartani Guðjónssyni og ung missti hún hann, en þá var hún liðlega fertug. Amma giftist ekki aftur en síðar á lífsleiðinni eignaðist hún góðan ástvin og samferðamann, Sigurlaug Guðmundsson sem lést ' fyrir fáum árum. Voru þau sam- rýnd mjög og aldrei nefnd öðruvísi en bæði í einu, amma og Laugi. Var það mikill missir fyrir ömmu þegar Laugi lést og má segja að þá hafi að hluta til slokknað sá lífsneisti sem hún hafði. Laugi studdi ömmu dyggilega á erfíðum stundum, en á sinni lífsleið eignað- ist amma einn óvin, bakkus, sem reyndist henni oft á tíðum erfíður, en alltaf stóð Laugi sem klettur við hlið hennar ásamt vinum henn- ar í AA-samtökunum, en þar átti Kveðjuorð: Knútur Jónsson Fæddur 5. ágúst 1929 Dáinn 24. júlí 1992 Við vorum við laxveiðar í Rangánum og héldum upp á af- mæli eins af vinunum, Knútur vissi af okkur og hefði eflaust viljað kasta fyrir þann silfraða með okkur eins og oft áður og blanda geði við vini sína, en örlög sín flýr enginn og hvenær menn eru burtu kallaðir vitum við ekki. í kvöldkyrrðinni við eina fegurstu laxveiðiá landsins minntumst við Knúts sem frábærs veiðifélaga og vinar, skáluðum fyr- ir honum og báðum þess að hann !þyrfti ekki að kveljast lengi af þess- um erfíða sjúkdómi sem hann gekk með, en við vorum óviðbúnir frétt næsta dags, kallið kom snöggt og hann var allur. Sérfræðingar I l)l«'»lllilskl'4‘V(Íll^'lllll VÍí> (»11 (<l‘kifi(‘l‘i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Ég kynnist Knúti þegar hann vann hjá Síldarútvegsnefnd í Siglu- fírði, þar sem hann starfaði sem fulltrúi frá 1957 til 1969 og framkvstj. Tunnuverksmiðju ríkis- ins til ársins 1973. Knútur tók ástfóstri við Siglu- fjörð strax þegar hann flutti hingað með konu sinni Önnu Snorradótt- ur, Snorra Stefánssonar framkvstj. síldarverksm. Rauðku og k.h. Sig- ríðar Jónsdóttur, en þau Anna kynntust í Reykjavík þegar þ_au stunduðu nám í Verslunarskóla Is- lands og giftu sig 1953. Knútur var skarpgreindur og var unun að ræða við hann hin marg- víslegustu málefni, hann var víðles- inn og fróður. Hann aflaði sér fram- haldsmenntunar í rómönskum mál- um við háskóla víða í Evrópu og fylgdist stöðugt með öllum hrær- ingum stjórnmála álfunnar. Hann var kominn af alþýðufólki úr Reykjavík, faðir hans var Jón Halldórsson verkamaður og móðir Gíslína Magnúsdóttir sem bæði eru látin. Knútur hafði miklar taugar til þeirra sem hölium fæti standa í þjóðfélaginu og eru minni máttar, átti því starf Lionshreyfíngarinnar einkar vel við hann en við gengum saman í Lionsklúbb Siglufjarðar árið 1959. í Lionsklúbbi Siglufjarð- ar gegndi hann ótal stjórnarstörf- um auk þátttöku í almennum verk- efnum klúbbsins, hann vantaði aldrei á fundi væri hann heima. Þegar síldin hvarf hvarflaði ekki að Knúti að flytja frá Siglufirði, slíku ástfóstri hafði hann tekið við bæinn okkar. Hann stofnar fyrirtækið Togskip h.f. ásamt Sigurði Finnssyni út- gerðarmanni o.fl. og var stjórnar- formaður í stjóm þess alla tíð. Starfaði ég með þeim í stjórn fyrir- tækisins og var það mér bæði lær- dómsríkt og ánægjulegt. Togskip h.f. gerði út togarana Dagný og Sigurey sem voru fyrstu togararnir sem heilfrystu físk fyrir erlendan markað. Sigurey var keypt frá Frakklandi og fóru þeir féíagarnir Sigurður og Knútur saman út til að gera kaupsamninga, nýttist þá sem oftar málakunnátta Knúts en hann hafði m.a. stundað nám í frönsku við háskóla í París. Eignuðumst við fjölda kunningja innlenda og erlenda í tengslum við þessa starfsemi sem var hætt um 1987. Árið og 1973 tekur hann við skrifstofustjórn Húseininga h.f. á Siglufírði til ársins 1987, að hann tekur við starfi bæjarritara en það starf var lagt niður árið 1990, síð- ustu árin vann Knútur hálfan dag- inn á Skattstofu Norðurlands vestra. Knútur skipaði sér ungur í raðir sjálfstæðismanna og var snemma valinn til hinna margvíslegustu starfa á þeirra vegum. Eftir að hann flutti til Siglufjarð- ar hlóðust fljótlega á hann margvís- leg opinber störf, var hann bæjar- fulltrúi og bæjarráðsmaður frá 1966-78 og forseti bæjarstj. 1974-78. Hann var formaður veitunefndar frá 1970-1982, unn- um við mjög mikið saman á þeim árum að málefnum Rafveitu Siglu- fjarðar, en á þessum tíma^ var Fljótaá virkjuð við Þverá. Á ég kærar minningar um samstarf okk- ar á þessum tíma og eftir því sem árin líða fínn ég betur hve heppinn ég var að eiga þess kost að vinna með honum að þessu og fleiri hags- munamálum kaupstaðarins. Knút- ur sat í stjórn Sparisjóðs Siglufjarð- ar um árabil. Hann var mjög félags- lyndur, starfaði í fjölda félaga svo sem í Norræna félaginu og fór á þeirra vegum í heimsóknir til vina- bæja Siglufjarðar á Norðurlöndum, veit ég að þar fór verðugur fulltrúi bæjarins. I Stangveiðifélagi Siglfírðinga starfaði hann um árabil og hafði unun af veiðiskap og útivist. Átti ég þess kost að fara margar veiði- ferðir með honum og eru mér ofar- lega í minni nú veiðiferðir okkar í húnvetnsku árnar þar sem við hitt- um oft erlenda gesti og veiðimenn ásamt leigutökum ánna. í þeim ferðum komu eiginleikar Knúts svo vel í ljós, yfírveguð og róleg skap- höfn ásamt einstakri snyrti- mennsku og tillitssemi við aðra veiðifélaga, gesti og húsráðendur. Hann var félagi í Badmintonfé- lagi Siglufjarðar og spiluðum við saman ásamt fleirum í áratugi tvisvar í viku á veturna. Hans var saknað af hópnum sl. vetur en heilsa hans gaf honum ekki tæki- færi til þess að vera með. í stjómmálum störfuðum við í sitt hvorum flokki, engu að síður féllu skoðanir okkar oft saman, í umræðu um menn hallmælti hann engum og virti skoðanir annarra. Hann ætlaðist líka til að hans skoð- anir væru ræddar og metnar, hann tranaði sér aldrei fram á fundum en þegar hann tók til máls þá flutti hann mál sitt með lágum rómi hægt og gerhugsað þannig að allir hlustuðu. Þegar rætt var um að selja orku- fyrirtæki Siglufjarðarkaupstaðar sem okkur vorum báðum sérstak- lega kær, ræddum við það aldrei. Ég fann á Knúti að við vorum sömu skoðunar að tíminn yrði að skera úr um hvort rétt ákvörðun hafði verið tekin eða ekki. Nýr flokkur hafði tekið við stjórn kaupstaðarins og hann yrði að fá að sanna sig. í þeirri umræðu sem nú ber hæst um EES sakna ég þess nú að geta ekki skipst á skoðunum við hann en á samskiptum okkar við Evrópu hafði hann þá trú að við neyddumst til að ganga í EB fyrir aldamót, einangrast ella, um það vorum við ekki sammála. Nú þegar leiðir skilja um sinn þá sakna ég vinar og félaga, eng- inn maður mér ótengdur hefur reynst mér betur þegar þræddir voru vandrataðir stigir hins dag- lega Iífs. Knútur átti 3 systkini sem voru nokkru eldri en hann og einn hálf- bróður. Anna og Knútur tóku að sér systkinin Oskar Einarsson og Fjólu Bjarnadóttur þegar þau voru þriggja og sex ára gömul og ólu þau upp og reyndust þeim hinir ástsælustu foreldrar. Ég fann að Knúti var mjög umhugað um fram- tíð þeirra og velferð alla, Fjóla er gift Jóhanni Ragnarssyni og eiga þau dóttir sem heitir Ánna og var hún Knúti mikill gleðigjafi. Anna mín, við Auður sendum þér, ástvinum hans og ættingjum innilegar samúðarkveðjur á þessari erfíðu stund. Blessuð veri minning Knúts Jónssonar. Sverrir Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.