Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 34
Sveinberg Laxdal kartöflubóndi: Norðlenskar kart- öflur ekki vænt- anlegar á næstunni EKKI er þess að vænta að norðlenskar kartöflur komi á markað svo neinu nemi næstu vikurnar. Þótt vel hafi litið út með uppskeru í vor hafa vonir manna dvínað eftir því sem á hefur liðið og sprettu- tíð hefur engin verið um hríð. Enn er til á Norðurlandi eitthvað af uppskeru fyrra árs. Enda þótt nýjar kartöflur séu komnar á markað úr Þykkvabæn- um er talsvert langt í að Norðlend- ingar fái á markað nýjar norð- lenskar kartöflur, nema ef væri að einstaka bóndi ætti smáblett á skjólgóðum stað þar sem betur hefði sprottið en í meðalakri, að því er Sveinberg Laxdal bóndi á Túnsbergi á Svalbarðsströnd sagði. Hann sagði að mjög vel hefði litið út í vor, þá hefði verið klakalaus jörð og sæmilegasta tíð. Síðan hefðu komið langvarandi þurrkar með miklum suðvestan- veðrum og moldrok verið með af- brigðum mikið. Víða hefði fokið ofan af útsæðinu og þurft að hreykja upp aftur í görðum, jafn- vel í tvígang sums staðar. Þá kom Jónsmessuhretið „og síðan hefur verið meiri og minni kuldatíð. Þetta hefur ekki verið neitt venjulegt eyfirskt sumar,“ sagði hann. „Það má áætla að þurfi að fá hagstæða sprettutíð í 6 vikur eða svo til að fáist viðunandi uppskera. Það geta gerst kraftaverk í jörðinni á sprettutímanum ef veðrið svíkur ekki. En útlitið er ekkert sérstak- lega gott. Ég veit ekki hvar hún heldur sig, blessuð vinkona okkar Azor-eyja hæðin, sem á að sópa lægðunum, sem núna fara í hala- rófu fyrir austan land, vestar.“ Sveinbjörn sagði að sumarveðrið núna væri ekki síst að því leyti óvenjulegt að norðanáttin væri nú ævinlega svo köld, hitinn væri óð- ara kominn niður í 5 stig ef blési að norðan. En kartöflur þyrftu yl og eins og nú horfði væri vart við því að búast að norðlenskar kart- öflur sæjust að telja í verslunum fyrr en í fyrsta lagi undir lok ágúst- mánaðar. Að sögn Sveinbergs er víða til ennþá eitthvað af uppskeru síðasta árs og vegna þess hve bændur væru almennt komnir með góðar kæligeymslur væru ársgamlar kartöflur iðulega mjög góður mat- ur. Morgunblaðið/Eiríkur Og það kom góð gusa ogheit Á miðvikudag í síðustu viku þegar jarðborinn Narfi var kominn niður á 426 metra dýpi við Laugaland á Þelamörk kom hann niður á æð með heitu og góðu vatni. Áður en byrjað var að dæla úr holunni runnu úr henni um það bil fimm sek- úndulítrar af 87 stiga heitu vatni, sem bormenn töldu að hitað gæti allstórt byggðarlag. Standa vonir manna til að þarna megi fá 20 til 30 sek- úndulítra af vel heitu vatni óg ef svo fer má gera því skóna að brátt verði hugað að því að leggja leiðslu fyrir það frá Laugalandi til Akureyrar. En það kom voldug skvetta og vel heit og stóð langt út yfir Hörgá þegar byrjað var að dæla úr holunni á fimmtudag, eins og sést á myndinni. Verslunarmannahelgin; Mikil umferð var en allt gekk áfallalaust fyrir sig FJÖLDI fólks var á Akureyri um verslunarmannahelgina og umferð mikil I bænum og á vegum allt um kring. Nokkuð var af fólki í Vaglaskógi og margt í Mývatnssveit. Lögreglan segir að helgin hafi verið áfallalítil. Mikil umferð var á vegum á gæslusvæði lögreglunnar á Akur- eyri allt frá föstudegi og fram á mánudag. Talsverður umferðar- þungi var bæði til vesturs og aust- urs og einnig á leiðinni til Dalvíkur og Olafsfjarðar. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í bænum og utan hans og einn þeirra sviptur ökuleyfi sínu. Þá voru þrír teknir grunaðir um ölvun við akstur. Aftanákeyrsla varð á vegin- um við Svalbarðseyri en meiðsli á fólki ekki teljandi. Halló Akureyri Hátíðin Halló Akureyri gekk vel að sögn Þráins Lárussonar veitinga- manns, sem hafði frumkvæði að hátíðarhöldunum. Hann kvaðst hafa merkt það á aðsókn að dans- leikjum í 1929 að mikill fólksfjöldi hefði verið í bænum. Aðsókn hefði verið mjög góð og það sem fram fór á Ráðhústorgi á kvöldin hefði gengið vel miðað við veður, sem hefði verið svolítið ótryggt, en enda þótt veður væri stillt og þokkalega hlýtt gengu af og til yfir skúrir. Hins vegar sagði Þráinn að fólk hefði yfirleitt komið seint í bæinn á kvöldin nema á sunnudagskvöld, þegar fjöldi hefði tekið þátt í risa- grillveislunni þar. Þráinn sagðist ekki muna eftir eins mörgu fólki á Akureyri um verslunarmannahelgi og nú. Hann hefði spurnir af því að gistiheimili hefðu verið fullskipuð, Tjöldi manna hefði verið á tjaldstæðinu, sem hefði verið næsta fullt og margt á tjald- stæðinu handan fjarðarins, á Húsa- brekku. Þá hefði fjöldi fólks verið í orlofsíbúðum og heimahúsum. Þetta hefði verið afar líflegt og meðal annars skapast skemmtilegt andrúmsloft á markaðstorginu á laugardag. Þráinn var ánægður með það hvernig til tókst með pakkhússam- kvæmi, sem haldin voru eftir að dansleikjum lauk og stóðu fram á morgun. Þar hefði verið mjög margt fólk eftir föstudagsdansleik, enn fleira kvöldið eftir og_ langflest að- faranótt mánudags. í heild mætti segja að Halló Akureyri hefði geng- ið afar vel, ekki síst ef tekið væri tillit til þess hve undirbúningstími hefði verið stuttur, en samstillt átak ágæts starfsfólks hefði gert þetta hina bestu uppákomu. Samkvæmt upplýsingum Akur- eyrarlögreglu gerðist fátt frétt- næmt um helgina í bænum hvað Fjölleikasýningar á Akureyri Fjölleikatjald hefur risið á grasflötinni neðan við Sam- komuhúsið á Akureyri. Þar er á ferð fjölleikaflokkur frá Danmörku sem mun sýna listir sínar í kvöld og næstu kvöld. Fjölleikaflokkurinn Cirkus Ar- ena, sem er á ferð um landið, er kominn til Akureyrar og í gær var þar verið að undirbúa sýning- ar í miklu tjaldi sem er á grast- ungunni milli Samkomuhússins og Drottningarbrautar. Chrisatian Warrer, talsmaður fjölleikahópsins, sagði að flokkurinn hefði komið til lands- ins með Færeyjafeijunni 12. júní og yrði hér á landi alls tíu vikur að þessu sinni, en síðast. hefði Cirkus Arena komið hingað fyrir fímm árum. Christian sagði að flokkurinn myndi hefja sýningar hér á Akureyri í kvöld klukkan 20 og hafa kvöldsýningar fram á sunnudagskvöld, en um helgina yrðu auk þess miðdegissýningar klukkan 15. Meðal atriða í fjöl- breyttri dagskrá nefndi hann trúða, loftfimleikafólk og línu- dansara. Listamennimir eru ná- lægt tveim tugum auk hljóm- sveitar, en alls eru í fjölleika- hópnum 40 manns. Að sögn Christians Warrers fer fjöileikahópurinn Cirkus Ar- ena að lokinni Akureyrardvöl til Húsavíkur og þaðan austur á land þar sem sýnt verður á Hér- aði og niðri á fjörðum þar til hópurinn heldur til baká 18. ág- úst. Sá fjölleikahópur sem hér er á ferð er eiginlega dálítið útibú frá stærri Cirkus Arena sem er á sýningarferð um Danmörku. Hóparnir starfa aðallega á sumr- in og listafólkið stansar yfírleitt stutt í hveijum flokki. Algengast er að það flakki á milli ólíkra sýningarflokka víða um heim. í sýningarhópnum sem nú er á íslandi eru listamenn frá Tékkó- slóvakíu, írlandi^ Ítalíu, Frakk- landi, Sviss og Ástralíu. Morgunblaðið/Eirkíkur Það er eins gott að strengir og stög séu í fullkomnu lagi þegar farið er að sveifla sér, og þessir menn voru að yfirfara öryggis- málin í tjaldi fjöllistamannanna á Akureyri í gær. löggæslu áhrærir. Segja mætti í stuttu máli að allt hefði gengið vel og áfallalítið miðað við þann mann- fjölda sem í bænum var um helg- ina. Ekki hefði verið meira um af- skipti lögreglu af fólki en um venju- lega helgi. Vaglaskógur Að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógarvarðar í Vaglaskógi, er ætlað að gestir í skóginum um verslunar- mannahelgina hafi verið á bilinu 500 til 600. Að vísu hefðu mun fleiri verið í skóginum og á ferð í og við hann á næturnar. Hann sagði að í þetta sinn hefði helgin verið betur undirbúin en oft áður, skipulagt hefði verið sérstakt fjölskyldusvæði og þar væri 'talsvert um að fólk kæmi ár eftir ár. Unglingar hefðu verið dálítið út af fyrir sig, en þeir hefðu verið talsvert færri en búist hafði verið við, trúlega ekki sist vegna þess að fólk hefði kosið að sitja heima á Halló Akureyri. Björg- unarsveit hefði verið að störfum allar næturnar og auk þess gæsla á vegum starfsmanna í skóginum og lögreglu. Sigurður sagði að umgengni um skóginn hefði að þessu sinni verið betri en oft áður. Enda þótt misjafn sauður væri í mörgu fé hefði tals- vert verið um að unga fólkið hefði þrifið eftir sig, að minnsta kost tínt rusl saman í poka. Á fjölskyldutjald- svæðinu væri hins vegar umgengni undantekningarlítið til fyrirmyndar. Um helgina í heild mætti segja að hún hefði gengið vel ef frá væri talið hversu menn sæktu í að aka ölvaðir í skóginum og við hann. Samkvæmt upplýsingum hjá lög- reglunni á Húsavík var mest um að vera í Vaglaskógi um helgina, töluverður drykkjuskapur og 7 eða 8 ökumenn teknir ölvaðir við akst- ur. Umferð var mikil um héraðið og nokkur óhöpp en ekki slys á fólki. Bílvelta varð á sunnudag í Aðaldal, bíll fór út af vegi á vega- mótunum skammt frá Eldá í Mý- vatnssveit og annar ók út af í Aðal- dalshrauni. Margt fók var í Mý- vatnssveit, mest þó útlendir ferða- menn og íslenskt fjölskyldu- og hjónafólk og mjög rólegt þar. I Ásbyrgi var færra fólk en oft áður og þar mun allt hafa farið þokka- lega fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.