Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Minning: Guðlín Jónsdóttir Fædd 14. október Dáin 25. júlí 1992 í dag er til moldar borin Guðlín Jónsdóttir sem andaðist í Landspít- alanum þann 25. júlí síðastliðinn. Hún var fædd að Miðkoti í Vest- ur-Landeyjum og ólst þar upp með fimm systrum og einum bróður. Hún var næstelst sinna systkina. Foreldrar hennar voru þau Jón Tómasson bóndi í Miðkoti og kona hans Elín ísaksdóttir, bæði ættuð úr Vestur-Landeyjum. Átján ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heima alla tíð síðan. Hér í bænum stundaði hún ýmis störf sem til féllu, var í vist og fiskvinnu. Hún giftist árið 1938 Halldóri Jónssyni frá Ey í Vestur-Landeyjum og hófu þau búskap á Ránargötunni. Árið 1955 festu þau kaup á íbúð í Nóatúni 26 og bjuggu þar upp frá því en Halldór lést árið 1978. Þeim varð ekki barna auðið en ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að búa á heimili þeirra í nær 10 ár og voru þau mér eins og fósturfor- eldrar. Eftir að ég kvongaðist og eignaðist mitt eigið heimili voru ég og fjölskylda mín tíðir gestir hjá Línu ömmu og Dóra afa eins og synir mínir kölluðu þau. Allir sem kynntust þeim hjónum og komu á heimili þeirra fundu þá hlýju og gestrisni sem þar réði ríkj- um. Þau voru frændrækin og báru all tíð hlýhug til sveitarinnar sinn- ar, fylgdust vel með því sem þar gerðist og heimsóttu ættingja og vini sem þar bjuggu. Þeirra helsta tómstundagaman var að spila á spil og fóru þau næstum vikulega á spilakvöld, meðal annars hjá eldri borgurum og eignuðust þar marga kunningja. Lína var alla tíð mjög heilsu- hraust og fór gjarnan um fótgang- andi ef veður leyfði. Hún las alla tíð mikið og alveg framundir það síðasta las hún gleraugnalaust. Hennar uppáhalds bók var Biblían því hún var mjög trúuð en auk guðsorðs las hún mikið af góðum bókum, einkum æviminningum. Hún var alltaf tilbúin til að rétta hjálparhönd svo sem ef einhver sem hún þekkti þurfti að fara á sjúkra- hús, þá taldi hún ekki eftir sér að koma daglega í heimsókn. Eftir að Lína var orðin ekkja var það henni mikil stoð að systir hennar bjó í sama húsi og studdu þær hvor aðra í lífsbaráttunni. Mér finnst vel við eiga að ljúka þessum minningum með fyrstu versunum í tuttugasta og þriðja Davíðssálmi. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Róbert Brimdal. Morgunblaðið/Björn Blöndal Hátt í 200 skólabörn í Njarðvík hafa unnið við að koma bænum í afmælisbúning og meðal þess sem þau hafa gert var að leggja 20.000 fermetra af torfi á svæði við innkeyrsluna í bæinn. t Faðir minn, FRIÐRIK DAVI'ÐSSON frá Ásláksstöðum, Vatnsleysuströnd, til heimílis á Birkimel 8, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 2. ágúst. Hermann Friðriksson. Móðir okkar. er látin. t SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Siglufirði, Þórður Sigurðsson, Hafsteinn I. Sigurðsson, Jónas Þ. Sigurðsson, Valgeir Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Grjótagötu 5, 3. ágúst. Tristan, Sóley, Freyja, María. Fyrir hönd annarra vandamanna, Nanna Guðmundsdóttir, Kristján Pétursson. Njarðvíkurbær í afmælisbúning Keflavík. NJARÐVÍKINGAR vinna af kappi þessa dagana að fegrun- arátaki fyrir hátíðarhöld sem fram fara dagana 15.-23. ágúst í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 50 ár frá endurreisn Njarð- víkurhrepps. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur þá í opinbera heimsókn til Njarðvík- ur og mun þá m.a. afhjúpa minn- isvarða um endurreisn Njarðvík- urhrepps og fyrstu hreppsnefnd hans við ráðhús bæjarins. Að sögn Kristjáns Pálssonar bæjarstjóra hefur mjög verið vand- að til hátíðardagskrárinnar sem verður ákaflega fjölbreytt. Þar mætti margt nefna, svo sem ljós- mynda-, málverka- og sögusýningu, tónleika, íþróttakappleiki og margt fleira þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. I tilefni af afmælinu hefur verið gert stórátak í fegrun bæjarins og sagði Kristján að afmælisnefndin hefði valið að kalla þetta afmælisár umhverfísvænt undir kjörorðunum: Hreinn bær - okkur kær. í sumar hefðu hátt í tvö hundruð skólaböm unnið við fegrun, nú væri búið að Vlnnlngstölur J áqÚSt 1992 laugardaginn -----------a-------------- FJOLDI VINNINGSHAFA 1. 2. fUB 4af5' 3. 4. 12 242 9.327 UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 13.099.808 100.121 8.564 518 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 21.205.134 kr. upplýsingar:SImsvari91 -681511 lukkulIna991002 leggja um 20.000 fermetra af torfi á svokallaðar manir við innkeyrsl- una í bæinn og kappkostað væri að fá alla bæjarbúa til að sýna á sér betri hliðarnar svo sem með því að taka til við hús sín. BB SKÓÚTSALA Skóverslun Þórðar Laugavegi 41, sími 13570 Borgarnesi, Brákarbraut 3, sími 93-71904 Kirkjustræti 8, sími 14181 A KAUPTU AUÐLINDARBRÉF KAUPÞINGS OG VERTU ASKRIFANDI AÐ ALLT AÐ 40.000 KR FRA RIKISSJOÐI HLUTABREFAS JOÐURINN AUÐLIND HF. Þeir sem ætla að nýta sér skattaafslátt vegna hlutafjárkaupa ættu að kynna sér kosti Auðlindarbréfa. Þau eru sett saman af hlutabréfum og skuldabréfum margra traustra fýrirtækja sem dreifir áhættunni. Þau eru jafnan auðveld í endursölu. Hjón sem aul<a eign sína í hlutabréfum um 188.000 krónur á árinu lækka tekjuskattsstofn sinn um þá upþhæd og þar með skattana um allt að 80.000 krónur. Samsetning eigna í Auólind hf I. ágúst 1992. Skuldobréf 50% 50% KAUPÞING HF Kringlunni 5, sími 689080 t cigu Búnadarbanta íslands og sparisjólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.